Að meta einfaldleika hversdagsins!!!

Jamm og jájá. Þá er lífið aftur að falla í sínar gömlu skorður hér á "Heimsenda". Krakkarnir mínir, Skotta og Tása fóru heim í gær. Ívar kom heim í gærkvöld eftir 2ja vikna veru á Grundarfirði og þar í kring við akstur á malbiki. Sandra Karen og Kamilla Rún voru að fara eftir að hafa verið hjá frænku í sveitinni síðan á fimmtudag. Foreldrarnir skelltu sér til Glasgow til að fara á tónleika með Jon Bon eða Bon Jon eða eitthvað Jovi. He he. Hlustaði ekki mikið á þess háttar músík á mínum yngri árum frekar en í dag. Dótturinni finnst mamman hafa glataðan tónlistarsmekk. Alltaf að láta mig hlusta á eitthvert "gegt" lag á YouTube, birr, fæ bara hroll. Gæti aftur á móti sungið fjöldann allan af gömlu íslensku dægurlagatextunum og jafnvel þeim nýrri líka. Veljum íslenskt. Tounge Brimkló, Lúdó og Stefán, Dúmbó og Steini, Upplyfting, Geirmundur, Bjöggi, Pálmi, Vilhjálmur, Siglufjarðarlögin. Jamm, það líkar minni. Og svo Elvis, hann er yndið mitt. Sven Ingvars elskaði ég þegar ég var stelpa. Gatt eytt heilu dögunum á stofugólfinu heima hjá ömmu og afa og spilað plöturnar þeirra. Sven Ingvars, Ómar Ragnars. með Botníuvísur og allt það og svo margt margt annað. Top of the Pops plöturnar átti ég samt nokkrar. átti plötu með Miriam Makeba og á henni spilaði ég alltaf sama lagið aftur og aftur. Nennirinn. Dolly Parton var til líka og svo sienna Queen og Megas. Mamma elskaði þá.

 En nú er ég heldur betur komin út fyrir efnið. Úbs. Ætlaði að blogga um hversdagsleika tilverunnar og að kunna að meta hann. Því þrátt fyrir gríðarlega skemmtilega helgi þá var hún líka erfið og nú er ég hér bara ein með tölvunni minni, ja, fyrir utan hundana og það er hvílíkt næs ef ég má sletta.

Er annars nýkomin neðan af Myglumel þar sem ég hitti Katrínu fréttamann hjá Stöð 2 ásamt sama myndarlega myndatökumanni og kom hér síðast. Hún hafði hringt í mig í morgun og langaði að fá að heyra hvernig gengi. Og ég var sko alveg til í það. Því meiri umræða um þennan "#$%##" myglusvepp því betra. En þarna spjölluðum við aðeins um það sem framundan er í húsamálum, núverandi stöðu hjá okkur og heilsufar mitt. Hjalti bróðir var mér til halds og trausts og þau tóku viðtal við hann líka. Held að þetta komi í fréttunum í kvöld, gleymdi alveg að spyrja að því. Ívar var í Hvalfirðinum. Hann er að ná í fyrsta gáminn, jíbbí jibbí. Tveir eftir. Vorum að vonast eftir honum á meðan viðtalinu stóð en þetta gekk svo hægt og hann þurfti að fara fyrir fjörð þar sem gámurinn er svo hár. En núna er hann rétt ókominn niðrá Mel og ég ætla að renna og hitta hann þar. Er svo farin suður að ná í Sæju Pæju. Svo heyrumst síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergur Thorberg

Fyrirgefðu seinkunina en myndin þín kemue von bráðar.

Bergur Thorberg, 23.6.2008 kl. 23:42

2 Smámynd: Bylgja Hafþórsdóttir

He he ekki málið. Er þolinmóð manneskja.

Bylgja Hafþórsdóttir, 24.6.2008 kl. 06:53

3 identicon

VEI ! ég er pæja ! (aulabroskall)

en mamma? svona fyrst þú situr hliðiná mér... nenniru að sækja f. mig capri sonne?? ^^

mwahahahahah:D  smooth move !

Sæunn (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 07:39

4 Smámynd: Bjarkey Gunnarsdóttir

Þú varst flott á stöðinni í gær. Tek undir með þér meiri umfjöllun verður vonandi til þess að einhverntímann gerist eitthvað jákvætt í þessum málum.

kveðja,

Bjarkey

Bjarkey Gunnarsdóttir, 24.6.2008 kl. 10:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bylgja Hafþórsdóttir

Höfundur

Bylgja Hafþórsdóttir
Bylgja Hafþórsdóttir

Er bara ég sjálf. Eineggja tvíburi og stolt af því. Á einnig 5 yndislega yngri bræður.

Nýjustu myndir

  • thorri
  • thootab2
  • thorrab
  • onnur
  • egoghronn
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Bækur

Bókalisti

Er alæta á bækur nema ástarsögur

  • David Eddings: Belgariad- Sería--Malloreon-Sería--The Elenium
    Er búin að lesa þessar þrjár seríur eftir hann og fannst þær allar skemmtilegar. Svo eru líka til stakar bækur um tvær af aðalhetjunum. Belgarath galdrakarl og Polgöru galdrakvendi.
    ****
  • Tobias S.Buckell: Crystal Rain
    Hrikalega skemmtileg spacefantasía, var smástund að átta mig á að hún gerist á annarri plánetu þar sem heiminum er svo snilldarlega lýst að hann hljómar ofur eðlilega.
    ****
  • James Rollins: M.a. Map of Bones-Black Order-Judas Strain og Sandstorn
    Hef virkilega gaman af bókunum hans um Sigma Force gengið, þar sem viðfangsefnið er ætíð eitthvað á trúarlegum eða sögulegum nótum. Rosa spennandi.
  • Anthony Horowitz: Ravens Gate-Evil Star-Night Rise
    Frábær sería sem ég gat ekki slitið mig frá. 1.bókin var þýdd á íslensku nú fyrir jólin og heitir Gátt hrafnsins.
    *****
  • Michael Baigent-Richard Leigh-Henry Lincoln: Holy Blood-Holy Grail
    Elska svona bækur
    *****
  • Angie Sage: Magyk og Flyte
    Frábærar bækur um galdrastrákinn Septimus Heap. Held að þriðja bókin komi út í sumar
    ****
  • Robert Jordan: Wheel of Time
    Heljarlöng sería, alla vega komnar 12 bækur, ekki búin að lesa þær allar, kaupi þær í slumpum.
    ****
  • Sam Bourne: The Righteous Men
    Önnur söguleg skáldsaga um eitthvað trúarlegt. Spennandi bók.
    ****
  • Dan Burstein og Arne De Keijzer: The secrets of Maria Magdalena
    Ótrúlega fróðleg bók. Les allt sem ég kemst yfir um Maríu Magdalenu.
    *****
  • Scott Lynch: The Lies of Locke Lamora
    Frábærar bækur um meistarþjófinn Locke og kumpána hans. Bók nr. 2 heitir Red Seas under Red Skies.
  • Naomi Novik: His Majestys Dragon
    Sería um drekann Temeraire. Búin að lesa nr 2 og 3 einnig, er að bíða eftir að nr. 4 komi í kilju.
    *****
  • Roderick Gordon & Brian Williams: TUNNELS
    Einnig bók um heim sem ekki er til.
    ****
  • Steve Berry: The Templar Legacy
    Les mikið af svona bókum, skáldsögur sem eiga sér stað í sögulegum raunveruleika.
    ****
  • China Miewille: UNLUNDON
    Frábær um aðra London í samsíða vídd við hina.
    ****
  • Neil Gaiman: Neverwhere
    Allir að lesa þessa bók.
    *****
  • Neil Gaiman: Stardust
    Hafði lesið bókina áður en myndin kom. Elska bækurnar hans.
    ****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 145485

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband