Nýjar fréttir af Myglumel 7!!!

 

Jibbí, i gærkvökld var platan steypt í nýja húsinu. Þannig að ég er loks farin að sjá fram á að eignast mitt eigið heimili aftur. Búslóðin sem oikkur var gefin bíður í geymslu eftir okkur þannig að þetta lítur allt mjög vel út. Húsið sjálft bíður á hafnarbakkanum og vonandi getum við sótt það í næstu viku. Ívar er búinn að vera í burtu í 2 vikur og aðgerðin á löppinni framundan eða þann 27 júní þannig að við höfum ekki mikinn tíma. Kemur sér vel að eiga gámalyftuna þannig að við getum sótt gámana sjálf. Sparnaður þar. En múrarinn sem steypti plötuna, ég verð að segja það að hann er æði. Brjálað að gera hjá honum en þegar hann vissi hvaða fyrir hvaða hús Hjalti bróðir var að tala um þá bara dreif hann í að hringja í Loftorku og náði að kreista út úr þeim steypu í gærkvöld og búmm, plata. Takk takk kæri Gösli. Gamla húsið var á forsíðu Skessuhornsins í gær sá ég, hringdu í mig í síðustu viku til að vita hvernig málin stæðu. Verð víst að fara og kaupa blaðið, eiginmaðurinn vill fá að sjá.

 Annars gengur allt sinn vanagang, Sandra Karen og Kamilla Rún eru sáttar við að vera hjá frænku og ætla bara heim á mánudaginn. Sváfum allar saman í minni holu í nótt og "#$%$#" haninn byrjaði að gala kl. 4.00 og vakti okkur allar. Gekk hálf illa að ná dömunum niður aftur en það hafðist. Verð að viðurkenna að mig sveið í augun þegar við dröttuðumst á lappir kl. 8.30. Gamla brýnið þarf sinn fegurðarblund. Einhvern veginn varð blessaður haninn til þess að ég fór að hugsa um orðið ,,hanabjálki", maður heyrir það einhvern veginn aldrei í dag að hús séu með hanabjálka. Crazy að láta eitthvað svona fáránlegt halda fyrir sér vöku. HANABJÁLKI.

Skotta litla fer heim í dag, á eftir að sakna hennar. Hún er svo yndisleg, svo blíð og góð og þarf svo að koma við mann. Treður sér alltaf alveg upp við mig og svo talar hún við mann.

En kæru bloggvinir. Ætla að fara að dekstra við dömurnar. Heyrumst og takk fyrir að nenna að lesa bloggið mitt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Sæl frænka.

Thu ert seig og alltaf jakvæd, gangi ther allt i haginn og kvedja til allra.

Baldur (IP-tala skráð) 21.6.2008 kl. 08:48

2 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Sæl vina. Vildi endilega amk setja innlitskvitt á þig, ég les bloggin þín :)  Gangi ykkur sem best

Erna Friðriksdóttir, 21.6.2008 kl. 13:28

3 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Upgrade your email with 1000's of emoticon iconsUpgrade your email with 1000's of emoticon icons

Kjartan Pálmarsson, 21.6.2008 kl. 23:46

4 identicon

 Nei hæ hæ fékk netslóðina frá baldri bróðir og bara datt svo inn á hjá þér bara allt á fullu hjá þér

Núna get ég spæjað  bið ofsa vel að heilsa

Love from the big Apple  New York Laufey and Co.....

Laufey (IP-tala skráð) 22.6.2008 kl. 00:16

5 Smámynd: Bylgja Hafþórsdóttir

Hæ og takk fyrir að nenna að kíkja á bloggið mitt Erna mín. Kíki líka á þitt reglulega til að sjá hvort eitthvað  nýtt sé komið.

Kjarri krútt. Þú ert æði.

LAUFEY ELSKU FRÆNKA. GETURÐU EKKI GEFIÐ MÉR NETFANGIÐ ÞITT EÐA SENT MÉR PÓST Á MITT: bylgjahaf@simnet.is. Reyndi að senda á gamla en ekkert svar.

Love Bylgja

Bylgja Hafþórsdóttir, 22.6.2008 kl. 11:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bylgja Hafþórsdóttir

Höfundur

Bylgja Hafþórsdóttir
Bylgja Hafþórsdóttir

Er bara ég sjálf. Eineggja tvíburi og stolt af því. Á einnig 5 yndislega yngri bræður.

Nýjustu myndir

  • thorri
  • thootab2
  • thorrab
  • onnur
  • egoghronn
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Bækur

Bókalisti

Er alæta á bækur nema ástarsögur

  • David Eddings: Belgariad- Sería--Malloreon-Sería--The Elenium
    Er búin að lesa þessar þrjár seríur eftir hann og fannst þær allar skemmtilegar. Svo eru líka til stakar bækur um tvær af aðalhetjunum. Belgarath galdrakarl og Polgöru galdrakvendi.
    ****
  • Tobias S.Buckell: Crystal Rain
    Hrikalega skemmtileg spacefantasía, var smástund að átta mig á að hún gerist á annarri plánetu þar sem heiminum er svo snilldarlega lýst að hann hljómar ofur eðlilega.
    ****
  • James Rollins: M.a. Map of Bones-Black Order-Judas Strain og Sandstorn
    Hef virkilega gaman af bókunum hans um Sigma Force gengið, þar sem viðfangsefnið er ætíð eitthvað á trúarlegum eða sögulegum nótum. Rosa spennandi.
  • Anthony Horowitz: Ravens Gate-Evil Star-Night Rise
    Frábær sería sem ég gat ekki slitið mig frá. 1.bókin var þýdd á íslensku nú fyrir jólin og heitir Gátt hrafnsins.
    *****
  • Michael Baigent-Richard Leigh-Henry Lincoln: Holy Blood-Holy Grail
    Elska svona bækur
    *****
  • Angie Sage: Magyk og Flyte
    Frábærar bækur um galdrastrákinn Septimus Heap. Held að þriðja bókin komi út í sumar
    ****
  • Robert Jordan: Wheel of Time
    Heljarlöng sería, alla vega komnar 12 bækur, ekki búin að lesa þær allar, kaupi þær í slumpum.
    ****
  • Sam Bourne: The Righteous Men
    Önnur söguleg skáldsaga um eitthvað trúarlegt. Spennandi bók.
    ****
  • Dan Burstein og Arne De Keijzer: The secrets of Maria Magdalena
    Ótrúlega fróðleg bók. Les allt sem ég kemst yfir um Maríu Magdalenu.
    *****
  • Scott Lynch: The Lies of Locke Lamora
    Frábærar bækur um meistarþjófinn Locke og kumpána hans. Bók nr. 2 heitir Red Seas under Red Skies.
  • Naomi Novik: His Majestys Dragon
    Sería um drekann Temeraire. Búin að lesa nr 2 og 3 einnig, er að bíða eftir að nr. 4 komi í kilju.
    *****
  • Roderick Gordon & Brian Williams: TUNNELS
    Einnig bók um heim sem ekki er til.
    ****
  • Steve Berry: The Templar Legacy
    Les mikið af svona bókum, skáldsögur sem eiga sér stað í sögulegum raunveruleika.
    ****
  • China Miewille: UNLUNDON
    Frábær um aðra London í samsíða vídd við hina.
    ****
  • Neil Gaiman: Neverwhere
    Allir að lesa þessa bók.
    *****
  • Neil Gaiman: Stardust
    Hafði lesið bókina áður en myndin kom. Elska bækurnar hans.
    ****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband