Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
17.4.2008 | 09:56
Aldrei verð ég jafnaðarkvenmaður
Nú er endanlega búið að sannfæra mig um að ég er eins ójöfn og nokkur getur orðið og er algerlega fullkomnlega sátt við mínar ójöfnur. Bæði þessar utanáliggjandi og óstraujaðar skoðanir mínar. Ekki er ég örvhent og/eða svo þá er búið að útiloka flokkinn sem ber það ágæta nafn. En ég er búin að komast að því, komin hátt á fimmtugsaldurinn að ég hef skoðanir á ýmsu sem ég vissi ekki að ég hefði skoðanir á eða alltént tjáði mig lítið um. Eins og augljóst er á þessari síðu þá hef ég sterkar skoðanir á vegakerfinu og samgöngum. Vil að breyting verði á hugsunarhætti gagnvart innflytjendum og andúð í þeirra garð. Ég styð vörubílstjóra heilshugar í þeirra baráttu sem ásamt stórhug íslenskra eignamanna sýnir að ég er hrifin af einstaklingsframtaki og er það helsta ástæðan fyrir þessum hugleiðingum nú. Eftirfarandi athugasemd sem ég fékk á bloggið mitt fer bara ekki úr hausnum á mér svo fáránleg finnst mér hún vera og má því til með að deila henni með ykkur og ausa aðeins bát að nafni Bylgja.
Tilvitnun hefst:
,,Auðvitað eiga ekki að þurfa að vera styrktarfélög háð duttlungum einhverra gjafara hvort félagið lifi eða deyi. Ríkið á að sjá til þess að sjúkrahús séu fullmönnuð og búin bestu tækjum. Góðgerðarfélög eiga að vera óþörf. Skattar eiga að vera svo háir að hægt sé að standa undir öllu þessu og ölmusugjafir séu óþarfar. Það er mín skoðun og fleiri jafnaðarmanna. :)"
Tilvitnun lýkur.
Uhummhemm, hóst hóst. Finnst engum nema mér ofangreind fullyrðing sýna lítilsvirðingu í garð þeirra sem láta sér annt um náungann og hafa helgað líf sitt því að hjálpa öðrum. Kvenfélögin, Kiwanis, Lions, mæðrastyrksnefnd. Skattar svo háir að þeir standi undir... ...ölmusugjafir óþarfar. Það búa hér 300.000 manns og það eru takmörk fyrir því hversu langt er hægt að ganga í að skattpína þessar fáu hræður. Á stöðum eins og t.d. Siglufirði fer hlutfall þeirra sem borgar skatta sífellt lækkandi vegna óhagstæðrar aldursskiptingar. Að tala um gjafir fólks og fyrirtækja til félaga eins og fyrir langveik börn og MND félagsins sem einhverja duttlunga. Hvað með Vildarbörn er það líka óþörf ölmusugjöf, á bara ríkið að borga. Víða um heim eru bæði skólar og heilu deildirnar á sjúkrahúsunum reknar með frjálsum framlögum sem er þörf viðbót við það sem þeir fá frá ríkinu og nýtist til að renna enn styrkari stoðum undir viðkomandi rekstur. Af hverju má ekki gera það hér. Við erum ríkið, peningarnar sem þeir nota eru okkar og forræðishyggjan sem felst í þessu finnst mér með eindæmum. Við erum að borga fyrir tækin og tólin, menntun barnanna okkar með því að borga skatta. Af hverju mega þeir sem geta ekki borga eitthvað umfram á þennan máta. Þarf ríkið endilega að ráðstafa hverri krónu fyrir okkur, af hverju megum við ekki gera það sjálf. Hvernig ætti Hofsós t.d. að hafa efni á því að byggja jafn sjálfsagðan hlut og sundlaug fyrir íbúa sína. Það er alltaf gengið að þess konar sem vísu á höfuðborgarsvæðinu þar sem hægt er að velja úr sundlaugum af því að þar standa 200.000 manns undir rekstri borgarinnar. Ekki 1000 eða 300 eins og svo víða úti á landi. Hafið mína þökk þeir sem leggja sitt af mörkum af fúsum og frjálsum vilja. Hafið mína þökk góðgerðarsamtök um land allt. Björgunarsveitir, líknarfélög og allir þeir sem byggja tilveru sína á ,,duttlungarfullum" einstaklingum og fyrirtækjum.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 10:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Bylgja Hafþórsdóttir
Nýjustu færslur
- Einstefnuhugsunarháttur!
- Ætli það verði hægt að .......
- Nei, nú er mín kjaftstopp. Eru þetta hálfvitar???
- Þorrablót KKS á Sigló-Bara gaman
- Menn og konur. -KAFFI- Konur og menn.
- Í Noregi er sí-ungur maður sem....
- Jei, einhver með viti!!!
- Í dag er mikilvægur dagur!!!
- Að vera Siglfirðingur og....
- OBEX-LAUSNIR bjóða nú þegar.....
Tenglar
Frábærir bloggarar
- Hertoginn af Gautlandi Gauti frændi á Sigló.
- Leó Óla, sannur Siglfirðingur Fullt af skemmtilegum sögum og æðislegum myndum.
Mínir tenglar
- Litlir englar Yndislegust samtök á Íslandi
- Obex lausnir snilld innandyra sem utan. Held að vegagerðin ætti að kynna sér þetta í stað stórhættulegra víra.
- Vinfastur Heimasíða bátasmiðanna.
- Big Fish Games Skemmtileg leikjasíða við allra hæfi. Frí trial í klst.
- Hvalfjarðarsveit Já, ég á heima hér.
- Siglufjörður Hér er ég fædd og uppalin á besta stað á Íslandi.
- My space síðan mín.
Bækur
Bókalisti
Er alæta á bækur nema ástarsögur
-
Er búin að lesa þessar þrjár seríur eftir hann og fannst þær allar skemmtilegar. Svo eru líka til stakar bækur um tvær af aðalhetjunum. Belgarath galdrakarl og Polgöru galdrakvendi.
: Belgariad- Sería--Malloreon-Sería--The Elenium -
Hrikalega skemmtileg spacefantasía, var smástund að átta mig á að hún gerist á annarri plánetu þar sem heiminum er svo snilldarlega lýst að hann hljómar ofur eðlilega.
: Crystal Rain -
Hef virkilega gaman af bókunum hans um Sigma Force gengið, þar sem viðfangsefnið er ætíð eitthvað á trúarlegum eða sögulegum nótum. Rosa spennandi.
: M.a. Map of Bones-Black Order-Judas Strain og Sandstorn -
Frábær sería sem ég gat ekki slitið mig frá. 1.bókin var þýdd á íslensku nú fyrir jólin og heitir Gátt hrafnsins.
: Ravens Gate-Evil Star-Night Rise -
Elska svona bækur
: Holy Blood-Holy Grail -
Frábærar bækur um galdrastrákinn Septimus Heap. Held að þriðja bókin komi út í sumar
: Magyk og Flyte -
Heljarlöng sería, alla vega komnar 12 bækur, ekki búin að lesa þær allar, kaupi þær í slumpum.
: Wheel of Time -
Önnur söguleg skáldsaga um eitthvað trúarlegt. Spennandi bók.
: The Righteous Men -
Ótrúlega fróðleg bók. Les allt sem ég kemst yfir um Maríu Magdalenu.
: The secrets of Maria Magdalena -
Frábærar bækur um meistarþjófinn Locke og kumpána hans. Bók nr. 2 heitir Red Seas under Red Skies.
: The Lies of Locke Lamora -
Sería um drekann Temeraire. Búin að lesa nr 2 og 3 einnig, er að bíða eftir að nr. 4 komi í kilju.
: His Majestys Dragon -
Einnig bók um heim sem ekki er til.
: TUNNELS -
Les mikið af svona bókum, skáldsögur sem eiga sér stað í sögulegum raunveruleika.
: The Templar Legacy -
Frábær um aðra London í samsíða vídd við hina.
: UNLUNDON -
Allir að lesa þessa bók.
: Neverwhere -
Hafði lesið bókina áður en myndin kom. Elska bækurnar hans.
: Stardust
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar