Áramót á Sigló!!!

Áramót framundan. Einhverra hluta vegna þá langar mig alltaf til Siglufjarðar um áramót. Þrátt fyrir að hafa flutt þaðan 16 ára gömul og ekki komið aftur fyrr en komin á fertugsaldur þá hefur alla tíð verið einhver dýrðarljómi yfir siglfirskum gamlárskvöldum. Og mikið var tilfinningin góð fyrstu áramótin eftir að ég kom aftur, að finna að ekkert hafði breyst. Sama rósemdin, sama stemmningin. Brennan, ártalið í fjallinu, lognið. Pabbi með flugeldana. Þá voru ennþá áramótaböll og unglingsárin hékk maður fyrir utan hótelið og fylgdist með glaumnum og gleðinni innandyra og beið þess með óþreyju að verða sextán til að komast inn í dýrðina.  En það var einn galli á gjöf Njarðar, mamma var nefnilega að vinna á hótelinu á þessum árum og þar með á þessum böllum sem manni langaði svo að vera á. Hún var ekki á þeim buxunum að leyfa dætrunum að vera í ,,sollinum" He he.

1996 flyt ég aftur heim, þá komin með mín börn og nú var það á mína ábyrgð að þau ættu skemmtileg aramót. Sumum eyddu þau hjá mér en öðrum hjá pabba, það mikilvægasta var að þau væru sátt og væru þar sem þau vildu vera. Og ég sé í dag hvað ég var lánsöm að þurfa aldrei að standa í neinu alvarlegu ströggli í sambandi við krakkana og umgengni þeirra við pabba sinn. Þeir settu hag þeirra ofar sínum og leyfðu þeim að ráða sínum tíma sjálf. Vildi að fleiri hefðu rænu á því en létu ekki sjálfselsku og heift út í fyrrum maka ráða gerðum sínum. Það bitnar á þeim sem síst skyldi, börnunum. Ég keyrði þau eldri óhikað til pabba síns ef hann hafði ekki tök á því að sækja þau þegar þau langaði að hitta hann hvort sem var á Ólafsfjörð eða Sauðárkrók. Þau fóru ekkert endilega öll í einu, strákarnir fóru oftar af því þá langaði það og prófuðu jafnvel að búa hjá honum um tíma.  Mér finnst ekkert ömurlegra en þegar verið er að senda börn landshorna á milli, þegar þau vilja ekki fara, bara til að virða einhvern umgengnisrétt. Og enn verra þegar þeim er ekki leyft að hitta hitt foreldrið af því að reiðin og biturðin hjá fyrrum maka er svo mikil að líðan barnanna er sett öftust í forgangsröðina. Ég veit ekkert eins ömurlegt og að vita af greyið börnunum sem verða bitbein á milli ósáttra foreldra og þurfa að hlusta á hvað mamma eða pabbi sé mikill aumingi eða ömurleg persóna og svo eru þau neydd til að taka afstöðu með öðru hvoru foreldrinu og barið inn í hausinn á þeim allskyns vitleysa sem þau verða að lifa og hrærast með kannski öll sín bernskuár og fá ekki tækifæri til að  leyfa sér að þykja vænt um pabba eða mömmu þótt hann/hún búi ekki lengur hjá þeim eða sé ekki eins og fyrrverandi maki ætlast til að hann sé. Brotin í þeim sálin í þúsund mola, vísvitandi og þau geta enga vörn sér veitt. Mannvonska af verstu sort að eyðileggja börnin sín hægt og bítandi með síspúandi baneitruðum munni og þykjast vera góðmennskan uppmáluð og fórnarlamb. Argh. Aumingja ég, ég á svo bágt, mamma/pabbi er svo vond, þykir ekkert vænt um ykkur, er búin að fá sér nýja fjölskyldu, vill ekkert með ykkur hafa. Við sveltum og það er allt honum/henni að kenna. Hvernig getur fólk verið svona illt.

Yngsta mín er núna að verða fimmtán ára. Hún hefur alla tíð verið heimakær og kannski ekki þurft alveg eins mikið á pabba sínum að halda eins og hann hefði óskað en hann veit hvað henni þykir ofurvænt um hann og hún kemur þegar hún vill koma og hann er ekkert að krefjast neins meira. Þau tala helling á MSN í staðinn og það er notalegt að heyra flissið og hláturinn í henni þegar hún er að spjalla við pabba sinn þar. Kostaði smá vinnu fyrir mig að fá hann til að skilja að hann yrði að gera það sem henni væri fyrir bestu og hætta að neyða hana til að koma. Held hann hafi jafnvel á tímabili talið sér trú um að ég vildi ekki leyfa henni að fara. Var kannski bara ekki tilbúinn til að sætta sig við að það væri hún sem ekki væri tilbúin til að hitta hann og fólkið sem var í hans lífi á þessum tíma.  Það voru nokkur símtölin sem ég hringdi fyrir hana með einhverja tilbúna ástæðu svo hún þyrfti ekki að fara og það var bara allt í lagi. við værum að fara í afmæli eða eitthver önnur lame ástæða gefin. Hann varð þá bara reiður við mig. Ég gat alveg höndlað það, vildi ekki að hann væri fúll út í hana. Hann veit þetta núna og þau bæði leyfa bara hvoru öðru að vera þau sjálf. Enginn þykistuleikur í gangi og allir sáttir. Úff, hvað ég er ótrúlega heppin. Að eiga tvo fyrrverandi og vera vinur þeirra beggja. Enginn að dæma, rægja eða annað þaðan af verra. 

Nei, bíddu, var ég ekki að blogga um gamlárskvöld. Ein sem datt út af sporinu he he. Enn á ný hefur örverpið haldið norður í land til að eyða áramótunum með pabba gamla. Hann er bara svo miklu skemmtilegri en ég hí hí, viðurkenni það fúslega. Hef takmarkaðan áhuga á flugeldum og tilstandi, vil bara vera heima í ró og næði og skríða í bælið á kristilegum tíma. Fúla mamma. Tounge 

Það hefur bara einhvern veginn alltaf fylgt mér að djamm er ekki uppi á borðinu hjá mér á gamlárskvöld, fór að vísu einu sinni á ball í Allanum þegar við bjuggum enn fyrir norðan. Fór með Sigrúnu árið sem hún varð sextán svo hún kæmist inn og við dönsuðum og skemmtum okkur konunglega. Tryggvi Jónasar tók að sér að vera ,,dansfíflið" mitt þar sem Íbbi minn myndi fyrr drepast en að dilla sér á dansgólfi. LoL Nennti samt ekki að vera lengi og laumaði mér heim. Síðustu árin á Sigló voru ekki einu sinni haldin böll þessa nótt svo ekki um að ræða að skella sér út á lífið svo því var sjálfhætt.

Þessi áramótin langar mig enn og aftur að fara til Sigló, Sigrún og Eyjó eru þar með Kolbrúnu og ég sakna þeirra ósegjanlega, Daði bróðir er þar með sína fjölskyldu og mig langar að hitta Eisa og mömmu og Jón en það verður bara að hafa sig. Hringi bara í þau og óska þeim gleðilegs nýs árs. Hundarnir yrðu örugglega skíthræddir hvort sem er og fyrst ég tók þá ákvörðun að fá mér hunda þá verð ég bara að taka neikvæðu hliðunum á því einnig. Eins og að geta ekki stokkið í burtu hvenær sem manni sýnist. Svo áramótunum verður eytt á Fellsenda í rólegheit og leti. Ívar eignaðist flugelda upp í gamla skuld og hann er sáttur. Vill hvort sem er bara vera heima. Gleymi aldrei einum áramótunum á Hagamel. Held við höfum verið eina fólkið í hverfinu. Allt dautt. Íbbi minn skaut sínum fllugeldum, aðeins búinn að fá sér í aðra tána og kveikti í runnunum. Minn var ekki lengi að redda því, vippaði vininum út og pissaði á eldinn. Þar með var hann slökktur.LoL

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Óska þér gleðilegs nýs árs og hafðu það gott um áramótin.  Er þér svo innilega sammála með blessuð börnin, það er hrykalegt þegar að þau verða bitbein foreldra sinna ef að þau búa ekki saman.  Börnin eiga ekki að þurfa að hlusta á annað foreldrið útskíta hitt og þar með þá hafa þá líka sömu skoðun, eðlilega þetta eru jú börn, svo alst þau upp í þessu og þetta heldur áfram,  sum geta þó slitið sig út úr þessu og kynst hinu foreldri sínu á sinni forsendu eftir að þau fullorðnast, en ekki öll börn. Þetta þekki ég mæta vel og það er sorglegt til þess að hugsa að fullorðið fólk skuli leyfa sér að skíta niður annað foreldrið svo að barnið jafnvel hafi óbeit á því foreldri alla tíð,  verð bara reið þegar ég hugsa um þetta.  En þetta er of algengt því miður en vonandi að breytast til batnaðar? En þú hefur amk verið skynsöm gagnvart þínum börnum :)  

Erna Friðriksdóttir, 31.12.2008 kl. 09:25

2 identicon

"Íbbi minn skaut sínum fllugeldum, aðeins búinn að fá sér í aðra tána og kveikti í runnunum. Minn var ekki lengi að redda því, vippaði vininum út og pissaði á eldinn. Þar með var hann slökktur."

hahahahaha

Binni (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 10:53

3 identicon

jæja.. langar þig ekkert að hitta yngsta bróa sem er í dýrðinni á sigló??

kv. Litli bró

Snævar litli bró (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 17:49

4 Smámynd: Bylgja Hafþórsdóttir

Hélt nú að þú værir fastur einhvers staðar í Oddskarðsgöngunum eftir jólaátið. hí hí. Farðu svo að koma og kíkja á gömlu didduna þína. Miss you.

Bylgja Hafþórsdóttir, 31.12.2008 kl. 18:11

5 Smámynd: Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir

Bylgja mín þú ert svo hlý þegar þú skrifar um Sigló að ég fæ næstum heimþrá með þér

Fólk hugsar því miður ekki alltaf um hag barna sinni og þeirra hlið.  Man eftir börnunum þínum hér í Strandgötunni hjá pabba sínum við vorum nágrannar um tíma, veistu ég held ég hafi ekki séð þau síðan, alla vega ekki síðan amma þeirra flutti síðan suður.  Því finnst mér svo gaman að fylgjast með þeim hér.

Gleðilegt ár 

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 1.1.2009 kl. 12:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bylgja Hafþórsdóttir

Höfundur

Bylgja Hafþórsdóttir
Bylgja Hafþórsdóttir

Er bara ég sjálf. Eineggja tvíburi og stolt af því. Á einnig 5 yndislega yngri bræður.

Nýjustu myndir

  • thorri
  • thootab2
  • thorrab
  • onnur
  • egoghronn
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Bækur

Bókalisti

Er alæta á bækur nema ástarsögur

  • David Eddings: Belgariad- Sería--Malloreon-Sería--The Elenium
    Er búin að lesa þessar þrjár seríur eftir hann og fannst þær allar skemmtilegar. Svo eru líka til stakar bækur um tvær af aðalhetjunum. Belgarath galdrakarl og Polgöru galdrakvendi.
    ****
  • Tobias S.Buckell: Crystal Rain
    Hrikalega skemmtileg spacefantasía, var smástund að átta mig á að hún gerist á annarri plánetu þar sem heiminum er svo snilldarlega lýst að hann hljómar ofur eðlilega.
    ****
  • James Rollins: M.a. Map of Bones-Black Order-Judas Strain og Sandstorn
    Hef virkilega gaman af bókunum hans um Sigma Force gengið, þar sem viðfangsefnið er ætíð eitthvað á trúarlegum eða sögulegum nótum. Rosa spennandi.
  • Anthony Horowitz: Ravens Gate-Evil Star-Night Rise
    Frábær sería sem ég gat ekki slitið mig frá. 1.bókin var þýdd á íslensku nú fyrir jólin og heitir Gátt hrafnsins.
    *****
  • Michael Baigent-Richard Leigh-Henry Lincoln: Holy Blood-Holy Grail
    Elska svona bækur
    *****
  • Angie Sage: Magyk og Flyte
    Frábærar bækur um galdrastrákinn Septimus Heap. Held að þriðja bókin komi út í sumar
    ****
  • Robert Jordan: Wheel of Time
    Heljarlöng sería, alla vega komnar 12 bækur, ekki búin að lesa þær allar, kaupi þær í slumpum.
    ****
  • Sam Bourne: The Righteous Men
    Önnur söguleg skáldsaga um eitthvað trúarlegt. Spennandi bók.
    ****
  • Dan Burstein og Arne De Keijzer: The secrets of Maria Magdalena
    Ótrúlega fróðleg bók. Les allt sem ég kemst yfir um Maríu Magdalenu.
    *****
  • Scott Lynch: The Lies of Locke Lamora
    Frábærar bækur um meistarþjófinn Locke og kumpána hans. Bók nr. 2 heitir Red Seas under Red Skies.
  • Naomi Novik: His Majestys Dragon
    Sería um drekann Temeraire. Búin að lesa nr 2 og 3 einnig, er að bíða eftir að nr. 4 komi í kilju.
    *****
  • Roderick Gordon & Brian Williams: TUNNELS
    Einnig bók um heim sem ekki er til.
    ****
  • Steve Berry: The Templar Legacy
    Les mikið af svona bókum, skáldsögur sem eiga sér stað í sögulegum raunveruleika.
    ****
  • China Miewille: UNLUNDON
    Frábær um aðra London í samsíða vídd við hina.
    ****
  • Neil Gaiman: Neverwhere
    Allir að lesa þessa bók.
    *****
  • Neil Gaiman: Stardust
    Hafði lesið bókina áður en myndin kom. Elska bækurnar hans.
    ****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband