Bækur og jólin!!!

Fyrir ólæknandi lestrarhest eins og gömlu mig er þessi árstími fylltur gífurlegri löngun. Löngun í allar þær "VERÐ AÐ LESA" bækur sem koma út á þessum tíma. Freistingarnar eru jafnvel óvenjumargar þetta árið þ.e. slatti af "VERÐ AÐ LESA" bókum í bókatíðindum sem er ólíkt fjárbændum það rit sem er í heiðurssæti á  náttborðinu mínu þessa dagana.

Aldrei þessu vant er ég einungis með tvær bækur í lestri. "The Testament" eftir Eric Van Lustbader, höfund Bourne Legacy sem margir kannast við og en mestan tíma fær 4. bókin í seríunni um hinn gáfaða kurteisa dreka TEMERAIRE en nú er búið að þýða 1. bókina "His Majestys Dragon" og það eru eflaust margir sem koma til með að hafa gaman að henni. Fleiri bækur bíða á náttborðinu eftir að röðin komi að þeim en samt langar mig alltaf í fleiri og fleiri. Ég stefni á að misnota mjög aðgang minn af bókasafnsfræðingnum í fjölskyldunni, elskulegri systur minni og þar með afnot af bókum í eigu Bókasafns Hafnarfjarðar, he he. Í gegnum árin hef ég keypt minna og minna af bókum á íslensku en nota þess í stað Amason óspart til að ná í bækur að verði sem fær mann ekki til að taka andköf og hvílík himnasending það var fyrir mig þegar íslenskir útgefendur fóru loks að gefa bækurnar út í kiljum. Það var hægt að kaupa bækur á viðráðanlegu verði og enn í dag bíð ég eftir að þær bækur sem mér finnst að ég VERÐI að eiga komi út í kilju.

Jólin eru eini tíminn sem ég leyfi mér að langa í harðspjaldabækur og með von í hjarta um að einhver þeirra bóka sem mig langar til að eiga rati undir jólatréð vandlega merkt mér. Þessi jólin eru m.a. eftirtaldar bækur á óskalistanum : Verndargripurinn frá Samarkand eftir Jonathan Stroud. 1. bók í þríleik. Varla þorandi samt að kaupa íslensku útgáfuna þar sem ég hef hvað eftir annað lent í að fá svo ekki seinni bækurnar þegar um seríur er að ræða og ég enda með að panta þær allar á Amason. Það er ekki gaman að sitja uppi með hálflesna seríu. Ég keypti til að mynda "Úlfabróðir", "Börn Lampans" og "Abarat" þar sem ég gafst upp á að bíða eftir íslensku útgáfunni. Einnig get ég ekki séð seríu eftir Anthony Horowitsw í bókatíðindum þetta árið. Á þær á ensku svo það kemur ekki að sök. Já, ég les nefnilega líka unglingabækur ef þær eru á þessum nótum og ég vona að fjöldi unglinga fái "Göngin" í jólapakkann þetta árið. Hún er virkilega skemmtileg, vona að hún sé vel þýdd.

Af bókunum sem nú koma út eru sérstaklega tvær bækur algjört möst þ.e. VERÐ að eiga bækur. En það eru Sólkross, bókin eftir Óttar og bók eftir Tom Egeland, Verðir sáttmálans. Mun að sjálfsögðu lesa margar fleiri. Bíð eftir Yrsu, Árna og Arnaldi í kilju ef ég fæ þær ekki gefins. ´Bókaþjófurinn hefur þegar verið pantaður hjá bókasafnsfræðingnum og bók séra Þórhalls um Maríu Magdalenu. Les allt sem ég kemst í um hana. Steinsmiðurinn, Vetrarsól og fleiri og fleiri fá sinn tíma.

Ég veit fátt yndislegra  en að vita af bunka af ólesnum bókum á náttborðinu mínu eða uppi í hillu. Bókum sem bíða í þögn og þolinmæði eftir að verða lesnar. Sumar les ég tvisvar, aðrar jafnvel oftar. Aðrar bíða mín á bókasafninu og bera þess merki að hafa skemmt, á sinn einstaka hljóða hátt, fjölda manns á undan mér. Því hvað er betra en að gleyma amstri hversdagsins við lestur góðrar bókar. Að ferðast inn í töfraheiminn sem liggur í línunum og dvelja þar þó ekki sé nema örskamma stund í lok dags sem jafnvel hefur borið með sér erfiðleika, þreytu og kvíða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bylgja Hafþórsdóttir

Höfundur

Bylgja Hafþórsdóttir
Bylgja Hafþórsdóttir

Er bara ég sjálf. Eineggja tvíburi og stolt af því. Á einnig 5 yndislega yngri bræður.

Nýjustu myndir

  • thorri
  • thootab2
  • thorrab
  • onnur
  • egoghronn
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Bækur

Bókalisti

Er alæta á bækur nema ástarsögur

  • David Eddings: Belgariad- Sería--Malloreon-Sería--The Elenium
    Er búin að lesa þessar þrjár seríur eftir hann og fannst þær allar skemmtilegar. Svo eru líka til stakar bækur um tvær af aðalhetjunum. Belgarath galdrakarl og Polgöru galdrakvendi.
    ****
  • Tobias S.Buckell: Crystal Rain
    Hrikalega skemmtileg spacefantasía, var smástund að átta mig á að hún gerist á annarri plánetu þar sem heiminum er svo snilldarlega lýst að hann hljómar ofur eðlilega.
    ****
  • James Rollins: M.a. Map of Bones-Black Order-Judas Strain og Sandstorn
    Hef virkilega gaman af bókunum hans um Sigma Force gengið, þar sem viðfangsefnið er ætíð eitthvað á trúarlegum eða sögulegum nótum. Rosa spennandi.
  • Anthony Horowitz: Ravens Gate-Evil Star-Night Rise
    Frábær sería sem ég gat ekki slitið mig frá. 1.bókin var þýdd á íslensku nú fyrir jólin og heitir Gátt hrafnsins.
    *****
  • Michael Baigent-Richard Leigh-Henry Lincoln: Holy Blood-Holy Grail
    Elska svona bækur
    *****
  • Angie Sage: Magyk og Flyte
    Frábærar bækur um galdrastrákinn Septimus Heap. Held að þriðja bókin komi út í sumar
    ****
  • Robert Jordan: Wheel of Time
    Heljarlöng sería, alla vega komnar 12 bækur, ekki búin að lesa þær allar, kaupi þær í slumpum.
    ****
  • Sam Bourne: The Righteous Men
    Önnur söguleg skáldsaga um eitthvað trúarlegt. Spennandi bók.
    ****
  • Dan Burstein og Arne De Keijzer: The secrets of Maria Magdalena
    Ótrúlega fróðleg bók. Les allt sem ég kemst yfir um Maríu Magdalenu.
    *****
  • Scott Lynch: The Lies of Locke Lamora
    Frábærar bækur um meistarþjófinn Locke og kumpána hans. Bók nr. 2 heitir Red Seas under Red Skies.
  • Naomi Novik: His Majestys Dragon
    Sería um drekann Temeraire. Búin að lesa nr 2 og 3 einnig, er að bíða eftir að nr. 4 komi í kilju.
    *****
  • Roderick Gordon & Brian Williams: TUNNELS
    Einnig bók um heim sem ekki er til.
    ****
  • Steve Berry: The Templar Legacy
    Les mikið af svona bókum, skáldsögur sem eiga sér stað í sögulegum raunveruleika.
    ****
  • China Miewille: UNLUNDON
    Frábær um aðra London í samsíða vídd við hina.
    ****
  • Neil Gaiman: Neverwhere
    Allir að lesa þessa bók.
    *****
  • Neil Gaiman: Stardust
    Hafði lesið bókina áður en myndin kom. Elska bækurnar hans.
    ****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband