Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Spaugstofumenn sýna enn og aftur snilldartakta

 

a_political_cartoonHeld að alþingi ætti að leiða í lög að áhöfnin á þjóðarskútunni verði skyldug til að horfa á spaugstofuna á laugardagskvöldum. Glöð myndi ég greiða laun þeirra við áhorfið það. Enn einu sinni tókst þeim spaugstofumönnum á sinn einstaka hátt að draga saman og gera hæfilega mikið grín að ástandinu í þjóðfélaginu þessa dagana. Björgvin Franz var svo rjóminn á kökuna í hverju gervinu á fætur öðru eins og honum einum er lagið. Það þarf einstaka hæfileika til að gera eins alvarlega hluti jafnfyndna eins og þeim tókst í gær að gera og í leiðinni halda manni við efnið að það sé eitthvað mikið að. Okkur Íslendingum hættir nefnilega til að gleyma, það er svo helvíti hentug leið til að forðast það að gera eitthvað sjálfur í málunum. Gott að þykjast bara ekki muna og láta aðra um að vinna vinnuna. Hversu lengi ætla Reykvíkingar t.d. að horfa í hina áttina varðandi stjórnunina á höfuðborginni okkar í von um að hlutirnir leysist án þess að þeir þurfi að hafa eitthvað fyrir því. Það er löngu orðið tímabært að þeir sem þykjast vera að stjórna borginni viðurkenni fyrir sjálfum sér og öðrum að þeir hafi reist sér hurðarás um öxl og fari og finni sér starf sem hæfir þeirra kunnáttu. Kjartan, sagnfræðingur gæti kennt mannkynssögu, Gísli getur farið í sjónvarpið og brosað þar sínu sakleysilega brosi framan í landsmenn. Það virkaði þar en því miður, Gísli minn, þá virkar það ekki í borgarstjórn. Vilhjálmur, vilt þú ekki bara skella þér á eftirlaun, Ólafur gæti stundað huglækningar. Þessir fjórir sérstaklega finnst mér að ættu að láta sig hverfa, leyfið Hönnu Birnu, Júlíusi og þeim sem eitthvað hafa í kollinum um stjórnunarhætti að sanna sig. Þau gætu þá fengið til  liðs við sig fólk sem veit hvað það er að gera og hugsar ekki bara um rassinn á sjálfum sér. Takið Björn Inga til fyrirmyndar og látið ykkur hverfa ef þið getið ekki farið eftir litlu gullkorni úr Dýrunum í Hálsaskógi. ,,Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir".

Enn aftur að spaugstofunni. Múmíur sem hagfræðingar Seðlabankans, Bónus grísinn eina sem unnið gat á greifanum, snilld, snilld og aftur snilld. Áfram svona Spaugstofumenn.

Varð að skella þessu myndbandi hérna inn, lýsandi fyrir????

http://kvikmynd.is/video.asp?land=&offset=0&ba=leita&leit=gíraffi%20í%20kviksyndi&id=2711


Er Ragnar Reykás ráðgjafi borgarstjórnar.

teningur

Þetta er orðið svo fáránlega að það er ekki einu sinni fyndið. Eiga REI. Selja REI. Er þetta virkilega það sem er hvað brýnast á borðum meirihlutans. Meirihluta sem ekki einu sinni var kosinn heldur er orðið samansafn af eiginhagsmunapoturum og þvermóðskupúkum sem þykjast vera að vinna saman til þess eins að geta sagst vera í meirihluta og ráði málefnum borgarinnar. Held að þetta lið ætti að sjá sóma sinn í að afhenda stjórn skútunnar í hendur annarra.


mbl.is Tillaga um sölu á REI?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er REI???

Er ekki alveg að fatta þessa umræðu um mögulega sölu á REI. Hvað er REI ef það er ekki lengur hluti af OR. Tilgangurinn með stofnun REI??? Var hann ekki að koma á framfæri og selja þá sérfræðiþekkingu sem til staðar er á Íslandi í þessum geira. Hvar er sérfræðiþekkingin, hún liggur hjá OR, hvar er fjármagnið, hjá OR. Hvað er þá verið að selja spyr ég, nafnið, hvers virði er það. Eru allir búnir að gleyma ásókn Geysis Green í REI. Ásókn sem byggðist einvörðungu, leyfi ég mer að segja á því að þá vantaði að ná til sín þessari sérfræðiþekkingu sem eingöngu OR býr yfir. Það var ekkert að ástæðulausu sem OR tryggði sér 20 ára rétt á þekkingu sinni þá.  
mbl.is Vill að Reykjavíkurborg selji REI
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aldrei verð ég jafnaðarkvenmaður

Nú er endanlega búið að sannfæra mig um að ég er eins ójöfn og nokkur getur orðið og er algerlega fullkomnlega sátt við mínar ójöfnur. Bæði þessar utanáliggjandi og óstraujaðar skoðanir mínar. Ekki er ég örvhent og/eða Sick  svo þá er búið að útiloka flokkinn sem ber  það ágæta nafn. En ég er búin að komast að því, komin hátt á fimmtugsaldurinn að ég hef skoðanir á ýmsu sem ég vissi ekki  að ég hefði skoðanir á eða alltént tjáði mig lítið um. Eins og augljóst er á þessari síðu þá hef ég sterkar skoðanir á vegakerfinu og samgöngum. Vil að breyting verði á hugsunarhætti gagnvart innflytjendum og andúð í þeirra garð. Ég styð vörubílstjóra heilshugar í þeirra baráttu sem ásamt stórhug íslenskra eignamanna sýnir að ég er hrifin af einstaklingsframtaki og er það  helsta ástæðan fyrir þessum hugleiðingum nú. Eftirfarandi athugasemd sem ég fékk á bloggið mitt fer bara ekki úr hausnum á mér svo  fáránleg finnst mér hún vera og má því til með að deila henni með ykkur og ausa aðeins bát að nafni Bylgja.

Tilvitnun hefst:

,,Auðvitað eiga ekki að þurfa að vera styrktarfélög háð duttlungum einhverra gjafara hvort félagið lifi eða deyi. Ríkið á að sjá til þess að sjúkrahús séu fullmönnuð og búin bestu tækjum. Góðgerðarfélög eiga að vera óþörf. Skattar eiga að vera svo háir að hægt sé að standa undir öllu þessu og ölmusugjafir séu óþarfar. Það er mín skoðun og fleiri jafnaðarmanna. :)"

Tilvitnun lýkur.

Uhummhemm, hóst hóst. Finnst engum nema mér ofangreind fullyrðing sýna lítilsvirðingu í garð þeirra sem láta sér annt um náungann og hafa helgað líf sitt því að hjálpa öðrum. Kvenfélögin, Kiwanis, Lions, mæðrastyrksnefnd. Skattar svo háir að þeir standi undir...  ...ölmusugjafir óþarfar. Það búa hér 300.000 manns og það eru takmörk fyrir því hversu langt er hægt að ganga í að skattpína þessar fáu hræður. Á stöðum eins og t.d. Siglufirði fer hlutfall þeirra sem borgar skatta sífellt lækkandi vegna óhagstæðrar aldursskiptingar. Að tala um gjafir fólks og fyrirtækja til félaga eins og fyrir langveik börn og MND félagsins sem einhverja duttlunga. Hvað með Vildarbörn er það líka óþörf ölmusugjöf, á bara ríkið að borga. Víða um heim eru bæði skólar og heilu deildirnar á sjúkrahúsunum reknar með  frjálsum framlögum sem er þörf viðbót við það sem þeir fá frá ríkinu og nýtist til að renna enn styrkari stoðum undir viðkomandi rekstur. Af hverju má ekki gera það hér. Við erum ríkið, peningarnar sem þeir nota eru okkar og forræðishyggjan sem felst í þessu finnst mér með eindæmum.  Við erum að borga fyrir tækin og tólin, menntun barnanna okkar með því að borga skatta. Af hverju mega þeir sem geta ekki borga eitthvað umfram á þennan máta. Þarf ríkið endilega að ráðstafa hverri krónu fyrir okkur, af hverju megum við ekki gera það sjálf. Hvernig ætti Hofsós t.d. að hafa efni á því að byggja jafn sjálfsagðan hlut og sundlaug fyrir íbúa sína. Það er alltaf gengið að þess konar sem vísu á höfuðborgarsvæðinu  þar sem hægt er að velja úr sundlaugum af því að þar standa 200.000 manns undir rekstri borgarinnar. Ekki 1000 eða 300 eins og svo víða úti á landi. Hafið mína þökk þeir sem leggja sitt af mörkum af fúsum og frjálsum vilja. Hafið mína þökk góðgerðarsamtök um land allt. Björgunarsveitir, líknarfélög og allir þeir sem byggja tilveru sína á ,,duttlungarfullum" einstaklingum og fyrirtækjum.


Birkir J.Jónsson þingmaður er maður framkvæmda!!!

 takk

Ég  fékk símtal í dag og konan sem í símanum var sagðist vera að hringja frá Alþingi. Eitt augnablik flaug mér í hug að einhver væri að gera at í mér en þegar hún hélt áfram og sagði að Birkir J.Jónsson alþingismaður vildi gjarnan tala við mig þá vissi ég að svo var ekki. Eins og eflaust einhverjir hafa rekist á þá hefur hann á vinsælli bloggsíðu sinni séð ástæðu til að fjalla um okkar mál og kann ég honum bestu þakkir fyrir. Hann er allur af vilja gerður til að hjálpa okkur í baráttunni við að vekja athygli á myglusvepp og mögulegum afleiðingum hans og það sem hann afrekaði í dag. Ja, ég varð bara kjaftstopp. Hann hringdi í háttvirtan viðskiptaráðherra, alla leið til Kína þar sem hann er víst staddur núna og ræddi okkar mál við  hann. Og ekki nóg með það. Á morgun mun ritari Björgvins hringja í mig og ég á að fá fund með honum strax n.k. mánudag. Ef þetta er ekki frábærara en frábært þá er ekkert það. Jibbí húrra hei. Elsku Birkir, þú ert góður maður. Og nú er eins gott að undirbúa sig vel fyrir fyrirhugaðan fund og ná í sjálfstraustið sem er geymt í innsta horni fataskápsins þessa dagana. Ætti ég að fá einhvern til að fara með mér.???


Lítil saga frá litlu landi.

Landið er Ísaland og sögusviðið höfuðborgin og þar hefur ýmislegt átt sér stað að undanförnu sem heldur betur hefur hrist upp í því rótgróna samfélagi sem borgin var. Áður en nokkur hefur áttað sig á  hvað snýr fram og aftur á veröldinni er Íslendingavík orðin fjölmenningarsamfélag og um götur borgarinnar gengur nú fólk af alls kyns þjóðernum og með alls kyns litarhátt. Það er af sem áður var að Ísalendingar sneru sér við á götu ef þeir sáu manneskju með annan húðlit en hvítan. Skiptingin í hverfum borgarinnar sem hefur verið til staðar svo lengi sem elstu menn muna er nú öll að riðlast, hverfi 1001 og 1005 og fleiri álíka virðuleg eru nú farin að fá íbúa sem kunna ekki einu sinni íslensku. Og það sem er enn hræðilegra að innan um leynast glæpalýður og afbrotamenn. Eitthvað sem miðað við viðbrögð borgarbúa hefur aldrei verið til á Ísalandi. Það bara getur ekki átt sér stað að hingað leiti óþjóðalýður af þessu tagi.

Fólkið á Ísalandi hefur nefnilega þróað með sér sérstaka hæfileika í gegnum árin. Hæfileikann til að loka augunum fyrir alvarleika sömu mála þar sem Ísalendingar koma á einhvern hátt við sögu. Einungis elstu menn þora að viðurkenna að þeir muni eftir þeim glæpum, nauðgunum og morðum sem framin hafa verið hér á landi af Íslendingum og á Íslendingum. Þessum sérstaka hæfileika fylgir einnig annar enn betri og það er að láta skemmda eplið ekki skemma út frá sér. Sagt er frá af skyldurækni í fjölmiðlum ef Íslendingur kemur við sögu í afbroti sem framið hefur verið og passað upp á að fréttin sú sé stutt, hnitmiðuð og fari ekki út í einhver allt önnur mál sem koma viðkomandi glæp ekkert við. Ættingjar glæpamannsins ísalenska, vinir hans eða samlandar þurfa ekki að koma fram fyrir alþjóð til að reyna að réttlæta tilveru sína og reyna að sannfæra aðra um að þeir séu bara venjulegt fólk þrátt fyrir að vera af sama þjóðerni og glæpamaðurinn ísalenski.

En nú eru komnir hingar útlendingar og þessum hæfileika er nú ekki hægt að sóa á þá. Þá er nú heldur betur komið annað hljóð í strokkinn. Ef einhver grunur leikur á að einn þessarra útlendinga sé eða geti verið afbrotamaður nú þá bara hlýtur hann að vera búinn að skemma öll hin eplin í kassanum líka. Ættingjar hans, vinir og fólk sem hann hefur aldrei séð en vogar sér að vera frá sama landi og hann fá sama stimpil. Glæpamenn og  óþjóðalýður, öllum til ama og leiðinda. Farið burt úr fína landinu okkar, burt úr fínu borginni okkar, huff puff.

Sér einhver ósamræmið í þessu. Hvar er virðingin fyrir nýbúunum okkar. Af hverju eru mál þeirra ekki meðhöndluð af fjölmiðlum og okkur á sama hátt og ef um Íslending væri að ræða. Það eru allir jafnir fyrir lögunum, hvort sem þeir tala spænsku, pólsku eða íslensku. 

 


Laun og og lúsarlaun.

"Regluleg laun fullvinnandi launamanna voru lægst í atvinnugreininni byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð eða 298 þúsund krónur."

Bein tilvísun úr fréttinni. Hvernig skyldi standa á þessu Haaaa????. Getur verið að ástæðan sé að stærstur hluti starfsmanna í þessarri atvinnugrein undanfarið eru ekki Íslendingar og blessaðir atvinnurekendurnir séu að notfæra sér varnarleysi þeirra og að þeir geti ekki staðið fyrir máli sínu. Nei, bara spyr. Nóg hár er taxtinn sem eigendur fyrirtækja í þessum bransa setja upp.


mbl.is Laun á almennum vinnumarkaði 368 þúsund á síðasta ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Misjafn sauður í mörgu fé!!!

Alltaf dettum við Íslendingar í þann pytt að dæma fjöldann eftir einstaklingi og þá helst þeim versta. Við verðum að hætta að líta á innflytjendur sem annað samfélag innan okkar samfélags. Og þeir verða sjálfir að hætta að líta á sig þannig. Það er ekki rétt að leyfa þeim að komast upp með að læra ekki íslenskuna þeirra sjálfra vegna. Ég þekki t.d. Pólverja og Mexikóa eins og örugglega flestir hér á þessu landi núorðið og þeir tóku þann pólinn í hæðina að aðlaga sig að Íslandi, lærðu tungumálið, fengu menntun sína metna og starfa í sínum geira. Héngu ekki í einhverju láglaunastarfi af því þeir nenntu ekki að læra íslensku og öllum var sama. Við verðum að gera íslenskunám að skyldu fyrir þá innflytjendur sem hingað koma en ekki matreiða allt fyrir þá á þeirra tungumáli og losa þá þannig undan því að þurfa að læra mál síns nýja heimalands. Auðvitað er það eðlilegasti hlutur í heimi að þeir haldi sig saman, nákvæmlega eins og við gerum með okkar ættingjum og vinum en að kalla það samfélag finnst mér ekki rétt viðhorf og þeir ættu að leita allra leiða til að brjóta það samfélag upp og falla þannig betur inn í hið íslenska.
mbl.is „Pólska samfélagið hefur lokast dálítið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað ætli hann Ögmundur segi við þessu???

Að konurnar skuli voga sér að gefa Hofsósingum heila sundlaug í stað þess að afhenda honum peningana sem í laugina fóru svo hann geti úthlutað þeim sjálfur af sinni alkunnu mildi. Þær hljóta að fara í sama mannvirðingarflokk og Björgólfur í viðtalinu í Fréttablaðinu á sunnudaginn og ég hef áður vitnað í.

En þakka ykkur kærlega fyrir Lilja og Steinunn. Margt smátt gerir eitt stórt og það er yndislegt að vita að til er fólk sem getur leyft sér svona einstaklingsframtak og gerir það af öllu hjarta. Hvað ætli svona framlög frá einstaklingum og góðgerðarfélögum séu orðinn stór þáttur í íslensku samfélagi. Ég sæi t.d. sjúkrahúsin ef ekki væri fyrir þetta hugumstóra fólk sem gefur hver tækin á fætur öðru. Og hvernig væri starfsemi styrktarsamtaka eins og fyrir krabbameinssjúk börn ef ekki væru framlög einstaklinga og fyrirtækja.

Finnst vanvirðingin sem Ögmundur sýnir þessu fólki með þvílíkum eindæmum að ég get ekki einu sinni fundið orð til að lýsa hvernig mér líður. Aldrei fær anarkistinn Ögmundur, eins og hann nefnir sjálfan sig, atkvæði frá mér og mínum.


mbl.is Forsetinn tók skóflustungu á Hofsósi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vona að þeir sjái til þess að þessi samtök verði virk og öflug en ekki...

eftir sömu forskrift og hinar fjölmörgu gagnslausu nefndir hjá hinu opinbera. Hef fulla trú á þessum mönnum og þeir sýna það best og sanna að það er einstaklingsframtakið sem blívur. Öðruvísi gerist ekki neitt í okkar blessaða landi. Blessaðir ráðamennirnir sitja sem fastast á stólunum sínum fyrir framan rígfullar skrifborðsskúffurnar af ókláruðum verkefnum og reyna að komast upp með að gera sem minnst af því sem kostar eitthvað..

Gott að einhverjir verða til þess að rífa þá upp af stólunum og knýja þá til að taka á málunum áður en í of mikið óefni er komið eins og í svo mörgu öðru. Tökum þá til fyrirmyndar. Hættum að þegja og láta allt yfir okkur ganga. Byrgjum nú einu sinni brunninn áður en við dettum of langt ofan í hann.


mbl.is Stofna hagsmunasamtök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Bylgja Hafþórsdóttir

Höfundur

Bylgja Hafþórsdóttir
Bylgja Hafþórsdóttir

Er bara ég sjálf. Eineggja tvíburi og stolt af því. Á einnig 5 yndislega yngri bræður.

Nýjustu myndir

  • thorri
  • thootab2
  • thorrab
  • onnur
  • egoghronn
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Bækur

Bókalisti

Er alæta á bækur nema ástarsögur

  • David Eddings: Belgariad- Sería--Malloreon-Sería--The Elenium
    Er búin að lesa þessar þrjár seríur eftir hann og fannst þær allar skemmtilegar. Svo eru líka til stakar bækur um tvær af aðalhetjunum. Belgarath galdrakarl og Polgöru galdrakvendi.
    ****
  • Tobias S.Buckell: Crystal Rain
    Hrikalega skemmtileg spacefantasía, var smástund að átta mig á að hún gerist á annarri plánetu þar sem heiminum er svo snilldarlega lýst að hann hljómar ofur eðlilega.
    ****
  • James Rollins: M.a. Map of Bones-Black Order-Judas Strain og Sandstorn
    Hef virkilega gaman af bókunum hans um Sigma Force gengið, þar sem viðfangsefnið er ætíð eitthvað á trúarlegum eða sögulegum nótum. Rosa spennandi.
  • Anthony Horowitz: Ravens Gate-Evil Star-Night Rise
    Frábær sería sem ég gat ekki slitið mig frá. 1.bókin var þýdd á íslensku nú fyrir jólin og heitir Gátt hrafnsins.
    *****
  • Michael Baigent-Richard Leigh-Henry Lincoln: Holy Blood-Holy Grail
    Elska svona bækur
    *****
  • Angie Sage: Magyk og Flyte
    Frábærar bækur um galdrastrákinn Septimus Heap. Held að þriðja bókin komi út í sumar
    ****
  • Robert Jordan: Wheel of Time
    Heljarlöng sería, alla vega komnar 12 bækur, ekki búin að lesa þær allar, kaupi þær í slumpum.
    ****
  • Sam Bourne: The Righteous Men
    Önnur söguleg skáldsaga um eitthvað trúarlegt. Spennandi bók.
    ****
  • Dan Burstein og Arne De Keijzer: The secrets of Maria Magdalena
    Ótrúlega fróðleg bók. Les allt sem ég kemst yfir um Maríu Magdalenu.
    *****
  • Scott Lynch: The Lies of Locke Lamora
    Frábærar bækur um meistarþjófinn Locke og kumpána hans. Bók nr. 2 heitir Red Seas under Red Skies.
  • Naomi Novik: His Majestys Dragon
    Sería um drekann Temeraire. Búin að lesa nr 2 og 3 einnig, er að bíða eftir að nr. 4 komi í kilju.
    *****
  • Roderick Gordon & Brian Williams: TUNNELS
    Einnig bók um heim sem ekki er til.
    ****
  • Steve Berry: The Templar Legacy
    Les mikið af svona bókum, skáldsögur sem eiga sér stað í sögulegum raunveruleika.
    ****
  • China Miewille: UNLUNDON
    Frábær um aðra London í samsíða vídd við hina.
    ****
  • Neil Gaiman: Neverwhere
    Allir að lesa þessa bók.
    *****
  • Neil Gaiman: Stardust
    Hafði lesið bókina áður en myndin kom. Elska bækurnar hans.
    ****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband