9.4.2008 | 23:49
Vegagerðin og sá fornaldarhugsunarháttur sem þar virðist ráða.
Oft áður hef ég tjáð mig um Vegagerðina hér inni og orðið all skýrt að ég hef ekki mikið álit í karlinum sem þar stendur í brúnni og held í þá veiku von að Kristján Möller detti ekki ofan í hítina með þeim og bara leyfi þeim að stjórna framvindu og þróun samgangna á okkar Ísakalda landi. Eftir að hafa lesið um enn eitt slysið á Reykjanesbrautinni þá bara er mér nóg boðið. Það er ekki endalaust hægt að kenna um ofsaakstri eða öðrum glæfraskap. Það verður að fara að skoða málin frá réttu sjónarhorni og aðstæður þarna eru ekki nokrum manni bjóðandi hvort sem þeir kjósa að fara varlega eða ekki. Þetta á ekki að þurfa að vera svona og hvað mánuð eftir mánuð. Nauðsyn brýtur lög og virðingarleysið sem mér finnst þeir sýna samborgurum sínum með þessu háttalagi er fyrir neðan allar hellur. Við höfum öll rétt á og ég geri hreinlega þá kröfu til samgönguyfirvalda að þetta verði lagað og það strax. Umferðarstofa hefur barist með kjafti og klóm en fyrir daufum eyrum, Mikilmennsubrjálæðið í þessum háu herrum er svo gríðarlegt að þeim finnst þeir ekki þurfa að hlusta á neinn. Við stjórnum ha ha, við erum sko bossarnir. Fornaldarhugsunarhátturinn hjá þeim minnir mig bara á þegar bændurnir mótmæltu komu símans á sínum tíma. Fannst hann sko alger óþarfi. Er þetta staðreyndin með Vegamálayfirvöld, finnst þeim alger óþarfi að byggja upp og bjóða upp á mannsæmandi vegi um landið. Finnst þeim þetta kannski bara frekja í okkur sem höfum skrölt malarslóða í tugi ára og gerum enn. Ísland og Íslendingar hafa alla burði til að verða þjóð hátækni og hér er fullt af góðu fólki sem ber framtíð landsins okkar fyrir brjósti og hefur skýra framtíðarsýn því til handa. En það gengur ekki hér hjá okkur frekar en öðrum að byrja á þakinu. Við verðum fyrst að byggja sterka, trausta undirstöðu undir það land sem við viljum að Ísland verði og það þýðir góðir vegir, tryggar samgöngur, og aðstöðu til að hægt sé keyra miðað við aðstæður. Sumir kjósa að keyra hratt, og þá verður að vera til akrein fyrir þá, aðrir keyra löturhægt og skapa þannig stórhættu í umferðinn, með hvatningu til framúraksturs, þannig að það gefur augaleið að það gengur ekkert upp að hafa sömu akrein fyrir báða. Svo eru það að sjálfsögðu öll þungaumerðin, hvernig er hægt að bjóða fólki upp á að eiga á hættu að fá yfir sig heilu vörubílsfarmana. Að sjálfsögðu eiga að vera til sér akreinar fyrir þá og aðrar vinnuvélar svo þeir þurfi ekki að vera ergja annað fólk í umferðinni. Hvernig er svo með reglugerðina hjá EES, þar sem segir að vegagerðin eigi að skila vegunun hálkufríum fyrir ákveðinn tíma á morgnan. Þeir gera að sjálfsögðu ekkert með það, munur að geta pikkað svona úr þessum reglugerðum eftir behag. Svo rýna þeir í þessar sömu reglugerðir til að finna fleiri og fleiri leiðir til að geta sektað atvinnubílstjóra. Allt kostar þetta peninga en ég vilfrekar að skattpeningum okkar sé eytt í þetta en að reyna að koma öllum þeim óheppnu einstaklingum sem slösuðust eða létust vegna ófullnægjndi vega og fyrirbyggja þannig þann ósanngjarna fórnunarkostnað. Verðum að hætta að kasta krónunni og spara aurinn. Fáum fleiri einkaaðila í lið með okkur, einkaaðila sem hafa margra ára reynslu og hægt er að treysta og leyfum vegagerðinni ekki lengur að komast upp með að taka fyrirfram dauðadæmdum tilboðum og setja þannig fjölda undirverktaka á hausinn óbeint með því að velja vanhæfan mannskap í að vinna verkin fyrir sig, bara til að spara nokkrar krónur. Sparnaður sá er orðinn alltof dýr.
Um bloggið
Bylgja Hafþórsdóttir
Nýjustu færslur
- Einstefnuhugsunarháttur!
- Ætli það verði hægt að .......
- Nei, nú er mín kjaftstopp. Eru þetta hálfvitar???
- Þorrablót KKS á Sigló-Bara gaman
- Menn og konur. -KAFFI- Konur og menn.
- Í Noregi er sí-ungur maður sem....
- Jei, einhver með viti!!!
- Í dag er mikilvægur dagur!!!
- Að vera Siglfirðingur og....
- OBEX-LAUSNIR bjóða nú þegar.....
Tenglar
Frábærir bloggarar
- Hertoginn af Gautlandi Gauti frændi á Sigló.
- Leó Óla, sannur Siglfirðingur Fullt af skemmtilegum sögum og æðislegum myndum.
Mínir tenglar
- Litlir englar Yndislegust samtök á Íslandi
- Obex lausnir snilld innandyra sem utan. Held að vegagerðin ætti að kynna sér þetta í stað stórhættulegra víra.
- Vinfastur Heimasíða bátasmiðanna.
- Big Fish Games Skemmtileg leikjasíða við allra hæfi. Frí trial í klst.
- Hvalfjarðarsveit Já, ég á heima hér.
- Siglufjörður Hér er ég fædd og uppalin á besta stað á Íslandi.
- My space síðan mín.
Bækur
Bókalisti
Er alæta á bækur nema ástarsögur
-
Er búin að lesa þessar þrjár seríur eftir hann og fannst þær allar skemmtilegar. Svo eru líka til stakar bækur um tvær af aðalhetjunum. Belgarath galdrakarl og Polgöru galdrakvendi.
: Belgariad- Sería--Malloreon-Sería--The Elenium -
Hrikalega skemmtileg spacefantasía, var smástund að átta mig á að hún gerist á annarri plánetu þar sem heiminum er svo snilldarlega lýst að hann hljómar ofur eðlilega.
: Crystal Rain -
Hef virkilega gaman af bókunum hans um Sigma Force gengið, þar sem viðfangsefnið er ætíð eitthvað á trúarlegum eða sögulegum nótum. Rosa spennandi.
: M.a. Map of Bones-Black Order-Judas Strain og Sandstorn -
Frábær sería sem ég gat ekki slitið mig frá. 1.bókin var þýdd á íslensku nú fyrir jólin og heitir Gátt hrafnsins.
: Ravens Gate-Evil Star-Night Rise -
Elska svona bækur
: Holy Blood-Holy Grail -
Frábærar bækur um galdrastrákinn Septimus Heap. Held að þriðja bókin komi út í sumar
: Magyk og Flyte -
Heljarlöng sería, alla vega komnar 12 bækur, ekki búin að lesa þær allar, kaupi þær í slumpum.
: Wheel of Time -
Önnur söguleg skáldsaga um eitthvað trúarlegt. Spennandi bók.
: The Righteous Men -
Ótrúlega fróðleg bók. Les allt sem ég kemst yfir um Maríu Magdalenu.
: The secrets of Maria Magdalena -
Frábærar bækur um meistarþjófinn Locke og kumpána hans. Bók nr. 2 heitir Red Seas under Red Skies.
: The Lies of Locke Lamora -
Sería um drekann Temeraire. Búin að lesa nr 2 og 3 einnig, er að bíða eftir að nr. 4 komi í kilju.
: His Majestys Dragon -
Einnig bók um heim sem ekki er til.
: TUNNELS -
Les mikið af svona bókum, skáldsögur sem eiga sér stað í sögulegum raunveruleika.
: The Templar Legacy -
Frábær um aðra London í samsíða vídd við hina.
: UNLUNDON -
Allir að lesa þessa bók.
: Neverwhere -
Hafði lesið bókina áður en myndin kom. Elska bækurnar hans.
: Stardust
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góð grein hjá þér skvís
En svo að svona lesblindu kerling eins og ég geti lesið bloggið þitt án þess að kopera það í word haha þá vil ég endilega biðja þig að setja smá greinaskil inná milli hahaha, furðuleg ábending ég veit..... ég barasta get ekki lesið svona flottan pistil hjá þér nema að fá smá kaflaskil hehe fer alltaf línuvilt,orðavilt o.s.frv. fötlun já ég veit!!!
knús og kram
Elísabet
Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 10.4.2008 kl. 01:05
Hæ kæra vinkona
Já fínn pistill. Mikið væri gaman ef þú gætir skotist yfir. Ég er búin að flækjast svo mikið að ég get eiginlega ekki meir. Verð heima eftir kl. 15 í dag en þarf að fara á námskeið í sveitarstjórnarrétti á morgun eftir matinn en þá ert þú líka á leið suður er það ekki?
Endilega.....
Bið að heilsa liðinu í austurbænum
Kveðja úr vesturbænum
Bjarkey (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 08:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.