"Vildum ekki missa hann...."

.....inn í þokuna. Hvers lags andsk. djö.. afsökun er þetta. Hafið skömm fyrir. Afdala hugsunarháttur. Dæmigerð íslensk afgreiðsla, skjóta skjóta. aaaaaaaaaaaaaaaaarrrrrrrrrrrrrgggggggghhhh hvað ég er reið.
mbl.is Ísbjörninn felldur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vilt þú fá hann heim til þín? þú veist að svona dýr eru hættuleg? eða ertu að missa af þeim parti?

Jóhanna (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 12:15

2 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

Ég er algjörlega sammála þér, Bylgja.  Ömurlegt að það þurfi að drepa allt kvikt, af því að dýrið á ekki lögheimili á Íslandi.

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 3.6.2008 kl. 12:22

3 identicon

Sorglegt að heyra með ísbjörninn. Það þarf að vera rannsókn á þessu máli. Þetta eru dýr sem eru í útrýmingarhættu og það eru til aðrar leiðir en að drepa og það er líka til fólk sem er til í að leggja fram pening til stuðnings verndunar á þessum dýrum. í Noregi eru réttarmál þegar ísbirnir eru drepnir og þar lifir fólk t.d. á Svalbarða í mikill nánd við þessi dýr. Auðvitað eru þau hættuleg en þau eru samt ekki réttdræp án nokkurrar umhugsunar. Algjör skömm að svona skuli hafa verið staðið að málum - sá sem tók þessa ákvörðun þarf að standa fyrir sínu máli ....

Bryndís Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 12:22

4 identicon

Og þessi var einmitt horaður= svangur.......... gaman að setja börnin út að leika með bangsa "litla" í nokkurra kílómetra fjarðlægð jafnvel á leið í bæinn :-S

Jóhanna (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 12:22

5 identicon

1) Það er MIKIL þoka á þessu svæði einmitt núna og afar erfitt, ef ekki ómögulegt, að fylgjast með honum af öryggi.

2) Deyfilyf af réttu tagi eru ekki til taks á Íslandi og hefðu borist í fyrsta lagi á morgun.

3) Margir sérfræðingar sem vita margfalt meira en þú um svona mál tóku þá ákvörðun að öruggast væri að skjóta dýrið.

Ekki vera svona fljót að dæma. 

Örn (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 12:23

6 Smámynd: Bylgja Hafþórsdóttir

Enginn veit hversu lengi ísbjörninn að vera hér án þess að vera nokkur ógnun eða gera nokkrum manni mein. Hvaða andsk. máli hefði einn dagur enn skipt. Tala nú ekki um fyrst búið var að uppgötva hann og hægðarleikur að fylgjast með ferðum hans ef hann hefði eitthvað farið að nálgast mannabyggð og grípa þá til viðeigandi ráðstafana. Mitt álit og mín skoðun og ég segi það enn og aftur, eigum að bera virðingu fyrir öllu lífi.

Bylgja Hafþórsdóttir, 3.6.2008 kl. 12:57

7 identicon

Þú veist hvað þoka er ekki satt? Auðvitað á ekki að taka neina áhættu í svona málum. Deyfilyf voru ekki til staðar og því virðist þetta hafa verið eini kosturinn í stöðunni. Betra að gera þetta strax áður en ísbjörninn byrjaði að naga lítil börn á svæðinu, ekki satt? Eða hefðir þú viljað fara sjálf á svæðið og lokka bjössa inn í búr?

Magnús H (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 13:02

8 Smámynd: Bylgja Hafþórsdóttir

Þú kannski setur börnin þín á fjall á vorin með rollunum. Mín eru bara heima hjá sér.

Bylgja Hafþórsdóttir, 3.6.2008 kl. 13:04

9 identicon

Þú hefur greinilega ALDREI í Skagafjörðinn komið! þetta er rétt fyrir utan bæinn vinan! Hann var sem sagt rétt fyrir utan heima hjá okkur og þarna búa þó nokkrir.......... þér er greinilega sama um það fólk og þeirra bústofna.

Fyrir utan að deyfilyf er EKKI til í ÖLLU landinu.

Jóhanna (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 13:08

10 identicon

já, Látum ísbjörninn hverfa í þokuna. Ísbirnir er ein af fáum dýrum sem sjá menn sem mat og hika ekki við að ráðast á þá.

Það stendur í einhverri fréttinni að ísbjörninn hafi hlaupið að þeim sem voru að elta hann, svo þeir þurfa líklegast að hafa haldið sig í dágóðri fjarlægð frá honum til þess að hætta ekki sínum lífum í eitthvað kjaftæði.

Og á sama tíma og Lögreglan er að missa hann í þokuna þá eru allir hálfvitar í 2klst fjarlægð frá svæðinu á leiðinni þangað í þeirri von að sjá ísbjörn, já leyfum stórhættulegu dýri að labba um þar sem hellingur af fólki er að fara. Mjög gáfulegt, eða hvað?.

Hvernig væri að hugsa útí stóru myndina, og Ísbirnir eru ekki alþjóðlega friðaðir. Það eru 5 lönd sem eru með sáttmála um að veiða hann ekki í sporti og Ísland er ekki eitt af þeim löndum svo það er enginn sáttmáli eða neitt sem kom í veg fyrir að við hefðum drepið hann um leið og hann sæist.

Jóhannes H (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 13:08

11 Smámynd: Sigurður Árnason

Bylgja - það kom fram í hádegisfréttum að björninn var unninn rétt fyrir ofan byggð, líklega rúmum 10 km. ofan Sauðárkróks. Þannig að síðasta færsla hjá þér er útúrsnúningur.

Sigurður Árnason, 3.6.2008 kl. 13:08

12 identicon

Hmm... Hugsum aðeins. Ef dýrið hefði ekki verið drepið... Hvað þá? Átti að handsama það lifandi og setja í dýragarð þar sem því líður illa? Fyrir utan það að Húsdýragarðurinn hefur ekkert pláss fyrir svona skepnu.

Átti að handsama hann og koma honum aftur til sinna heimaslóða? Það hefði hugsanlega haft slæmar afleiðingar fyrir dýraríkið þar. Hann hefði hugsanlega getað verið sýktur, plús það að ferðin hefði getað farið illa með hann.

Það var hárrétt ákvörðun að skjóta dýrið þar sem þau fara ótrúlega hratt yfir og eru stórhættuleg, bæði mönnum og öðrum dýrum.

Ps. Ég hef aldrei heyrt um réttarmál þegar ísbirnir eru skotnir í Noregi. Ef ísbjörn kemur á land í Noregi er hann umsvifalaust skotinn, nema á Svalbarða þar sem hann er fældur í burt með hávaða, og ef hann kemur aftur þrátt fyrir það, þá er hann skotinn.

Finnur (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 13:10

13 Smámynd: Bylgja Hafþórsdóttir

Nei, ég hef aldrei komið í Skagafjörðinn. He he. Er frá Siglufirði og keyri Þverárfjallið reglulega. Það hafa allir sína skoðun á þessu máli og er það vel.

Bylgja Hafþórsdóttir, 3.6.2008 kl. 13:13

14 Smámynd: Ingvar

Það hefði verið hægt að gefa Ísbirninum  æti  t.d úrgang úr sláturhúsi, ser reyndar á Sauðárkróki og það nokkuð  gott,  í nokkra daga til þess að hann væri ekki ráfandi um svangur. Fylgjast síðan með honum á meðan væri verið að fá deyfilyf og búr.  Það hefði  vakið mikla og jákvæða  umfjöllun erlendis ef að við hefðum skilað Ísbininum á heimaslóðir. Þórunn Sveinbjarnardóttir  hafðu skömm fyrir.

IHG 

Ingvar, 3.6.2008 kl. 13:14

15 identicon

Hefði ekki verið hægt að bíða til morguns eftir deyfilyfinu en á meðan yrði björninn vaktaður? Hefði hann verið líklegur til að gera eitthvað af sér þá hefði verið hægt að fella hann.

Þótt hann sé að hverfa upp í þokuna þá er hann allavega ekki í mannabyggð og því ekki hættulegur okkur.

Siggi Jóns (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 13:18

16 identicon

Sammála Sigurði Árnasyni, færslan þín er útúrsnúningur. Sem Siglfirðingur ættir þú þá að vita hve nálægt byggð þetta er.

Jóhanna (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 13:19

17 Smámynd: Bylgja Hafþórsdóttir

Útúrsnúningur og ekki útúrsnúningur Er eins og snúið roð í hund. Þetta var ekki eina leiðin.

Bylgja Hafþórsdóttir, 3.6.2008 kl. 13:36

18 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Bylgja !

Þú hefur aldeilis fengið allt fjörið til þín

Ég lýsi yfir fullum stuðningi við þig í þessu máli

Því spyr ég eins og ég gerði í færslu minni um þetta mál: VILTU ÍS BJÖRN ?

Kjartan Pálmarsson, 3.6.2008 kl. 14:01

19 identicon

mamma þú ert að missa þig aðeins. það er ekki nauðsyn að drepa en come on, að missa sig svona yfir þessu ? hann hefði getað ráðist á fólk, jafnvel lítil börn. líttu þannig á að björninn hefði ráðist á Kolbrúni Köru.. þannig er málið hjá öðru fólki.  Myndi þér ekki frekar langa að skjóta hann? hugsaðu nú aðeins um þetta.

 Kveðja, Dóttir þín

Sæunn (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 14:05

20 Smámynd: Bylgja Hafþórsdóttir

Gaman að fá svona viðbrögð og sjá skoðanir annarra. Kemur fram hjá héraðsdýralækni ´hvílíkur óþarfi þetta var og hugsunarleysið algjört. Veiðiglaðir skotkallar í byssuleik misst sig af spenningi að fá að skjóta ísbjörn. Pang pang. gaman gaman.

Bylgja Hafþórsdóttir, 3.6.2008 kl. 14:13

21 identicon

Sem fyrrum sveitavargur tel ég að lítið mál hefði verið að skreppa í næsta fjárhús og aflifa einhverja eitt eða fleiri stykki gamlar rollur sem hvort eð er væri varla á sumar setjandi og gefa bjarngreyjinu. Hann hefði verið hress með það og hætt að elta fréttamenn sem álpast í 50 metra nálægð við hann. Annars er þetta nú búið og gert og ég held að frú umhverfisráðherra þyrfti að fá að svara til fleiri synda ef björninn hefði vappað niðrá Sauðárkrók og gætt sér á heimilishundi eða verðlauna stóðhesti, ógnað umferð og jafnvel skemmt eigur fólks.

Drífa (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 16:39

22 identicon

Stattu einhvern tíma andspænis hungruðu bjarndýri ... og ég skal tala um afdala hugsunarhátt.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 19:19

23 identicon

 Kveðja til ísbjarna og annar innflytjenda

Þú komst yfir hafið á heiðskírum degi
á hreina Íslands jörð
úr nístingsköldum norðurvegi
að nema Skagafjörð.

Þú stikaðir frjáls um fjallanna sali
um fagra Íslands grund;
velkominn gekkstu um grösuga dali
– gleymdir þér um stund.

Þú örmagna, máttfarinn, lagðist í laut
á ljúfri Íslands fold
uns kyrrðin dreif þig í draumanna skaut
í dúnmjúkri gróðurmold.

Þar sáu þig tortryggnir blauðgeðja bændur
– þeir byggja Íslands lönd.
Vitstola hringdu í vopnfæra frændur
þig vildu þegar í bönd.

Þeir umkringdu þig, sem þekktir ei hlekki
en þvældist um íslenskt hlað.
Þeir skelfast frelsið sem skilja það ekki
– og skjóta í hjartastað.

Tekið af síðu Baggalúts

Síðasti Siglfirðingurinn (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 20:17

24 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Furðulegt hvað margir virðast halda að bangsinn hefði bara fengið að leika lausum hala hefði hann ekki verið plaffaður niður af þessum snillingum ...eða þannig. Bara kjánalegur fyrirsláttur að erfitt heði verið að fylgjast með ferðum hans þar til honum hefði verið bjargað...frekar snautleg málalok.

Georg P Sveinbjörnsson, 4.6.2008 kl. 13:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bylgja Hafþórsdóttir

Höfundur

Bylgja Hafþórsdóttir
Bylgja Hafþórsdóttir

Er bara ég sjálf. Eineggja tvíburi og stolt af því. Á einnig 5 yndislega yngri bræður.

Nýjustu myndir

  • thorri
  • thootab2
  • thorrab
  • onnur
  • egoghronn
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Bækur

Bókalisti

Er alæta á bækur nema ástarsögur

  • David Eddings: Belgariad- Sería--Malloreon-Sería--The Elenium
    Er búin að lesa þessar þrjár seríur eftir hann og fannst þær allar skemmtilegar. Svo eru líka til stakar bækur um tvær af aðalhetjunum. Belgarath galdrakarl og Polgöru galdrakvendi.
    ****
  • Tobias S.Buckell: Crystal Rain
    Hrikalega skemmtileg spacefantasía, var smástund að átta mig á að hún gerist á annarri plánetu þar sem heiminum er svo snilldarlega lýst að hann hljómar ofur eðlilega.
    ****
  • James Rollins: M.a. Map of Bones-Black Order-Judas Strain og Sandstorn
    Hef virkilega gaman af bókunum hans um Sigma Force gengið, þar sem viðfangsefnið er ætíð eitthvað á trúarlegum eða sögulegum nótum. Rosa spennandi.
  • Anthony Horowitz: Ravens Gate-Evil Star-Night Rise
    Frábær sería sem ég gat ekki slitið mig frá. 1.bókin var þýdd á íslensku nú fyrir jólin og heitir Gátt hrafnsins.
    *****
  • Michael Baigent-Richard Leigh-Henry Lincoln: Holy Blood-Holy Grail
    Elska svona bækur
    *****
  • Angie Sage: Magyk og Flyte
    Frábærar bækur um galdrastrákinn Septimus Heap. Held að þriðja bókin komi út í sumar
    ****
  • Robert Jordan: Wheel of Time
    Heljarlöng sería, alla vega komnar 12 bækur, ekki búin að lesa þær allar, kaupi þær í slumpum.
    ****
  • Sam Bourne: The Righteous Men
    Önnur söguleg skáldsaga um eitthvað trúarlegt. Spennandi bók.
    ****
  • Dan Burstein og Arne De Keijzer: The secrets of Maria Magdalena
    Ótrúlega fróðleg bók. Les allt sem ég kemst yfir um Maríu Magdalenu.
    *****
  • Scott Lynch: The Lies of Locke Lamora
    Frábærar bækur um meistarþjófinn Locke og kumpána hans. Bók nr. 2 heitir Red Seas under Red Skies.
  • Naomi Novik: His Majestys Dragon
    Sería um drekann Temeraire. Búin að lesa nr 2 og 3 einnig, er að bíða eftir að nr. 4 komi í kilju.
    *****
  • Roderick Gordon & Brian Williams: TUNNELS
    Einnig bók um heim sem ekki er til.
    ****
  • Steve Berry: The Templar Legacy
    Les mikið af svona bókum, skáldsögur sem eiga sér stað í sögulegum raunveruleika.
    ****
  • China Miewille: UNLUNDON
    Frábær um aðra London í samsíða vídd við hina.
    ****
  • Neil Gaiman: Neverwhere
    Allir að lesa þessa bók.
    *****
  • Neil Gaiman: Stardust
    Hafði lesið bókina áður en myndin kom. Elska bækurnar hans.
    ****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 145510

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband