ÓSKALISTINN MINN-TIL RÁÐSVEINA ÍSLANDS

Ég er ekki þekkt fyrir að vera mikið inni í pólitík en stundum finnst manni  bara að það sé hreinlega ekki hægt að þegja. Og nú get ég ekki orða bundist. Ég er þeirrar skoðunar að það hefði hrikalegar afleiðingar að kjósa núna. Að það sé ekki landinu okkar og okkur íbúum þess fyrir bestu. Aftur á móti finnst mér löngu tímabært að ríkisstjórnarflokkarnir hristi nú af sér sjálfbirgingsháttinn og taki til í sínum ranni. Að þeir fari að fatta að íbúar þessa lands eru ekki lengur í sinnuleysi með Lappa sínum úti á túni að slá með orfi og ljá og þurfi svo að koma og kyssa skó yfirvaldsins almáttugs þegar þá vantar eitthvað.

Geir og Ingibjörg verða bara að fara að setja heilsu sína fram fyrir framann og eftirláta stjórn þessa stærsta fyrirtækis landsins í hendur þeirra sem geta sinnt þessum mikilvægu störfum á fullum starfskröftum. Það er styrkleikamerki að viðurkenna vanmátt sinn ekki aumingjaskapur. Einbeitið ykkur að því að ná heilsu, til að þjóðin geti áfram notið krafta ykkar. Þið eruð í vinnu hjá okkur og við viljum hafa starfsfólkið okkar fullfrískt.

Nú verðið þið að láta af þessari frestunaráráttu og hrókera all svakalega í ríkisstjórninni og tefla fram ykkar hæfasta fólki á hverju sviði. Koma þeim frá sem enn eru fastir í vina- og slektis pólítík og afleggja þessar afgömlu úrsér gengnu hefðir sem virðast gilda um skipanir í æðstu embætti landsins. Aldrei framar eftirlaunaráðherra í seðlabankastólinn væri t.am. góð byrjun.

Óskalistinn minn er takmörkunum háður að því leytinu að hann er bundinn við fólkið í ríkisstjórnarflokkunum.  Fólk sem, að mínu mati, hefur hæfileika, tilskilda menntun og/eða reynslu til að gegna þessum störfum sem best.

ÓSKALISTINN:

FORSÆTISRÁÐHERRA: ÞORGERÐUR KATRÍN

UTANRÍKISRÁÐHERRA: (INGIBJÖRG SÓLRÚN)

VIÐSKIPTARÁÐHERRA: ÁRNI PÁLL ÁRNASON

FJÁRMÁLARÁÐHERRA: GUÐFINNA S. BJARNADÓTTIR

FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA: JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR

SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA: KRISTJÁN Þ.JÚLÍUSSON

SAMGÖNGURÁÐHERRA: KRISTJÁN L.MÖLLER

MENNTAMÁLARÁÐHERRA: RAGNHEIÐUR RÍKHARÐSDÓTTIR

HEILBRIGÐISRÁÐHERRA: BJARNI BEN

IÐNAÐARRÁÐHERRA: KATRÍN SIF JÚLÍUSDÓTTIR

UMHVERFISRÁÐHERRA: SORRY FANN ENGANN INNAN FLOKKANNA  SEM MÉR FANNST Í ALV. HÆFUR

DÓMSMÁLARÁÐHERRA: SORRY FANN ENGAN INNAN FLOKKANNA SEM MÉR FANNST Í ALV.HÆFUR

 

Skrifað í morgunsárið við eldhúsborðið í yndislegu húsi norður á Siglufirði.

 

 


mbl.is Styðja ákvörðun Björgvins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bylgja Hafþórsdóttir

Höfundur

Bylgja Hafþórsdóttir
Bylgja Hafþórsdóttir

Er bara ég sjálf. Eineggja tvíburi og stolt af því. Á einnig 5 yndislega yngri bræður.

Nýjustu myndir

  • thorri
  • thootab2
  • thorrab
  • onnur
  • egoghronn
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Bækur

Bókalisti

Er alæta á bækur nema ástarsögur

  • David Eddings: Belgariad- Sería--Malloreon-Sería--The Elenium
    Er búin að lesa þessar þrjár seríur eftir hann og fannst þær allar skemmtilegar. Svo eru líka til stakar bækur um tvær af aðalhetjunum. Belgarath galdrakarl og Polgöru galdrakvendi.
    ****
  • Tobias S.Buckell: Crystal Rain
    Hrikalega skemmtileg spacefantasía, var smástund að átta mig á að hún gerist á annarri plánetu þar sem heiminum er svo snilldarlega lýst að hann hljómar ofur eðlilega.
    ****
  • James Rollins: M.a. Map of Bones-Black Order-Judas Strain og Sandstorn
    Hef virkilega gaman af bókunum hans um Sigma Force gengið, þar sem viðfangsefnið er ætíð eitthvað á trúarlegum eða sögulegum nótum. Rosa spennandi.
  • Anthony Horowitz: Ravens Gate-Evil Star-Night Rise
    Frábær sería sem ég gat ekki slitið mig frá. 1.bókin var þýdd á íslensku nú fyrir jólin og heitir Gátt hrafnsins.
    *****
  • Michael Baigent-Richard Leigh-Henry Lincoln: Holy Blood-Holy Grail
    Elska svona bækur
    *****
  • Angie Sage: Magyk og Flyte
    Frábærar bækur um galdrastrákinn Septimus Heap. Held að þriðja bókin komi út í sumar
    ****
  • Robert Jordan: Wheel of Time
    Heljarlöng sería, alla vega komnar 12 bækur, ekki búin að lesa þær allar, kaupi þær í slumpum.
    ****
  • Sam Bourne: The Righteous Men
    Önnur söguleg skáldsaga um eitthvað trúarlegt. Spennandi bók.
    ****
  • Dan Burstein og Arne De Keijzer: The secrets of Maria Magdalena
    Ótrúlega fróðleg bók. Les allt sem ég kemst yfir um Maríu Magdalenu.
    *****
  • Scott Lynch: The Lies of Locke Lamora
    Frábærar bækur um meistarþjófinn Locke og kumpána hans. Bók nr. 2 heitir Red Seas under Red Skies.
  • Naomi Novik: His Majestys Dragon
    Sería um drekann Temeraire. Búin að lesa nr 2 og 3 einnig, er að bíða eftir að nr. 4 komi í kilju.
    *****
  • Roderick Gordon & Brian Williams: TUNNELS
    Einnig bók um heim sem ekki er til.
    ****
  • Steve Berry: The Templar Legacy
    Les mikið af svona bókum, skáldsögur sem eiga sér stað í sögulegum raunveruleika.
    ****
  • China Miewille: UNLUNDON
    Frábær um aðra London í samsíða vídd við hina.
    ****
  • Neil Gaiman: Neverwhere
    Allir að lesa þessa bók.
    *****
  • Neil Gaiman: Stardust
    Hafði lesið bókina áður en myndin kom. Elska bækurnar hans.
    ****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband