24.3.2008 | 08:39
Sunnudagsskreppur....til Ísafjarðar. Sumir eru bilaðri en aðrir!!!
Það þarf ekkert að vera klikkaður til að vera ég en það vissulega hjálpar því um 10 leytið í gærmorgun fékk ég þá snilldarhugmynd að "skjótast" til Ísafjarðar og í góðmennsku minni bauð ég karlinum með. Honum finnst svo gaman að keyra þessari elsku, þar sem hann vinnur við það alla daga he he. Erindið sem við áttum á Ísafjörð var nú ekki merkilegt en málið er að þar vissum við af húsi sem er eins og það sem okkur langar til að byggja á lóðinni niðrá Hagamel. Og því ekki að skutlast til að sjá húsið með eigin augum og etv. taka nokkrar myndir til að eiga. Hellti upp á handa mér til að hafa á leiðinni og svo vvar lagt í hann. Nestuðum okkur svo í Borgarnesi fyrir þann 400 km bíltúr sem framundan var, hvað er það á milli vina. Veðrið var yndislegt alla leiðina sól og blíða og það verður að segjast að Vestfirðirnir skörtuðu sínu fegursta. Fannst þeir jafnvel fallegri en að sumarlagi. Ferðin gekk að óskum og við fundum húsið strax en... það var bara enginn heima svo lítið annað hægt að gera en að laumast með myndavélina, eins og þjófur að nóttu, og smella af nokkrum myndum. Elskulegu húseigendur, vona að okkur sé fyrirgefið. En það var dálítið hjákátlegt að taka nokkrar myndir og keyra svo bara hina 400 km leið til baka aftur svo við bættum aðeins við bíltúrinn og brenndum á Þingeyri og skoðuðum okkur um þar. Og svo var lagt af stað heim á leið. Pissuðum á Ísafirði, sem betur fer áður en við lögðum af stað, vorum komin á Hólmavík kl.. rúmlega 8 og átti að tæma kaffifulla blöðruna þar en nei, allt lokað og læst, kannski ekki við öðru að búast á Páskadag, þannig að allt var sett á fullt til að komast í Brú áður en frúin spryngi, jafn seinheppin þar, allt lokað og læst. Við það að komast að því hafði túrinn nú breyst í spennusögu, skyldi frúin ná að halda í sér í Borgarnes. Nei, hún gafst upp í Norðurárdalnum og þar var stoppað og látið vaða oní skurð. Eins gott, því þegar í Borgarnes var komið kl. tæplega hálfellefu var allt lokað þar líka, þrátt fyrir að á hurðinni væri auglýstur opnunartími til 11. Eins gott að gera ráð fyrir svona aðstæðum þegar næst verður farið í skreppitúr á hátíðisdegi. Hafa með handþurrkur og WC pappír til að geta skvett úr blöðrunni úti. En þetta var nú bara útúrdúr. Vorum komin heim um 11 leytið og það verður að segjast að ég var orðin ansi aum í botnstykkinu eftir að sitja í bílnum í 13 klukkutíma. En þetta var samt gaman og við fáum stundum svona fáranlegar hugdettur og framfylgjum þeim. Okkar tími saman.
Um bloggið
Bylgja Hafþórsdóttir
Nýjustu færslur
- Einstefnuhugsunarháttur!
- Ætli það verði hægt að .......
- Nei, nú er mín kjaftstopp. Eru þetta hálfvitar???
- Þorrablót KKS á Sigló-Bara gaman
- Menn og konur. -KAFFI- Konur og menn.
- Í Noregi er sí-ungur maður sem....
- Jei, einhver með viti!!!
- Í dag er mikilvægur dagur!!!
- Að vera Siglfirðingur og....
- OBEX-LAUSNIR bjóða nú þegar.....
Tenglar
Frábærir bloggarar
- Hertoginn af Gautlandi Gauti frændi á Sigló.
- Leó Óla, sannur Siglfirðingur Fullt af skemmtilegum sögum og æðislegum myndum.
Mínir tenglar
- Litlir englar Yndislegust samtök á Íslandi
- Obex lausnir snilld innandyra sem utan. Held að vegagerðin ætti að kynna sér þetta í stað stórhættulegra víra.
- Vinfastur Heimasíða bátasmiðanna.
- Big Fish Games Skemmtileg leikjasíða við allra hæfi. Frí trial í klst.
- Hvalfjarðarsveit Já, ég á heima hér.
- Siglufjörður Hér er ég fædd og uppalin á besta stað á Íslandi.
- My space síðan mín.
Bækur
Bókalisti
Er alæta á bækur nema ástarsögur
-
Er búin að lesa þessar þrjár seríur eftir hann og fannst þær allar skemmtilegar. Svo eru líka til stakar bækur um tvær af aðalhetjunum. Belgarath galdrakarl og Polgöru galdrakvendi.
: Belgariad- Sería--Malloreon-Sería--The Elenium -
Hrikalega skemmtileg spacefantasía, var smástund að átta mig á að hún gerist á annarri plánetu þar sem heiminum er svo snilldarlega lýst að hann hljómar ofur eðlilega.
: Crystal Rain -
Hef virkilega gaman af bókunum hans um Sigma Force gengið, þar sem viðfangsefnið er ætíð eitthvað á trúarlegum eða sögulegum nótum. Rosa spennandi.
: M.a. Map of Bones-Black Order-Judas Strain og Sandstorn -
Frábær sería sem ég gat ekki slitið mig frá. 1.bókin var þýdd á íslensku nú fyrir jólin og heitir Gátt hrafnsins.
: Ravens Gate-Evil Star-Night Rise -
Elska svona bækur
: Holy Blood-Holy Grail -
Frábærar bækur um galdrastrákinn Septimus Heap. Held að þriðja bókin komi út í sumar
: Magyk og Flyte -
Heljarlöng sería, alla vega komnar 12 bækur, ekki búin að lesa þær allar, kaupi þær í slumpum.
: Wheel of Time -
Önnur söguleg skáldsaga um eitthvað trúarlegt. Spennandi bók.
: The Righteous Men -
Ótrúlega fróðleg bók. Les allt sem ég kemst yfir um Maríu Magdalenu.
: The secrets of Maria Magdalena -
Frábærar bækur um meistarþjófinn Locke og kumpána hans. Bók nr. 2 heitir Red Seas under Red Skies.
: The Lies of Locke Lamora -
Sería um drekann Temeraire. Búin að lesa nr 2 og 3 einnig, er að bíða eftir að nr. 4 komi í kilju.
: His Majestys Dragon -
Einnig bók um heim sem ekki er til.
: TUNNELS -
Les mikið af svona bókum, skáldsögur sem eiga sér stað í sögulegum raunveruleika.
: The Templar Legacy -
Frábær um aðra London í samsíða vídd við hina.
: UNLUNDON -
Allir að lesa þessa bók.
: Neverwhere -
Hafði lesið bókina áður en myndin kom. Elska bækurnar hans.
: Stardust
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvernær er svo áætlað að nýja húsið komi og hægt verði að reisa það? það er alveg ferlegt að horfa á heimilið ykkar sem holu í jörðinni og já þetta með pisseríið hehehehe ég á einmitt dóttir sem að getur lagt á sig ómældar þjáningar tímunum saman áður en að náttúrann fær að njóta veiganna hehe (þú þekkir hana kanski) spurning um að hafa samband við Lisu Nowak geimfara hún keyrði víst rúma 1500km með bleyjuna sína
Baráttukveðjur
Hólmar
Hólmar (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 09:19
Hí hí þú ert alveg frábær. En nýjasta dagsetningin er 17. apríl og við verðum bara að reyna að töfra fram milljónirnar sem vantar til að geta leyst það úr tolli. Já. Það var sko eins gott að daman var ekki með. Ekkert ferðaklósett í Subaru eins og húsbílnum he, he.
Bylgja Hafþórsdóttir, 24.3.2008 kl. 09:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.