Að gera hlutina af alúð er vinna sem gefur til baka!

Klukkan er níu þennan fimmtudagsmorgun og hér í Siglufirði kyngir niður snjónum eins og svo oft áður. En það er tiltölulega hlýtt og stillt svo það gerir bara ekkert til. Siglufjörður er og verður snjóþungur og margan skaflinn hefur maður klofað í gegnum árin til að komast leiðar sinnar og kippir sér ekki mikið upp við smá hríðarhraglanda.

En tilefni þessara skrifa minna er ekki snjókoman þennan mæta morgun heldur mamma mín og heimilið sem hún hefur búið sér og sínum hér í bænum. Ég hef farið víða en hvergi hef ég fundið fyrir annarri eins hlýju og væntumþykju á bak við þá hluti sem fylla húsið hennar. Hús og hýbýli hefðu lítinn áhuga, held ég, þar sem hér er ekkert verið að kaupa fræg merki eða hönnun. Nei, hér eru flestir hlutirnir komnir til ára sinna eða keyptir í RL búðinni og síðan fer mamma um þá höndum og gerir þá að sínum. Allt hér innandyra ber vott um listræna hæfileika hennar, málverkin á veggjunum eru eftir hana, myndir og smáhlutir unnir úr þæfðri ull og annað eftir því. Jafnvel þvottahúsið er listaverk út af fyrir sig þar sem veggirnir eru málaðir og stenslaðir eins og henni einni er lagið. Þvottaklemmurnar kúra í 40 ára gamla pokanum sínum, málaðar blómamyndum og öðru fallegu munstri sem lýsir kannski vel allri þeirri natni sem hún leggur í sín störf. Leirmunir og styttur dreifa sér á smekklegan hátt um húsið, einnig eftir hana og gamli bókaskápurinn með 200 og 300 ára gömlum bókum er í öndvegi í sjónvarpsholinu. Já, mamma mín er listamaður fram í fingurgóma og það virðist vera alveg sama hvað hún tekur sér fyrir hendur það verður allt alveg meiriháttar flott. Hún var ekkert að eyða í nýja eldhúsinnréttingu heldur gerði bara þessa gömlu að sinni og flottari innréttingar sér maður ekki oft. Ömmustelpurnar fengu að mála glerlistaverk á eldhúsgluggann og þannig merkja sér hluta af húsinu hennar ömmu. Eitt stykki raðhús er úti í garði handa fuglunum sem maðurinn hennar smíðaði og gefur þeim samviskusamlega að borða á hverjum morgni. Hvergi finn ég eins mikla hugarró og þegar ég kem í húsið þeirra mömmu og Jóns, þar sem allt virðist renna svo fyrirhafnarlaust og mamma situr með heklið sitt eða prjónana því ekki getur hún verið aðgerðarlaus. Ég vildi að ég hefði fengið þessa hæfileika hennar en verð víst að sætta  mig við að svo er ekki og fer bara hingað til að njóta þessa einstaka andrúmslofts.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Mikið hlýtur húsið hennar mömmu þinnar að vera æðislegt   bestu kveðjur

Erna Friðriksdóttir, 10.4.2008 kl. 15:01

2 identicon

Ég vona að þú hafir það æðislegt þarna á Sigló Bylgja mín, ekki veitir þér af.   Bið að heilsa mömmu þinni  

H Helga Gunnarsd. (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 17:42

3 identicon

settu inn myndir

didda (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 18:18

4 identicon

Stóra systir þú ert alveg æðisleg:)

bara varð að bæta því við líka:)

kv. frá neskaupstað

Snævar

Minnsti Bróinn (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 10:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bylgja Hafþórsdóttir

Höfundur

Bylgja Hafþórsdóttir
Bylgja Hafþórsdóttir

Er bara ég sjálf. Eineggja tvíburi og stolt af því. Á einnig 5 yndislega yngri bræður.

Nýjustu myndir

  • thorri
  • thootab2
  • thorrab
  • onnur
  • egoghronn
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bækur

Bókalisti

Er alæta á bækur nema ástarsögur

  • David Eddings: Belgariad- Sería--Malloreon-Sería--The Elenium
    Er búin að lesa þessar þrjár seríur eftir hann og fannst þær allar skemmtilegar. Svo eru líka til stakar bækur um tvær af aðalhetjunum. Belgarath galdrakarl og Polgöru galdrakvendi.
    ****
  • Tobias S.Buckell: Crystal Rain
    Hrikalega skemmtileg spacefantasía, var smástund að átta mig á að hún gerist á annarri plánetu þar sem heiminum er svo snilldarlega lýst að hann hljómar ofur eðlilega.
    ****
  • James Rollins: M.a. Map of Bones-Black Order-Judas Strain og Sandstorn
    Hef virkilega gaman af bókunum hans um Sigma Force gengið, þar sem viðfangsefnið er ætíð eitthvað á trúarlegum eða sögulegum nótum. Rosa spennandi.
  • Anthony Horowitz: Ravens Gate-Evil Star-Night Rise
    Frábær sería sem ég gat ekki slitið mig frá. 1.bókin var þýdd á íslensku nú fyrir jólin og heitir Gátt hrafnsins.
    *****
  • Michael Baigent-Richard Leigh-Henry Lincoln: Holy Blood-Holy Grail
    Elska svona bækur
    *****
  • Angie Sage: Magyk og Flyte
    Frábærar bækur um galdrastrákinn Septimus Heap. Held að þriðja bókin komi út í sumar
    ****
  • Robert Jordan: Wheel of Time
    Heljarlöng sería, alla vega komnar 12 bækur, ekki búin að lesa þær allar, kaupi þær í slumpum.
    ****
  • Sam Bourne: The Righteous Men
    Önnur söguleg skáldsaga um eitthvað trúarlegt. Spennandi bók.
    ****
  • Dan Burstein og Arne De Keijzer: The secrets of Maria Magdalena
    Ótrúlega fróðleg bók. Les allt sem ég kemst yfir um Maríu Magdalenu.
    *****
  • Scott Lynch: The Lies of Locke Lamora
    Frábærar bækur um meistarþjófinn Locke og kumpána hans. Bók nr. 2 heitir Red Seas under Red Skies.
  • Naomi Novik: His Majestys Dragon
    Sería um drekann Temeraire. Búin að lesa nr 2 og 3 einnig, er að bíða eftir að nr. 4 komi í kilju.
    *****
  • Roderick Gordon & Brian Williams: TUNNELS
    Einnig bók um heim sem ekki er til.
    ****
  • Steve Berry: The Templar Legacy
    Les mikið af svona bókum, skáldsögur sem eiga sér stað í sögulegum raunveruleika.
    ****
  • China Miewille: UNLUNDON
    Frábær um aðra London í samsíða vídd við hina.
    ****
  • Neil Gaiman: Neverwhere
    Allir að lesa þessa bók.
    *****
  • Neil Gaiman: Stardust
    Hafði lesið bókina áður en myndin kom. Elska bækurnar hans.
    ****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband