Hugarflug um framtíðaruppbyggingu íslenska nútímasamfélagsins!

Í bíltúrnum langa í gær gafst góður tími til að láta hugann reika og við að keyra þessa leið vöknuðu upp alls kyns vangaveltur um íslenskt samfélag, uppbyggingu þess og hvert það stefnir. Eitt af því sem ég spurði sjálfa mig að var hvort það gæti verið að við, núlifandi kynslóðir Íslendinga, værum að upplifa álíka kaflaskil í íslensku þjóðlífi og þegar bændasamfélagið flosnaði upp á sínum tíma og allir fluttu á mölinu. Þegar aðalatvinnuvegurinn var ekki lengur landbúnaður heldur fiskvinnsla. Og þar af leiðandi hvort við gætum mögulega verið á rangri braut hvað varðar framtíð þeirra fjölmörgu kaupstaða, kauptúna og smábæja sem urðu til á þessum tíma. Er sagan ekki að endurtaka sig og knýja okkur þannig til að taka stærri stökk í átt að framtíðinni. Stjórnmálamennirnir okkar tala sífellt um byggðastefnu til handa þessum stöðum en orð gera ekki mikið ein og sér. Mér finnst bara orðið augljóst að sú byggðastefna sem þeir höfðu hugsað sér gengur ekki upp og löngu orðið tímabært að gera þá eitthvað annað. Ekki leyfa þeim sem stjórna okkar blessaða landi að komast upp með að þegja staðreyndirnar í hel og vona að landinn láti sér á sama standa. Á sífellt fleiri stöðum er gerð sú krafa að fá framhaldsskóla á svæðið sem er vissulega gott mál. En... eins og atvinnuástandið  er úti á landi og ekkert nýtt gerist í þeim efnum er þá ekki bara verið að fresta því óumflýjanlega um 4 ár, þ.e. að unga fólkið fari í burtu og eldri kynslóðin sitji eftir. Ekki geta allir þeir unglingar sem kjósa að mennta sig við nýja framhaldsskólann fengið vinnu við kennslu við sama skóla þegar þeir útskrifast. Vantar ekki inn í þetta dæmi annað stórt skref til að þessir krakkar hafi þann möguleika að stofna fjölskyldu og geta búið á heimaslóðum. Eins og staðan er í dag þá býr stærstur hluti íslensku þjóðarinnar í Reykjavík eða í um 100 km radíus frá henni. Er ekki sá tími runninn upp að gera þurfi byltingu í samgöngumálum á þann hátt að mögulegt sé að byggja landsbyggðina upp á sama hátt og á suðversturhorninu. Þ.e að ákveðnir bæir verði miðpunktur atvinnu, verslunar og þjónustu bæjanna í kring og fólk sæki sína vinnu þangað eins og gert er hér fyrir sunnan. Akureyri t.a.m. fyrir Norðurlandið sem ekki er svo fjarlægur möguleiki lengur með tilkomu Héðinsfjarðar- og Vaðlaheiðarganga. Egilsstaðir t.d. fyrir austurland o.s.frv. Þannig þyrftu landsmenn ekki sífellt að vera að æða suður til að leita eftir þjónustu sem ekki er til staðar heima fyrir. Við verðum að gera fleiri göng og búa þannig um að sú litla fiskvinnsla sem eftir er í landinu verði flutt til þeirra staða á landinu sem ekki eiga möguleika á að byggja upp sitt samfélag í kringum sinn höfuðstað. Slíkir staðir eru líka skemmtilegur kostur fyrir þá sem vilja eiga sumarhús. Í stað þess að drita niður sumarhúsahverfum á hverjum einasta græna blett sem fyrrfinnst á landinu,  rotþrjóm og öllu sem þeim fylgir, gæti fólk keypt sér hús í litlum þéttbýlisstað, hús þar sem allt er fyrir hendi og notað sem sumarhús. Finnst líka bara svo blóðugt að fiskvinnsla stærsti atvinnugjafinn sé nær öll komin á suðvesturhornið eins og allt annað. Við verðum að gera fleiri göng, eyða peningum til að hafa einhverja möguleika á að halda íslensku samfélagi í sama gæðaflokki og það er í í dag, Horfumst í augu við staðreyndir og staðreyndin er sú að íslenskt samfélag kemur ekki til með að funkera áfram eins og það er uppbyggt í dag. Er ekki löngu kominn tími á að íslensk stórnvöld gerist nú einu sinni stórhuga og breyti sínum aðhalds- sparnaðarhugsunarhætti til að tryggja stöðu Íslands til framtíðar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bylgja Hafþórsdóttir

Höfundur

Bylgja Hafþórsdóttir
Bylgja Hafþórsdóttir

Er bara ég sjálf. Eineggja tvíburi og stolt af því. Á einnig 5 yndislega yngri bræður.

Nýjustu myndir

  • thorri
  • thootab2
  • thorrab
  • onnur
  • egoghronn
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bækur

Bókalisti

Er alæta á bækur nema ástarsögur

  • David Eddings: Belgariad- Sería--Malloreon-Sería--The Elenium
    Er búin að lesa þessar þrjár seríur eftir hann og fannst þær allar skemmtilegar. Svo eru líka til stakar bækur um tvær af aðalhetjunum. Belgarath galdrakarl og Polgöru galdrakvendi.
    ****
  • Tobias S.Buckell: Crystal Rain
    Hrikalega skemmtileg spacefantasía, var smástund að átta mig á að hún gerist á annarri plánetu þar sem heiminum er svo snilldarlega lýst að hann hljómar ofur eðlilega.
    ****
  • James Rollins: M.a. Map of Bones-Black Order-Judas Strain og Sandstorn
    Hef virkilega gaman af bókunum hans um Sigma Force gengið, þar sem viðfangsefnið er ætíð eitthvað á trúarlegum eða sögulegum nótum. Rosa spennandi.
  • Anthony Horowitz: Ravens Gate-Evil Star-Night Rise
    Frábær sería sem ég gat ekki slitið mig frá. 1.bókin var þýdd á íslensku nú fyrir jólin og heitir Gátt hrafnsins.
    *****
  • Michael Baigent-Richard Leigh-Henry Lincoln: Holy Blood-Holy Grail
    Elska svona bækur
    *****
  • Angie Sage: Magyk og Flyte
    Frábærar bækur um galdrastrákinn Septimus Heap. Held að þriðja bókin komi út í sumar
    ****
  • Robert Jordan: Wheel of Time
    Heljarlöng sería, alla vega komnar 12 bækur, ekki búin að lesa þær allar, kaupi þær í slumpum.
    ****
  • Sam Bourne: The Righteous Men
    Önnur söguleg skáldsaga um eitthvað trúarlegt. Spennandi bók.
    ****
  • Dan Burstein og Arne De Keijzer: The secrets of Maria Magdalena
    Ótrúlega fróðleg bók. Les allt sem ég kemst yfir um Maríu Magdalenu.
    *****
  • Scott Lynch: The Lies of Locke Lamora
    Frábærar bækur um meistarþjófinn Locke og kumpána hans. Bók nr. 2 heitir Red Seas under Red Skies.
  • Naomi Novik: His Majestys Dragon
    Sería um drekann Temeraire. Búin að lesa nr 2 og 3 einnig, er að bíða eftir að nr. 4 komi í kilju.
    *****
  • Roderick Gordon & Brian Williams: TUNNELS
    Einnig bók um heim sem ekki er til.
    ****
  • Steve Berry: The Templar Legacy
    Les mikið af svona bókum, skáldsögur sem eiga sér stað í sögulegum raunveruleika.
    ****
  • China Miewille: UNLUNDON
    Frábær um aðra London í samsíða vídd við hina.
    ****
  • Neil Gaiman: Neverwhere
    Allir að lesa þessa bók.
    *****
  • Neil Gaiman: Stardust
    Hafði lesið bókina áður en myndin kom. Elska bækurnar hans.
    ****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 145712

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband