Sjónvarp allra landsmanna sýnir engan áhuga á myglusvepp.

Hef undanfarna daga sent fréttastofu sjónvarpsins smá tölvupósta þar sem ég hef hvatt þau til að fara að skoða það úrræðaleysi og vanþekkingu sem ríkir hér á landinu bláa í sambandi við myglusvepp og mögulegar afleiðingar hans. Nú halda örugglega einhverjir að ég sé athyglissjúk kelling með það eitt að markmiði að komast í fjölmiðla en verð að valda þeim vonbrigðum. Er ekki að tala um mig og mína reynslu í viðkomandi tilfelli heldur það sjónarhorn að alls staðar skuli fólk koma að lokuðum dyrum sem lendir í þessum fjanda. M.a.s. Hollustuvernd, ja, eða starfsmenn hennar og fulltrúar virðast enga hugmynd hafa um að þetta sé til og virðast ekki hafa neinar lausnir eða úrrræði, hvorki tæki til sýnatöku eða neitt annað. Mig bara langar svo til að almenningur og stjórnvöld séu upplýstari um myglusveppi og að RÚV sinni upplýsingaskyldu sinni sem ríkisfjölmiðill og fræði fólk og knýi á um lausnir. Ég stend fastar en á fótunum á því að bara NÚNA er fullt af fólki sárveikt einhvers staðar og hefur ekki hugmynd um af hverju og veit ekki hvert það á að snúa sér til að ná bata. En ég fæ engin viðbrögð við tölvupóstunum mínum svo ég get ekki annað en ályktað að starfsfólk fréttastofunnar sé jafn fáfrótt og áhugalaust um þennan vanda og stjórnvöld.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já, það er ekki nógu gott, þetta er nefnilega mjög athyglisvert og væri gaman að sjá umfjöllun um þetta í t.d. Kastljósinu.  Fá Sylgju Sigurjónsdóttur í Kastljósið og þig, þið hafið báðar orðið illilega fyrir barðinu á þessu, heyri ég!!

alva (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 11:10

2 Smámynd: Bylgja Hafþórsdóttir

Andrea Ólafsdóttir sem er að skrifa um þetta í háskólanum væri mjög fín. Þekkir þetta örugglega mjög vel. Hún og Sylgja yrðu frábærar, held ég.

Bylgja Hafþórsdóttir, 29.5.2008 kl. 11:33

3 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Einn af bloggvinum mínum kallar sig Lillo. Kíkkaðu á hann og sendu honum tölvupóst. Það er aldrei að vita nema hann hafi aðgang af einhverjum sem gæti tekið þetta mál upp á sína fjölmiðlaarma.

Lof mér að frétta!

Kjartan Pálmarsson, 29.5.2008 kl. 18:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bylgja Hafþórsdóttir

Höfundur

Bylgja Hafþórsdóttir
Bylgja Hafþórsdóttir

Er bara ég sjálf. Eineggja tvíburi og stolt af því. Á einnig 5 yndislega yngri bræður.

Nýjustu myndir

  • thorri
  • thootab2
  • thorrab
  • onnur
  • egoghronn
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Bækur

Bókalisti

Er alæta á bækur nema ástarsögur

  • David Eddings: Belgariad- Sería--Malloreon-Sería--The Elenium
    Er búin að lesa þessar þrjár seríur eftir hann og fannst þær allar skemmtilegar. Svo eru líka til stakar bækur um tvær af aðalhetjunum. Belgarath galdrakarl og Polgöru galdrakvendi.
    ****
  • Tobias S.Buckell: Crystal Rain
    Hrikalega skemmtileg spacefantasía, var smástund að átta mig á að hún gerist á annarri plánetu þar sem heiminum er svo snilldarlega lýst að hann hljómar ofur eðlilega.
    ****
  • James Rollins: M.a. Map of Bones-Black Order-Judas Strain og Sandstorn
    Hef virkilega gaman af bókunum hans um Sigma Force gengið, þar sem viðfangsefnið er ætíð eitthvað á trúarlegum eða sögulegum nótum. Rosa spennandi.
  • Anthony Horowitz: Ravens Gate-Evil Star-Night Rise
    Frábær sería sem ég gat ekki slitið mig frá. 1.bókin var þýdd á íslensku nú fyrir jólin og heitir Gátt hrafnsins.
    *****
  • Michael Baigent-Richard Leigh-Henry Lincoln: Holy Blood-Holy Grail
    Elska svona bækur
    *****
  • Angie Sage: Magyk og Flyte
    Frábærar bækur um galdrastrákinn Septimus Heap. Held að þriðja bókin komi út í sumar
    ****
  • Robert Jordan: Wheel of Time
    Heljarlöng sería, alla vega komnar 12 bækur, ekki búin að lesa þær allar, kaupi þær í slumpum.
    ****
  • Sam Bourne: The Righteous Men
    Önnur söguleg skáldsaga um eitthvað trúarlegt. Spennandi bók.
    ****
  • Dan Burstein og Arne De Keijzer: The secrets of Maria Magdalena
    Ótrúlega fróðleg bók. Les allt sem ég kemst yfir um Maríu Magdalenu.
    *****
  • Scott Lynch: The Lies of Locke Lamora
    Frábærar bækur um meistarþjófinn Locke og kumpána hans. Bók nr. 2 heitir Red Seas under Red Skies.
  • Naomi Novik: His Majestys Dragon
    Sería um drekann Temeraire. Búin að lesa nr 2 og 3 einnig, er að bíða eftir að nr. 4 komi í kilju.
    *****
  • Roderick Gordon & Brian Williams: TUNNELS
    Einnig bók um heim sem ekki er til.
    ****
  • Steve Berry: The Templar Legacy
    Les mikið af svona bókum, skáldsögur sem eiga sér stað í sögulegum raunveruleika.
    ****
  • China Miewille: UNLUNDON
    Frábær um aðra London í samsíða vídd við hina.
    ****
  • Neil Gaiman: Neverwhere
    Allir að lesa þessa bók.
    *****
  • Neil Gaiman: Stardust
    Hafði lesið bókina áður en myndin kom. Elska bækurnar hans.
    ****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 145504

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband