Lítil saga frá litlu landi.

Landið er Ísaland og sögusviðið höfuðborgin og þar hefur ýmislegt átt sér stað að undanförnu sem heldur betur hefur hrist upp í því rótgróna samfélagi sem borgin var. Áður en nokkur hefur áttað sig á  hvað snýr fram og aftur á veröldinni er Íslendingavík orðin fjölmenningarsamfélag og um götur borgarinnar gengur nú fólk af alls kyns þjóðernum og með alls kyns litarhátt. Það er af sem áður var að Ísalendingar sneru sér við á götu ef þeir sáu manneskju með annan húðlit en hvítan. Skiptingin í hverfum borgarinnar sem hefur verið til staðar svo lengi sem elstu menn muna er nú öll að riðlast, hverfi 1001 og 1005 og fleiri álíka virðuleg eru nú farin að fá íbúa sem kunna ekki einu sinni íslensku. Og það sem er enn hræðilegra að innan um leynast glæpalýður og afbrotamenn. Eitthvað sem miðað við viðbrögð borgarbúa hefur aldrei verið til á Ísalandi. Það bara getur ekki átt sér stað að hingað leiti óþjóðalýður af þessu tagi.

Fólkið á Ísalandi hefur nefnilega þróað með sér sérstaka hæfileika í gegnum árin. Hæfileikann til að loka augunum fyrir alvarleika sömu mála þar sem Ísalendingar koma á einhvern hátt við sögu. Einungis elstu menn þora að viðurkenna að þeir muni eftir þeim glæpum, nauðgunum og morðum sem framin hafa verið hér á landi af Íslendingum og á Íslendingum. Þessum sérstaka hæfileika fylgir einnig annar enn betri og það er að láta skemmda eplið ekki skemma út frá sér. Sagt er frá af skyldurækni í fjölmiðlum ef Íslendingur kemur við sögu í afbroti sem framið hefur verið og passað upp á að fréttin sú sé stutt, hnitmiðuð og fari ekki út í einhver allt önnur mál sem koma viðkomandi glæp ekkert við. Ættingjar glæpamannsins ísalenska, vinir hans eða samlandar þurfa ekki að koma fram fyrir alþjóð til að reyna að réttlæta tilveru sína og reyna að sannfæra aðra um að þeir séu bara venjulegt fólk þrátt fyrir að vera af sama þjóðerni og glæpamaðurinn ísalenski.

En nú eru komnir hingar útlendingar og þessum hæfileika er nú ekki hægt að sóa á þá. Þá er nú heldur betur komið annað hljóð í strokkinn. Ef einhver grunur leikur á að einn þessarra útlendinga sé eða geti verið afbrotamaður nú þá bara hlýtur hann að vera búinn að skemma öll hin eplin í kassanum líka. Ættingjar hans, vinir og fólk sem hann hefur aldrei séð en vogar sér að vera frá sama landi og hann fá sama stimpil. Glæpamenn og  óþjóðalýður, öllum til ama og leiðinda. Farið burt úr fína landinu okkar, burt úr fínu borginni okkar, huff puff.

Sér einhver ósamræmið í þessu. Hvar er virðingin fyrir nýbúunum okkar. Af hverju eru mál þeirra ekki meðhöndluð af fjölmiðlum og okkur á sama hátt og ef um Íslending væri að ræða. Það eru allir jafnir fyrir lögunum, hvort sem þeir tala spænsku, pólsku eða íslensku. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bylgja Hafþórsdóttir

Höfundur

Bylgja Hafþórsdóttir
Bylgja Hafþórsdóttir

Er bara ég sjálf. Eineggja tvíburi og stolt af því. Á einnig 5 yndislega yngri bræður.

Nýjustu myndir

  • thorri
  • thootab2
  • thorrab
  • onnur
  • egoghronn
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bækur

Bókalisti

Er alæta á bækur nema ástarsögur

  • David Eddings: Belgariad- Sería--Malloreon-Sería--The Elenium
    Er búin að lesa þessar þrjár seríur eftir hann og fannst þær allar skemmtilegar. Svo eru líka til stakar bækur um tvær af aðalhetjunum. Belgarath galdrakarl og Polgöru galdrakvendi.
    ****
  • Tobias S.Buckell: Crystal Rain
    Hrikalega skemmtileg spacefantasía, var smástund að átta mig á að hún gerist á annarri plánetu þar sem heiminum er svo snilldarlega lýst að hann hljómar ofur eðlilega.
    ****
  • James Rollins: M.a. Map of Bones-Black Order-Judas Strain og Sandstorn
    Hef virkilega gaman af bókunum hans um Sigma Force gengið, þar sem viðfangsefnið er ætíð eitthvað á trúarlegum eða sögulegum nótum. Rosa spennandi.
  • Anthony Horowitz: Ravens Gate-Evil Star-Night Rise
    Frábær sería sem ég gat ekki slitið mig frá. 1.bókin var þýdd á íslensku nú fyrir jólin og heitir Gátt hrafnsins.
    *****
  • Michael Baigent-Richard Leigh-Henry Lincoln: Holy Blood-Holy Grail
    Elska svona bækur
    *****
  • Angie Sage: Magyk og Flyte
    Frábærar bækur um galdrastrákinn Septimus Heap. Held að þriðja bókin komi út í sumar
    ****
  • Robert Jordan: Wheel of Time
    Heljarlöng sería, alla vega komnar 12 bækur, ekki búin að lesa þær allar, kaupi þær í slumpum.
    ****
  • Sam Bourne: The Righteous Men
    Önnur söguleg skáldsaga um eitthvað trúarlegt. Spennandi bók.
    ****
  • Dan Burstein og Arne De Keijzer: The secrets of Maria Magdalena
    Ótrúlega fróðleg bók. Les allt sem ég kemst yfir um Maríu Magdalenu.
    *****
  • Scott Lynch: The Lies of Locke Lamora
    Frábærar bækur um meistarþjófinn Locke og kumpána hans. Bók nr. 2 heitir Red Seas under Red Skies.
  • Naomi Novik: His Majestys Dragon
    Sería um drekann Temeraire. Búin að lesa nr 2 og 3 einnig, er að bíða eftir að nr. 4 komi í kilju.
    *****
  • Roderick Gordon & Brian Williams: TUNNELS
    Einnig bók um heim sem ekki er til.
    ****
  • Steve Berry: The Templar Legacy
    Les mikið af svona bókum, skáldsögur sem eiga sér stað í sögulegum raunveruleika.
    ****
  • China Miewille: UNLUNDON
    Frábær um aðra London í samsíða vídd við hina.
    ****
  • Neil Gaiman: Neverwhere
    Allir að lesa þessa bók.
    *****
  • Neil Gaiman: Stardust
    Hafði lesið bókina áður en myndin kom. Elska bækurnar hans.
    ****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband