Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

STIRÐIR bloggfingur liðkaðir upp, kominn tími til...

Heil og sæl bloggvinir allir nær og fjær, er ekki kominn tími á smá skoðanatjáningar, þótt fyrr hefði verið jafnvel. Ég get bara ekki lengur samvisku minnar vegna hummað þetta fram af mér lengur. Pí hí. Elska að skrifa. Ekki ein af þessum svokölluðu skúffuskáldum en luma nú samt á smá hér og þar, bara svona fyrir mig. Þannig að ég má bara til með að þakka ykkur, þið sem hvöttuð mig til að halda áfram að blogga, er bara svo gaman.

 Þetta blogg verður samt ekki um neitt sérstakt, bara að láta vita af mér og að ég er að verða ég sjálf aftur með hjálp góðra manna. Skellti mer ALEIN (ekki einu sinni hundarnir fengu að koma með) til Siglufjarðar sl. föstudag og dvaldi í góðu yfirlæti hjá Eið bróður, æi, hann er svo æðislegur, dekstraði við mig á allan máta. Eyddi stórum hluta tímans annars í dekri hjá mömmu líka, he he. Bað við kertaljós og þess háttar. Sturtan þar namm namm. Sneri ekki í Hvalfjörðinn aftur fyrr en á mánudeginum og batteríin hlóðust í botn.

 Húsið er orðið fokhelt fyrir svolitlu síðan og við FENGUN LÁN hjá Íbúðalánasjóði. Jibbí og á morgun er á dagskrá að fara niðrá Mel og taka nokkrar myndir til að geta sýnt mömmu hvernig slotið lítur út að utan. Skelli þeim hér inn í leiðinni. Nú erum við að bíða eftir tilboði í að klára að innan og að gólfið verði flotað. Held að mér sýnist önnur jól hér á Heimsenda, það verður þá bara að vera svo. Sætta sig við það sem maður fær ekki breytt, er  það ekki málið. Þetta kemur allt með kalda vatninu, ég er bara hætt að bíða eftir nýja húsinu og svekkja mig á hversu langan tíma þetta tekur allt saman, að mér finnst. Veit ég flyt einhvern tímann og það dugir. Hundunum líður líka svo vel hér á Fellsenda, orðnir algjörir sveitahundar. En læt þetta duga í bili sem fyrstu bloggfærslu síðan sautján hundruð og súrkál.

LOVE Bylgja


« Fyrri síða

Um bloggið

Bylgja Hafþórsdóttir

Höfundur

Bylgja Hafþórsdóttir
Bylgja Hafþórsdóttir

Er bara ég sjálf. Eineggja tvíburi og stolt af því. Á einnig 5 yndislega yngri bræður.

Nýjustu myndir

  • thorri
  • thootab2
  • thorrab
  • onnur
  • egoghronn
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bækur

Bókalisti

Er alæta á bækur nema ástarsögur

  • David Eddings: Belgariad- Sería--Malloreon-Sería--The Elenium
    Er búin að lesa þessar þrjár seríur eftir hann og fannst þær allar skemmtilegar. Svo eru líka til stakar bækur um tvær af aðalhetjunum. Belgarath galdrakarl og Polgöru galdrakvendi.
    ****
  • Tobias S.Buckell: Crystal Rain
    Hrikalega skemmtileg spacefantasía, var smástund að átta mig á að hún gerist á annarri plánetu þar sem heiminum er svo snilldarlega lýst að hann hljómar ofur eðlilega.
    ****
  • James Rollins: M.a. Map of Bones-Black Order-Judas Strain og Sandstorn
    Hef virkilega gaman af bókunum hans um Sigma Force gengið, þar sem viðfangsefnið er ætíð eitthvað á trúarlegum eða sögulegum nótum. Rosa spennandi.
  • Anthony Horowitz: Ravens Gate-Evil Star-Night Rise
    Frábær sería sem ég gat ekki slitið mig frá. 1.bókin var þýdd á íslensku nú fyrir jólin og heitir Gátt hrafnsins.
    *****
  • Michael Baigent-Richard Leigh-Henry Lincoln: Holy Blood-Holy Grail
    Elska svona bækur
    *****
  • Angie Sage: Magyk og Flyte
    Frábærar bækur um galdrastrákinn Septimus Heap. Held að þriðja bókin komi út í sumar
    ****
  • Robert Jordan: Wheel of Time
    Heljarlöng sería, alla vega komnar 12 bækur, ekki búin að lesa þær allar, kaupi þær í slumpum.
    ****
  • Sam Bourne: The Righteous Men
    Önnur söguleg skáldsaga um eitthvað trúarlegt. Spennandi bók.
    ****
  • Dan Burstein og Arne De Keijzer: The secrets of Maria Magdalena
    Ótrúlega fróðleg bók. Les allt sem ég kemst yfir um Maríu Magdalenu.
    *****
  • Scott Lynch: The Lies of Locke Lamora
    Frábærar bækur um meistarþjófinn Locke og kumpána hans. Bók nr. 2 heitir Red Seas under Red Skies.
  • Naomi Novik: His Majestys Dragon
    Sería um drekann Temeraire. Búin að lesa nr 2 og 3 einnig, er að bíða eftir að nr. 4 komi í kilju.
    *****
  • Roderick Gordon & Brian Williams: TUNNELS
    Einnig bók um heim sem ekki er til.
    ****
  • Steve Berry: The Templar Legacy
    Les mikið af svona bókum, skáldsögur sem eiga sér stað í sögulegum raunveruleika.
    ****
  • China Miewille: UNLUNDON
    Frábær um aðra London í samsíða vídd við hina.
    ****
  • Neil Gaiman: Neverwhere
    Allir að lesa þessa bók.
    *****
  • Neil Gaiman: Stardust
    Hafði lesið bókina áður en myndin kom. Elska bækurnar hans.
    ****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband