Hvað ætli hann Ögmundur segi við þessu???

Að konurnar skuli voga sér að gefa Hofsósingum heila sundlaug í stað þess að afhenda honum peningana sem í laugina fóru svo hann geti úthlutað þeim sjálfur af sinni alkunnu mildi. Þær hljóta að fara í sama mannvirðingarflokk og Björgólfur í viðtalinu í Fréttablaðinu á sunnudaginn og ég hef áður vitnað í.

En þakka ykkur kærlega fyrir Lilja og Steinunn. Margt smátt gerir eitt stórt og það er yndislegt að vita að til er fólk sem getur leyft sér svona einstaklingsframtak og gerir það af öllu hjarta. Hvað ætli svona framlög frá einstaklingum og góðgerðarfélögum séu orðinn stór þáttur í íslensku samfélagi. Ég sæi t.d. sjúkrahúsin ef ekki væri fyrir þetta hugumstóra fólk sem gefur hver tækin á fætur öðru. Og hvernig væri starfsemi styrktarsamtaka eins og fyrir krabbameinssjúk börn ef ekki væru framlög einstaklinga og fyrirtækja.

Finnst vanvirðingin sem Ögmundur sýnir þessu fólki með þvílíkum eindæmum að ég get ekki einu sinni fundið orð til að lýsa hvernig mér líður. Aldrei fær anarkistinn Ögmundur, eins og hann nefnir sjálfan sig, atkvæði frá mér og mínum.


mbl.is Forsetinn tók skóflustungu á Hofsósi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Auðvitað eiga ekki að þurfa að vera styrktarfélög háð duttlungum einhverja gjafara hvort félagið lifi eða deyi.  Ríkið á að sjá til þess að sjúkrahús séu fullmönnuð og búin bestu tækjum.  Góðgerðarfélög eiga að vera óþörf. Skattar eiga að vera svo háir að hægt sé að standa undir þessu öllu og ölmusugjafir séu óþarfar. Það er mín skoðun og fleiri jafnaðarmanna :)

Þórdís Bára Hannesdóttir, 15.4.2008 kl. 20:14

2 identicon

Sael Bylgja.. thad var skemmtilegt ad sja blogsiduna thina. Ubaldo

Ubaldo (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 22:20

3 Smámynd: Bylgja Hafþórsdóttir

Hi Ubaldo, gaman ad tu fannst hana he he. Hvar ertu í veröldinni

Bylgja Hafþórsdóttir, 15.4.2008 kl. 22:36

4 Smámynd: Bylgja Hafþórsdóttir

Hólmar þetta er góður punktur. Veit ekki um neitt land þar sem skólar, sjúkrahús og aðrar  peningaþurftarmiklar stofnanir treysta á frjáls framlög velviljaðara manna og fyrirtæki til að renna styrkari stoðum undir reksturinn. Vitað mál að ríkið getur aldrei lagt fram nógu mikið fjármagn að ég tali nú ekki um í svona litlu landi eins og okkar. Finnst að megi bara vera meira af góðu framtaki eins og hjá t.d. Björgólfi og Róberti Wessmann.

Bylgja Hafþórsdóttir, 15.4.2008 kl. 22:55

5 identicon

Sæl kæra vinkona. Verst að hitta þig ekki en ekki var nú fært á milli okkar í þetta skiptið.

En án þess að ætla að ræða pólitík eða Ögmund þá minni ég bara á að við hugsum um hvernig Björgólfur og fleiri í hans stöðu efnuðust. það var jú ekki allt með elju og dugnaði þó ég efist ekki um að hann og fleiri nýríkir séu dugnaðarmenn. Það er engan veginn eðlilegt að í svo litlu landi hafi orðið til auðmenn vegna ákvarðanna nokkurra pólitíkusa - en þannig byrjaði það nú allt saman.

kveðja úr firðinum

Bjarkey (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 23:04

6 identicon

Hae,

Eg er i Reykjavik.

-Ubaldo.

Ubaldo (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 00:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bylgja Hafþórsdóttir

Höfundur

Bylgja Hafþórsdóttir
Bylgja Hafþórsdóttir

Er bara ég sjálf. Eineggja tvíburi og stolt af því. Á einnig 5 yndislega yngri bræður.

Nýjustu myndir

  • thorri
  • thootab2
  • thorrab
  • onnur
  • egoghronn
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bækur

Bókalisti

Er alæta á bækur nema ástarsögur

  • David Eddings: Belgariad- Sería--Malloreon-Sería--The Elenium
    Er búin að lesa þessar þrjár seríur eftir hann og fannst þær allar skemmtilegar. Svo eru líka til stakar bækur um tvær af aðalhetjunum. Belgarath galdrakarl og Polgöru galdrakvendi.
    ****
  • Tobias S.Buckell: Crystal Rain
    Hrikalega skemmtileg spacefantasía, var smástund að átta mig á að hún gerist á annarri plánetu þar sem heiminum er svo snilldarlega lýst að hann hljómar ofur eðlilega.
    ****
  • James Rollins: M.a. Map of Bones-Black Order-Judas Strain og Sandstorn
    Hef virkilega gaman af bókunum hans um Sigma Force gengið, þar sem viðfangsefnið er ætíð eitthvað á trúarlegum eða sögulegum nótum. Rosa spennandi.
  • Anthony Horowitz: Ravens Gate-Evil Star-Night Rise
    Frábær sería sem ég gat ekki slitið mig frá. 1.bókin var þýdd á íslensku nú fyrir jólin og heitir Gátt hrafnsins.
    *****
  • Michael Baigent-Richard Leigh-Henry Lincoln: Holy Blood-Holy Grail
    Elska svona bækur
    *****
  • Angie Sage: Magyk og Flyte
    Frábærar bækur um galdrastrákinn Septimus Heap. Held að þriðja bókin komi út í sumar
    ****
  • Robert Jordan: Wheel of Time
    Heljarlöng sería, alla vega komnar 12 bækur, ekki búin að lesa þær allar, kaupi þær í slumpum.
    ****
  • Sam Bourne: The Righteous Men
    Önnur söguleg skáldsaga um eitthvað trúarlegt. Spennandi bók.
    ****
  • Dan Burstein og Arne De Keijzer: The secrets of Maria Magdalena
    Ótrúlega fróðleg bók. Les allt sem ég kemst yfir um Maríu Magdalenu.
    *****
  • Scott Lynch: The Lies of Locke Lamora
    Frábærar bækur um meistarþjófinn Locke og kumpána hans. Bók nr. 2 heitir Red Seas under Red Skies.
  • Naomi Novik: His Majestys Dragon
    Sería um drekann Temeraire. Búin að lesa nr 2 og 3 einnig, er að bíða eftir að nr. 4 komi í kilju.
    *****
  • Roderick Gordon & Brian Williams: TUNNELS
    Einnig bók um heim sem ekki er til.
    ****
  • Steve Berry: The Templar Legacy
    Les mikið af svona bókum, skáldsögur sem eiga sér stað í sögulegum raunveruleika.
    ****
  • China Miewille: UNLUNDON
    Frábær um aðra London í samsíða vídd við hina.
    ****
  • Neil Gaiman: Neverwhere
    Allir að lesa þessa bók.
    *****
  • Neil Gaiman: Stardust
    Hafði lesið bókina áður en myndin kom. Elska bækurnar hans.
    ****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband