Lítill bloggtími!!!

Sunnudagur helgin búin að vera viðburðarík. Stelpurnar og ég hugsuðum okkur gott til glóðarinnar ehád. á föstudaginn, pökkuðum nesti og hugðum á fjallgöngu. Hundarnar 3 fengu að sjálfsögðu að koma með og það var ekkert smá stuð á þeim. Svo mikið stuð að þegar við settumst niður eftir 15 mínútna labb til að fá okkur að drekka þá ráku stelpurnar augun í að það fossblæddi úr hægra auganu á Brúnó. Við nánari skoðun kom í ljós að einhvern veginn hafði honum tekist að stinga sig á gaddavír eða einhverju og ekki annað að gera en að stökkva heim aftur. Enn og aftur hafði fjallgangan okkar mistekist. Síðast þegar þær voru þá fundum við vængbrotinn máv og flýttum okkur heim til að ná í Ívar. Ekki meiri fjallganga þann daginn. Og núna Brúnó. Ég vildi ekki leggja það á dömurnar að þvælast til dýralæknisins með okkur þannig að Særún kom með Litlu dúllu til að passa fyrir mig. Við vorum svo komin heim um 5 leytið eftir að hafa komist að hjá dýralækninum í Mosó. Brúnó var það samvinnuþýður að við urðum að setja múl á hann til að hún gæti svæft hann. Neðra augnlokið var saumað en þar var skurðurinn sem betur fer, ekki í auganu sjálfu eins og við héldum fyrst. Það slapp sem betur fer, svo nú eru það bara verkja-og sýklalyf handa Brúnó babe. Binni kom svo með Aroni heim þegar hann var búinn að vinna og þau eru öll búin að vera hér um helgina hjá mér. Sem er ekkert smá frábært. Emilía virðist eitthvað vera að lagast í maganum eftir að hún fór að fá bara sojamjólk og ekki eins svakalega erfitt að fá hana til að sofa. Fyrstu nóttina hugsaði ég mér gott til glóðarinnar að fá að dekstra aðeins við hana. En eftir tveggja tíma göngu um gólf, þá gafst ég upp og Særún tók við. Um hálfsjö var ekkert í stöðunni annað en bíltúr og tveir urðu þeir að vera hringinn í kringum Akrafjallið áður en hún sofnaði loks. Þetta er svakalegt hvað henni líður illa í maganum greyinu. Nóttin í nótt var svo aðeins skárri og hún er núna sofandi úti í vagni. Við grilluðum í gærkvöld og að sjálfsögðu tæmdist af kútnum þegar önnur hliðin var steikt og ekki annað að gera en bruna á Skagann og ná í nýjan kút. Umm en gott var fyrsta grill sumarsins. Grillið var nefnilega í bílskúrnum niðrá Myglumel og ekki sótt fyrr en í gær. Réði ekki við það ein að koma því upp í bílinn. Þannig að í það heila er helgin búin að vera erfið, svefnlítil en yndisleg. Binni kemur svo sjaldan og að Aron og Særún skyldu vera líka var bara æði. Það var sofið bara alls staðar. Binni og Sæunn inni í stofu. Stelpurnar uppí hjá mér. Aron og Særún í herberginu Sæunnar og Litla prinsessan í herbergini hans afa, ja, svona þegar hún svaf. Þröng á þingi he he. Náðum í tásu litlu, kettlinginn Arons og Særúnar í fyrrakvöld svo hún þyrfti ekki að vera ein heima þannig að hér eru þessa stundina 3 hundar, 2 kettir, naggrís og froskar ásamt okkur. Lengi hægt að troða á Fellsenda. Á svona góðum dögum er yndislegt að búa hérna og ef ekki væri fyrir vatnsleysið og gríðarlega vörubílaumferðina hérna framhjá þá gæti ég sko alveg hugsað mér að búa bara hér. Umhverfið er stórkostlegt. Allt svo friðsælt og fallegt. Ef ekki væri alltaf allt á bólakafi í ryki, uppi í munninum á manni og alls staðar út af vörubílunum þá væri þetta frábært. Gafst upp á föstudaginn eftir að hafa eytt fyrri part föstudagsins í að þrífa hátt og lágt og um fimmleytið var allt orðið brúnt af ryki, hringdi í Ívar og fékk hann til að hringja í Vegagerðina. Þeir mega eiga það að kl. 18.30 voru þeir komnir að vökva en það bara dugar svo stutt í svona blíðviðri. Svo ég er að vona að þeir salti fljótlega. En ætla að láta þetta duga í bili. Farin út í sólbað. Cool

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarkey Gunnarsdóttir

Það er ekki að spyrja að þér ekki nóg með að hafa fullt hús af börnum heldur ertu söm við þig og öll dýrin eiga athvarf hjá þér sama hversu þröngt er á þingi. Þau eru heppin að eiga þig að bæði börn og dýr.

Kveðja úr Ólafsfirði

Bjarkey

Bjarkey Gunnarsdóttir, 22.6.2008 kl. 20:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bylgja Hafþórsdóttir

Höfundur

Bylgja Hafþórsdóttir
Bylgja Hafþórsdóttir

Er bara ég sjálf. Eineggja tvíburi og stolt af því. Á einnig 5 yndislega yngri bræður.

Nýjustu myndir

  • thorri
  • thootab2
  • thorrab
  • onnur
  • egoghronn
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Bækur

Bókalisti

Er alæta á bækur nema ástarsögur

  • David Eddings: Belgariad- Sería--Malloreon-Sería--The Elenium
    Er búin að lesa þessar þrjár seríur eftir hann og fannst þær allar skemmtilegar. Svo eru líka til stakar bækur um tvær af aðalhetjunum. Belgarath galdrakarl og Polgöru galdrakvendi.
    ****
  • Tobias S.Buckell: Crystal Rain
    Hrikalega skemmtileg spacefantasía, var smástund að átta mig á að hún gerist á annarri plánetu þar sem heiminum er svo snilldarlega lýst að hann hljómar ofur eðlilega.
    ****
  • James Rollins: M.a. Map of Bones-Black Order-Judas Strain og Sandstorn
    Hef virkilega gaman af bókunum hans um Sigma Force gengið, þar sem viðfangsefnið er ætíð eitthvað á trúarlegum eða sögulegum nótum. Rosa spennandi.
  • Anthony Horowitz: Ravens Gate-Evil Star-Night Rise
    Frábær sería sem ég gat ekki slitið mig frá. 1.bókin var þýdd á íslensku nú fyrir jólin og heitir Gátt hrafnsins.
    *****
  • Michael Baigent-Richard Leigh-Henry Lincoln: Holy Blood-Holy Grail
    Elska svona bækur
    *****
  • Angie Sage: Magyk og Flyte
    Frábærar bækur um galdrastrákinn Septimus Heap. Held að þriðja bókin komi út í sumar
    ****
  • Robert Jordan: Wheel of Time
    Heljarlöng sería, alla vega komnar 12 bækur, ekki búin að lesa þær allar, kaupi þær í slumpum.
    ****
  • Sam Bourne: The Righteous Men
    Önnur söguleg skáldsaga um eitthvað trúarlegt. Spennandi bók.
    ****
  • Dan Burstein og Arne De Keijzer: The secrets of Maria Magdalena
    Ótrúlega fróðleg bók. Les allt sem ég kemst yfir um Maríu Magdalenu.
    *****
  • Scott Lynch: The Lies of Locke Lamora
    Frábærar bækur um meistarþjófinn Locke og kumpána hans. Bók nr. 2 heitir Red Seas under Red Skies.
  • Naomi Novik: His Majestys Dragon
    Sería um drekann Temeraire. Búin að lesa nr 2 og 3 einnig, er að bíða eftir að nr. 4 komi í kilju.
    *****
  • Roderick Gordon & Brian Williams: TUNNELS
    Einnig bók um heim sem ekki er til.
    ****
  • Steve Berry: The Templar Legacy
    Les mikið af svona bókum, skáldsögur sem eiga sér stað í sögulegum raunveruleika.
    ****
  • China Miewille: UNLUNDON
    Frábær um aðra London í samsíða vídd við hina.
    ****
  • Neil Gaiman: Neverwhere
    Allir að lesa þessa bók.
    *****
  • Neil Gaiman: Stardust
    Hafði lesið bókina áður en myndin kom. Elska bækurnar hans.
    ****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband