28.1.2009 | 09:21
Dulítið af sjálfri mér!!!
Miðvikudagsmorgunn. Klukkan að verða níu og ég er búin að þrífa bæði baðherbergin. Jamm, ég réð sjálfa mig sem (húshjálp) gegn fæði og húsnæði hjá mínum ,,EINSTAKA" bróður. Grín, hann tók við mér með einu stóru JÁI þegar ég spurði hann hvort við Sæunn mætti koma og ég geri bara nákvæmlega það sem mér sýnist. Engar kvaðir frá honum frekar en fyrri daginn. Við bara hjálpumst að, skiptumst á að elda og vaska upp og svo til að verða ekki vitlaus af aðgerðarleysi þá dunda ég mér hér heima fyrir nákvæmlega eins og maður gerir HEIMA HJÁ SÉR. Jú, hann býr á Sigló og mín er flutt þangað ásamt Sæunni minni. Ég verð að játa að mér finnst yndislegt að vera komin og einnig að ég er enn að velkjast í vafa um hvort þetta hafi verið nú rétt ákvörðun hjá mér. Ætla að líta á það sem sjálfsagðan og eðlilegan hlut að efast um gerðir sínar þegar um svo veigamiklar ákvarðanir er að ræða. Innan skamms munum við svo flytja í eigin íbúð eða þegar núverandi leigjandi finnur sér annað húsnæði. Þar hlökkum við til að hreiðra um okkur og búa okkur kósý heimili. Þangað til situr Eisi uppi með okkur. Það er gott að vera hjá honum, við hugsum svo líkt og höfum svipaðar skoðanir á tilverunni og lífinu almennt, viðhorf og smekkur einnig. Bara eins og ég hafi alltaf verið hérna. Sæunn er tiltölulega sátt, ja, svona eins og við er að búast. Sagði í fyrradag að allt væri fullkomið nema að það vantaði Mola. Hún saknar hans mikið, líkt og ég. Skólinn er fínn, var tekið mjög vel á móti henni og hún drifin með í Æskó, félagsheimilið, strax. Kristín Ágústa, dóttir Eisa er í sama bekk og hún og hún hefur verið alveg yndisleg. Komið, farið út með henni og kynnt hana fyrir krökkunum. Annars er Sæunn svo vön því að vera bara heima eftir að hafa búið í sveitinni svona lengi. Aldrei verið á útiflakki um helgar, að þvælast bara. Lítið hægt að þvælast um með krökkum í Hvalfjarðarsveit. Hún saknar vina sinna mikið og spjallar við þau á MSN en það gerði hún líka í sveitinni. Ekkert hægt að labba í bæinn og hittast þar eins og hér.
Ég er loks farin að gera eitthvað af viti í sambandi við lyfjaspikið mitt. Orðin leið á því að líta í spegil og sjá gamla gæsamömmu. Verð líka að ná upp þreki og þoli aftur sem týndist í veikindunum. Við Brúnó fáum okkur morgungöngu á hverjum morgni, mislangt eftir heilsufari gæsamömmu en gengur alltaf betur og betur. Veðrið hjálpar líka til, það er svo yndislegt, stilla og í kringum frostmark. Yndislegt að komast í siglfirska lognið aftur. Jú, jú, það hafa verið nokkrir dagar þar sem veðrið var ekkert sérstakt en komst samt ekki í hálfkvisti við vindinn og rigninguna á suðvesturhorninu.
Það er byrjað að birta og labbitúrinn bíður. Brúnó hefur verið furðanlega fljótur að venjast bílunum, tók mig ekki langan tíma að fá hann til að skilja að hann ætti ekki að gelta á þá eins og hann gerði í sveitinni. Gengur aðeins hægar með fólk, það má enn ekki labba á gangstéttinni við húsið en ef það er hinum megin við götuna þá er það ekki ógnandi. Það er lítill tjúi, hér í næsta húsi og kannski eiga þeir eftir að kynnast og verða vinir. Fyndið að horfa á hann og hugsa til þess að svona hefði Brúnó átt að vera. Þrisvar sinnum stærri he he.
Ég hitti Skottu um daginn og hvílíkir fagnaðarfundir, hún var sko ekki búin að gleyma kellingunni þrátt fyrir að hafa ekki séð mig lengi. Missti sig.
Ég sakna stóru krakkanna, Kolbrúnar Köru og litlu sætu Emilíu. En svona er bara lífið, það er ekki hægt að hafa allt. Fæ stundum samviskubit þeirra vegna yfir að hafa farið svona langt í burtu frá þeim en þetta var bara það eina sem mér fannst ég geta gert í þessari stöðu sem ég er nú í. Hér hef ég húsnæði, enginn rándýr leiga og því meiri möguleikar á að geta framfleytt okkur á atvinnuleysisbótum. Jamm, ég er komin með vottorð um að ég sé vinnufær og fer því vonandi fljótlega að fá eitthvað meira en 13.000 kr. á mán til að lifa á.
En, þetta var svona aðeins um stöðuna mest fyrir pabba og Guðný sem nú búa á Spáni og til að hreinsa hugann og átta sig.
LOVE
Um bloggið
Bylgja Hafþórsdóttir
Nýjustu færslur
- Einstefnuhugsunarháttur!
- Ætli það verði hægt að .......
- Nei, nú er mín kjaftstopp. Eru þetta hálfvitar???
- Þorrablót KKS á Sigló-Bara gaman
- Menn og konur. -KAFFI- Konur og menn.
- Í Noregi er sí-ungur maður sem....
- Jei, einhver með viti!!!
- Í dag er mikilvægur dagur!!!
- Að vera Siglfirðingur og....
- OBEX-LAUSNIR bjóða nú þegar.....
Tenglar
Frábærir bloggarar
- Hertoginn af Gautlandi Gauti frændi á Sigló.
- Leó Óla, sannur Siglfirðingur Fullt af skemmtilegum sögum og æðislegum myndum.
Mínir tenglar
- Litlir englar Yndislegust samtök á Íslandi
- Obex lausnir snilld innandyra sem utan. Held að vegagerðin ætti að kynna sér þetta í stað stórhættulegra víra.
- Vinfastur Heimasíða bátasmiðanna.
- Big Fish Games Skemmtileg leikjasíða við allra hæfi. Frí trial í klst.
- Hvalfjarðarsveit Já, ég á heima hér.
- Siglufjörður Hér er ég fædd og uppalin á besta stað á Íslandi.
- My space síðan mín.
Bækur
Bókalisti
Er alæta á bækur nema ástarsögur
-
Er búin að lesa þessar þrjár seríur eftir hann og fannst þær allar skemmtilegar. Svo eru líka til stakar bækur um tvær af aðalhetjunum. Belgarath galdrakarl og Polgöru galdrakvendi.
: Belgariad- Sería--Malloreon-Sería--The Elenium -
Hrikalega skemmtileg spacefantasía, var smástund að átta mig á að hún gerist á annarri plánetu þar sem heiminum er svo snilldarlega lýst að hann hljómar ofur eðlilega.
: Crystal Rain -
Hef virkilega gaman af bókunum hans um Sigma Force gengið, þar sem viðfangsefnið er ætíð eitthvað á trúarlegum eða sögulegum nótum. Rosa spennandi.
: M.a. Map of Bones-Black Order-Judas Strain og Sandstorn -
Frábær sería sem ég gat ekki slitið mig frá. 1.bókin var þýdd á íslensku nú fyrir jólin og heitir Gátt hrafnsins.
: Ravens Gate-Evil Star-Night Rise -
Elska svona bækur
: Holy Blood-Holy Grail -
Frábærar bækur um galdrastrákinn Septimus Heap. Held að þriðja bókin komi út í sumar
: Magyk og Flyte -
Heljarlöng sería, alla vega komnar 12 bækur, ekki búin að lesa þær allar, kaupi þær í slumpum.
: Wheel of Time -
Önnur söguleg skáldsaga um eitthvað trúarlegt. Spennandi bók.
: The Righteous Men -
Ótrúlega fróðleg bók. Les allt sem ég kemst yfir um Maríu Magdalenu.
: The secrets of Maria Magdalena -
Frábærar bækur um meistarþjófinn Locke og kumpána hans. Bók nr. 2 heitir Red Seas under Red Skies.
: The Lies of Locke Lamora -
Sería um drekann Temeraire. Búin að lesa nr 2 og 3 einnig, er að bíða eftir að nr. 4 komi í kilju.
: His Majestys Dragon -
Einnig bók um heim sem ekki er til.
: TUNNELS -
Les mikið af svona bókum, skáldsögur sem eiga sér stað í sögulegum raunveruleika.
: The Templar Legacy -
Frábær um aðra London í samsíða vídd við hina.
: UNLUNDON -
Allir að lesa þessa bók.
: Neverwhere -
Hafði lesið bókina áður en myndin kom. Elska bækurnar hans.
: Stardust
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Stuðningskveðja !
Kjartan Pálmarsson, 3.2.2009 kl. 09:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.