11.2.2009 | 10:40
Menn og konur. -KAFFI- Konur og menn.
Skrítið hvað það sem manni hefur alltaf fundist sjálfsagt og eðlilegur hluti af tilverunni kveikir skyndilega hjá manni þankagang sem jafnvel manni sjálfum finnst ,,skrítinn". Þá á ég við þessa smálegu hluti sem maður venjulega leiðir ekki einu sinni hugann að. Fékk eina af þessum ,,hugljómunum" í morgun þegar ég fór til að taka bensín á bílinn. Þar blasti OLÍS við sem varð til þess að ég ákvað að skreppa þar inn til að láta Jón Andrjes vita að Sæunn kæmi ekki í hádegismat í dag. Erum að fara á Akureyri en það er önnur saga.
Fyrir utan OLÍS var eins og oftast fjöldi bíla. Margir siglfirskir karlmenn hafa nefnilega gert það að vana sínum að kíkja í kaffi til Jóns á morgnana. Það má eiginlega fullyrða að þetta sé aðal félagsheimili bæjarins fyrir kallana. Og ég fór að hugsa....
...af hverju gera konur þetta ekki. Siglfirskar eða ekki, ég veit ekki um neina ,,konubúð" þangað sem konurnar gera sér ferð, bara til að sýna sig og sjá aðra, spjalla og heyra nýjasta slúðrið. Hvernig ætli það yrði ef þær færu að droppa inn í Aðalbúðina eða Siglósport snemma morguns. Renna niður nokkrum sögum með kaffibolla og hlátri. Umm, gæti verið gaman. Konur fara finnst mér meira í heimsóknir til vinkvenna í frítímanum og fá þar útrás fyrir félagslega þáttinn í þeirra lífi. Karlarnir detta held ég sjaldnar inn í kaffi til vina sinna bara svona að gamni.
Kannski er þetta eitthvað í eðlinu. Veiðihópurinn kemur saman eða eitthvað álíka Hellisbúalegt. En sko bara, hvers lags vitleysa manni getur dottið í hug.
Skyldu Dóra og/eða Ella bjóða manni upp á kaffisopa ef maður birtist bara til að kjafta.
Um bloggið
Bylgja Hafþórsdóttir
Nýjustu færslur
- Einstefnuhugsunarháttur!
- Ætli það verði hægt að .......
- Nei, nú er mín kjaftstopp. Eru þetta hálfvitar???
- Þorrablót KKS á Sigló-Bara gaman
- Menn og konur. -KAFFI- Konur og menn.
- Í Noregi er sí-ungur maður sem....
- Jei, einhver með viti!!!
- Í dag er mikilvægur dagur!!!
- Að vera Siglfirðingur og....
- OBEX-LAUSNIR bjóða nú þegar.....
Tenglar
Frábærir bloggarar
- Hertoginn af Gautlandi Gauti frændi á Sigló.
- Leó Óla, sannur Siglfirðingur Fullt af skemmtilegum sögum og æðislegum myndum.
Mínir tenglar
- Litlir englar Yndislegust samtök á Íslandi
- Obex lausnir snilld innandyra sem utan. Held að vegagerðin ætti að kynna sér þetta í stað stórhættulegra víra.
- Vinfastur Heimasíða bátasmiðanna.
- Big Fish Games Skemmtileg leikjasíða við allra hæfi. Frí trial í klst.
- Hvalfjarðarsveit Já, ég á heima hér.
- Siglufjörður Hér er ég fædd og uppalin á besta stað á Íslandi.
- My space síðan mín.
Bækur
Bókalisti
Er alæta á bækur nema ástarsögur
-
Er búin að lesa þessar þrjár seríur eftir hann og fannst þær allar skemmtilegar. Svo eru líka til stakar bækur um tvær af aðalhetjunum. Belgarath galdrakarl og Polgöru galdrakvendi.
: Belgariad- Sería--Malloreon-Sería--The Elenium -
Hrikalega skemmtileg spacefantasía, var smástund að átta mig á að hún gerist á annarri plánetu þar sem heiminum er svo snilldarlega lýst að hann hljómar ofur eðlilega.
: Crystal Rain -
Hef virkilega gaman af bókunum hans um Sigma Force gengið, þar sem viðfangsefnið er ætíð eitthvað á trúarlegum eða sögulegum nótum. Rosa spennandi.
: M.a. Map of Bones-Black Order-Judas Strain og Sandstorn -
Frábær sería sem ég gat ekki slitið mig frá. 1.bókin var þýdd á íslensku nú fyrir jólin og heitir Gátt hrafnsins.
: Ravens Gate-Evil Star-Night Rise -
Elska svona bækur
: Holy Blood-Holy Grail -
Frábærar bækur um galdrastrákinn Septimus Heap. Held að þriðja bókin komi út í sumar
: Magyk og Flyte -
Heljarlöng sería, alla vega komnar 12 bækur, ekki búin að lesa þær allar, kaupi þær í slumpum.
: Wheel of Time -
Önnur söguleg skáldsaga um eitthvað trúarlegt. Spennandi bók.
: The Righteous Men -
Ótrúlega fróðleg bók. Les allt sem ég kemst yfir um Maríu Magdalenu.
: The secrets of Maria Magdalena -
Frábærar bækur um meistarþjófinn Locke og kumpána hans. Bók nr. 2 heitir Red Seas under Red Skies.
: The Lies of Locke Lamora -
Sería um drekann Temeraire. Búin að lesa nr 2 og 3 einnig, er að bíða eftir að nr. 4 komi í kilju.
: His Majestys Dragon -
Einnig bók um heim sem ekki er til.
: TUNNELS -
Les mikið af svona bókum, skáldsögur sem eiga sér stað í sögulegum raunveruleika.
: The Templar Legacy -
Frábær um aðra London í samsíða vídd við hina.
: UNLUNDON -
Allir að lesa þessa bók.
: Neverwhere -
Hafði lesið bókina áður en myndin kom. Elska bækurnar hans.
: Stardust
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl frænka.
Bara ad kvitta, og velkominn til heim Siglo.
Baldur Gudna (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 15:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.