2ja krónu afsláttur olíufélaganna-Er grútmóðguð

Átti leið í Borgarnes í morgun og rak augun í flennistóra auglýsingu eins olíufélaganna um 2ja króna afsláttinn sem eflaust flestir þekkja og miðast við eitt og annað eftir því hjá hvaða olíufélagi það er. Og ég hreinlega ræð ekki við það lengur að í hvert sinn sem sem ég annað hvort heyri eða sé þessar auglýsingar þeirra orðið finnst mér virðingu minni misboðið. Hver olíuverðshækkunin á fætur annarri dynur á manni en aldrei hækka þeir afsláttinn og komast upp með það. Það munar talvert um það hvort þessar 2 krónur eru veittar af 100 kr. eða 150 kr. svo einhver dæmi séu tekin. Og þessi sparnaður sem þessir háu herrar hjá Olíufélögunum þykjast veira að veita kúnnannum er bara orðið grín og lítillækkandi fyrir þá finnst mér fyrst þeir virðast enn ekki farnir að  sjá sóma sinn í að hækka þennan afslátt að neinu leyti til samræmis við verðhækkanirnar sem þeir dúndra yfir okkur látlaust. Eitt félaganna hefur til að mynda auglýst sinn 2ja króna afslátt grimmt í sjónvarpinu og ég get ekki annað en velt fyrir mér hvað hefur orðið af samvisku þessarra háu herra. Tökum eitt lítið dæmi: Þegar bensínlítirinn var í ca 100 kr., þá þýddi þessi 2ja krónu afsláttur 2% afslátt, var jafnvel minni þá en venjulegur staðgreiðsluafsláttur sem tíðkast í dag og er frá 5%-10%. 2% afsláttur finnst mér í það minnsta og ef maður fer að velta fyrir sér allan það sparnað á launakostnaði og öðrum útgjaldaliðum hjá olíufélögunum með því að setja á stofn allar þessar sjálfsafgreiðslustöðvar þá hljóta þeir að hafa einhver tök með að hækka þennan afslátt í að minnsta 5 krónur. 2 króna afsláttur af bensínlitra sem í dag kostar 150 krónur 2 krónur afsláttur af því er 1.3 %. Er þetta ekki orðið svolítið lélegt, allavega særir þetta mína siðferðiskennd. Ég fer og tek 60 lítra af bensíni sem miðað við áðurnefndar 150 kr. kostar þá: 9000 kr Jeij ég fæ 2ja króna afslátt af hverjum 150 kr. lítra borga þar af leiðandi 148 kr. fyrir þessa 60 lítra sem gera þá kr. 8880. Heilar 120 kr. er sparnaðurinn á áfyllinguna á tankinn.  1.3%. Er engum öðrum en mér misboðið þessi niðurlægjandi boð olíufélaganna. ARgh.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bylgja Hafþórsdóttir

Höfundur

Bylgja Hafþórsdóttir
Bylgja Hafþórsdóttir

Er bara ég sjálf. Eineggja tvíburi og stolt af því. Á einnig 5 yndislega yngri bræður.

Nýjustu myndir

  • thorri
  • thootab2
  • thorrab
  • onnur
  • egoghronn
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bækur

Bókalisti

Er alæta á bækur nema ástarsögur

  • David Eddings: Belgariad- Sería--Malloreon-Sería--The Elenium
    Er búin að lesa þessar þrjár seríur eftir hann og fannst þær allar skemmtilegar. Svo eru líka til stakar bækur um tvær af aðalhetjunum. Belgarath galdrakarl og Polgöru galdrakvendi.
    ****
  • Tobias S.Buckell: Crystal Rain
    Hrikalega skemmtileg spacefantasía, var smástund að átta mig á að hún gerist á annarri plánetu þar sem heiminum er svo snilldarlega lýst að hann hljómar ofur eðlilega.
    ****
  • James Rollins: M.a. Map of Bones-Black Order-Judas Strain og Sandstorn
    Hef virkilega gaman af bókunum hans um Sigma Force gengið, þar sem viðfangsefnið er ætíð eitthvað á trúarlegum eða sögulegum nótum. Rosa spennandi.
  • Anthony Horowitz: Ravens Gate-Evil Star-Night Rise
    Frábær sería sem ég gat ekki slitið mig frá. 1.bókin var þýdd á íslensku nú fyrir jólin og heitir Gátt hrafnsins.
    *****
  • Michael Baigent-Richard Leigh-Henry Lincoln: Holy Blood-Holy Grail
    Elska svona bækur
    *****
  • Angie Sage: Magyk og Flyte
    Frábærar bækur um galdrastrákinn Septimus Heap. Held að þriðja bókin komi út í sumar
    ****
  • Robert Jordan: Wheel of Time
    Heljarlöng sería, alla vega komnar 12 bækur, ekki búin að lesa þær allar, kaupi þær í slumpum.
    ****
  • Sam Bourne: The Righteous Men
    Önnur söguleg skáldsaga um eitthvað trúarlegt. Spennandi bók.
    ****
  • Dan Burstein og Arne De Keijzer: The secrets of Maria Magdalena
    Ótrúlega fróðleg bók. Les allt sem ég kemst yfir um Maríu Magdalenu.
    *****
  • Scott Lynch: The Lies of Locke Lamora
    Frábærar bækur um meistarþjófinn Locke og kumpána hans. Bók nr. 2 heitir Red Seas under Red Skies.
  • Naomi Novik: His Majestys Dragon
    Sería um drekann Temeraire. Búin að lesa nr 2 og 3 einnig, er að bíða eftir að nr. 4 komi í kilju.
    *****
  • Roderick Gordon & Brian Williams: TUNNELS
    Einnig bók um heim sem ekki er til.
    ****
  • Steve Berry: The Templar Legacy
    Les mikið af svona bókum, skáldsögur sem eiga sér stað í sögulegum raunveruleika.
    ****
  • China Miewille: UNLUNDON
    Frábær um aðra London í samsíða vídd við hina.
    ****
  • Neil Gaiman: Neverwhere
    Allir að lesa þessa bók.
    *****
  • Neil Gaiman: Stardust
    Hafði lesið bókina áður en myndin kom. Elska bækurnar hans.
    ****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband