Jæja, þá liggjum við enn dýpra í því.....

.... ég bara er í losti. Hvað er að þessu fólki hjá Samfylkingunni. Hvar innan raða Vinstri grænna ætla þeir að finna fólk með jafn góða menntun, reynslu af stjórnun og rekstri eins og t.d. Þorgerði Katrínu, Guðfinnu Bjarnadóttur og Ragnheiði Ríkharðsdóttur. Ég sagði það í gær og sagði það aftur MISTÖK, MISTÖK, MISTÖK,  að slíta þessu stjórnarsamstarfi. Enn og aftur eyðileggja gömlu papparúllurnar fyrir þeim yngri og betur menntaðri. Enn og aftur er sjálfhverfa, valdagræðgi og eiginhagsmunasemi látin ráða för.

Okay, í hvaða ráðherrastól lendir Steingrímur ef að þeirri stjórnarmyndun verður sem oftast er nú í umræðunni. Úff, get ekki ímyndað mér hann sem forsætis- eða utanríkisráðherra. Finnst hann bara ekki traustvekjandi eða nógu agaður til að standa undir svo ábyrgðamiklum embættum.

***************************************************************************** 

Á gamla óskalistanum voru eftirfarandi sjálfstæðismenn:

FORSÆTISRÁÐHERRA: ÞORGERÐUR KATRÍN - Rök-Menntaður lögfræðingur með víðtæka reynslu á mörgum sviðum þjóðfélagsins. Treystandi til að setja þjóðina í fyrsta sæti en ekki sjálfa sig og sitt fólk

FJÁRMÁLARÁÐHERRA: GUÐFINNA S. BJARNADÓTTIR - Rök-Góð alhliða menntun. Vanur stjórnandi og og þekkir vel inn á ríkisreksturinn.

MENNTAMÁLARÁÐHERRA: RAGNHEIÐUR RÍKHARÐSDÓTTIR - Rök- Hefur þá menntun sem best hæfir þessu embætti. Reynslu sem stjórnandi og brautryðjandi í skólamálum. 

HEILBRIGÐISRÁÐHERRA: BJARNI BEN - Lögfræðingur með mikla reynslu, reynslubolti með einlægan áhuga á heilbrigðismálum og íþróttum.

 

******************************************************************************

Innan raða Vinstri grænna sé ég TVÆR manneskju sem ÉG. gæti treyst fyrir ráðherrastóli með tilliti til menntunar, reynslu og fyrri starfa og það eru:

KATRÍN JAKOBSDÓTTIR sem MENNTAMÁLARÁÐHERRA.

ÞURÍÐUR BACKMAN sem HEILBRIGÐISRÁÐHERRA.

Vill fólk í alvörunni setja landið okkar og stjórn þess í hendurnar á Steingrími J., Jóni Bjarna og/eða Ögmundi Jónassyni. Halló hvað er að. Framsókn segist ekki tilbúin í ríkisstjórn, vill bara vera súkkó á hliðarlínunni og það er þeirra að meta hvort er rétt ákvörðun.

Það er ekki ásættanlegt að breyta bara til að breyta. Það verður að vera til fólk sem GETUR, SKILUR OG KANN til að taka við og axla þá ábyrgð sem breytingunum fylgir.

Sjálfstæðismenn, þið berið þá byrði núna að hafa ekki haft vilja eða áhuga til að gera þær hrókeringar sem nauðsynlegar voru til að koma ykkar hæfasta fólki að. Brenglað stoltið var látið ráða för og hroki sem lýsti sér í að þið vilduð ekki hrókera neitt fyrr en eftir landsfund. Dýrt hikið það!!!

Darn, hvað ég er svekkt hér norður á Siglufirði kl. 8.41 að morgni annars yndislegs þriðjudags.


mbl.is „Samfylkingin bugaðist"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Jónasson

Þu vissir að Bjarni ben er strákur?

Jónas Jónasson, 27.1.2009 kl. 09:03

2 Smámynd: Bylgja Hafþórsdóttir

 Amm, he he. Konur eru bara svoooooo miklu hæfari.

Bylgja Hafþórsdóttir, 27.1.2009 kl. 09:21

3 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Ísland lengi lifi! HÚRRA,HÚRRA,HÚRRA,HÚRRAAAAA!

Kjartan Pálmarsson, 27.1.2009 kl. 11:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bylgja Hafþórsdóttir

Höfundur

Bylgja Hafþórsdóttir
Bylgja Hafþórsdóttir

Er bara ég sjálf. Eineggja tvíburi og stolt af því. Á einnig 5 yndislega yngri bræður.

Nýjustu myndir

  • thorri
  • thootab2
  • thorrab
  • onnur
  • egoghronn
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Bækur

Bókalisti

Er alæta á bækur nema ástarsögur

  • David Eddings: Belgariad- Sería--Malloreon-Sería--The Elenium
    Er búin að lesa þessar þrjár seríur eftir hann og fannst þær allar skemmtilegar. Svo eru líka til stakar bækur um tvær af aðalhetjunum. Belgarath galdrakarl og Polgöru galdrakvendi.
    ****
  • Tobias S.Buckell: Crystal Rain
    Hrikalega skemmtileg spacefantasía, var smástund að átta mig á að hún gerist á annarri plánetu þar sem heiminum er svo snilldarlega lýst að hann hljómar ofur eðlilega.
    ****
  • James Rollins: M.a. Map of Bones-Black Order-Judas Strain og Sandstorn
    Hef virkilega gaman af bókunum hans um Sigma Force gengið, þar sem viðfangsefnið er ætíð eitthvað á trúarlegum eða sögulegum nótum. Rosa spennandi.
  • Anthony Horowitz: Ravens Gate-Evil Star-Night Rise
    Frábær sería sem ég gat ekki slitið mig frá. 1.bókin var þýdd á íslensku nú fyrir jólin og heitir Gátt hrafnsins.
    *****
  • Michael Baigent-Richard Leigh-Henry Lincoln: Holy Blood-Holy Grail
    Elska svona bækur
    *****
  • Angie Sage: Magyk og Flyte
    Frábærar bækur um galdrastrákinn Septimus Heap. Held að þriðja bókin komi út í sumar
    ****
  • Robert Jordan: Wheel of Time
    Heljarlöng sería, alla vega komnar 12 bækur, ekki búin að lesa þær allar, kaupi þær í slumpum.
    ****
  • Sam Bourne: The Righteous Men
    Önnur söguleg skáldsaga um eitthvað trúarlegt. Spennandi bók.
    ****
  • Dan Burstein og Arne De Keijzer: The secrets of Maria Magdalena
    Ótrúlega fróðleg bók. Les allt sem ég kemst yfir um Maríu Magdalenu.
    *****
  • Scott Lynch: The Lies of Locke Lamora
    Frábærar bækur um meistarþjófinn Locke og kumpána hans. Bók nr. 2 heitir Red Seas under Red Skies.
  • Naomi Novik: His Majestys Dragon
    Sería um drekann Temeraire. Búin að lesa nr 2 og 3 einnig, er að bíða eftir að nr. 4 komi í kilju.
    *****
  • Roderick Gordon & Brian Williams: TUNNELS
    Einnig bók um heim sem ekki er til.
    ****
  • Steve Berry: The Templar Legacy
    Les mikið af svona bókum, skáldsögur sem eiga sér stað í sögulegum raunveruleika.
    ****
  • China Miewille: UNLUNDON
    Frábær um aðra London í samsíða vídd við hina.
    ****
  • Neil Gaiman: Neverwhere
    Allir að lesa þessa bók.
    *****
  • Neil Gaiman: Stardust
    Hafði lesið bókina áður en myndin kom. Elska bækurnar hans.
    ****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband