Tímabært að mínu mati!!!

Síðastliðin ár hef ég haft mikinn áhuga á Maríu Magdalenu og fagnað hinni verðskulduðu athygli sem hún er loks að fá. Ég hef lesið þó nokkuð af bókum um hana eða þar sem fjallað er um hana á einhvern hátt. M.a. er ein bók sem höfundurinn, sem er prófessor, sá sig tilneydda til að gefa út sem skáldsögu, af ótta við KIRKJUNA en er samt byggð á 18 ára rannsóknarvinnu hennar og fjölda annarra. Séra Þórhallur Heimisson gaf nýverið út bók um þessa mest umdeildu persónu í lífi Jesú fyrr og síðar og hlakka ég mikið til að lesa hana. Holy Blood, Holy Grail er líka mjög áhugaverð bók og margt sem gaman væri að skoða nánar sem fram kemur í þeirri bók. Bókin Secrets of Mary Magdalena var einnig frábær lesning og skora ég á þá sem áhuga hafa á sögu þessarar merku konu að athuga með hana í Eymundsson. Höfundar hennar, Dan Burstein og Arne de Keijzer velta upp mörgum af þeim spurningum sem vaknað hafa síðastliðin ár varðandi Maríu og hennar raunverulegu tengsl við Jesú. Kirkjan gerði hana að hóru því það hentaði ekki karlrembuhætti þessa tíma að auvirðileg kona hafui gegnt svona mikilvægu hlutverki í lífi þessa manns sem þeir ákváðu að gera ódauðlegan. Þeir skoða það m.a. hvort María hafi sjálf skrifað "Guðspjall" og verið sú sem Jesú vildi að tæki við af sér. Allir þekkja nú orðið Dauðahafsskjölin og það sem sagt er þar um að Jesú hafi metið hana mest lærisveina sinna og oft kysst hana á ......

Það að María hafi flúið til Frakklands og verið barnshafandi kemur ekki bara fram í Da Vinci Code, heldur mörgum öðrum bókum er sú fullyrðing sem mig langar mikið mikið til að skoða  nánar ásamt mörgu fleiru og kannski eyði ég elli árunum í það. W00t

 En bókina hans Þórhalls verð ég að eignast og gef hana bara sjálfri mér, af því ég er svo æðisleg, Joyful, ef hún ratar ekki undir jólatréð í ár.


mbl.is María Magdalena veldur áhyggjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Góðan og blessaðan dag!

Vildi bara segja við ofangreint að ekki allir fræðimenn eru sammála um hlutverk Maríu Magdalenu innan kristindómsins. Það hafa alltaf verið tveir pólar innan guðfræðinnar. Það eru annarsvegar þeir sem vilja trúa á réttmæti Nag Hammadí handritanna sem sann kristinna skjala. Síðan eru það hinir sem trúa frekar kirkjufeðrunum er rituðu gegn kenningum gnosta og annarra, er þeir töldu ekki boða rétta kristna kenningu. Kirkjufeðurnir rituðu gegn röngum kenningum allt frá 150/200 e.kr. En til viðmiðunnar var kristni ekki að ríkistrú fyrr en c.a. 311 með Konstantín. 

Postularnir stofnuðu margar kirkjur í kring um Miðjarðarhafið og fólu mönnum sem þeir treystu umsjá þeirra. Það urðu að vera menn sem þeir treystu fyrir réttri boðun og hreinni kenningu fagnaðarerindisins. Síðan fólu þessir menn vald sitt öðrum arftökum og svo koll af kolli. Þessir safnaðar hirðar hittust á kirkjuþingum frá upphafi til þess að ræða um hvað teldist rétt kenning, ef upp komu vafasamar og framandi kenningar frá nýjum hreyfingum sem vildu kenna sig við kristni. Allt frá tíma Justins píslarvotts um 150 e.k. var verið að svara ýmsum nýjum birtingarmyndum og túlkunum á fagnaðarerindinu, sem þeir sögðu að samræmdist ekki réttri boðun postulanna. ýmsir menn sem heilluðust af fagnaðarerindinu tóku að blönda allskonar mystík inn í boðun sína. Úr urðu nokkrar gerðir af hrærigrautum af kenningum með kristnu ívafi. 

Þetta gerist hinsvegar allt á tímum sem voru mis mikið lituð af ofsóknum á kristni þar sem þeir voru minnihluta hópur innan Rómaveldis. Engin kirkjupólitík var komin á þessum tíma eins og Da Vinci code bókin kennir. 

Þegar skoðuð eru rit kirkjufeðranna og það sem þeir skrifa um kenningar hinna ýmsu gnostísku hreyfinga, þá kemur í ljós að ýmislegt í Nag Hammadí handritunum stemmir við þær lýsingar sem kirkjufeðurnir gefa á gnostunum.  Það að Nag Hammadí handritin skuli vera safn rita sem hafi að geima svona mikið af gnostískum kenningum, fær mig til að tortryggja trúverðugleika þeirra í heildina verulega. Ég hef líka lesið eitthvað um það hvernig gnostarnir störfuðu og finnst það ekki ólíkt þeim að vilja upphefja Maríu Magdalenu sem einhverja lykil persónu er hefði að geyma leyndarmál. Allt sem gnostarnir boðuðu fól í sér leyndarmál og leyndardóma fyrir aðeins fáa útvalda, en þetta benda kirkjufeðurnir á eins og Tertúllian c.a. 200, að fagnaðarerindið á að vera fyrir alla og engin leyndarmál fyrir fáa útvalda.

Þetta er kannski ruglingsleg frásögn hjá mér og mikið af upplýsingum í saman þjöppuðum. Ég vil því benda á grein mína um Tómasarguðspjall ef þú hefur áhuga á að skoða þetta nánar og eins þær bækur sem ég vísa til í lok þeirrar greinar:

http://baenamaer.blog.is/blog/baenamaer/entry/557718/

Eftir að hafa setið í guðfræðideildinni í tæp 2 ár hef ég fengið að kynnast tveimur hliðum á málinu. Ekki bara vinsælu kenningunni sem kynnt var (reyndar með nokkrum staðreyndarvillum) í Da Vinci Code. Því miður fer hin hliðin ekki jafn hátt og sú vinsæla. Umfjöllunin hefur því verið nokkuð einhliða utan guðfræðinnar.

Ég hef líka lært það að flestir fræðimenn eru á því máli að taka beri mark á kirkjufeðrunum og ritum þeirra, fremur en að gleypa hráu því sem fannst við fornleifauppgröft 1945c.a. og talið er vera ritað á tímanum milli 200- 400 e.k. Rit kirkjufeðranna eru mörg hver eldri og eins eru rit Biblíunnar talin rituð á fyrstu öld e.k.

Ég vil benda á eina góða bók eftir Eusebius kirkjusagnfræðing. hann ritar rétt upp úr 300 e.k. sögu kristninnar. Hann vitnar í rit annarra kirkjusagnfræðinga eins og Hegesippusar sem ritar miklu fyrr (hvort það var c.a. 200 e.k.) og annarra kirkjufeðra, til vitnis um t.t. atburði. Hann reynir greinilega að gera öllu rétt skil. Hinsvegar hafa mörg kristin rit glatast í ofsóknum í gegnum tíðina og þar á meðal rit Hegesippusar. Þau finnast bara í brotum í tilvísunum kirkusagnfræðinga og kirkjufeðranna í rit hans. En það að fleiri en einn vísar til hans sem kirkjusagnfræðings er sönnun fyrir því að rit hans voru vissulega til. 

Vona að þú skiljir hversu víður heimur þetta er. Ég hvet þig bara til að kynna þér máliið frá öllum hliðum. Oft er það sem verður vinsælt ekki endilega það eina rétta.  

 Með kærri jólakveðju, 

Bryndís.  

Bryndís Böðvarsdóttir, 24.12.2008 kl. 10:34

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

Hvaða máli skiptir hvort Jésú var ástfanginn, átti kærustu eða eiginkonu? Biblían er engin heimild fyrir einu eða neinu í mínum augum. Ekki sem fræðirit alla vega. Enda fullt af bókum sem eru betri heimildir. 

Það er verið að rífast um "hinn eina rétta sannleika" í mörgum trúarbrögðum. Um alla jörðina! Ég hef lesið glefsur úr allskonar trúarbrögðum. Ekkert höfðar til mín nema Jésú, sem ég efast ekki um að var mikill spá- og kraftaverkamaður.

Ég blanda Búddisma og kristni saman og það er mín trú. Fín blanda. Er bara mín einkatrú og kemur engum við nema mér...  

Óskar Arnórsson, 25.12.2008 kl. 07:24

3 Smámynd: Bylgja Hafþórsdóttir

Ég get heldur ekki  sagt að ég sé trúuð í eiginlegri merkingu þess orðs. Ég les þetta einvörðungu mér til skemmtunar, finnst þetta bara ótrúlega skemmtilegt og gaman að pæla í svona ekki of ígrundað. Les skáldskapinn og annað til jafns og hef jafn gaman að báðum. Trúi því samt að þau hafi bæði verið til og hafi verið manneskjur eins og ég og þú með kosti og galla og finnst gaman að skoða þau sem ástfangna einstaklinga. Er núna að lesa Verði sáttmálans eftir Tom Egeland, namm, hún er æði.

Bylgja Hafþórsdóttir, 26.12.2008 kl. 13:00

4 Smámynd: Óskar Arnórsson

Eiginlega er Tómasarguðspallið stórmekilegt og það eina sem höfðar til mín kristni...

Það hlýtur að vera einhver kraftur í trúnni. Annars væri hún ekki svona hitamál. Það er nýbúin að vera færsla hjá Erlingi og ég er bara of mikill klaufi á tölvur til að hafa lært að "linka við" enn sú færsla var um rannsókn á blóði Krists.

Það er ótrúlegt myndskeið það sem þessarri rannsóknarmenn segja frá. Þeir menn og sérfræðingar sem unnu að þessarri rannsókn, varð svo mikið um niðurstöðurnar að þeir urðu allir trúaðir rannsóknarstofunni. 

Þeir höfðu aldrei séð dautt blóð lifna við áður og á ekki að vera hægt, og það vantaði öll föðurkrómosóm nema eitt.... m.a...Ég les svona rannsóknir með miklum áhuga. 

Óskar Arnórsson, 27.12.2008 kl. 03:43

5 identicon

Takk fyrir ábendingna Óskar, þetta má ég til með að kíkja á. Elska svona. Hlýt að finna þetta.

Love Bylgja

bylgjahaf (IP-tala skráð) 28.12.2008 kl. 11:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bylgja Hafþórsdóttir

Höfundur

Bylgja Hafþórsdóttir
Bylgja Hafþórsdóttir

Er bara ég sjálf. Eineggja tvíburi og stolt af því. Á einnig 5 yndislega yngri bræður.

Nýjustu myndir

  • thorri
  • thootab2
  • thorrab
  • onnur
  • egoghronn
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Bækur

Bókalisti

Er alæta á bækur nema ástarsögur

  • David Eddings: Belgariad- Sería--Malloreon-Sería--The Elenium
    Er búin að lesa þessar þrjár seríur eftir hann og fannst þær allar skemmtilegar. Svo eru líka til stakar bækur um tvær af aðalhetjunum. Belgarath galdrakarl og Polgöru galdrakvendi.
    ****
  • Tobias S.Buckell: Crystal Rain
    Hrikalega skemmtileg spacefantasía, var smástund að átta mig á að hún gerist á annarri plánetu þar sem heiminum er svo snilldarlega lýst að hann hljómar ofur eðlilega.
    ****
  • James Rollins: M.a. Map of Bones-Black Order-Judas Strain og Sandstorn
    Hef virkilega gaman af bókunum hans um Sigma Force gengið, þar sem viðfangsefnið er ætíð eitthvað á trúarlegum eða sögulegum nótum. Rosa spennandi.
  • Anthony Horowitz: Ravens Gate-Evil Star-Night Rise
    Frábær sería sem ég gat ekki slitið mig frá. 1.bókin var þýdd á íslensku nú fyrir jólin og heitir Gátt hrafnsins.
    *****
  • Michael Baigent-Richard Leigh-Henry Lincoln: Holy Blood-Holy Grail
    Elska svona bækur
    *****
  • Angie Sage: Magyk og Flyte
    Frábærar bækur um galdrastrákinn Septimus Heap. Held að þriðja bókin komi út í sumar
    ****
  • Robert Jordan: Wheel of Time
    Heljarlöng sería, alla vega komnar 12 bækur, ekki búin að lesa þær allar, kaupi þær í slumpum.
    ****
  • Sam Bourne: The Righteous Men
    Önnur söguleg skáldsaga um eitthvað trúarlegt. Spennandi bók.
    ****
  • Dan Burstein og Arne De Keijzer: The secrets of Maria Magdalena
    Ótrúlega fróðleg bók. Les allt sem ég kemst yfir um Maríu Magdalenu.
    *****
  • Scott Lynch: The Lies of Locke Lamora
    Frábærar bækur um meistarþjófinn Locke og kumpána hans. Bók nr. 2 heitir Red Seas under Red Skies.
  • Naomi Novik: His Majestys Dragon
    Sería um drekann Temeraire. Búin að lesa nr 2 og 3 einnig, er að bíða eftir að nr. 4 komi í kilju.
    *****
  • Roderick Gordon & Brian Williams: TUNNELS
    Einnig bók um heim sem ekki er til.
    ****
  • Steve Berry: The Templar Legacy
    Les mikið af svona bókum, skáldsögur sem eiga sér stað í sögulegum raunveruleika.
    ****
  • China Miewille: UNLUNDON
    Frábær um aðra London í samsíða vídd við hina.
    ****
  • Neil Gaiman: Neverwhere
    Allir að lesa þessa bók.
    *****
  • Neil Gaiman: Stardust
    Hafði lesið bókina áður en myndin kom. Elska bækurnar hans.
    ****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 145504

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband