Bylgjumolar 2!!!

Jamm hversu djúpt var ég nú komin í molakarinu mínu. Við ólumst sem sagt upp í sátt og samlyndi og oft var barnmargt á Suðurgötu 80 en þar áttum heima stærstan hluta æskuáranna.

Ég man bara örstutt brot frá því aö bjuggum í pínulitlu íbúðinni á neðri hæðinni að Túngötu 43. Einhverju skemmtilegu eins og dótakassanum sem pabbi smíðaði og var hafður niðrí geymslu þar sem við fengum að leika okkar því ekki var pláss annars staðar. Þarna í Túngötunni undum við sæl og glöð þar til við krakkarnir vorum orðin fjögur, hvernig mömmu og pabba tókst að koma okkur fjórum og sér fyrir í einu herbergi. Sé það ekki fyrir mér. Þarna var ekkert baðherbergi, bara klósett í smá skáp. Eldhúsið sýnishorn og seinna meir löngu eftir að við erum farin var sett upp sturta inni í svefnherberginu. Þessi íbúð á alltaf stórt pláss í hjarta mínu því að við tengdumst henni aftur síðar, þegar tvíburasystir mín hóf þar sinn fyrsta búskap og enn síðar eignaðist kær vinkona mín hana og gerði hana yfirmáta huggulega.

En aftur að Suðurgötunni, ég hef verið fimm ára þegar við fluttum í suðurbæinn. Einhvernveginn hafði byggst þannig við þennan syðsta enda bæjarins að það voru ekki mörg hús. Einungis eitt hús stóð neðan götu, Suðurgata 91, sem var stórt og mikið 3ja íbúða hús. Á efstu hæðinni bjuggu þá Benni kennari og hans fjölskylda, krakkarnir þeirra voru all mikið eldri en við og við þekktum þau harla lítið nema þá Sigga sem enn býr í íbúðinni eftir því sem ég best veit. Á miðhæðinni voru Hlöðver skólastjóri og kona hans Katrín skólahjúkrunarkona. Þeirra börn voru uppkomin en barnabörnin dvöldu oft hjá þeim á sumrin og af þeim man ég einungis eftir Gísla og Katrínu. Við lékum mikið við þau og það sem var svo spennandi var að þegar ég man fyrst eftir þeim, þá kunni Gísli að tala sænsku og Katrín dönsku. Ekkert smá spennandi. Á neðstu hæðinni bjuggu svo Klara og Gunni með dóttur sína Bjarkey og þar fæddust svo Helga og Ásgeir. Man svo vel hvað mér fannst skrítið fyrst að Bjarkey ætti engin systkini, vorkenndi henna alveg svakalega að þurfa að sofa ein, he he.

Norðan við okkur stóðu svo Suðurgata 76 og 78 glæsileg hús jsem bæði skemmdust í snjóflóði 1973 að ég held, Stofuveggurinn fór alveg úr á 76 og ég man enn eftir olíutankanum sem barst með flóðinu gegnum húsið og niðrá lóðina. 78 fór ekki eins illa en eftir þetta var bannað að búa í húsunum allt þar til varnargarðurinn var gerður og nú hafa þau bæði verið endurgerð og eru með flottustu húsum bæjarins. Ég man eftir nokkrum fjölskyldum í þeim húsum aðallega krökkunum samt. Þarna voru Nína og Þórir með sín börn. Ég man eftir Sigga Bödda og Braga, minnir að pabbi þeirra hafi heitið Reynir. Minnir að þau hafi búið í 76. Síðast bjuggu i 78 Halli í sparisjóðnum ásamt Helgu, konu sinni og tveim börnum , þeim Ingvari og Brynju sem voru a svipuðu reki og ég. Þau fluttu ekki í burtu og Brynja var bekkjarsystir mín svo minningin um þau er einna skýrust. Sigþór kennari og kona hans Ester voru síðustu íbúar 76, ásamt Ásthildi dóttur sinni sem einnig er jafngömul og ég og Halldóri sem var eitthvað yngri. Einungis eitt hús stóð sunnar en okkar og það var Suðurgata 82. Þar bjuggu fyrst Raggi skipstjóri og Matta Rósa og börnin þeirra tvö þau Óli og Didda. Við systkinin mynduðum sterk tengsl við þau og þegar þau síðar fluttu niðrí bæ, í Blönddalshúsið, þá vorum við orðin það stór að við fórum þangað til að leika við þau. Ómar Möller og Magna koma svo með barnahópinn sinn og búa þar enn þann dag í dag. Hrönn, Óttar, Elva, Freyr(látinn)og Eygló. Þessir krakkar sitja hvað fastast í minninu úr þessum húsum í kringum mig. Mamma og Magna voru miklar vinkonur og samgangurinn á milli mikill á báða vegu. Hvílíkur hópur 11 börn kannski komin saman og endalaust gat Suðurgatan tekið við.

Næsta færsla verður um vinkonurnar he he.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Bylgja, gaman er að lesa Bylgju molana þína.  Ég man eftir því að annað snjóflóðahúsið var notað á sumrin fyrir fótboltaþjálfarann eða leikmenn. Það var nú ansi oft kátt í koti heima hjá mömmu þinni og pabba, þú mátt nú ekki gleyma öllum kisunum sem fengu húsaskjól hjá ykkur  

Helga (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bylgja Hafþórsdóttir

Höfundur

Bylgja Hafþórsdóttir
Bylgja Hafþórsdóttir

Er bara ég sjálf. Eineggja tvíburi og stolt af því. Á einnig 5 yndislega yngri bræður.

Nýjustu myndir

  • thorri
  • thootab2
  • thorrab
  • onnur
  • egoghronn
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Bækur

Bókalisti

Er alæta á bækur nema ástarsögur

  • David Eddings: Belgariad- Sería--Malloreon-Sería--The Elenium
    Er búin að lesa þessar þrjár seríur eftir hann og fannst þær allar skemmtilegar. Svo eru líka til stakar bækur um tvær af aðalhetjunum. Belgarath galdrakarl og Polgöru galdrakvendi.
    ****
  • Tobias S.Buckell: Crystal Rain
    Hrikalega skemmtileg spacefantasía, var smástund að átta mig á að hún gerist á annarri plánetu þar sem heiminum er svo snilldarlega lýst að hann hljómar ofur eðlilega.
    ****
  • James Rollins: M.a. Map of Bones-Black Order-Judas Strain og Sandstorn
    Hef virkilega gaman af bókunum hans um Sigma Force gengið, þar sem viðfangsefnið er ætíð eitthvað á trúarlegum eða sögulegum nótum. Rosa spennandi.
  • Anthony Horowitz: Ravens Gate-Evil Star-Night Rise
    Frábær sería sem ég gat ekki slitið mig frá. 1.bókin var þýdd á íslensku nú fyrir jólin og heitir Gátt hrafnsins.
    *****
  • Michael Baigent-Richard Leigh-Henry Lincoln: Holy Blood-Holy Grail
    Elska svona bækur
    *****
  • Angie Sage: Magyk og Flyte
    Frábærar bækur um galdrastrákinn Septimus Heap. Held að þriðja bókin komi út í sumar
    ****
  • Robert Jordan: Wheel of Time
    Heljarlöng sería, alla vega komnar 12 bækur, ekki búin að lesa þær allar, kaupi þær í slumpum.
    ****
  • Sam Bourne: The Righteous Men
    Önnur söguleg skáldsaga um eitthvað trúarlegt. Spennandi bók.
    ****
  • Dan Burstein og Arne De Keijzer: The secrets of Maria Magdalena
    Ótrúlega fróðleg bók. Les allt sem ég kemst yfir um Maríu Magdalenu.
    *****
  • Scott Lynch: The Lies of Locke Lamora
    Frábærar bækur um meistarþjófinn Locke og kumpána hans. Bók nr. 2 heitir Red Seas under Red Skies.
  • Naomi Novik: His Majestys Dragon
    Sería um drekann Temeraire. Búin að lesa nr 2 og 3 einnig, er að bíða eftir að nr. 4 komi í kilju.
    *****
  • Roderick Gordon & Brian Williams: TUNNELS
    Einnig bók um heim sem ekki er til.
    ****
  • Steve Berry: The Templar Legacy
    Les mikið af svona bókum, skáldsögur sem eiga sér stað í sögulegum raunveruleika.
    ****
  • China Miewille: UNLUNDON
    Frábær um aðra London í samsíða vídd við hina.
    ****
  • Neil Gaiman: Neverwhere
    Allir að lesa þessa bók.
    *****
  • Neil Gaiman: Stardust
    Hafði lesið bókina áður en myndin kom. Elska bækurnar hans.
    ****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband