Íslensk vegagerð-Hvaðan fá þeir uppskriftina???

Þetta er spurning sem mig hefur oft langað að spyrja hina háu herra hjá vegagerðinni. Víst er að ekki er þetta ein af gömlu góðu uppskriftunum sem maður stal frá mömmu sinni í gamla daga af því uppskriftin sú var sú besta í heimi. Ástæðurnar fyrir þessum pælingum mínum er annars vegar vegurinn sem ég þarf að keyra til að komast heim til mín, Sami vegur liggur að einni af aðal efnisnámu sveitarinnar og daglega keyra hann tugir vörubíla. Eins og tíðarfarið hefur verið frost og þíða tl skiptis þá þolir vegurinn þetta engann veginn og daglega þarf ég að þræða drulluhryggi og mannhæðardjúpar holur. Þið getið ímyndað ykkur útlitið á bílnum mínum eftir að vera búinn að mæta kannski 6 vörubílum, aðra leiðina, sem ausa yfir mann drullunni og ógeðinu, á vegi sem er svo mjór að þeir eiga erfitt með að mætast, Hín ástæðan er sú að nú virðist vera kominn sá árstími þegar mennirnir með skóflurnar koma, held þeir komi með farfuglunum. Nú standa þeir með skóflurnar sínar og fylla í holurnar á þjóðveginum, eina ferðina enn. Þarna eru þeir eins og krakkar í sandkassa og stappa í holurnar með skóflunum. Sömu holurnar ár eftir ár. Ég get ekki að því gert en ég spyr sjálfa mig látlaust að því hvort ekki sé hægt að finna eitthvað endingarbetra efni til að nota við íslenska vegagerð. Hingað til lands leita sérfræðingar alls staðar að úr heiminum til að nýta sér þekkingu okkar á sviði jarðhita og orkumála, svo dæmi séu tekin. Af hverju gætum við ekki leitað til eins og Kanada eða Alaska, einhvers staðar sem býr við svipaðar aðstæður og við að því er mismun á hita og kulda varðar. Verðum við ekki hreinlega að fara að leita út fyrir landsteinana að endingargóðu slitsterku efni ef þeir finna það ekki hér á klakanum til að setja í vegina til að þurfa ekki að vera að þessu klastri ár eftir ár. Smáspotti hér og þar er lagaður en alltaf er einhvers staðar eitthvað skilið eftir. Íslenskir vegir eru ekki nægilega sterkir til að þola alla þá umferð sem um vegi landsins fer. Burðarlagið er iðulega allt of þunnt, virðist alltaf miðast við lágmarkið eða að komast af með sem minnst. 60 cm burðarlag undir veg sem síðan er svo mjór að álagið á hann dreifist allt of lítið er bara ekki nóg. finnst bara að á bæ Vegagerðarinner sé sífellt verið að spara aurinn og kasta krónunni,


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl kæra vinkona.

Ekki eru þetta góðar fréttir og maður er alveg í mínus yfir þessum ósköpum sem þú virðist þurfa að takast á við í gegnum árin. Tek undir með Óskari og systur þinni - þú ferð ekki að gefast upp núna eftir allt sem þú hefur þurft að takast á við þá kemstu í gegnum þetta.

kveðja,

Bjarkey 

Bjarkey (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 09:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bylgja Hafþórsdóttir

Höfundur

Bylgja Hafþórsdóttir
Bylgja Hafþórsdóttir

Er bara ég sjálf. Eineggja tvíburi og stolt af því. Á einnig 5 yndislega yngri bræður.

Nýjustu myndir

  • thorri
  • thootab2
  • thorrab
  • onnur
  • egoghronn
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bækur

Bókalisti

Er alæta á bækur nema ástarsögur

  • David Eddings: Belgariad- Sería--Malloreon-Sería--The Elenium
    Er búin að lesa þessar þrjár seríur eftir hann og fannst þær allar skemmtilegar. Svo eru líka til stakar bækur um tvær af aðalhetjunum. Belgarath galdrakarl og Polgöru galdrakvendi.
    ****
  • Tobias S.Buckell: Crystal Rain
    Hrikalega skemmtileg spacefantasía, var smástund að átta mig á að hún gerist á annarri plánetu þar sem heiminum er svo snilldarlega lýst að hann hljómar ofur eðlilega.
    ****
  • James Rollins: M.a. Map of Bones-Black Order-Judas Strain og Sandstorn
    Hef virkilega gaman af bókunum hans um Sigma Force gengið, þar sem viðfangsefnið er ætíð eitthvað á trúarlegum eða sögulegum nótum. Rosa spennandi.
  • Anthony Horowitz: Ravens Gate-Evil Star-Night Rise
    Frábær sería sem ég gat ekki slitið mig frá. 1.bókin var þýdd á íslensku nú fyrir jólin og heitir Gátt hrafnsins.
    *****
  • Michael Baigent-Richard Leigh-Henry Lincoln: Holy Blood-Holy Grail
    Elska svona bækur
    *****
  • Angie Sage: Magyk og Flyte
    Frábærar bækur um galdrastrákinn Septimus Heap. Held að þriðja bókin komi út í sumar
    ****
  • Robert Jordan: Wheel of Time
    Heljarlöng sería, alla vega komnar 12 bækur, ekki búin að lesa þær allar, kaupi þær í slumpum.
    ****
  • Sam Bourne: The Righteous Men
    Önnur söguleg skáldsaga um eitthvað trúarlegt. Spennandi bók.
    ****
  • Dan Burstein og Arne De Keijzer: The secrets of Maria Magdalena
    Ótrúlega fróðleg bók. Les allt sem ég kemst yfir um Maríu Magdalenu.
    *****
  • Scott Lynch: The Lies of Locke Lamora
    Frábærar bækur um meistarþjófinn Locke og kumpána hans. Bók nr. 2 heitir Red Seas under Red Skies.
  • Naomi Novik: His Majestys Dragon
    Sería um drekann Temeraire. Búin að lesa nr 2 og 3 einnig, er að bíða eftir að nr. 4 komi í kilju.
    *****
  • Roderick Gordon & Brian Williams: TUNNELS
    Einnig bók um heim sem ekki er til.
    ****
  • Steve Berry: The Templar Legacy
    Les mikið af svona bókum, skáldsögur sem eiga sér stað í sögulegum raunveruleika.
    ****
  • China Miewille: UNLUNDON
    Frábær um aðra London í samsíða vídd við hina.
    ****
  • Neil Gaiman: Neverwhere
    Allir að lesa þessa bók.
    *****
  • Neil Gaiman: Stardust
    Hafði lesið bókina áður en myndin kom. Elska bækurnar hans.
    ****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband