Vildi að ég gæti sagt það sama. :(

Ég er alveg orðin endanlega sannfærð um að sumir eru óheppnari en aðrir, sama hvað "Secret" og aðrar ofurspekibækur segja. Og við fjölskyldan eru ein af þeim óheppnari. Sumar "óheppnir" stórar aðrar smáar en hafa samt áhrif á daglegt líf. Eitt af því eru vatnsmálin hér á Fellsenda. Hingað hefur aldrei verið lögð hitaveita sem í sjálfu sér er ekkert við að athuga ef hér væri eitthvað kalt vatn til að hita upp í þessum "forláta" hitadunki sem hér er. Blessaður hitadunkurinn hefur verið hér síðan sautjánhundruð og súrkál en þurfti náttúrulega að taka upp á því í kringum jólin að detta niður af veggnum um miðja nótt. Hvílík læti. Nýi þurrkarinn minn allur beyglaður og tímatakkinn fastur síðan þá, allt fór á flot í þvottahúsinu að sjálfsögðu. Af gefnu tilefni nennti ég ekki að tala við tryggingarnar. Hér skammt fyrir ofan bæinn er svo okkar vatnsbúskapur. Hann stendur í fallegri hlíð og er nokkurs konar brunnur sem hefur verið hér frá ómunatíð. Úr honum fáum við svo vatn inn í hús eða allt þar til nú. Helv. brunnurinn tók nefnulega upp á því að þorna sem eftir okkar heppni hefur ekki gerst áður. Ýmislegt hefur maður á sig lagt en að vera vatnslaus er bara ekki hægt. Ekkert kalt vatn þýddi náttúrulega ekkert heitt vatn. Ekki hægt að þvo, vaska upp eða það sem mest var um vert, fara í bað eða sturta niður úr klósettinu. Ekki annað að gera en fara með glás af 2ja lítra flöskum í Melkot og fá vatn þar. Jæja, eitthvað varð að gera og þegar Ívar kom heim um kvöldið eftir að var orðið alveg vatnslaust þá reddaði hann sér ca 70-80 metrum af svörtum plaströrum, lagði þau frá brunninum og upp í læk einn sem er hér fyrir ofan. Og það er vatnið sem ég bý við í dag. Yfirborðsvatn úr sprænu sem stífluð var af eiginmanninum og rörin liggja svo á jörðinni niður að tunnunni og þaðan sitrar svo inn í hana. Við erum búin að vera hér á hálft ár, húsið er búið að standa hér í amk 50 ár, hversu lengi þessi tiltekni brunnur hefur verið í notkun þekki ég ekki en er þetta ekki alveg dæmigerð óheppni. Er farin að velta fyrir mér hvern rækallann  ég hef eiginlega verið í fyrra lífi. Á heldur betur að refsa mér fyrir það í þessu. Svo ég trúi ekki á "Secret" allavega ekki þeim hluta sem segir að maður stuðli að því sjálfur hvort gæfan eða ógæfan elti mann. Iff, piff, prump.

En nú getum við allavega farið á klósett og í sturtu. Sturtan sú arna er viss upplifun út af fyrir sig. Þetta er í raun ekki sturta heldur smá vatnsbuna sem kreistist fram úr sturtuhausnum með miklum erfiðismunum. Stundum jafnvel nær bunan varla fram úr hausnum heldur rennur niður með veggnum, næ ekki einu sinni að sprauta á vegginn við hinn endann á baðkarinu þegar ég er að þrífa. Að nota baðkerið er ekki einu sinni inni í myndinni. Ja, nema þú viljir liggja í 15 cm ryðbrúnu vatni og láta fara vel um þig. Litlu frænkur mínar tvær sem hafa verið hér hjá mér í tvígang, harðneituðu að fara ofan í þegar ég ætlaði að baða þær hér í fyrra skiptið sem þær voru. Sögðu bara OJ. Svo síðast þá náði ég að plata þessa yngri í sturtu en sú eldri sagði sko nei takk. Ég fer bara í bað þegar ég kem heim.

En þetta venst eins og allt annað og ef ég næ að vera flutt áður en byrjar að frysta þá ætla ég ekki að láta þetta pirra mig. Úff, eins gott að ég verði flutt.


mbl.is Vatnsbúskapurinn stendur vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir

Bylgja og fjölskylda ég er orðin alveg bit á þessu sveitafélagi sem þú býrð í, geta ekki reddað ykkur almennilegri íbúð á meðan þið eruð að byggja yfir ykkur aftur og hvað þá eins og ég las hjá þér eitt sinn að láta ykkur borga húsaleigu. Ég hef verið það lengi í sveitarstjórnarmálum og þekki vel til og veit hvað hefur verið gert til að aðstoða fólk.  Svei bara þessum hrepp.

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 26.6.2008 kl. 12:16

2 identicon

Veistu það Bylgja að ég er alveg yfir mig bit yfir því hvað það er vont að búa í húsinu okkar á Fellsenda.

Það þornaði líka í brunninum síðasta sumar svo þetta er ekkert í fyrsta skiptið sem það verður vatnslaust. Þetta gerist bara þegar það eru svona miklir þurrkar... alveg eins og vegurinn þornar og gróðurinn líka.

Vona að húsgögnin okkar séu ekki svona slæm líka.

Vegna þess að húsið stóð autt að þá var haft samband við okkur þegar ykkar mál kom upp því þið vilduð víst vera frekar í Hvalfjarðarsveit heldur en að fara uppá Akranes. Okkur fannst leiðinlegt af því að vita að í sama hrepp og okkar hús stóð autt var fjölskylda sem nánast var komin á götuna svo við féllumst á það að leigja húsið út með öllum þeim húsgögnum sem voru þar. Það var aldrei planið að setja þetta hús í leigu. Hvað þá að leigja vélaskemmuna út líka, það var einhvað sem átti aldrei að gerast en það var látið eftir vegna þess að þetta voruð þið sem eruð þarna.

Fyrrverandi sveitarstjóri samdi munnlega við Gunna um leiguna (sem er bæði fyrir húsið og húsgögnin) en síðan þegar sveitastjóraskiptin verða að þá var þessi leiga hvergi á pappírum og auðvitað enginn leigusamningur. En reikningur fyrir leigu var sendur hreppnum og það var aldrei einhvað sem stóð til hjá okkur að þið ættuð að borga leigu. Þessir peningar áttu að koma frá hreppnum og það var ekki eins og við þyrftum þá strax því reikningarnir voru ekki sendir út mánaðarlega.

Finnst stundum þetta "væl" hér á blogginu þínu vera komið langt út í öfgar. Það eru örugglega lausar íbúðir á Akranesi sem eru tómar og þar er hitaveita og kalt vatn sem þú þarft að borga fyrir.

Er langt frá því að vera ánægð með þessa færslu þína,

Með kveðju Eva Lind annar eiganda Fellsenda í Hvalfjarðarsveit

Eva Lind Matthíasdóttir (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 15:27

3 Smámynd: Bylgja Hafþórsdóttir

Fyrirgefðu Eva en ég er bara að tala um hlutina eins og þeir eru. Ef þér finnst það vera væl þá verður bara að hafa það. Um brunninn þá er það þá bara misskilningur frá Ívar að það hafi ekki gerst áður. Og þú veist að að öðru leyti finnst mér dásamlegt að vera hérna, nema þú lesir ekki nema einstaka blogg frá mér. En annars myndi ég bara sleppa því alveg að lesa bloggið mitt ef ég væri þú. Ekki vil ég verða til þess að pirra þig. Vatnið hér er svona núna, þú veist það vel og  það er langt síðan það fór og ef það er væl nú þá er það bara væl. Bestu kveðjur. Bylgja.

Bylgja Hafþórsdóttir, 26.6.2008 kl. 18:22

4 Smámynd: Óskar Arnórsson

Undarlegt blogg þetta hjá Eva Lind! Varstu að bjarga einhverjum úr lífsháska og viðkomandi er ekki þakklátur Eva Lind?

Það er ótrúlegt afrek út af fyrir sig að flytja úr grautmygluðu húsi og sætta sig við hús sem er all í lamasessi í framhaldinu.

"Það þornaði líka í brunninum síðasta sumar svo þetta er ekkert í fyrsta skiptið sem það verður vatnslaust. Þetta gerist BARA!, þegar það eru svona miklir þurrkar... alveg eins og vegurinn þornar og gróðurinn líka."  Þetta heitir að bjóða fólki úr öskunni í eldinn Eva mín og ég vona að þú skiljir það. Er orðið eitthvað merkilegt að búa í húsi sem er í lagi? Gott að þau urðu ekki fatalaus. Þú hefðir alveg getað boðið þeim gömlu leppana þína. Bara svo þú skiljir þetta alveg fröken Eva, þá er ég langt frá því að vera ánægður með færsluna þína! Hún er bæði lýsing á þér og þínum hugsunarhætti, fyrir utan að vera gróf persónuárás. Vona að þú vitir hvers vegna húsið stóð tómt?

"Vona að húsgögnin okkar séu ekki svona slæm líka." Húsgögn sem skilin eru eftir í húsi er ekki góð lýsing. 

Haltu bara áfram að "væla" yfir húsinu og vatnsleysinu sem Ívar segir að aldrei hafi alltaf verið, og nú Eva sem segir að það sé svipað ástatt fyrir brunninum og veginum. Vatnið kemur og fer segir hún sjálf. 

Líklegast verður þú Bylgja mín, að þola það að fólk kemur stundum sem hjálpsamir englar og meinar ekkert með því!

Trúðu mér Bylgja, það er ekki í fyrsta skipti sem ég hitti svoleiðis fólk. Það eru til hús sem eru mygluð og svo er til fólk sem er myglað ...   

Óskar Arnórsson, 28.6.2008 kl. 02:20

5 Smámynd: Bylgja Hafþórsdóttir

held hún hafi bara verið eitthvað illa upplögð. Ég hélt hún vissi hvað mér finnst yndislegt að vera hér að öllu öðru leyti. Ekki langt síðan ég sagði hér á blogginu mínu að ég gæti alveg hugsað mér að búa bara hér áfram. Er fjarri því að vera einhver tískufrík sem þarf að hafa allt það nýjasta og flottasta. Hún líka bara þekkir mig ekki og misskildi færsluna gersamlega. Ég tek flestu á léttu nótunum og líka vatnsleysinu. Erum oft búin að hlæja að þessu, hvað þetta er dæmigert. Erum bara seinheppin famillía, það verður að segjast. Mun flottari húsgögn hér en ég átti og yfirmáta kósý eins og ég var búin að segja henni. Höfum ekki verið að kvarta við þau og redduðum þessu bara eins og öðru með flottu pípulögninni hans Ívars míns, he he.

Bylgja Hafþórsdóttir, 28.6.2008 kl. 09:41

6 Smámynd: Óskar Arnórsson

hehe..

Óskar Arnórsson, 28.6.2008 kl. 11:33

7 identicon

Óskar voðalega þarftu að snúa útúr því sem ég segi... enda kannski ekki nema von þar sem þú getur ekki fallbeygt nafnið mitt...

Við bjuggum einfaldlega það vel að eiga hús í Hvalfjarðarsveit sem að við fluttum úr vegna þess að við áttum von á barni, ég (borgarbarnið) gat ekki hugsað mér að vera "úr alfaraleið" ein með ungabarn þar sem að maðurinn minn vill vinna helst 25 tíma af 24 tímum sólarhringsins. Þar sem að við áttum bæði húsgögn voru sum húsgögn tekin af Fellsendanum og önnur skilin eftir enda stóð til að nota húsið sem "sæluhús" í sveitinni.

En Bylgja ef þetta var skrifað á léttu nótunum að þá hef ég bara misskilið þessa færslu þína því það er ekki vottur um broskall eða neitt í allri færslunni svo lesandi sem ekkert veit veit kannski ekki mikið um það hvernig skapi bloggari er í þá og þá stundina...

Einnig setti ég væl inní gæsalappir vegna þess að ég vissi ekki hvort þetta væri væl, kvart eða annað.

Annars pirraði þetta mig ekki neit ég varð bara sár yfir því hversu "slæmt" það væri að búa í sveitinni minni... þar að segja þar sem ég las færsluna eins og hún hafi verið skrifuð í fúlustu alvöru...

Finnst samt Óskar aðeins vera að fara með puttana í einhvað sem hann veit lítið um

"Það er ótrúlegt afrek út af fyrir sig að flytja úr grautmygluðu húsi og sætta sig við hús sem er all í lamasessi í framhaldinu.

"Það þornaði líka í brunninum síðasta sumar svo þetta er ekkert í fyrsta skiptið sem það verður vatnslaust. Þetta gerist BARA!, þegar það eru svona miklir þurrkar... alveg eins og vegurinn þornar og gróðurinn líka." Þetta heitir að bjóða fólki úr öskunni í eldinn Eva mín og ég vona að þú skiljir það. Er orðið eitthvað merkilegt að búa í húsi sem er í lagi? Gott að þau urðu ekki fatalaus. Þú hefðir alveg getað boðið þeim gömlu leppana þína. Bara svo þú skiljir þetta alveg fröken Eva, þá er ég langt frá því að vera ánægður með færsluna þína! Hún er bæði lýsing á þér og þínum hugsunarhætti, fyrir utan að vera gróf persónuárás. Vona að þú vitir hvers vegna húsið stóð tómt? "

Sé ekki alveg hvar þessi persónuárás átti sér stað.

Átt þú einhvað með það að vera ánægður eða óánægður með færsluna mína? áttu einhvern hlut að máli?

Og að bjóða fólki úr öskunni í eldinn... ég man ekki nákvæmlega hvað við vorum lengi að kippa okkar persónulegum munum út úr húsinu eftir að Ívar og Bylgja komu að skoða húsið en ég man allavega það mikið að tengdamóðir mín gerði það fyrir okkur vegna þess að ég var með ungabarn og maðurinn minn var á leið erlendis.

En mig minnir að það hafi ekki verið meira en 3-4 dagar, En við afhentum húsið eins fljótt og þau vildu fá það.

Og þú vonar að ég viti af hverju húsið stóð tómt, þá giska ég á að þú sért að tala um Fellsendann, Já ég veit það því það vill svo heppilega til að ég bjó þar áður en Bylgja og hennar fjölskylda flutti inn.

"Haltu bara áfram að "væla" yfir húsinu og vatnsleysinu sem Ívar segir að aldrei hafi alltaf verið, og nú Eva sem segir að það sé svipað ástatt fyrir brunninum og veginum. Vatnið kemur og fer segir hún sjálf"

Það hefur verið vandamál með rykið frá veginum sem liggur að Fellsenda í mörg ár hversu þurr hann er og það var síður en svo leyndarmál. Vegagerðin er ekki voðalega samvinnuþýð þegar það er búið að hringja í þá á hverjum degi í guð má vita hvað langann tíma.... Enda vissu Bylgja og Ívar að því líkt og litlum krafti á vatninu í sturtunni... En það segir sig nú bara sjálft að ef þú ert með vatnsból og það rignir ekkert þá verður lítið um vatn á endanum :)

"Líklegast verður þú Bylgja mín, að þola það að fólk kemur stundum sem hjálpsamir englar og meinar ekkert með því!"

Já við erum greinilega ekkert voðalega gott fólk við Gunni að vera tilbúin að tæma húsið (nema það sem þau vildu hafa hjá sér þar á meðal pottablóm til dæmis) eins fljótt og þau vildu.

Ég er bara ekki tilbúin Óskar á þessum tíma að fá hitaveitu heim að húsinu því það vaða ekki allir í seðlum í dag. Einhvern daginn mun koma kraftur á vatnið í sturtunni og það er hægt að fara í heitt bað án þess að vatnið út kútnum klárist. Það er bara kannski svolítill tími í að það verði.

En það gerist nú kannski á svipuðum tíma og tjörnin verður löguð, göngustígurinn í "skógræktina" lagaður, brú sett yfir lækinn og svo mætti lengi telja.

En Bylgja það er samt flott hjá ykkur að þið hafið getað reddað algjöru vatnsleysi, spurning um að maður renni við einhvertíman þegar maður er á ferðinni og skoði hvernig þetta lítur út þarna.

En þetta er orðið allt of löng ATHUGASEMD hjá mér (athugasemd með stórum stöfum svo Óskar haldi ekki að það sé ég sem er að blogga á þessari síðu...

Kveðja Eva Lind

Eva Lind Matthíasdóttir (IP-tala skráð) 28.6.2008 kl. 17:18

8 Smámynd: Óskar Arnórsson

..þetta var löööng færsla!..hehe.

Óskar Arnórsson, 28.6.2008 kl. 20:09

9 identicon

Nei ekki færsla heldur Athugasemd!

Færsla = blogg

Athugasemd = Komment

Bylgja skrifar færslu og við skrifum athugasemdir :)

Eva Lind Matthíasdóttir (IP-tala skráð) 28.6.2008 kl. 22:20

10 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ok ok! samt gaman að blogga, er það ekki? Það var ekkert sniðugt af mér að blanda mér í þessar umræður Eva Lind! Held eiginlega að hvorugt hefði átt að gera það með þessum hætti. Rétt hjá þér, komment! Færla er eiginlega alltaf rangt. Færslur eiga sér stað í bókhaldi. Svo eru til dagbókarfærslur. Enn þú kommenteraðir Bylgju og ég kommentarði þig. Svo kommentar þú til baka til mín.

Mér fannst þú bara að vera hnýta í Bylgju um of. það var allt. Þú ert ábyggilega ágæt Eva Lind! Ég á ekkert með að svara þér svona. Gerði það bara samt!..sorry

Óskar Arnórsson, 29.6.2008 kl. 00:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bylgja Hafþórsdóttir

Höfundur

Bylgja Hafþórsdóttir
Bylgja Hafþórsdóttir

Er bara ég sjálf. Eineggja tvíburi og stolt af því. Á einnig 5 yndislega yngri bræður.

Nýjustu myndir

  • thorri
  • thootab2
  • thorrab
  • onnur
  • egoghronn
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Bækur

Bókalisti

Er alæta á bækur nema ástarsögur

  • David Eddings: Belgariad- Sería--Malloreon-Sería--The Elenium
    Er búin að lesa þessar þrjár seríur eftir hann og fannst þær allar skemmtilegar. Svo eru líka til stakar bækur um tvær af aðalhetjunum. Belgarath galdrakarl og Polgöru galdrakvendi.
    ****
  • Tobias S.Buckell: Crystal Rain
    Hrikalega skemmtileg spacefantasía, var smástund að átta mig á að hún gerist á annarri plánetu þar sem heiminum er svo snilldarlega lýst að hann hljómar ofur eðlilega.
    ****
  • James Rollins: M.a. Map of Bones-Black Order-Judas Strain og Sandstorn
    Hef virkilega gaman af bókunum hans um Sigma Force gengið, þar sem viðfangsefnið er ætíð eitthvað á trúarlegum eða sögulegum nótum. Rosa spennandi.
  • Anthony Horowitz: Ravens Gate-Evil Star-Night Rise
    Frábær sería sem ég gat ekki slitið mig frá. 1.bókin var þýdd á íslensku nú fyrir jólin og heitir Gátt hrafnsins.
    *****
  • Michael Baigent-Richard Leigh-Henry Lincoln: Holy Blood-Holy Grail
    Elska svona bækur
    *****
  • Angie Sage: Magyk og Flyte
    Frábærar bækur um galdrastrákinn Septimus Heap. Held að þriðja bókin komi út í sumar
    ****
  • Robert Jordan: Wheel of Time
    Heljarlöng sería, alla vega komnar 12 bækur, ekki búin að lesa þær allar, kaupi þær í slumpum.
    ****
  • Sam Bourne: The Righteous Men
    Önnur söguleg skáldsaga um eitthvað trúarlegt. Spennandi bók.
    ****
  • Dan Burstein og Arne De Keijzer: The secrets of Maria Magdalena
    Ótrúlega fróðleg bók. Les allt sem ég kemst yfir um Maríu Magdalenu.
    *****
  • Scott Lynch: The Lies of Locke Lamora
    Frábærar bækur um meistarþjófinn Locke og kumpána hans. Bók nr. 2 heitir Red Seas under Red Skies.
  • Naomi Novik: His Majestys Dragon
    Sería um drekann Temeraire. Búin að lesa nr 2 og 3 einnig, er að bíða eftir að nr. 4 komi í kilju.
    *****
  • Roderick Gordon & Brian Williams: TUNNELS
    Einnig bók um heim sem ekki er til.
    ****
  • Steve Berry: The Templar Legacy
    Les mikið af svona bókum, skáldsögur sem eiga sér stað í sögulegum raunveruleika.
    ****
  • China Miewille: UNLUNDON
    Frábær um aðra London í samsíða vídd við hina.
    ****
  • Neil Gaiman: Neverwhere
    Allir að lesa þessa bók.
    *****
  • Neil Gaiman: Stardust
    Hafði lesið bókina áður en myndin kom. Elska bækurnar hans.
    ****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband