Skoðunarskýrsla löggilts matsmanns vegna Myglusveppahússins

Sé mig knúna til að setja skýrsluna hér inn á bloggið mitt því einhver umræða virðist vera komin af stað um að etv. hefðum við ekkert þurft að rífa húsið. En hvað var annað hægt að gera þegar undirstaða hússins var ónýt ekki gátum við sett það á loftpúða. Ræddum um að reyna að rífa bara innan úr því og steypa í það plötu og byggja það upp að nýju að innan. En við bara þorðum ekki að fara út í einhverjar milljónabreytingar sem ef til vill hefðu svo ekki gert neitt gagn, þar sem myglusveppurinn var líka í útveggjum hússins. Reyndum allt annað áður, úðuðum allt með eitri, gerðum þessi loftræstigöt sem vantaði og settum viftu í sökkulinn sem loftskipti inni  í kjallaranum 5 sinnum á klukkustund en allt án árangurs. Það rífur enginn húsið sitt og hendir því sem honum er kært bara til að henda því. Maðurinn minn kærir sig ekki um athygli fjölmiðla og því tók ég það að mér. Hann lét sig viljandi hverfa þegar fréttamaðurinn kom og þess vegna er bara talað um mig. Það er að hans eigin ósk.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elísabet Sóley Stefánsdóttir

OMG Bylgja, eins og ég þekki manninn þinn þá myndi hann ALDREI fást til að fara í viðtal í TV, og er ég bara ótrúlega stollt af þér að geta þetta.   En OMG ég er ekki að skilja svona, sumir þurfa bara alltaf að setja út á aðra, hef ekki séð þessa umræðu en ekki lesa svona og alls ekki láta þetta hafa áhrif á þig

KNÚS OG KRAM!!!

Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 26.3.2008 kl. 11:06

2 Smámynd: Sölvi Breiðfjörð

Komdu sæl Bylgja mig þykir mjög leitt hvernig er komið fyrir ykkur, ég hef alltaf sagt að þeir sem eru með allar tryggingar í lagi eigi að fá til baka ef eitthvað kemur fyrir hjá þeim, hversu ómerkilegt það er sem kemur fyrir, en ég get ekki vorkennt þeim sem ekki eru tryggðir, þar sem þið voruð vel tryggð finnst mér sjálfsagt að þið ættuð að fá þetta borgað frá tryggingunum.  Ef einhver á rétt á hjálparreikni þá eru það þið sem eruð með allt á hreinu en ekki þeir sem ekki eru tryggðir. Megi ykkur ganga allt í haginn í framtíðinni.

Sölvi Breiðfjörð , 26.3.2008 kl. 11:37

3 Smámynd: Elísabet Sóley Stefánsdóttir

Sammála þér Sölvi, hugsið þetta aðeins Bylgja mín...  

Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 26.3.2008 kl. 12:13

4 identicon

Hvernig væri nú að fólk tæki sig til og sendi tölvupóst, allir sem einn, á Tryggingarmiðstöðin þar sem þeir eru hvattir til að bæta tjónið. Rökin sem þeir notuðu voru að mig minnir að þar sem uppruni skemmda væri undir húsinu en ekki í húsinu þá væru þetta ekki þeirra að bæta. "EF ÞÚ ERT TRYGGÐUR ÞÁ FÆRÐU ÞAÐ BÆTT" <<<HA HA>>>>

didda (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 13:54

5 Smámynd: Elísabet Sóley Stefánsdóttir

Bylgja, viltu senda mér tölvupóst elisstef@khi.is eða adda mér á msn elistef_@hotmail.com

Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 26.3.2008 kl. 14:10

6 Smámynd: Elísabet Sóley Stefánsdóttir

kíkjið á bloggið mitt, er komin með reikningsnúmerið.  Stöndum öll saman. 

Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 26.3.2008 kl. 23:41

7 identicon

Mikið rosalega þykkir mér leiðinlegt hvernig fór fyrir ykkur ...

ég horfði á þig í sjónvarpinu flott takk fyrir að hafa komið þar fram annars hefði ég aldrei lesid mig til um myglusveppinn

ég og börnin mín það eru búin að vera stanslaus veikindi hérna í sirka 2 ár  var sjálf að koma frá lækni og hann vissi ekkert ,,

en nú er ég ekki frá því að þetta getur allveg verið myglusveppur einhverstaðar

við erum með megnið af öllum þessum einkennum! hef búið í þessari íbúð í 4 ár síðustu ár 2-3 hafa verið helvíti .. veikindi og aftur veikindi ..

Þakka þér en og aftur fyrir að hafa vakið mig til umhugsunar og þennan fróðleik

kv Sigga

mustico@hotmail.com

Sigga (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 02:38

8 identicon

Helga (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 14:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bylgja Hafþórsdóttir

Höfundur

Bylgja Hafþórsdóttir
Bylgja Hafþórsdóttir

Er bara ég sjálf. Eineggja tvíburi og stolt af því. Á einnig 5 yndislega yngri bræður.

Nýjustu myndir

  • thorri
  • thootab2
  • thorrab
  • onnur
  • egoghronn
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bækur

Bókalisti

Er alæta á bækur nema ástarsögur

  • David Eddings: Belgariad- Sería--Malloreon-Sería--The Elenium
    Er búin að lesa þessar þrjár seríur eftir hann og fannst þær allar skemmtilegar. Svo eru líka til stakar bækur um tvær af aðalhetjunum. Belgarath galdrakarl og Polgöru galdrakvendi.
    ****
  • Tobias S.Buckell: Crystal Rain
    Hrikalega skemmtileg spacefantasía, var smástund að átta mig á að hún gerist á annarri plánetu þar sem heiminum er svo snilldarlega lýst að hann hljómar ofur eðlilega.
    ****
  • James Rollins: M.a. Map of Bones-Black Order-Judas Strain og Sandstorn
    Hef virkilega gaman af bókunum hans um Sigma Force gengið, þar sem viðfangsefnið er ætíð eitthvað á trúarlegum eða sögulegum nótum. Rosa spennandi.
  • Anthony Horowitz: Ravens Gate-Evil Star-Night Rise
    Frábær sería sem ég gat ekki slitið mig frá. 1.bókin var þýdd á íslensku nú fyrir jólin og heitir Gátt hrafnsins.
    *****
  • Michael Baigent-Richard Leigh-Henry Lincoln: Holy Blood-Holy Grail
    Elska svona bækur
    *****
  • Angie Sage: Magyk og Flyte
    Frábærar bækur um galdrastrákinn Septimus Heap. Held að þriðja bókin komi út í sumar
    ****
  • Robert Jordan: Wheel of Time
    Heljarlöng sería, alla vega komnar 12 bækur, ekki búin að lesa þær allar, kaupi þær í slumpum.
    ****
  • Sam Bourne: The Righteous Men
    Önnur söguleg skáldsaga um eitthvað trúarlegt. Spennandi bók.
    ****
  • Dan Burstein og Arne De Keijzer: The secrets of Maria Magdalena
    Ótrúlega fróðleg bók. Les allt sem ég kemst yfir um Maríu Magdalenu.
    *****
  • Scott Lynch: The Lies of Locke Lamora
    Frábærar bækur um meistarþjófinn Locke og kumpána hans. Bók nr. 2 heitir Red Seas under Red Skies.
  • Naomi Novik: His Majestys Dragon
    Sería um drekann Temeraire. Búin að lesa nr 2 og 3 einnig, er að bíða eftir að nr. 4 komi í kilju.
    *****
  • Roderick Gordon & Brian Williams: TUNNELS
    Einnig bók um heim sem ekki er til.
    ****
  • Steve Berry: The Templar Legacy
    Les mikið af svona bókum, skáldsögur sem eiga sér stað í sögulegum raunveruleika.
    ****
  • China Miewille: UNLUNDON
    Frábær um aðra London í samsíða vídd við hina.
    ****
  • Neil Gaiman: Neverwhere
    Allir að lesa þessa bók.
    *****
  • Neil Gaiman: Stardust
    Hafði lesið bókina áður en myndin kom. Elska bækurnar hans.
    ****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband