Byggðir þú þér hús......

eða keyptir þú þér hús??? Setturðu allt þitt í fasteign sem þú í góðri trú gerðir að heimili þínu og taldir þig vera að fjárfesta til framtíðar. Hús þar sem allir pappírar voru í lagi, eignin byggð undir og á ábyrgð byggingameistara og byggingafulltrúi sveitarfélagsins þíns skrifaði upp á. Meðaljón eins og ég og þú á ekki að þurfa að kunna skil á þeim reglum er varðar byggingu húsa og að hún sé samkvæmt lögboðnum hætti. Til þess eru byggingameistararnir og byggingafúlltrúarnir. En fjandinn fjarri mér, hversu margir þeirra líta aldrei í byggingareglugerðirnar og/eða sjá til þess að þeim sé framfylgt. Hér á landi virðist "vinapólitíkin"enn vera í fullu gildi hvað þetta varðar. Hinir og þessir skrifa nafn sitt á pappírana, menn sem jafnvel hafa aldrei komið á byggingastaðinn. Og það sem er verst, þeir komast upp með það. Eigendur nýbygginganna og viðkomandi eftirlitsaðilar virðast ekkert hugsa út í það að einn daginn verði eignin ef til vill seld öðrum sem sitja þá uppi með fasteign sem jafnvel er meingölluð. Hver eru úrræðin, jú, að fara í mál öllum til ama og leiðinda. Eitt lítið dæmi:

Í 8.kafla laganna um hollustuhætti, grein 169.1 segir: Byggingar og mannvirki skulu hönnuð og byggð þannig að heilsu manna sé ekki stefnt í hættu, m.a. v.hita og raka, hávaða, fráveitu skólps, reyks, fasts eða fljótandi úrgangs, mengunar í lofti, jarðvegi, vatni, gasleka eða geislunar.

Það er mín reynsla að áðurnefndur 8. kafli sé sá kafli sem þessir menn kjósa að hundsa og virðast ekki hafa lesið nema þá rétt fyrir próf. Grunlaust fólk er jafnvel að loka fyrir lögbundar loftræstingar sleppir þeim jafnvel við byggingu húsanna og þannig óafvitandi að stuðla að eyðileggingu húsa sinna og byggingameistari og byggingafulltrúi skrifa upp á athugasemdalaust. Eru það ekki þeir sem eiga að vita betur og sjá til þess að svona mistök séu ekki gerð.

Í 184 gr. segir: Almennt um raka.

184.1      Byggingar skulu þannig hannaðar og byggðar að hlutar þeirra, eða byggingar í heild, verði ekki fyrir skaðlegum áhrifum af völdum úrkomu, slagregns, snjóa, kraps, yfirborðsvatns, grunnvatns, jarðraka, byggingarraka, þéttivatns eða loftraka. Tryggja skal að raki eða afleiðingar hans rýri ekki eðlileg heilbrigðis- og hollustuskilyrði innandyra.

184.2      Lífræn efni, sem geta brotnað niður vegna áhrifa sveppa eða gerla (fúnað eða rotnað), skulu ekki vera í beinni snertingu við jarðveg eða rakadræg efni í undirstöðum.

Ástæðu þess að ég kýs að beina sjónum mínum að þessum kafla sérstaklega vita þeir sem hafa lesið bloggið mitt og í hverju við hjónin lentum og óþarfi að fjölyrða um það hér.

"Tryggja skal að raki eða afleiðingar hans  rýri ekki eðlileg heilbrigðis-og hollustuskilyrði innandyra. Hverjir eru það sem eiga að tryggja það. Grænir húseigendur, þarf maður að lesa byggingareglugerðina áður en maður fjárfestir i húsi, ég meina, hver gerir það. Verðum við ekki að geta treyst því að eftirlitsaðirlar sinni eftirlitsskyldu sinni, vinni vinnuna sína? Nei. Það virðist ekki vera. Alla vega ekki samkvæmt minni reynslu. Jafnvel heilbrigðisfulltrúi sem maður hefði talið að ætti að passa þessi mál virtist ekki hafa hugmynd um að ofangreind atriði væru lögbundin. Myglusveppur eitthvað sem hann virtist ekki hafa hugmynd um að væri til hér í Ísalandinu.

Aðeins meira úr reglugerðinni

185. gr.Frágangur byggingarhluta til varna raka.

185.1      Gólfefni sem eru viðkvæm fyrir raka skulu varin með rakastöðvandi lagi frá áhrifum jarðraka og byggingarraka.

185.2      Neðsta gólf og kjallaraveggir skulu þannig hannaðir og byggðir að vatn og raki geti ekki komist inn í bygginguna.

185.3      Kjallaraveggir og undirstöður neðan jarðvegsyfirborðs skulu varðir að utan gegn raka.

185.4      Ef neðsta gólf verður undir grunnvatnsyfirborði skal á uppdráttum gerð sérstök grein fyrir rakavörnum kjallaraveggja og gólfplötu.

185.5      Hæðaskil eða gólf yfir skriðrými skulu þannig hönnuð og byggð að ekki komi til óþæginda eða skemmda af völdum raka eða kulda í gólfinu.

185.6      Skriðrými skal útbúið með meindýraheldum loftristum á undirstöðum eða kjallaraveggjum. Loftristir skulu vera á 5 metra bili, þó minnst tvær á hverjum vegg. Þær skulu vera a.m.k. 0,015 m2 og neðri brún a.m.k. 0,10 m yfir jörð. Á milliveggi í skriðrými skal setja loftgöt a.m.k. jafnstór. Ef hæðaskil eru úr steinsteypu má fækka loftristum um helming. Þó skulu ætíð vera ristir nálægt hornum hússins.

185.7      Í skriðrýmum skal jafnan komið í veg fyrir jarðraka t.d. með því að steypa þrifalag eða leggja jarðdúk sem festa skal niður.

Þótt þau atriði sem talin eru upp hér eins og ristar, þrifalag og annað skorti algerlega þá kvitta þessir herramenn upp á að samkvæmt þeirra vitund sé viðkomandi hús byggt samkvæmt öllum þeim reglugerðum, lögum og samþykktum sem um ræðir. Og það sem verst er, þeir komast upp með það og það er það sem er algerlega óásættanlegt.

Hér er breytinga þörf. Breyting á vinnulagi þeirra, breyting á eftirlitsferlinu og ábyrgð þeirra sem að eftirlitinu standa. Við megum ekki lengur leyfa þeim að komast upp með þessi vinnubrögð. Okkar er að tryggja að þessir menn vinni vinnuna sína eins og þeir eiga að gera. Þá minnka e.t.v. sá fjöldi gallamála sem nú makar króka lögfræðingastéttarinnar.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Með lögum skal hús byggja.

Þú átt samúð mína alla

Kjartan Pálmarsson, 19.12.2008 kl. 08:53

2 Smámynd: Bylgja Hafþórsdóttir

Takk krúsilíus

Var að fá snilldarhugmynd sem sett verður í framkvæmd strax á nýju ári. Ha!!!! Nú komast þeir sem málin varðar ekki lengur upp með að loka augunum.

Bylgja Hafþórsdóttir, 19.12.2008 kl. 09:08

3 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Ég er strax orðinn spenntur

Kjartan Pálmarsson, 19.12.2008 kl. 09:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bylgja Hafþórsdóttir

Höfundur

Bylgja Hafþórsdóttir
Bylgja Hafþórsdóttir

Er bara ég sjálf. Eineggja tvíburi og stolt af því. Á einnig 5 yndislega yngri bræður.

Nýjustu myndir

  • thorri
  • thootab2
  • thorrab
  • onnur
  • egoghronn
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Bækur

Bókalisti

Er alæta á bækur nema ástarsögur

  • David Eddings: Belgariad- Sería--Malloreon-Sería--The Elenium
    Er búin að lesa þessar þrjár seríur eftir hann og fannst þær allar skemmtilegar. Svo eru líka til stakar bækur um tvær af aðalhetjunum. Belgarath galdrakarl og Polgöru galdrakvendi.
    ****
  • Tobias S.Buckell: Crystal Rain
    Hrikalega skemmtileg spacefantasía, var smástund að átta mig á að hún gerist á annarri plánetu þar sem heiminum er svo snilldarlega lýst að hann hljómar ofur eðlilega.
    ****
  • James Rollins: M.a. Map of Bones-Black Order-Judas Strain og Sandstorn
    Hef virkilega gaman af bókunum hans um Sigma Force gengið, þar sem viðfangsefnið er ætíð eitthvað á trúarlegum eða sögulegum nótum. Rosa spennandi.
  • Anthony Horowitz: Ravens Gate-Evil Star-Night Rise
    Frábær sería sem ég gat ekki slitið mig frá. 1.bókin var þýdd á íslensku nú fyrir jólin og heitir Gátt hrafnsins.
    *****
  • Michael Baigent-Richard Leigh-Henry Lincoln: Holy Blood-Holy Grail
    Elska svona bækur
    *****
  • Angie Sage: Magyk og Flyte
    Frábærar bækur um galdrastrákinn Septimus Heap. Held að þriðja bókin komi út í sumar
    ****
  • Robert Jordan: Wheel of Time
    Heljarlöng sería, alla vega komnar 12 bækur, ekki búin að lesa þær allar, kaupi þær í slumpum.
    ****
  • Sam Bourne: The Righteous Men
    Önnur söguleg skáldsaga um eitthvað trúarlegt. Spennandi bók.
    ****
  • Dan Burstein og Arne De Keijzer: The secrets of Maria Magdalena
    Ótrúlega fróðleg bók. Les allt sem ég kemst yfir um Maríu Magdalenu.
    *****
  • Scott Lynch: The Lies of Locke Lamora
    Frábærar bækur um meistarþjófinn Locke og kumpána hans. Bók nr. 2 heitir Red Seas under Red Skies.
  • Naomi Novik: His Majestys Dragon
    Sería um drekann Temeraire. Búin að lesa nr 2 og 3 einnig, er að bíða eftir að nr. 4 komi í kilju.
    *****
  • Roderick Gordon & Brian Williams: TUNNELS
    Einnig bók um heim sem ekki er til.
    ****
  • Steve Berry: The Templar Legacy
    Les mikið af svona bókum, skáldsögur sem eiga sér stað í sögulegum raunveruleika.
    ****
  • China Miewille: UNLUNDON
    Frábær um aðra London í samsíða vídd við hina.
    ****
  • Neil Gaiman: Neverwhere
    Allir að lesa þessa bók.
    *****
  • Neil Gaiman: Stardust
    Hafði lesið bókina áður en myndin kom. Elska bækurnar hans.
    ****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 145485

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband