Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Illska mannfólksins

Hvað liggur eiginlega að baka svona ódæði. Maður getur ekki annað en spurt sig. Vafalaust óhófleg áfengisneysla, dóp eða þvíumlíkt, hlýtur bara að vera. Ég neita að trúa því að nokkur mannvera sé svona ill, bara að eðlisfari, allavega ekki tvær á sama staðnum. Sjúkleg sjálfselska og siðblinda vissulega möguleg ástæða. En gjörsamlega ófyrirgefanlegt að mínu mati, sama hver ástæðan er. Megi þau bæði hanga í hæsta staur. Þessi blessuðu börn báðu ekki um að koma í heiminn og maður skilur ekki af hverju svona fólk fær að hafa börn nálægt sér. Ég ætla að trúa því að nú séu þau komin á betri stað þar sem þeim líður vel og að litla krílið nái sér og fái ALDREI ALDREI að fara heim til sín aftur. Blessuð sé minning þeirra.

Hvet alla til að hlusta á meðfylgjandi lag sem ég má til með að setja hér inn enn og aftur börnunum til heiðurs.

http://youtube.com/watch?v=QDm03Foq2T0&feature=related

 


mbl.is Tvö börn stungin til bana í Lundúnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Megi þau ganga aftur!!!

Fer best á því að jarðsett loforð okkar heittelskuðu ríksisstjórnar gangi aftur allt kjörtímabilið og ásæki þau í draumum sínum til að minna þau á að svona gerir maður bara ekki. Ef þau færu og kitluðu olíufélögin einnig þá væri það flott. Kominn tími til að þau hækki sína smánarlegu afslætti til viðskiptavina sinna í stað þess að stinga krónunum í eigin vasa sem þau græða á að hafa ekki breytt honum í samræmi við hækkanirnar á olíuverðinu. Vona að bílstjórar taki sig saman sem fyrst og fari allir sem einn í eins og viku veikindaleyfi, hvað verður um þjóðfélagið  þá.


mbl.is Táknræn útför á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ofbeldi gagnvart börnum!!!!

Má bara til með að setja meðfylgjandi lag inn á síðuna mín til heiðurs, hvatningar og áminningar fyrir alla þá sem eru á móti misnotkun og ofbeldi gagnvart börnum. Lagið heitir Concrete Angel og ég táraðist illilega við að horfa á þetta myndband. Dóttir mín fann lagið á YouTube og spilar það oft á dag.  Textinn fylgir með til hliðar.

 

http://youtube.com/watch?v=QDm03Foq2T0&feature=related


Sjónvarp allra landsmanna sýnir engan áhuga á myglusvepp.

Hef undanfarna daga sent fréttastofu sjónvarpsins smá tölvupósta þar sem ég hef hvatt þau til að fara að skoða það úrræðaleysi og vanþekkingu sem ríkir hér á landinu bláa í sambandi við myglusvepp og mögulegar afleiðingar hans. Nú halda örugglega einhverjir að ég sé athyglissjúk kelling með það eitt að markmiði að komast í fjölmiðla en verð að valda þeim vonbrigðum. Er ekki að tala um mig og mína reynslu í viðkomandi tilfelli heldur það sjónarhorn að alls staðar skuli fólk koma að lokuðum dyrum sem lendir í þessum fjanda. M.a.s. Hollustuvernd, ja, eða starfsmenn hennar og fulltrúar virðast enga hugmynd hafa um að þetta sé til og virðast ekki hafa neinar lausnir eða úrrræði, hvorki tæki til sýnatöku eða neitt annað. Mig bara langar svo til að almenningur og stjórnvöld séu upplýstari um myglusveppi og að RÚV sinni upplýsingaskyldu sinni sem ríkisfjölmiðill og fræði fólk og knýi á um lausnir. Ég stend fastar en á fótunum á því að bara NÚNA er fullt af fólki sárveikt einhvers staðar og hefur ekki hugmynd um af hverju og veit ekki hvert það á að snúa sér til að ná bata. En ég fæ engin viðbrögð við tölvupóstunum mínum svo ég get ekki annað en ályktað að starfsfólk fréttastofunnar sé jafn fáfrótt og áhugalaust um þennan vanda og stjórnvöld.

Dæmigerður íslenskur hugsunarháttur

Já, það leysir nefnilega allan vanda að að lánaglaðir bankarnir slaki á kröfum sínum um að fá aurana sína til baka. Sé það ekki gerast, það er ekki eins og það séu einhverjir asnar sem eru að stjórna bönkunum. Þeir vita nákvæmlega hvað þeir eru að gera og tilætlunarverk þeirra: Að ná í meira fyrir minna. Væri ekki miklu nær ef stjórnvöld sæju til þess að fólk gæti ekki tekið fleiri lán en það er fært um að borga með einhverjum hætti t.d. að láta bankana og fjármögnunarfyrirtækin meta greiðslugetu fólks við öll lán ekki bara húsnæðislán. Hvenær fáum við t.d. í lög eins og er í t.d. Noregi að ef fólk svo lendir í greiðsluerfiðleikum af óviðráðanlegum aðstæðum eins og atvinnumissi eða veikindum að ekki sé hægt að rýja það inn að skinni og skilja það eftir með minna en fimmeyring  að lifa á. Að ekki sé tekið meira af launum viðkomandi en að nægilega mikið sé eftir til að framfleyta honum og fjölskyldu hans, greiða húsaleigu og fleira. Hið opinbera er ekkert skárra. Hverslags vitleysisgangur er það t.d. að krefja launagreiðendur um að halda eftir 75% af launum launþega síns sem er svo óheppinn að skulda ríkinu eitthvað. Nei, hér er hægt að skilja mann eftir allslausan með enga möguleika á að stunda vinnu, nema þá svarta og börnin eiga að lifa á loftinu. Af hverju getum við Íslendingar aldrei gert neitt í að byrgja brunninn fyrr en barnið er dottið ofan í hann, helst tvisvar.
mbl.is Bankar slaki á kröfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að kaupa hamingjuna!!!

Hverjar skyldu nú vera ástæðurnar fyrir þessari neyslugleði ungdómsins. Jú, þær eru vafalaust margar en hvers er eiginlega að vænta frá krökkum sem hafa alla tíð alist upp við allsnægtir. Ekki verið neitað um neitt og sem er troðið í ákveðið mynstur frá unga aldri sem ekki má víkja út af. Þau eiga að vera börn til 18 ára aldurs. Að það þurfi að búa til sérstakan vinnuskóla fyrir 17 ára unglinga þar sem þau eiga hvergi heima innan vinnumarkaðarins er t.d. eitt sem mér finnst vera fyrir neðan allar hellur. Svo verða þau 18 og er hent út í þjóðfélagið án nokkurs undirbúnings. Ég er ekki að alhæfa um alla unglinga en svona er þetta ansi víða vil ég leyfa mér að segja. Þetta eru krakkar sem hafa alist upp við að enginn sé maður með mönnum nema hann fari 4 utanlandsferðir á ári, eigi jeppa, konubíl og húsbíl. Mublurnar verður að endurnýja helst á hverju ári til að fylgja nú tískunni og flatskjár í hverju herbergi er bara algjört möst ef þú ætlar að fitta. Og bankarnir sögðu bara: Komið til mín þið sem eigið enga pengina fyrir óþurftunum. Bannið þeim það ekki að taka lán sem þau geta ekki borgað af því okkar eru vanskilavextirnir. Ef þú ætlar að koma í Séð og heyrt þá verðurðu að taka lán. Lán eru hipp og kúl, afborganir aukaatriði. Fallega unga fólkið brosir framan í síður fallega unga fólkið í sjónvarpsauglýsingum lánastofnanna og telur þeim trú um að þetta sé ekkert mál. Að það sé bara allt í lagi að uppfylla langanir sínar í óþarfann með lántökum og raðgreiðslum, hvað munar svo um eitt bílalán eða tvö. Komið til okkar ef þið eigið ekki fyrir afborgununum og við bara lánum ykkur meira. Þú ferð í greiðslumat til að fá húsnæðislán þar sem greiðslugeta þín er metin og svo ferðu nokkrum dögum seinna, tekur eitt bílalán, eina utanlandsferð á raðgreiðslum og ný húsgögn á skuldabréfi í nýja húsið. Hvar er greiðslumatið þá.

 


mbl.is „Alvarlegt hve margt ungt fólk er illa statt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Myglusveppur ekki viðfangsefni Hollustuverndar???

Gæði húsnæðis og umhirða.
16. gr.

Almenningur getur leitað til heilbrigðisnefndar ef leiguhúsnæði og annað íbúðarhúsnæði er ekki talið fullnægjandi m.t.t. hollustuhátta eða ef húsnæði er álitið heilsuspillandi.

Byggingar og mannvirki skulu hönnuð, byggð og viðhaldið þannig að heilsu manna sé ekki stefnt í hættu, m.a. vegna hita og raka, hávaða, fráveitu skólps, reyks, fasts eða fljótandi úrgangs, mengunar í lofti, jarðvegi, vatni, gasleka eða geislunar.

Ég hlýt að vera eitthvað allt annað en almenningur ef tekið er mið af ofangreindu. Eftir að hafa þurft að flytja út úr húsinu mínu og eftir að hafa reynt allt til að gera það hæft fyrir mig að búa í á ný án árangurs þá leit málið þannig út fyrir mér að ég yrði að leita til heilbrigðisnefndar Vesturlands og starfandi heilbrigðisfulltrúa þeirra til að eiga nú eitthvað skjalfest hjá opinberum aðilum um ástand kjallarans. Hah, hefði betur sleppt því. Til mín mætti heilbrigðisfulltrúi í blankskóm og með bindi og eftir talsverðar fortölur fékkst hann jú, til að fara niður en þarna stóð hann bara við lúguopið og tók einhverjar myndir út í loftið. Aðalmálið hjá honum var gamli Volvoinn hans Ívars, 1964 árg. sem hann dundar við að snurfusa í frístundum. Hann fann líka kattahlandslykt ÚTI og skammaði mig fyrir að reykja og sjúkdómsgreindi mig með öndunarfærasjúkdóm eða ofnæmi fyrir dýrunum en kjallarann leit hann varla á, sagði við manninn minn að hann ætlaði sko ekki að fara að skríða þarna niðri, skríða í vel manngengum kjallara. ég reyndi að segja honum frá því hvað við værum nú þegar búin að gera í kjallaranum. Setja grunnvatnsdælu, bora loftræstigöt, setja öfluga viftu sem loftskipti 5 sinnum á klukkustund og úða allt niðri með eitri. Að það virtist ekki duga og hvort hann gæti gefið mér einhver ráð. Nei, þá sagðist hann ekki vera húsasmiður. Honum fyndist þetta bara venjulegur skriðkjallari og ef eitthvað væri að þá væri bara við okkur sjálf að sakast. Aldrei skoðað byggingu kjallarans, tekin sýni eða neitt af því sem ég í upphafi fékk hann til þess að koma og gera. Svo kom skýrslan frá honum svo uppfull af rangfærslum og óhróðri að ég fékk sjokk. M.a. að engin loftræsting væri í kjallaranum. Við reyndum bæði að tala við hann til að gefa honum færi á að leiðrétta skýrsluna en nei, hann tók ekki eftir neinni viftu eða neinu og því skyldi þetta standa. Hann sagði líka að allir gluggar hefðu verið lokaðir nema einn, Halló, ég var með opið út á svalir og glugganum í svefnherbergingu er aldrei lokað nema rigni inn um hann. Ég sætti mig ekki við skýrsluna og kvartaði formlega til formanns Heilbrigðisnefndar Vesturlands en hann sá ekkert athugavert við framgöngu starfsmanns síns og sendi mér bréf þar að lútandi. Svo ég gafst upp að  reyna að fá þá með mér í málið. Enn einn staðurinn þar sem ég kom að lokuðum dyrum og enginn virtist vita neitt um myglusvepp eða taka mark á því að hann gæti verið til og verið orsök veikinda minna. Svo ekki tekur Hollustuvernd frekar en aðrir á myglusvepp í íbúðarhúsnæði ja, nema kannski það sé leiguhúsnæði ekki manns eigið. Veit ekki. En heilbrigðisnefnd og heilbrigðisfulltrúi eiga að sinna eftirlitsskyldu fyrir Hollustuvernd og gerðu það ekki.

 


Er barátta mín eitthvað að hafa áhrif???

 husid 026

Núna ætla ég að trúa því og treysta sjálfri mér til hvatningar og uppörvunar í baráttunni við að koma myglusvepp á kortið sem raunverulegu og alvarlegur heilsufarsvandamáli að mín saga og reynsla eigi kannski einhvern smáþátt í  því að verið sé að skoða af fullri alvöru hvort myglusveppur geti verið orsök veikinda læknanna. Veit það eitt að þegar ég flakkaði á milli lækna á sínum tíma til að reyna að fá heilsu aftur að þá virtist þetta ekki vera til í læknabókum þeirra sem ég leitaði til. Alla vega datt engum þessi möguleiki í hug. Ekki að sakast við neinn ekki hvarflaði það að mér sjálfri fyrr en ég sá greinina góðu í Vikunni. En kannski verður mál heilsugæslustöðvarinnar til þess að læknar verði fljótari að átta sig þegar sjúklingur kemur til þeirra með eitrunareinkenni af völdum sveppsins og að þeir fari að trúa því að þetta sé raunverulegt vandamál og vinni út frá því. Það þarf að upplýsa fólk og ég vil benda öllum á að lesa bloggið hennar Andreu um þessa frétt. Segir allt sem segja þarf. Hringið í Hús og heilsu ef langvarandi óútskýrð veikindi hafa hrjáð einhvern fjölskyldumeðlim því fólk er misviðkvæmt fyrir áhrifunum og alls ekki allir sem finna fyrir þeim í fyrstu.


mbl.is Fleiri læknar með einkenni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýr sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar!!!

Orð að engu gjörð. Ég gat ekki stillt mig um að senda háttvirtri sveitarstýru bréf í tölvupósti í morgun, þrátt fyrir að hafa lýst því yfir að ég ætlaði aldrei að tala við hana meir. Ég bara verð sífellt gramari og gramari yfir móttökum hennar á fundi okkar um daginn og meira og meira hissa. Áðurgefin munnleg loforð kýs hún að láta sem vind um eyrun þjóta og að hafa þannig að engu heiður og æru forvera hennar. Það er eins og hún haldi að við séum einhver óþjóðalýður sem ætlar sér bara að lifa á hreppnum eða ég veit ekki hvað það er. En hér fyrrum voru munnleg loforð engu minna marktæk en skrifleg. Fólk settir æru sína að veði og þótti skömm og ærumissir að ganga á bak orða sinna. Þannig að ég spurði hana bara að því hvar hennar æra væri. Ég meina, hún er þarna að taka við hlutverki sveitarstjóra og ætti að höndla málið samkvæmt þvi, finnst mér en ekki eftir geðþóttaákvörðun byggða á persónulegu áliti hennar á okkar stöðu sem ég leyfi mér að efast um að hún hafi kynnt sér til hlítar fyrir títtnefndan fund. Það vita allir sem vilja, að bréfið sem ég skrifaði sveitarstjórn á sínum tíma þar sem ég óskaði eftir aðstoð þeirra var skrifað að beiðni starfandi sveitarstjóra þá, svo að þeir hefðu eitthvað haldbært í höndunum til að geta fjallað um okkar mál á fundi að því að þeir voru allir af vilja gerðir til að aðstoða okkur en svo hefur hún störf og gerir að engu allt sem búið er að vinna og bara með orðum. Þar gilda þau sem gullinn gjaldmiðill. Skyldi ég fá eitthvert svar.

Verð-bólgin!!!

Farið að fara í pirrurnar á mér að fara út í búð og kaupa í matinn. Það hefur ekki gerst í áratug og segir mér það eitt að það er að kosta meira en ég kæri mig um að eyða í mat. Allt í einu orðið DÝRARA en ég bjóst við í stað ÓDÝRARA. Nú dugar ekkert annað en aðhaldsbeltið og hafa það í þrengsta. Tala nú ekki um þegar orðið er jafn dýrt að sækja sér nauðsynjar og nú er. Ókosturinn við að búa í sveit en samt kostur. Miklu auðveldar að láta hlutina bara vanta í stað þess að skjótast á peningagleypinum mikla, einkabílnum, þegar ekki er búð við hendina. Verslað tvisvar í viku, punktur og pasta, verst að minn mann vill ekki pasta. Dýr í fóðrum.


mbl.is Mesta verðbólga í tæp 18 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Bylgja Hafþórsdóttir

Höfundur

Bylgja Hafþórsdóttir
Bylgja Hafþórsdóttir

Er bara ég sjálf. Eineggja tvíburi og stolt af því. Á einnig 5 yndislega yngri bræður.

Nýjustu myndir

  • thorri
  • thootab2
  • thorrab
  • onnur
  • egoghronn
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Bækur

Bókalisti

Er alæta á bækur nema ástarsögur

  • David Eddings: Belgariad- Sería--Malloreon-Sería--The Elenium
    Er búin að lesa þessar þrjár seríur eftir hann og fannst þær allar skemmtilegar. Svo eru líka til stakar bækur um tvær af aðalhetjunum. Belgarath galdrakarl og Polgöru galdrakvendi.
    ****
  • Tobias S.Buckell: Crystal Rain
    Hrikalega skemmtileg spacefantasía, var smástund að átta mig á að hún gerist á annarri plánetu þar sem heiminum er svo snilldarlega lýst að hann hljómar ofur eðlilega.
    ****
  • James Rollins: M.a. Map of Bones-Black Order-Judas Strain og Sandstorn
    Hef virkilega gaman af bókunum hans um Sigma Force gengið, þar sem viðfangsefnið er ætíð eitthvað á trúarlegum eða sögulegum nótum. Rosa spennandi.
  • Anthony Horowitz: Ravens Gate-Evil Star-Night Rise
    Frábær sería sem ég gat ekki slitið mig frá. 1.bókin var þýdd á íslensku nú fyrir jólin og heitir Gátt hrafnsins.
    *****
  • Michael Baigent-Richard Leigh-Henry Lincoln: Holy Blood-Holy Grail
    Elska svona bækur
    *****
  • Angie Sage: Magyk og Flyte
    Frábærar bækur um galdrastrákinn Septimus Heap. Held að þriðja bókin komi út í sumar
    ****
  • Robert Jordan: Wheel of Time
    Heljarlöng sería, alla vega komnar 12 bækur, ekki búin að lesa þær allar, kaupi þær í slumpum.
    ****
  • Sam Bourne: The Righteous Men
    Önnur söguleg skáldsaga um eitthvað trúarlegt. Spennandi bók.
    ****
  • Dan Burstein og Arne De Keijzer: The secrets of Maria Magdalena
    Ótrúlega fróðleg bók. Les allt sem ég kemst yfir um Maríu Magdalenu.
    *****
  • Scott Lynch: The Lies of Locke Lamora
    Frábærar bækur um meistarþjófinn Locke og kumpána hans. Bók nr. 2 heitir Red Seas under Red Skies.
  • Naomi Novik: His Majestys Dragon
    Sería um drekann Temeraire. Búin að lesa nr 2 og 3 einnig, er að bíða eftir að nr. 4 komi í kilju.
    *****
  • Roderick Gordon & Brian Williams: TUNNELS
    Einnig bók um heim sem ekki er til.
    ****
  • Steve Berry: The Templar Legacy
    Les mikið af svona bókum, skáldsögur sem eiga sér stað í sögulegum raunveruleika.
    ****
  • China Miewille: UNLUNDON
    Frábær um aðra London í samsíða vídd við hina.
    ****
  • Neil Gaiman: Neverwhere
    Allir að lesa þessa bók.
    *****
  • Neil Gaiman: Stardust
    Hafði lesið bókina áður en myndin kom. Elska bækurnar hans.
    ****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband