Það var mikið að einhver opnaði augun...

fyrir því hvernig hlutirnir eru hérna hjá okkur. Hversu mikið það bitnar á börnunum að þurfa að vera ofurseld geðþóttaákvörðunum annars foreldrisins sem jafnvel er ekki hæft til að taka þá ákvörðun sem er börnunum fyrir bestu. Reiði, afbrýðisemi og biturð er látin ráða för og börnin sitja eftir. Eru jafnvel notuð sem tæki til að knýja forræðislausa foreldrið til hlýðni og undirgefni. Þekki allt of mörg dæmi þar sem, jafnvel þótt sameiginleg forsjá sé fyrir hendi, að þá eru börnin notuð, jú, þú situr ekki og stendur eins og ég segi og færð ekki börnin þessa helgina. Enn sárara þykir mér samt þegar börnin eru meðvitað dregin inn í deilur foreldranna og þurfa að hlusta á endalaust skítkast í garð þess foreldris sem fjarverandi er. "Pabbi þinn er aumingi". "Pabba þínum þykir ekkert vænt um þig". "Þettaðer allt pabba þínum að kenna, hann vill ekki eiga ykkur lengur". Hvers eiga aumingja börnin að gjalda sem þurfa að hlusta á svona vanvirðingu. Að neyða þau til að taka afstöðu með eða á móti öðru hvoru foreldrinu finnst mér vera það lágkúrulegasta af öllu. Skilnaðir eru orðnir jafn sjálfsagðir í dag og giftingarnar og stór hluti barna býr hjá bara öðru foreldrinu og jafnvel nýjum maka þess. Og það er bara allt í lagi svo lengi sem þajð er gert á auðveldan hátt fyrir barnið. Að hitt foreldrið noti það sem átyllu til að fá börnin upp á móti og komi fram eins og foreldri þess sé það eina í heiminum sem hefur skilið og stofnað nýja fjölskyldu er ófyrirgefanlegt barnanna vegna. Held það ætti líka að fara að fylgjast betur með réttindum barnanna sjálfra og hlusta meira á hvað þau vilja. Þau eru líka einstaklingar sem eiga skilið alla okkar virðingu og að komið sé fram við þau af réttlæti og alúð.

Hvað greiði er t.d. börnum gerður þar sem hlutirnir eru á þann veg að þeir vilja ekki sjálf fara til eða vera hjá hinu foreldrinu. Að það sé grátur og gnístran tanna í hvert einasta sinn sem sá tími er kominn sem það er t.d. pabbahelgi. Held að hlutirnar væru mun einfaldari og börnin sáttari ef þau hefðu eitthvað um það að segja hvort þau fara eða ekki eða færu bara þegar þau væru tilbúin til þess. Ég var svo heppin að feður minna barna settu börnin sín í forgang og þau komu til þeirra þegar þau langaði og allir eru góðir vinir og börnin mín voru sátt og ekki þessi pressa á þeim. Spyrjum börnin fyrst hvað þau vilja, ekki foreldrana.

 


mbl.is Fjallað um foreldrajafnrétti í nýrri skýrslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er að mörgu leyti sammála, en mér finnst þó ekki rétt að ung börn fái sjálf að ákveða hvenær þau fara til hins foreldrisins. Þar held ég að reglan sé mikilvæg. Annars getur þetta auðveldlega orðið geðþóttaákvörðun þar sem þau átta sig á að ef þau bara væla aðeins þá geta þau gert svona og svona í hvert skipti. Mörg börn væla þegar þau eru að fara, en skemmta sér so alveg konunglega og eiga góðan tíma... og væla svo jafnvel þegar þau eru að fara aftur heim. Finnst ekki rétt að setja svona stóra ákvörðin á lítið barn, það gæti líka sett rosalega pressu á þau að eiga eitthvað að velja, halda kannski að mamma verði sár ef þau vilja fara til pabba og öfugt. Nei, þarna held ég að foreldrarnir eigi að ráða og verðum við að treysta þeim til að taka ákvörðun sem þau telja börnum sínum fyrir bestu.

Lilja (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 11:02

2 identicon

Hvað skyldu femínistar og jafnréttisfrömuðir segja við þessari skýrslu?? Það hefur lítið heyrst frá þeim varðandi þá staðreynd að jafnréttismál hvað varðar foreldrajafnræði er 30 ára á eftir hér á landi miðað við önnur lönd.  Þeim finnst líklega ekki liggja mikið á því að breyta þessu. 

Einstæðir feður er beittir miklu misrétti af hálfu mæðra þegar að kemur að umgengni við börn sín.   En kannsi finnst femínistum þetta vera í lagi og líta á þetta sem refsingu á feðurna fyrir að hafa "barnað" þessar konur.

Svafar Snær Sigurðsson (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 11:10

3 Smámynd: Andrés.si

Svafar. Feministar eru í eitt skipti en farnir að fela sig fyrir slikum umræðum.

Andrés.si, 19.5.2008 kl. 11:59

4 identicon

á þetta ekki frekar að heita barnajafnrétti...það finnst mér, en við verðum líka að fara varlega í það að alhæfa, aðstæður eru jafnmisjafnar og þær eru margar hjá börnum og foreldrum....

alva (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 12:34

5 Smámynd: Bylgja Hafþórsdóttir

Sammála síðasta ræðua-manni um að aðstæðr séu jafnmismargar hjá bæði börnum forledrum og vera að reyna að troða öllum undir sama hatt, að sama eigi að gilda um alla, sama hvrenig fjölskylduaðstæður eru finnst mér ekkert sniðugt. Ekki frekar en með skólakerfið þar sem ef þú ert ekki eins og allir hinir ´þá ertu sendur í greiningu, fyrir smáatriði eins og að vilja ekki labba niður stiga. Við erum öll eins ólík og  við erum mörg og það gengur ekki að forrita og móta börn eftir einhverjum stöðlum. Einhverra hluta vegna ákvað náttúrtan að þróa okkur svona en við það bara hentar okkur ekki að ´sjá það eða ástæðuna fyrir því. Sjáið Einstein og fleiri snillinga sem allir féllu ekki inn í hinn venjulega hóp meðalmanna. Það er ástæða fyrir þessu öllu og við verðum að einbeita okkur að finna æut hver hún er.

Bylgja Hafþórsdóttir, 19.5.2008 kl. 16:43

6 Smámynd: Bylgja Hafþórsdóttir

Ungbörn hafa þau forréttindi yfir eldri börnin að þau alast upp með þessu og þekkja ekkert annað. En það kemur að því hjá þeim  eins og eldri börnunum 9-10 að þau vilja ekki láta rífa sig úr daglegu umhverfi, mörg hver. Vilja vera hjá vinunum og þar sem þeim líður best. Heima sjá sér. Hvað gagn er að því að láta þau fara á pabbahelgi og aðstæðurinar sem þeir eru boðnar upp á þar eru fyrir neðan allar hellur og fósturforeldrið hund´fúlt yfir þessari röskun sem koma þeirra veldur. Börnin finna það sko alveg og vilja ekki vera þar sem þau eru ekki velkomin. Í þess háttar tilvikum verða börnin að fá að vera með í ráðum.

Bylgja Hafþórsdóttir, 19.5.2008 kl. 16:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bylgja Hafþórsdóttir

Höfundur

Bylgja Hafþórsdóttir
Bylgja Hafþórsdóttir

Er bara ég sjálf. Eineggja tvíburi og stolt af því. Á einnig 5 yndislega yngri bræður.

Nýjustu myndir

  • thorri
  • thootab2
  • thorrab
  • onnur
  • egoghronn
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Bækur

Bókalisti

Er alæta á bækur nema ástarsögur

  • David Eddings: Belgariad- Sería--Malloreon-Sería--The Elenium
    Er búin að lesa þessar þrjár seríur eftir hann og fannst þær allar skemmtilegar. Svo eru líka til stakar bækur um tvær af aðalhetjunum. Belgarath galdrakarl og Polgöru galdrakvendi.
    ****
  • Tobias S.Buckell: Crystal Rain
    Hrikalega skemmtileg spacefantasía, var smástund að átta mig á að hún gerist á annarri plánetu þar sem heiminum er svo snilldarlega lýst að hann hljómar ofur eðlilega.
    ****
  • James Rollins: M.a. Map of Bones-Black Order-Judas Strain og Sandstorn
    Hef virkilega gaman af bókunum hans um Sigma Force gengið, þar sem viðfangsefnið er ætíð eitthvað á trúarlegum eða sögulegum nótum. Rosa spennandi.
  • Anthony Horowitz: Ravens Gate-Evil Star-Night Rise
    Frábær sería sem ég gat ekki slitið mig frá. 1.bókin var þýdd á íslensku nú fyrir jólin og heitir Gátt hrafnsins.
    *****
  • Michael Baigent-Richard Leigh-Henry Lincoln: Holy Blood-Holy Grail
    Elska svona bækur
    *****
  • Angie Sage: Magyk og Flyte
    Frábærar bækur um galdrastrákinn Septimus Heap. Held að þriðja bókin komi út í sumar
    ****
  • Robert Jordan: Wheel of Time
    Heljarlöng sería, alla vega komnar 12 bækur, ekki búin að lesa þær allar, kaupi þær í slumpum.
    ****
  • Sam Bourne: The Righteous Men
    Önnur söguleg skáldsaga um eitthvað trúarlegt. Spennandi bók.
    ****
  • Dan Burstein og Arne De Keijzer: The secrets of Maria Magdalena
    Ótrúlega fróðleg bók. Les allt sem ég kemst yfir um Maríu Magdalenu.
    *****
  • Scott Lynch: The Lies of Locke Lamora
    Frábærar bækur um meistarþjófinn Locke og kumpána hans. Bók nr. 2 heitir Red Seas under Red Skies.
  • Naomi Novik: His Majestys Dragon
    Sería um drekann Temeraire. Búin að lesa nr 2 og 3 einnig, er að bíða eftir að nr. 4 komi í kilju.
    *****
  • Roderick Gordon & Brian Williams: TUNNELS
    Einnig bók um heim sem ekki er til.
    ****
  • Steve Berry: The Templar Legacy
    Les mikið af svona bókum, skáldsögur sem eiga sér stað í sögulegum raunveruleika.
    ****
  • China Miewille: UNLUNDON
    Frábær um aðra London í samsíða vídd við hina.
    ****
  • Neil Gaiman: Neverwhere
    Allir að lesa þessa bók.
    *****
  • Neil Gaiman: Stardust
    Hafði lesið bókina áður en myndin kom. Elska bækurnar hans.
    ****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband