Færsluflokkur: Bækur

Tímabært að mínu mati!!!

Síðastliðin ár hef ég haft mikinn áhuga á Maríu Magdalenu og fagnað hinni verðskulduðu athygli sem hún er loks að fá. Ég hef lesið þó nokkuð af bókum um hana eða þar sem fjallað er um hana á einhvern hátt. M.a. er ein bók sem höfundurinn, sem er prófessor, sá sig tilneydda til að gefa út sem skáldsögu, af ótta við KIRKJUNA en er samt byggð á 18 ára rannsóknarvinnu hennar og fjölda annarra. Séra Þórhallur Heimisson gaf nýverið út bók um þessa mest umdeildu persónu í lífi Jesú fyrr og síðar og hlakka ég mikið til að lesa hana. Holy Blood, Holy Grail er líka mjög áhugaverð bók og margt sem gaman væri að skoða nánar sem fram kemur í þeirri bók. Bókin Secrets of Mary Magdalena var einnig frábær lesning og skora ég á þá sem áhuga hafa á sögu þessarar merku konu að athuga með hana í Eymundsson. Höfundar hennar, Dan Burstein og Arne de Keijzer velta upp mörgum af þeim spurningum sem vaknað hafa síðastliðin ár varðandi Maríu og hennar raunverulegu tengsl við Jesú. Kirkjan gerði hana að hóru því það hentaði ekki karlrembuhætti þessa tíma að auvirðileg kona hafui gegnt svona mikilvægu hlutverki í lífi þessa manns sem þeir ákváðu að gera ódauðlegan. Þeir skoða það m.a. hvort María hafi sjálf skrifað "Guðspjall" og verið sú sem Jesú vildi að tæki við af sér. Allir þekkja nú orðið Dauðahafsskjölin og það sem sagt er þar um að Jesú hafi metið hana mest lærisveina sinna og oft kysst hana á ......

Það að María hafi flúið til Frakklands og verið barnshafandi kemur ekki bara fram í Da Vinci Code, heldur mörgum öðrum bókum er sú fullyrðing sem mig langar mikið mikið til að skoða  nánar ásamt mörgu fleiru og kannski eyði ég elli árunum í það. W00t

 En bókina hans Þórhalls verð ég að eignast og gef hana bara sjálfri mér, af því ég er svo æðisleg, Joyful, ef hún ratar ekki undir jólatréð í ár.


mbl.is María Magdalena veldur áhyggjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bækur og jólin!!!

Fyrir ólæknandi lestrarhest eins og gömlu mig er þessi árstími fylltur gífurlegri löngun. Löngun í allar þær "VERÐ AÐ LESA" bækur sem koma út á þessum tíma. Freistingarnar eru jafnvel óvenjumargar þetta árið þ.e. slatti af "VERÐ AÐ LESA" bókum í bókatíðindum sem er ólíkt fjárbændum það rit sem er í heiðurssæti á  náttborðinu mínu þessa dagana.

Aldrei þessu vant er ég einungis með tvær bækur í lestri. "The Testament" eftir Eric Van Lustbader, höfund Bourne Legacy sem margir kannast við og en mestan tíma fær 4. bókin í seríunni um hinn gáfaða kurteisa dreka TEMERAIRE en nú er búið að þýða 1. bókina "His Majestys Dragon" og það eru eflaust margir sem koma til með að hafa gaman að henni. Fleiri bækur bíða á náttborðinu eftir að röðin komi að þeim en samt langar mig alltaf í fleiri og fleiri. Ég stefni á að misnota mjög aðgang minn af bókasafnsfræðingnum í fjölskyldunni, elskulegri systur minni og þar með afnot af bókum í eigu Bókasafns Hafnarfjarðar, he he. Í gegnum árin hef ég keypt minna og minna af bókum á íslensku en nota þess í stað Amason óspart til að ná í bækur að verði sem fær mann ekki til að taka andköf og hvílík himnasending það var fyrir mig þegar íslenskir útgefendur fóru loks að gefa bækurnar út í kiljum. Það var hægt að kaupa bækur á viðráðanlegu verði og enn í dag bíð ég eftir að þær bækur sem mér finnst að ég VERÐI að eiga komi út í kilju.

Jólin eru eini tíminn sem ég leyfi mér að langa í harðspjaldabækur og með von í hjarta um að einhver þeirra bóka sem mig langar til að eiga rati undir jólatréð vandlega merkt mér. Þessi jólin eru m.a. eftirtaldar bækur á óskalistanum : Verndargripurinn frá Samarkand eftir Jonathan Stroud. 1. bók í þríleik. Varla þorandi samt að kaupa íslensku útgáfuna þar sem ég hef hvað eftir annað lent í að fá svo ekki seinni bækurnar þegar um seríur er að ræða og ég enda með að panta þær allar á Amason. Það er ekki gaman að sitja uppi með hálflesna seríu. Ég keypti til að mynda "Úlfabróðir", "Börn Lampans" og "Abarat" þar sem ég gafst upp á að bíða eftir íslensku útgáfunni. Einnig get ég ekki séð seríu eftir Anthony Horowitsw í bókatíðindum þetta árið. Á þær á ensku svo það kemur ekki að sök. Já, ég les nefnilega líka unglingabækur ef þær eru á þessum nótum og ég vona að fjöldi unglinga fái "Göngin" í jólapakkann þetta árið. Hún er virkilega skemmtileg, vona að hún sé vel þýdd.

Af bókunum sem nú koma út eru sérstaklega tvær bækur algjört möst þ.e. VERÐ að eiga bækur. En það eru Sólkross, bókin eftir Óttar og bók eftir Tom Egeland, Verðir sáttmálans. Mun að sjálfsögðu lesa margar fleiri. Bíð eftir Yrsu, Árna og Arnaldi í kilju ef ég fæ þær ekki gefins. ´Bókaþjófurinn hefur þegar verið pantaður hjá bókasafnsfræðingnum og bók séra Þórhalls um Maríu Magdalenu. Les allt sem ég kemst í um hana. Steinsmiðurinn, Vetrarsól og fleiri og fleiri fá sinn tíma.

Ég veit fátt yndislegra  en að vita af bunka af ólesnum bókum á náttborðinu mínu eða uppi í hillu. Bókum sem bíða í þögn og þolinmæði eftir að verða lesnar. Sumar les ég tvisvar, aðrar jafnvel oftar. Aðrar bíða mín á bókasafninu og bera þess merki að hafa skemmt, á sinn einstaka hljóða hátt, fjölda manns á undan mér. Því hvað er betra en að gleyma amstri hversdagsins við lestur góðrar bókar. Að ferðast inn í töfraheiminn sem liggur í línunum og dvelja þar þó ekki sé nema örskamma stund í lok dags sem jafnvel hefur borið með sér erfiðleika, þreytu og kvíða.


Syndugur bókaormur!!!

 

bookwormÉg er og verð lestrarhestur, hef verið það síðan ég varð læs og læt örugglega jarða nokkrar góðar með mér þegar þar að kemur. Er ein af þeim sem var búin með barnadeildina á bókasafninu 11-12 ára og farin yfir í fullorðinsdeildina. Erfði þetta frá pabba sem átti fjöldann allan af bókum og það voru margir dagarnir hjá mér þegar ég var krakki sem fóru í að koma sér vel fyrir upp á háalofti og stúta þar hverjum bókakassanum á fætur öðrum. Tom Swift, Benna bækurnar, Frank og Jói, nefndu það. Margar bækur las ég oftar en einu sinni og oftar en tvisvar og geri enn. Er svo heppin að systir mín vinnu á bókasafni og þar fæ ég bækurnar sem ég bara tími ekki að kaupa. Ef ég keypti allar þær bækur sem mig langar til að lesa og hef lesið í gegnum árin ja, þá þyrfti ég að eiga Perluna. Fer nú samt stundum í Kolaportið og kaupir gamlar perlur þar sem ég hef ekki lesið. En undanfarin ár svo skömmustulegt sem það nú er þá hefur áhugasvið mitt á bókum þrengst  á þann hátt að ég á ekki mikið af íslensku bókunum. Amazon er fjársjóður í mínum augum. Hvílíkt magn af góðum bókum sem þar er og listagóðum höfundum sem aldrei hefur heyrst talað um hér á Íslandi. Var einmitt að panta slatta í síðustu viku og þ.á.m eftir einn höfund sem ég hef ekki lesið neitt eftir og langar til að kynnast. Af bókum  á íslensku er samt alltaf keypt handa unglingnum því sem betur fer les hún líka. Ávítaratáknið, Einhyrningsbækurnar, Molly Moon, Börn lampans, og fleira og mamma stútar þessu öllu saman líka. Ástarsögur þó gæti ég ekki lesið, þótt mér væri borgað fyrir það, eða bækur eins og "Hvar er barnið mitt" og þess háttar. Flest annað gæti endað á náttborðinu hjá mér eins og sjá má á bókalistanum á síðunni minni. Verð nú samt að fara að uppfæra hann.  Ég eltist ekki við frægu íslensku höfundana, les þá ef mér finnst þeir góðir og ef ég fæ þá lánaða. Kaupi samt bækurnar Yrsu til að eiga þegar þær koma í kilju. Ólafur Jóhann finnst mér frábær og Hníf Abrahams pantaði ég í jólagjöf, fékk þrjár, he he.


mbl.is 4,6 bækur á hverja þúsund íbúa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og það var rúntað.... ...á vörubílnum!!!

Gleðilegan páskadag landsmenn allir nær og fjær. Grin Maðurinn minn hafði í tvo daga talað um að bjóða mér í bíltúr og þar sem ég þekki mitt heimafólk, þá bara beið ég þolinmóð, vissi sem var að af rúntinum kæmi. Er náttúrulega búinn að vera að vinna eins og brjálæðingur í "#$%&/&$#" grunninum. En í gærkvöld var komið að bíltúrnum og þið getið ímyndað ykkur upplitið á mér þegar ég kom út og sá hvert farartækið var. Gamli Volvo-vörubíllinn sem gríðarlegum tíma hefur verið eytt í að gera sæmilega ökufæran. Já, það þurfti nefnilega að sækja litaða olíu á tunnu niðrá Skaga, þar sem grafan sem hann notar í grunninum var orðin olíulaus. Hundarnir fengu að koma með og allt í lukkunnar velstandi..... þar til við komum niður á veg. Hamingjan hjálpi mér, vissi að vegurinn væri lélegur en að þurfa að keyra hann á vörubíl, úff. Mikið vorkenndi ég þeim vörubílstjórum sem þurfa að hossast þetta vegskrifli, dag eftir dag til að komast í efnisnámurnar sem hér eru. Og ekki bara eina ferð á dag heldur ferð eftir ferð frá morgni og fram á kvöld. Hljóta að vera vel föst í þeim nýrun. Af hverju í ósköpunum sér Vegagerðin ekkí sóma sinn í því að gera þennan veg þannig úr garði að hann geti þjónað sínum megintilgangi sem er aðgangur að áðurnefndum námum. Það segir sig sjálft að vegur sem nær eingöngu er notaður af stórum og þungum vörubílum þarf að vera sérstaklega sterkbyggður. Þýðir ekkert að hafa einhverja drullu sem burðarlag undir veg sem þennan, það sér hver heilvita maður. Sveitabærinn sem ég bý á nú er eini bærinn sem er staðsettur þannig að við heimilisfólkið verðum að nota þennan veg til að komast niður á þjóðveg, annars eru þetta eiginlega bara vörubílar sem um hann fara og auðvitað á að hanna veginn út frá því. Er orðin hundfúl yfir að hossast þennan drulluslóða og ef kvartað er við vegagerðina þá senda þeir í mesta lagi hefil til að slétta úr verstu öldunum og fylla í stærstu holurnar, viðgerð sem endist í mesta lagi tvo daga. Meira að segja þegar rigningarnar gerði eftir áramótin þá varð vegurinn svo hrikalegur að vörubílarnir neyddust til að keyra að námunum hinum megin frá og eyðilögðu þar með þann hluta vegarins einnig. Það var lausnin sem þeir fengu frá Vegagerðinni þegar vegurinn Akranesmegin var orðinn ófær vegna þess að hann var notaður við aðstæður sem hann engan veginn þoldi. Engar öxulþungatakmarkanir ekki neitt, bara keyrt þar til vegurinn var ónýtur. Ég er ekki að ásaka bílstjórana, síður en svo. Þeir eru bara að vinna vinnuna sína og er boðið upp á vinnuaðstæður sem eru til háborinnar skammar. En þeir mættu samt alveg hætta að henda kaffiglösunum sínum út um gluggann.Tounge Bannað að verða svona af páskaeggjaáti.Sick


Um bloggið

Bylgja Hafþórsdóttir

Höfundur

Bylgja Hafþórsdóttir
Bylgja Hafþórsdóttir

Er bara ég sjálf. Eineggja tvíburi og stolt af því. Á einnig 5 yndislega yngri bræður.

Nýjustu myndir

  • thorri
  • thootab2
  • thorrab
  • onnur
  • egoghronn
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Bækur

Bókalisti

Er alæta á bækur nema ástarsögur

  • David Eddings: Belgariad- Sería--Malloreon-Sería--The Elenium
    Er búin að lesa þessar þrjár seríur eftir hann og fannst þær allar skemmtilegar. Svo eru líka til stakar bækur um tvær af aðalhetjunum. Belgarath galdrakarl og Polgöru galdrakvendi.
    ****
  • Tobias S.Buckell: Crystal Rain
    Hrikalega skemmtileg spacefantasía, var smástund að átta mig á að hún gerist á annarri plánetu þar sem heiminum er svo snilldarlega lýst að hann hljómar ofur eðlilega.
    ****
  • James Rollins: M.a. Map of Bones-Black Order-Judas Strain og Sandstorn
    Hef virkilega gaman af bókunum hans um Sigma Force gengið, þar sem viðfangsefnið er ætíð eitthvað á trúarlegum eða sögulegum nótum. Rosa spennandi.
  • Anthony Horowitz: Ravens Gate-Evil Star-Night Rise
    Frábær sería sem ég gat ekki slitið mig frá. 1.bókin var þýdd á íslensku nú fyrir jólin og heitir Gátt hrafnsins.
    *****
  • Michael Baigent-Richard Leigh-Henry Lincoln: Holy Blood-Holy Grail
    Elska svona bækur
    *****
  • Angie Sage: Magyk og Flyte
    Frábærar bækur um galdrastrákinn Septimus Heap. Held að þriðja bókin komi út í sumar
    ****
  • Robert Jordan: Wheel of Time
    Heljarlöng sería, alla vega komnar 12 bækur, ekki búin að lesa þær allar, kaupi þær í slumpum.
    ****
  • Sam Bourne: The Righteous Men
    Önnur söguleg skáldsaga um eitthvað trúarlegt. Spennandi bók.
    ****
  • Dan Burstein og Arne De Keijzer: The secrets of Maria Magdalena
    Ótrúlega fróðleg bók. Les allt sem ég kemst yfir um Maríu Magdalenu.
    *****
  • Scott Lynch: The Lies of Locke Lamora
    Frábærar bækur um meistarþjófinn Locke og kumpána hans. Bók nr. 2 heitir Red Seas under Red Skies.
  • Naomi Novik: His Majestys Dragon
    Sería um drekann Temeraire. Búin að lesa nr 2 og 3 einnig, er að bíða eftir að nr. 4 komi í kilju.
    *****
  • Roderick Gordon & Brian Williams: TUNNELS
    Einnig bók um heim sem ekki er til.
    ****
  • Steve Berry: The Templar Legacy
    Les mikið af svona bókum, skáldsögur sem eiga sér stað í sögulegum raunveruleika.
    ****
  • China Miewille: UNLUNDON
    Frábær um aðra London í samsíða vídd við hina.
    ****
  • Neil Gaiman: Neverwhere
    Allir að lesa þessa bók.
    *****
  • Neil Gaiman: Stardust
    Hafði lesið bókina áður en myndin kom. Elska bækurnar hans.
    ****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 145510

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband