10.12.2008 | 12:57
Bernskujól.
Eftirfarandi sögu ákvað ég að birta hérna á blogginu mínu fyrir mömmu og pabba. Hún er svokölluð söguleg smáskáldsaga. He he. Skrifuð út frá minningum og skáldað inn í eftir þörfum og vafalaust mörgum árum ruglað saman í eitt. En það skiptir ekki máli. Vonandi hafið þið gaman af og fyrirgefið mér skáldaleyfið. Tilfinningar, upplifun og annað sem skiptir máli í þessari sögu er satt og rétt. Góða skemmtun:
Bernskujól!
Jól, hátíð barnanna . Svo sannarlega voru jólin hátíð í huga hennar og þegar líða tók á desember hófst biðin. Ekki bið eftir pökkum, góðum mat og skreyttu húsi heldur tilfinningunni. Þessari tilfinningu fríðar, gæsku og góðvildar sem gagntók hana hvert ár. Hið sanna jólaskap að hennar mati. Hún upplifði einnig ótta. Ótta við að jólin færu framhjá. Að pabbi og mamma næðu ekki að vera búin að öllu í tíma. Það var stærsti óttinn. Þessi dagana var hún samt glöð í sinni, undanfarnar nætur hafði hún vaknað við ilmandi bökunarlykt og vissi sem var að elsku mamma vakti allar nætur við bakstur og þrif. Það var hennar tími, ungarnir allir sofandi og vinnufriður og smám saman fylltist frystirinn af smákökum, brúnum tertum og hvítum. Þar voru þær geymdar í öruggu skjóli fyrir sex gráðugum munnum þar til á Þorláksmessu.
Hún hélt lengi að mamma svæfi aldrei, borðaði aldrei. Þessi litla granna 26 ára gamla kona með börnin sex lifði fyrir hópinn sinn og taldi það ekki eftir sér að fórna hvíldinni til að geta glatt þau. Jólafötin voru saumuð á Husqarna vélina sem átti sinn stað upp í lofti. Þar hvíldi hún á borðinu sínu undir súð við gluggann og töfraði með aðstoð mömmu fram dýrðleg jólaföt ár eftir ár. Hún klæddist þeim með stolti fyrir hver litlu jól í skólanum og enginn átti fallegri föt en hún og tvíburasystir hennar, fannst henni.
Nú voru einungis fimm dagar til jóla, kominn 19 desember og fátt eftir nema að skreyta. Það gerðu pabbi og mamma ávallt í sameiningu á Þorláksmessunótt og tilfinningin fyrir hana var ólýsanleg. Að vakna að morgni aðfangadags og húsið skreytt í hólf og gólf. Pabbi var nefnilega sjómaður og í siglingunum til Bretlands keypti hann ávallt eitthvert jólaskraut, jólaskraut sem ekki sást á mörgum heimilum þar sem hún þekkti til. Þar notuðu allir bréfskraut sem var það eina sem fékkst í búðum litla kaupstaðarins þar sem hún bjó. En ekki heima hjá þeim, þar teygðu sig eftir loftinu glitrandi, marglitar lengjur og dúllur úr glansefni sem hún vissi ekki frekari skil á. Nú væri þess ekki langt að bíða að lengjurnar og jólaljósin færu á sinn stað og með þá vissu í huga hjúfraði hún sig betur undir sænginni og augun lukust aftur. Litla stúlku dreymdi stóra drauma við undirspil frá stórhríð og stormi sem geysaði úti fyrir.
Skyndilega hrökk hún upp. Mamma hennar stóð yfir rúminu þar sem þær systurnar kúrðu saman. Þið verðið að fara á fætur, það hefur fallið snjóflóð, sagði hún. Snjóflóð rétt fimm dögum fyrir jól, það gat ekki verið satt. En eftir því sem meðvitundin skýrðist þá gerði hún sér grein fyrir því að þetta hlaut að vera rétt. Rafmagnið var farið og eina birtan stafaði frá kerti í hendi mömmu. Klæðið ykkur fljótt og vel. Þið verðið að fara niðrí bæ til ömmu og afa. Við megum ekki vera hér. Hvernig á ósköpunum áttu hún og systkini hennar að komast þangað. Sex talsins á aldrinum frá 9 mánaða til tíu ára. Pabbi og mamma áttu engan bíl og þar að auki var allt ófært. En augnaráð mömmu opnaði augu hennar fyrir alvöru málsins og að nú væri enginn tími til að spyrja spurninga. Hún klæddi sig í snatri og beið þess sem verða vildi. Augljóst var nú að snjóflóðið var staðreynd og hlerarnir fyrir svefnherbergisgluggunum voru alþaktir snjókögglum sem þrýsti þeim upp að gluggunum. Hlerarnir sem settir voru fyrir gluggana á hverjum vetri þegar snjóþungt var í fjallinu fyrir ofan húsið. Henni leiddist það óendanlega því að herbergin voru svo dimm allan sólarhringinn. Nú loks áttaði hún sig á mikilvægi þeirra og tilgangi. Án þeirra væri hún nú vafalítið á bólakafi í snjó í sínu eigin rúmi. Hversu hrikalegt var það.
Skyndilega fylltist húsið af kappklæddum karlmönnum. Þetta voru björgunarsveitarmenn sem höfðu tekist það verk á hendur að koma henni og hinum börnunum í öruggt skjól heim til ömmu og afa. Það var langt heim til þeirra fyrir litla fætur og áður en hún vissi af var hún komin, kappklædd með trefil fyrir andlitinu á háhest á bláókunnugum manni. Hræðslan sem greip hana þar sem hún húkti og hélt sér dauðahaldi á öxlum hans var, þrátt fyrir allt fljót að gleymast. Henni hafði brugðið skelfilega þegar út var komið og ummerki snjóflóðsins allt í kring. Húsin við hliðina stórskemmd. Húsin þar sem vinir hennar og skólasystkini bjuggu. Hvað ætli hafi orðið um þau. Bíll á hliðinni fyrir neðan veg. Alls staðar fólk sem stóð í hnapp og ræddi án efa snjóflóðið. En tíminn leyfði ekki miklar hugrenningar og áður en hún vissi af var hún komin heilu og höldnu heim til ömmu og afa ásamt öllum systkinunum og þeim komið fyrir á vindsængum í fínu, fallegu stofunni þeirra. Fyrir hana tíu ára fávísa stelpukind var þetta stórkostlegt ævintýri og ekki dró það úr spennunni að vita að nú fengi hún að horfa á sjónvarp. Amma og afi áttu þannig töfragrip sem enn hafði ekki ratað á heimili hennar.
Dagarnir liðu hratt í skjóli afa og ömmu og áður en hún vissi af lá hún á ný í rúminu sínu. Þorláksmessukvöld. Jólin kæmu á morgun, þrátt fyrir allt. Um miðja nóttina vaknaði hún við umgang í herberginu sínu. Þarna stóðu mamma og pabbi, hann hálfbograndi yfir rúminu hennar við að festa upp fallega jólaplakatið sem þær systur áttu. Hjarta hennar tók kipp af gleði og hún fann hvernig friður færðist yfir hana. Hún var örugg, örugg heima hjá pabba og mömmu og allt var eins og það átti að vera á þessum tíma þegar jólin voru rétt ógengin í garð. Pabbi tók hana í fangið og hélt á henni inn í eldhús. Hún fékk að vaka með þeim og fá heitt kakó og jólasmákökur. Hvað gat verið betra en það. Syfjuð og sæl eftir kræsingarnar og einkaspjall við pabba og mömmu skreið hún aftur undir sængina sína og sofnaði með bros á vör. Á morgun kæmu svo sannarlega blessuð jólin.
Um bloggið
Bylgja Hafþórsdóttir
Nýjustu færslur
- Einstefnuhugsunarháttur!
- Ætli það verði hægt að .......
- Nei, nú er mín kjaftstopp. Eru þetta hálfvitar???
- Þorrablót KKS á Sigló-Bara gaman
- Menn og konur. -KAFFI- Konur og menn.
- Í Noregi er sí-ungur maður sem....
- Jei, einhver með viti!!!
- Í dag er mikilvægur dagur!!!
- Að vera Siglfirðingur og....
- OBEX-LAUSNIR bjóða nú þegar.....
Tenglar
Frábærir bloggarar
- Hertoginn af Gautlandi Gauti frændi á Sigló.
- Leó Óla, sannur Siglfirðingur Fullt af skemmtilegum sögum og æðislegum myndum.
Mínir tenglar
- Litlir englar Yndislegust samtök á Íslandi
- Obex lausnir snilld innandyra sem utan. Held að vegagerðin ætti að kynna sér þetta í stað stórhættulegra víra.
- Vinfastur Heimasíða bátasmiðanna.
- Big Fish Games Skemmtileg leikjasíða við allra hæfi. Frí trial í klst.
- Hvalfjarðarsveit Já, ég á heima hér.
- Siglufjörður Hér er ég fædd og uppalin á besta stað á Íslandi.
- My space síðan mín.
Bækur
Bókalisti
Er alæta á bækur nema ástarsögur
-
Er búin að lesa þessar þrjár seríur eftir hann og fannst þær allar skemmtilegar. Svo eru líka til stakar bækur um tvær af aðalhetjunum. Belgarath galdrakarl og Polgöru galdrakvendi.
: Belgariad- Sería--Malloreon-Sería--The Elenium -
Hrikalega skemmtileg spacefantasía, var smástund að átta mig á að hún gerist á annarri plánetu þar sem heiminum er svo snilldarlega lýst að hann hljómar ofur eðlilega.
: Crystal Rain -
Hef virkilega gaman af bókunum hans um Sigma Force gengið, þar sem viðfangsefnið er ætíð eitthvað á trúarlegum eða sögulegum nótum. Rosa spennandi.
: M.a. Map of Bones-Black Order-Judas Strain og Sandstorn -
Frábær sería sem ég gat ekki slitið mig frá. 1.bókin var þýdd á íslensku nú fyrir jólin og heitir Gátt hrafnsins.
: Ravens Gate-Evil Star-Night Rise -
Elska svona bækur
: Holy Blood-Holy Grail -
Frábærar bækur um galdrastrákinn Septimus Heap. Held að þriðja bókin komi út í sumar
: Magyk og Flyte -
Heljarlöng sería, alla vega komnar 12 bækur, ekki búin að lesa þær allar, kaupi þær í slumpum.
: Wheel of Time -
Önnur söguleg skáldsaga um eitthvað trúarlegt. Spennandi bók.
: The Righteous Men -
Ótrúlega fróðleg bók. Les allt sem ég kemst yfir um Maríu Magdalenu.
: The secrets of Maria Magdalena -
Frábærar bækur um meistarþjófinn Locke og kumpána hans. Bók nr. 2 heitir Red Seas under Red Skies.
: The Lies of Locke Lamora -
Sería um drekann Temeraire. Búin að lesa nr 2 og 3 einnig, er að bíða eftir að nr. 4 komi í kilju.
: His Majestys Dragon -
Einnig bók um heim sem ekki er til.
: TUNNELS -
Les mikið af svona bókum, skáldsögur sem eiga sér stað í sögulegum raunveruleika.
: The Templar Legacy -
Frábær um aðra London í samsíða vídd við hina.
: UNLUNDON -
Allir að lesa þessa bók.
: Neverwhere -
Hafði lesið bókina áður en myndin kom. Elska bækurnar hans.
: Stardust
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Rosalega flott mamma! :)
þú hefur þetta í þér;)
Sæunn (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 19:37
Ég held að þú ættir nú bara að fara að leggjast í það að skrifa bók Bylgja mín
Helga (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 01:42
Erna Friðriksdóttir, 14.12.2008 kl. 21:44
Þetta er falleg frásögn, égbara táraðist, aðalega af gleði yfir góðum endi
Unnur R. H., 16.12.2008 kl. 08:59
Þetta var góð sögustund.
Ævintýrin gerast á Siglufirði eins og annarsstaðar
Ég er sammála Helgu
Kjartan Pálmarsson, 18.12.2008 kl. 15:52
Ofboðslega falleg og myndræn saga, þú ættir endilega að gera meira af þessu
Bryndís (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 23:32
Oh þetta rifjar upp æskuminningarnar, breyttar aðstæður og aðdraganda jólanna. Gleðileg jól Bylgja mín og ég veit að nýja árið verður þér betra en það sem nú er að líða. Kveður úr Ólafsfirði.
Bjarkey Gunnarsdóttir, 22.12.2008 kl. 09:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.