Mynd af myglusveppakjallaranum mínum

Var að skoða skýrsluna frá Löggilta matsmanninum sem ég fékk til að koma og taka út húsið á sínum tíma þegar sveppurinn uppgötvaðist. Var hreinlega búin að gleyma hvað í henni stóð og sá því ástæðu til  að rifja það aðeins upp. Skil hreinlega ekki að ekki skuli vera hægt að draga neinn til ábyrgðar nema þann sem seldi okkur húsið á sínum tíma. Ekki var það hann sem byggði það og hann átti það einungis í stuttan tíma. Húsbyggjandinn bjó sjálfur í húsinu alla tíð eða allt þar til hann byggði sér nýtt hús í hverfinu. Vona að það sé betur byggt en húsið mitt. Skoðunarskýrslan er ekki falleg lesning en hún er upp á fjórar blaðsíður alltof löng til að ég birti hana hér nema þá sem viðhengi. Hérna kemur örstuttur úttdráttur úr henni sem segir í rauninni allt sem segja þarf:

"Undirritaður óskaði eftir að grafið verði niður á drenlögn og skoðaður frágangur á lögninni. Þegar lögn var skoðuð var ekki gengið frá henni í samræmi við framangreindateikningu, engin drenmöl og engin tjörupappi. Greinilegt er að ekki hafi verið farið eftir teikningum hönnuðar er varðar frágang á drenlögn, loftrásum í veggjum og þrifalag ekki verið steypt.

Samkvæmt framangreindri skýrslu frá Sylgju Dögg Sigurjónsdóttur er mikið um myglusvepp í húsinu og stafar það án efa að miklu leyti af þeim mikla raka sem er ískriðkjallaranum. "

Við spurðum á sínum tíma hvort ekki væri örugglega drenað í kringum húsið og vorum fullvissuð um að svo væri. Venjulegur leikmaður í húsakaupum fer ekki og heimtar að grafið verður niður á drenið til að fullvissa sig um að það sé sett rétt niður. Ekki vissi ég þá um skaðsemi myglusvepps, vissi varla að hann væri til hvað þá hvernig hann leit út og eftir hverju ætti að leita. Set hér með mynd til glöggvunar. Ég er svo handviss um að einhvers staðar er einhver, annað hvort lítið barn, eða viðkkvæmur einstaklingur, en börn eru sérstaklega viðkvæm fyrir þessum óþverra, sem er sífellt lasinn án þess að nokkur skýring finnist á veikindunum. Barn sem allir halda að sé etv. með astma, barn sem er sífellt stíflað og slappt og einhverju allt öðru en myglusvepp kennt um. Varð að setja myndina inn sem skrá. Er hér fyrir neðan.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bylgja Hafþórsdóttir

Höfundur

Bylgja Hafþórsdóttir
Bylgja Hafþórsdóttir

Er bara ég sjálf. Eineggja tvíburi og stolt af því. Á einnig 5 yndislega yngri bræður.

Nýjustu myndir

  • thorri
  • thootab2
  • thorrab
  • onnur
  • egoghronn
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bækur

Bókalisti

Er alæta á bækur nema ástarsögur

  • David Eddings: Belgariad- Sería--Malloreon-Sería--The Elenium
    Er búin að lesa þessar þrjár seríur eftir hann og fannst þær allar skemmtilegar. Svo eru líka til stakar bækur um tvær af aðalhetjunum. Belgarath galdrakarl og Polgöru galdrakvendi.
    ****
  • Tobias S.Buckell: Crystal Rain
    Hrikalega skemmtileg spacefantasía, var smástund að átta mig á að hún gerist á annarri plánetu þar sem heiminum er svo snilldarlega lýst að hann hljómar ofur eðlilega.
    ****
  • James Rollins: M.a. Map of Bones-Black Order-Judas Strain og Sandstorn
    Hef virkilega gaman af bókunum hans um Sigma Force gengið, þar sem viðfangsefnið er ætíð eitthvað á trúarlegum eða sögulegum nótum. Rosa spennandi.
  • Anthony Horowitz: Ravens Gate-Evil Star-Night Rise
    Frábær sería sem ég gat ekki slitið mig frá. 1.bókin var þýdd á íslensku nú fyrir jólin og heitir Gátt hrafnsins.
    *****
  • Michael Baigent-Richard Leigh-Henry Lincoln: Holy Blood-Holy Grail
    Elska svona bækur
    *****
  • Angie Sage: Magyk og Flyte
    Frábærar bækur um galdrastrákinn Septimus Heap. Held að þriðja bókin komi út í sumar
    ****
  • Robert Jordan: Wheel of Time
    Heljarlöng sería, alla vega komnar 12 bækur, ekki búin að lesa þær allar, kaupi þær í slumpum.
    ****
  • Sam Bourne: The Righteous Men
    Önnur söguleg skáldsaga um eitthvað trúarlegt. Spennandi bók.
    ****
  • Dan Burstein og Arne De Keijzer: The secrets of Maria Magdalena
    Ótrúlega fróðleg bók. Les allt sem ég kemst yfir um Maríu Magdalenu.
    *****
  • Scott Lynch: The Lies of Locke Lamora
    Frábærar bækur um meistarþjófinn Locke og kumpána hans. Bók nr. 2 heitir Red Seas under Red Skies.
  • Naomi Novik: His Majestys Dragon
    Sería um drekann Temeraire. Búin að lesa nr 2 og 3 einnig, er að bíða eftir að nr. 4 komi í kilju.
    *****
  • Roderick Gordon & Brian Williams: TUNNELS
    Einnig bók um heim sem ekki er til.
    ****
  • Steve Berry: The Templar Legacy
    Les mikið af svona bókum, skáldsögur sem eiga sér stað í sögulegum raunveruleika.
    ****
  • China Miewille: UNLUNDON
    Frábær um aðra London í samsíða vídd við hina.
    ****
  • Neil Gaiman: Neverwhere
    Allir að lesa þessa bók.
    *****
  • Neil Gaiman: Stardust
    Hafði lesið bókina áður en myndin kom. Elska bækurnar hans.
    ****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband