Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Myndband af Discovery um Myglusvepp

Fann þetta myndband inni á bloggsíðu hjá manni sem kallar sig Ragga Sig. og ég bara mátti til með að gerast þjófótt og setja það hér inn á síðuna mína. Er stutt en segir samt sem segja þarf.

Linkurinn er : http://dsc.discovery.com/video/player.html?bctid=236097548


Útvarp Saga! Takk fyrir hjálpina í baráttunni við myglusveppinn.

Útvarp Saga á heiður skilinn. Þeir sáu ástæðu til að taka myglusvepp fyrir í þætti sínum "Rödd Alþýðunnar" nú í morgun og sýndu með því að einhvers staðar eru einhverjir sem taka þessi mál af jafn mikilli alvöru og þau þarfnast. Var furðu róleg í viðtalinu miðað við stressið sem á undan fylgdi og held ég hafi bara komist sæmilega frá þessu. Ég ætla svo innilega að vona að þetta framtak þeirra hafi náð að vekja einhverja til vitundar og umhugsunar um þennan vanda og að einhversstaðar séu einhverjir sem vilja láta sig þessi mál varða, hvort sem það er hjá embættismönnum þessarar þjóðar, forsvarsmönnum tryggingafélaganna eða bara hjá þjóðinni almennt. Þeir vita það sem þekkja mig að ég er ekki þannig gerð að ég hlaupi með mín mál í fjölmiðla og bréf mitt til Guðlaugs Þórs og Þórunnar Sveinbjarnar, sem birtist í Morgunblaðinu á dögunum, var alger þrautalending hjá mér til að reyna að ná eyrum einhverra sem fá einhverju ráðið. Þar til mér datt í hug að fara hreinlega að blogga um þessi mál. Og þvílík himnasending sem bloggið er, ja eða frekar þeir sem sáu ástæðu til að lesa þessi skrif mín. En ég fer með glöðu geði á heimsenda til að opna umræðuna um myglusvepp og öll þau viðtöl sem þarf. Og ég ætla að halda ótrauð áfram. Það er örugglega fullt af húsum sem er með svona skriðkjallara eins og mitt hús var. Eða dren sem er vitlaust lagt. Ég sá það svo skýrt eftir að við fluttum út úr húsinu hversu fljótt þessi fjandi getur hreiðrað um sig ef hann er látinn óáreittur. Baðherbergið til að mynda var fljótlega orðið morandi. Svo þrífa þrífa þrífa, passið gluggana, fljótt að myndast í þeim á okkar misheita landi. Fylgist með stöðum sem ekki eru í augsýn dags daglega. Ekki gera sömu mistök og ég.


Myglusveppur virðist ekki til hjá íslenskum ráðamönnum eða tryggingafélögunum!

Sá fyrirspurn áðan inni á athugasemdunum hjá mér sem fékk mig til að hugsa um allt það sem ég er búin að reyna til að fá einhverstaðar einhverja lausn okkar mála með húsið. Og að ég hef lítið minnst á hversu mikill léttir það var að fá loksins að vita hvað væri að mér. Þakka guði fyrir fyrirtæki Sylgju og Pálma, Húsum og heilsu, fyrir að vera til. Annars væri ég örugglega ennþá fárveik á Myglumelnum hafandi ekki hugmynd um af hverju. Þetta var orðið gríðarlega lýjandi ástand og mikið álag á allt og alla í kringum mig. Samviskubit kvaldi mig sífellt fyrir að vera svona mikill aumingi, ég sem hafði alltaf verið frísk og spræk og full af orku var nú orðin gangandi brak og fannst ég vera byrði á öllum. Ég var sífellt að rembast við að vera hressari en ég var og gera hluti sem ég réð ekkert við þar til ég gafst upp á því líka. Það er ekki gaman að kvíða því að vakna á morgnana til að sjá hvort dagurinn í dag yrði góður eða slæmur. Ég var lögð inn á sjúkrahús í nokkra daga því læknarnir vildu fylgjast með mér og að sjálfsögðu byrjaði ég að lagast, ekki lengur í húsinu en samt tengdi enginn, ekki einu sinni ég, þetta nokkru sinni eða á nokkurn hátt við húsið. Og að vera að fá heilsuna aftur, að verða gamla ég, það er yndislegt og algerlega ómetanlegt. En svo þegar við fórum að athuga möguleika fólks í okkar stöðu, þá kom enn eitt kjaftshöggið. Fórum fyrst í tryggingarnar-NEI-ekki einu sinni innbúið. Viðlagasjóður-NEI-ekki náttúruhamfarir. Bjargráðasjóður-NEI-Hættir öllu slíku. Og samkvæmt áliti lögfræðingsins okkar: Fasteignasalinn-NEI. Sveitarfélagið(byggingafulltrúi)-NEI. Húsbyggjandi-NEI. Seljandinn-EF TIL VILL EN HÉLT ÞAÐ YRÐI VONLAUST. Svo ef einhver getur bent okkur á einhverja leið sem okkur hefur yfirsést þá please, látið mig vita.

 


Söfnunarreikningurinn okkar : )

Er mér bæði ljúft og skylt að upplýsa ykkur bloggvinir góðir og aðrir þeir frábæru einstaklingar sem hófu söfnun handa okkur og hafa á bloggsíðum sínum um hvernig gengur: OOOGGGG HÉR KOMA NÝJUSTU TÖLUR DADADADAM Inn á reikninginn minn eru komnar 178.000 kr. sem er BAAAARRRA æðislegt. Þetta er alveg ný reynsla fyrir mér að upplifa og erfitt að útskýra hvernig mér líður. Þegar ég sá svo á blogginu hennar Dísu Gests. að sveitungar mínir hér í minni yndislegu Hvalfjarðarsveit hafa einnig staðið fyrir söfnun okkur til handa, ja, þá fór ég bara í flækju og verð að viðurkenna skömm mína. Fyrir allnokkru síðan hringdi í mig góð kona héðan úr sveitinni, held hún kæri sig ekki um að vera nefnd á nafn, og viðraði þessa hugmynd við mig og ég man að ég stamaði út úr mér samþykki. En svona getur maður verið vitlaus, ég heyrði aldrei neitt meira á þetta minnst og tók þessu bara sem hugmynd sem var góðra gjalda verð og ég mat mikils að hún væri að hugsa á þessum nótum. Hefði átt að vita betur, konan sú, er kona framkvæmda ekki orða og ég skammast mín niðrí tær fyrir að hafa ályktað svona bjánalega. M.a.s. bróðir minn sem býr líka hér í sveitinni vissi um þessa söfnun handa okkur en var ekkert að minnast á það.  Hógværð og lítillæti eru hugtök sem samsveitungar mínir vita svo sannarlega hvað þýðir og þeim hefur sko ekkert fundist ástæða til að vera að gaspra eitthvað með þetta. En enn og aftur það er gott, þó skrítið sé, að upplifa á eigin skinni hvernig landinn stendur saman þegar á bjátar hjá náunganum og þið eruð mér öll afskaplega mikils virði. Þakklætiskveðja BH


Ótrúlega mikill hlýhugur frá öllum....

... ókunnugu fólki sem þekkir okkur ekki neitt en er allt af vilja gert til að leggja okkur lið. Og að ég tali nú ekki um viðtökurnar og viðbrögðin við þessu bloggi mínu og allan þann stuðning sem ég hef fengið. Það er m.a.s. búið að stofna söfnunarreikning og elskulegt fólk, fullt af náungakærleik, hefur sett eitthvað inn á síðurnar sínur um þetta allt saman. Maðurinn minn er búinn að vera á haus niðrí grunni, keyra úr honum og í hann aftur og í morgun kom valtari frá fyrirtæki neðan af Skaga og valtaði grunninn og getið þið hvað hann tók fyrir það??? Heilar 10.000 krónur sem er náttúrulega ekki neitt. Ég var eins og kleina, kann þetta ekki, og þaðan af síður maðurinn minn sem alltaf reddar öllu. Ef ég væri í sambúð með einhverjum öðrum, þá er sko ekki víst að ég væri svona róleg yfir þessu öllu saman. Trúi honum og treysti, sama hvað hann tekur sér fyrir hendur, þá reddar hann því. Og nú er minn ákveðinn í að koma þaki yfir höfuðið á okkur aftur og ég veit að hann myndi fyrr drepast við að reyna en að gefast upp. Það stappar í mig stálinu og ýtir mér áfram. Var að koma heim, fór á eftir honum áðan þegar hann fór með valtarann á vélavagninum aftur niðrá Skaga. Ástæðan, jú, hann skar sig illa upp úr kl. 10 í morgun og þurfti að sauma saman á honum tvo fingur, en hann gaf sér ekki tíma fyrr en nú, til að fara niðrá Slysó, því að fyrst þurfti sko að koma lyftaranum niðureftir. Þannig að vörubíllinn með vélavagninum var skilinn eftir þar sem valtarinn fór af og ég kom svo og skutlaði honum á mínum gamla Subaru á sjúkrahúsið. En nú verð ég að fara að leggja mig, svaf lítið í nótt af persónulegum ástæðum og er uppgefin. Varð bara aðeins að tjá mig fyrst til að róa hugann. Kærar þakkir elskulegu bloggvinir og aðrir sem nenna að kíkja á síðuna mína fyrir allt og allt.


Heyr heyr vörubílstjórar.

Áfram svona. Húrra fyrir ykkur strákar sem stóðuð fyrir fundinum og þessum aðgerðum. Þetta er frábært. Var að reyna að tjá mig um þessi mál á blogginu mínu um daginn en fékk ekki mikil viðbrögð. Stend með ykkur 100%. Er hagsmunamál allrar þjóðarinnar, ekki bara ykkar eins og reynt var að láta skína í á Bylgjunni. Mikið verð ég innilega þakklát ykkur, allavega, ef aðgerðir ykkar verða til þess að lækka olíu- og bensínverð, samt á ég bara Subaru. Finnst að olíufélögin mættu sýna ykkur stuðning með því að hækka afsláttinn sinn sem þeir bjóða með lyklunum sínum og öðru. Tvær krónur er enginn andsk. afsláttur þegar lítrinn er kominn í 150 kall. Finnst bara fáránlegt að hann sé alltaf sá sami þegar verðið hækkar og hækkar. Það mætti halda að þeir hafi fengið formúluna hjá íslenska ríkinu. Ho ho ho, we say hei hei hei.


mbl.is Vörubílstjórar stöðva umferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Varð að leyfa ykkur að njóta þessa með mér, elsku strákurinn minn?

óður til Mömmu ;)

 

 pretend =) 

Myndi gera svona fyrir þig ef ég væri ekki lélegri en þessi strákur að syngja, og hann er sko lélegur að syngja.. Vonandi að þetta lýsi smá upp daginn hjá þér :*

http://kvikmynd.is/video.asp?land=&offset=27&id=5792

 

Kv Binni ;)


Bréfið mitt í Mogganum - Engin viðbrögð

Jæja, nú er kominn fimmtudagur og enn hef ég engin svör fengið við opna bréfinu mínu til Guðlaugs Þórs og Þórunnar Sveinbjarnar og birtist í Mogganum sl. þriðjudag. Kannski eru þau bara svona lengi að lesa eða eitthvað. Get ekki annað en velt fyrir mér hvort viðbrögð þeirra við bréfinu mínu hefðu verið önnur og meiri ef kjósa ætti til Alþingis þetta árið. Bíð eftir og hreinlega geri heimtingu til að stjórnvöld sjái nú sóma sinn í að fara að skoða þessi mál af einhverri alvöru og jafnvel breyta lögum um skyldutryggingar þannig að þær dekki ekki bara ef hús eyðileggjast af völdum bruna. Svo endilega elskurnar mínar, ef þið rekist á þau, þá endilega látið þau vita að ég sé að bíða eftir einhverjum viðbrögðum eða svörum frá þeim. Bara hringja í 118 ef ykkur vantar símanúmerið mitt, Guðlaugur og Þórunn. Júhú, hvar eruð þið????

Hús og heilsa - Þau vita sínu viti

Varð að leggja orð í belg um fyrirtækið Hús og heilsu, eitt þarfasta fyrirtæki sem stofnað hefur verið hér á landi undanfarin ár, að mínu mati. Leiðist ef einhverjir eru að efast um hæfni þeirra og kunnáttu varðandi myglusvepp. Sylgja er líffræðingur og þrátt fyrir að vera ekki með einhverja sérstaka prófgráðu í sveppafræðum, þá eru það ekki einhver prófskjöl sem gilda, þegar meta á kunnáttu fólks til einhverra hluta. Sjáið, bara Jón Ásgeir og Magnús í Latabæ, þeir eru ekki einu sinni langskólagengnir og með háskólagráðu sem Sylgja vissulega er. Er ég á sínum tíma var að reyna að fá einhverja lausn á ástandinu hjá mér þá hringdi ég í höfund einu vitlegu greinarinnar sem ég þá fann á íslensku um myglusvepp. Sú kona heitir Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir og jafnvel hún viðurkenndi vankunnáttu sína varðandi þennan skaðvald og sagði mér að Sylgja væri sú manneskja hér á landi sem mest vissi og kynni. Og þeir sem eitthvað þekkja til starfa Guðríðar vita að manneskjan sú er ekki að fara með neitt fleipur. Þakka ykkur enn og aftur, Sylgja og Pálmi, fyrir að hafa hjálpað mér að komast til heilsu aftur.

Skoðunarskýrsla löggilts matsmanns vegna Myglusveppahússins

Sé mig knúna til að setja skýrsluna hér inn á bloggið mitt því einhver umræða virðist vera komin af stað um að etv. hefðum við ekkert þurft að rífa húsið. En hvað var annað hægt að gera þegar undirstaða hússins var ónýt ekki gátum við sett það á loftpúða. Ræddum um að reyna að rífa bara innan úr því og steypa í það plötu og byggja það upp að nýju að innan. En við bara þorðum ekki að fara út í einhverjar milljónabreytingar sem ef til vill hefðu svo ekki gert neitt gagn, þar sem myglusveppurinn var líka í útveggjum hússins. Reyndum allt annað áður, úðuðum allt með eitri, gerðum þessi loftræstigöt sem vantaði og settum viftu í sökkulinn sem loftskipti inni  í kjallaranum 5 sinnum á klukkustund en allt án árangurs. Það rífur enginn húsið sitt og hendir því sem honum er kært bara til að henda því. Maðurinn minn kærir sig ekki um athygli fjölmiðla og því tók ég það að mér. Hann lét sig viljandi hverfa þegar fréttamaðurinn kom og þess vegna er bara talað um mig. Það er að hans eigin ósk.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Næsta síða »

Um bloggið

Bylgja Hafþórsdóttir

Höfundur

Bylgja Hafþórsdóttir
Bylgja Hafþórsdóttir

Er bara ég sjálf. Eineggja tvíburi og stolt af því. Á einnig 5 yndislega yngri bræður.

Nýjustu myndir

  • thorri
  • thootab2
  • thorrab
  • onnur
  • egoghronn
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Bækur

Bókalisti

Er alæta á bækur nema ástarsögur

  • David Eddings: Belgariad- Sería--Malloreon-Sería--The Elenium
    Er búin að lesa þessar þrjár seríur eftir hann og fannst þær allar skemmtilegar. Svo eru líka til stakar bækur um tvær af aðalhetjunum. Belgarath galdrakarl og Polgöru galdrakvendi.
    ****
  • Tobias S.Buckell: Crystal Rain
    Hrikalega skemmtileg spacefantasía, var smástund að átta mig á að hún gerist á annarri plánetu þar sem heiminum er svo snilldarlega lýst að hann hljómar ofur eðlilega.
    ****
  • James Rollins: M.a. Map of Bones-Black Order-Judas Strain og Sandstorn
    Hef virkilega gaman af bókunum hans um Sigma Force gengið, þar sem viðfangsefnið er ætíð eitthvað á trúarlegum eða sögulegum nótum. Rosa spennandi.
  • Anthony Horowitz: Ravens Gate-Evil Star-Night Rise
    Frábær sería sem ég gat ekki slitið mig frá. 1.bókin var þýdd á íslensku nú fyrir jólin og heitir Gátt hrafnsins.
    *****
  • Michael Baigent-Richard Leigh-Henry Lincoln: Holy Blood-Holy Grail
    Elska svona bækur
    *****
  • Angie Sage: Magyk og Flyte
    Frábærar bækur um galdrastrákinn Septimus Heap. Held að þriðja bókin komi út í sumar
    ****
  • Robert Jordan: Wheel of Time
    Heljarlöng sería, alla vega komnar 12 bækur, ekki búin að lesa þær allar, kaupi þær í slumpum.
    ****
  • Sam Bourne: The Righteous Men
    Önnur söguleg skáldsaga um eitthvað trúarlegt. Spennandi bók.
    ****
  • Dan Burstein og Arne De Keijzer: The secrets of Maria Magdalena
    Ótrúlega fróðleg bók. Les allt sem ég kemst yfir um Maríu Magdalenu.
    *****
  • Scott Lynch: The Lies of Locke Lamora
    Frábærar bækur um meistarþjófinn Locke og kumpána hans. Bók nr. 2 heitir Red Seas under Red Skies.
  • Naomi Novik: His Majestys Dragon
    Sería um drekann Temeraire. Búin að lesa nr 2 og 3 einnig, er að bíða eftir að nr. 4 komi í kilju.
    *****
  • Roderick Gordon & Brian Williams: TUNNELS
    Einnig bók um heim sem ekki er til.
    ****
  • Steve Berry: The Templar Legacy
    Les mikið af svona bókum, skáldsögur sem eiga sér stað í sögulegum raunveruleika.
    ****
  • China Miewille: UNLUNDON
    Frábær um aðra London í samsíða vídd við hina.
    ****
  • Neil Gaiman: Neverwhere
    Allir að lesa þessa bók.
    *****
  • Neil Gaiman: Stardust
    Hafði lesið bókina áður en myndin kom. Elska bækurnar hans.
    ****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 145485

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband