Ömmustelpan var skírð í dag.!!!

dullur 

Dásamlegur dagur að kveldi kominn, nefnilega dagurinn sem litla sonardóttir mín var borin til skírnar. Athöfnin fór fram í Akranesskirkju og var séra Eðvarð sem skírði. Þetta var allt mjög frjálslegt og yndisleg athöfn. Guðmóðir hennar, Ólöf, hélt litlu dúllu undir skírn og guðfaðir hennar er Brynjar Heimir, föðurbróðir hennar. Svo nú á ég litla ömmustelpu sem heitir, TATATARA....

EMILÍA ÓLÖF ARONSDÓTTIR.

Finnst þetta yndislegt nafn og einhvern veginn svo mikið hún. Síðan var slegið upp veisu í Skrúðgarðinum, yndislegasta kaffihúsi hérna megin Alpafjalla og það var bara æði. Til hamingju með nafnið, elskulegasta stelpan mín og ég hlakka til að fá að passa þig næstu helgi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með það vinkona. Tek undir með þér að nafnið er fallegt. Guðrún Pálína og Bogi skírðu um daginn og heitir sá fallegi piltur Jóhann Nóel. Hann er eiginlega mitt "ömmubarn" þangað til ég fæ mín eigin vonandi.

kv. Bjarkey

Bjarkey (IP-tala skráð) 7.6.2008 kl. 22:34

2 Smámynd: Bylgja Hafþórsdóttir

vIÐURKENNI SKÖMM MÍNA. VEIT EKKI AF HVARJU ÉG TRÓÐ Í-i  ÞARNA. AÐ SJÁLFSÖGÐU HEITIR HÚN E M I L Í A. Asnagangur var þetta, takk, Hólmar fyrir að benda mér á þessa gloríu mína.

Bylgja Hafþórsdóttir, 8.6.2008 kl. 10:22

3 Smámynd: Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir

Til hamingju með nafnið á ömmustelpunni, hún er ofsalega falleg stúlka með fallegt nafn sem fer henni vel.

kv Ásta

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 8.6.2008 kl. 12:20

4 Smámynd: egvania

Halló Bylgja ég vissi ekki hver þú varst fyrr en ég fór á bloggið þitt. Já til hamingju með litlu frænku mína nafnið er vel við hæfi. Ég óska líka foreldrunum til hamingju með barnið.

Ég tek undir það sem hún Ásta systir  segir, já hún er systir mín. Þú kemur auðvita með alla þína stórfjölskildu með þér á ættarmótið já já manninn,foreldra hans og systkini. Ég tala nú ekki um ef hann á ömmur og afa, HEHE vertu velkomin.  Kveðja Ásgerður systir hennar Ástu.

egvania, 8.6.2008 kl. 21:19

5 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Til hamingju með nafnið á ömmuskvísunni  :)

Erna Friðriksdóttir, 10.6.2008 kl. 19:01

6 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

innilega til hamingju Bylgja mín. flott nafn

Guðrún Jóhannesdóttir, 10.6.2008 kl. 22:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bylgja Hafþórsdóttir

Höfundur

Bylgja Hafþórsdóttir
Bylgja Hafþórsdóttir

Er bara ég sjálf. Eineggja tvíburi og stolt af því. Á einnig 5 yndislega yngri bræður.

Nýjustu myndir

  • thorri
  • thootab2
  • thorrab
  • onnur
  • egoghronn
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bækur

Bókalisti

Er alæta á bækur nema ástarsögur

  • David Eddings: Belgariad- Sería--Malloreon-Sería--The Elenium
    Er búin að lesa þessar þrjár seríur eftir hann og fannst þær allar skemmtilegar. Svo eru líka til stakar bækur um tvær af aðalhetjunum. Belgarath galdrakarl og Polgöru galdrakvendi.
    ****
  • Tobias S.Buckell: Crystal Rain
    Hrikalega skemmtileg spacefantasía, var smástund að átta mig á að hún gerist á annarri plánetu þar sem heiminum er svo snilldarlega lýst að hann hljómar ofur eðlilega.
    ****
  • James Rollins: M.a. Map of Bones-Black Order-Judas Strain og Sandstorn
    Hef virkilega gaman af bókunum hans um Sigma Force gengið, þar sem viðfangsefnið er ætíð eitthvað á trúarlegum eða sögulegum nótum. Rosa spennandi.
  • Anthony Horowitz: Ravens Gate-Evil Star-Night Rise
    Frábær sería sem ég gat ekki slitið mig frá. 1.bókin var þýdd á íslensku nú fyrir jólin og heitir Gátt hrafnsins.
    *****
  • Michael Baigent-Richard Leigh-Henry Lincoln: Holy Blood-Holy Grail
    Elska svona bækur
    *****
  • Angie Sage: Magyk og Flyte
    Frábærar bækur um galdrastrákinn Septimus Heap. Held að þriðja bókin komi út í sumar
    ****
  • Robert Jordan: Wheel of Time
    Heljarlöng sería, alla vega komnar 12 bækur, ekki búin að lesa þær allar, kaupi þær í slumpum.
    ****
  • Sam Bourne: The Righteous Men
    Önnur söguleg skáldsaga um eitthvað trúarlegt. Spennandi bók.
    ****
  • Dan Burstein og Arne De Keijzer: The secrets of Maria Magdalena
    Ótrúlega fróðleg bók. Les allt sem ég kemst yfir um Maríu Magdalenu.
    *****
  • Scott Lynch: The Lies of Locke Lamora
    Frábærar bækur um meistarþjófinn Locke og kumpána hans. Bók nr. 2 heitir Red Seas under Red Skies.
  • Naomi Novik: His Majestys Dragon
    Sería um drekann Temeraire. Búin að lesa nr 2 og 3 einnig, er að bíða eftir að nr. 4 komi í kilju.
    *****
  • Roderick Gordon & Brian Williams: TUNNELS
    Einnig bók um heim sem ekki er til.
    ****
  • Steve Berry: The Templar Legacy
    Les mikið af svona bókum, skáldsögur sem eiga sér stað í sögulegum raunveruleika.
    ****
  • China Miewille: UNLUNDON
    Frábær um aðra London í samsíða vídd við hina.
    ****
  • Neil Gaiman: Neverwhere
    Allir að lesa þessa bók.
    *****
  • Neil Gaiman: Stardust
    Hafði lesið bókina áður en myndin kom. Elska bækurnar hans.
    ****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband