Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Datt niður í djúpan pytt, enn einu sinni....

... en er smám saman að skríða upp úr honum aftur. Mér var fleygt út í af þvílíku afli að ég hélt að ég myndi ekki hafa það af, allavega þá stundina leið mér eins og mig langaði ekki til að lifa það af. En það er eigingirni, finnst mér, og ekkert annað svo ekki annað að gera en setja í lága drifið og druslast upp úr. Hjartað mitt brotnaði einu sinni enn, og enn einu sinni þurfti ég að ná í súper glúið og líma það saman á ný. Þegar eitthvað svona gerist þá verð ég að vera ein, ekkispyrja mig af hverju. Þannig að ég tók sængina mína og koddann og svo brúnó mnn og við keyrðum um og fundum okkur góðan nætursta og sváfum í Súbbanum, svona meðan ég var að ná áttum. Þeir sem þurfa, vita hvað gerðist og virðingarleysi við viðkomandi aðila að fara eitthvað að tala um það hér. En þetta er semsagt ástæðan fyrir bloggleysi undanfarinna daga.

En annars gengur rífandi vel með húsið, þakskífurnar næstum klárar og einnig lekturnar fyrir utanhúsklæðingu. Hér er því oft ansi fjölmennt í litla sæta eldhúsinu á Fellsenda og hér glymur pólska, enska og íslenska í bland. Þeir eru yfirmáta ánægðir með matinn og grínast með það að aðaltilhlökkunatefni dagsins sé að koma á Fellsenda í hádeginu og borða. Hí hí, ég verð að standa undir nafni. Svo hef ég fært þeim kaffibrauð og eitthvað kalt að drekka í kaffitímanum.

 Annars fer líka mikill tími hjá mér í að dekstra við kallinn, held við höfum ekki verið svona mikið og oft saman síðan við kynntumst sem er bara æði. Þvílík vítamínsprauta fyrir sambandið. Nú er hann kominn í göngugifs og á aðeins betra með að staulast um. Svo höfum við verið svo mikið bara tvö heima og höfum sko nýtt okkur það vel. Hí Hí.

Tókum einn af okkar frægu bíltúrin, skoðuðum Hvanneyri, fórum yfir gömlu Borgarfjarðarbrúna, ég keyrði að sjálfsögðu. Beygðum svo eins og við værum að fara til Búðardal, yfir Heydalina, fundum þar fjallaslóða inn í lítið sætt dalverpi og lögðum okkur þar með teppi og næs. Því næst var keyrt sem leið lá í Stykkishólm og þar bauð þessi elska mér í mat á "Fimm fiskum". Hvílkt nammi nammi hef ég sjaldan smakkað. Fengum okkur fiskisúpu í forrétt og humar framreiddan á teini í aðalrétt. OMG, borðaði svo mikið. Meira en minn 100 kílóa maður, he he, kláraði mun meir af súpunni og át svo restina af humrinum  hans þegar hann var sprunginn. Tí hí. Hann sagðist ætla að fara með mig út bakdyramegin. En krakkarnir sem voru að vinna þarna voru líka alveg yndisleg, kammó og skemmtileg og þjónustan snör og flott. Skora á alla sem kunna að meta fiskmeta að fara þarna, er heldur alls ekki dýrt.

En heimkoman endaði í algerri vitleysu, einn af þessum atburðum þar sem eitt lítið korn fyllti mælinn og kornið það var dýrt í þetta skiptið.


Þakið fór langt í dag!!!

Í dag mætti Rabbi babe með einn mann með sér og Hjalti með gengið sitt, pabba, Aron og Brynju. Hemmi var í fríi. Og afraksturinn þakið lokað, pappinn kominn á og lektur á stóran part. Klárast á morgun ef ég þekki mína menn rétt. Þeir eru ótrúlegir. Nú bara verð ég að galdra aura fyrir myndavél, þetta er ekki hægt.

 Binni, Hjalti Kr. og Þórdís eru hér hjá mér, eru í heita pottinum að hafa það næs. Á morgun verða grilluð tvö lambalæri og kannski pínu bjór með. Ætla að vera með Emilíu Ólöfu svo að Aron og Særún geti kíkt á írska daga.

Mín er sko kominn í takt við umheiminn. Binni bjó til handa mér bæði Facebook og MSN. Svo endilega adda mér á MSN, please er kominn með 6 manns. Hí hí. Er bara: bylgjahaf@gmail.com. Semsagt nýja netfangið mitt, nenni ekki þessu simnet dóti lengur, ekkert pláss þar. 50 MB duga skammt.

 LOVE BYLGJA


Hvenær flyt ég-Getraun mánaðarins!!!

He he, hér koma nokkrar myndir sem teknar voru í gær af húsbyggingunni. Svei mér þá húsið fýkur uppi, þessir drengir eru með rakettu í rahóinu, svei mér þá bara. Hjalti, pabbi, Hemmi, Brynja og Aron minn eru eins og vélmenni svo hratt gengur þetta. Tilkynnti Hjalta í gær að ég ætlaði að flytja inn um helgina.Tounge Ne þetta er yndislegt eins og sjá má af meðfylgjandi myndum, held það verði slatti af liði í mat í hádeginu svo eins gott að fara að undirbúa eitthvað gott. Engginn Hótel Hellisands matseðill hér, bara gammeldags kjarngóður heimilismatur. Held að Rabbi sé líka í dag með 1-2 Pólvera með sér svo steiktur fiskur verður það heillin. Elska mína ótæmandi frystik istu já og þann sem sér um að fylla á hana, he he.

 Veðrið er meira en dásamlegt, ætla sko að setjast út og þykjast vera að raða pappírum í bókhaldið. Mappan bíður og slatti af pappír svo hvað gæti verið betra en að steikja sig aðeins í leiðinni.

Já sko og meira af getrauninni, sá sem verður næst réttum tíma fær að vera grillmeistari í reisugillinu, he he. Devil og fær kannski 1 bjór að launum líka. Nei, grín. Hvenær haldiði að ég flytji. Vil annars fara að komast í að mála utanhússklæðinguna, er fín í því þó ég viti varla hvað snýr fram og aftur á hömrum og öðru verkfærum. SÍLSAÞJAPPAN SKO!!. Þegar maður á svona marga handlagna bræður að ég tali nú ekki um snillinginn hann föður minn, ja þá til hvers að vera að læra eitthvað þess háttar. Er líka ein af þeim sem á erfitt með skrúfganga, veit aldrei í hvaða átt á að skrúfa, he he, algjör ljóska. HENTU Í MIG HAMRINUM, NEI PENSLINUM!!.

LOVE YOU ALL.


Um bloggið

Bylgja Hafþórsdóttir

Höfundur

Bylgja Hafþórsdóttir
Bylgja Hafþórsdóttir

Er bara ég sjálf. Eineggja tvíburi og stolt af því. Á einnig 5 yndislega yngri bræður.

Nýjustu myndir

  • thorri
  • thootab2
  • thorrab
  • onnur
  • egoghronn
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bækur

Bókalisti

Er alæta á bækur nema ástarsögur

  • David Eddings: Belgariad- Sería--Malloreon-Sería--The Elenium
    Er búin að lesa þessar þrjár seríur eftir hann og fannst þær allar skemmtilegar. Svo eru líka til stakar bækur um tvær af aðalhetjunum. Belgarath galdrakarl og Polgöru galdrakvendi.
    ****
  • Tobias S.Buckell: Crystal Rain
    Hrikalega skemmtileg spacefantasía, var smástund að átta mig á að hún gerist á annarri plánetu þar sem heiminum er svo snilldarlega lýst að hann hljómar ofur eðlilega.
    ****
  • James Rollins: M.a. Map of Bones-Black Order-Judas Strain og Sandstorn
    Hef virkilega gaman af bókunum hans um Sigma Force gengið, þar sem viðfangsefnið er ætíð eitthvað á trúarlegum eða sögulegum nótum. Rosa spennandi.
  • Anthony Horowitz: Ravens Gate-Evil Star-Night Rise
    Frábær sería sem ég gat ekki slitið mig frá. 1.bókin var þýdd á íslensku nú fyrir jólin og heitir Gátt hrafnsins.
    *****
  • Michael Baigent-Richard Leigh-Henry Lincoln: Holy Blood-Holy Grail
    Elska svona bækur
    *****
  • Angie Sage: Magyk og Flyte
    Frábærar bækur um galdrastrákinn Septimus Heap. Held að þriðja bókin komi út í sumar
    ****
  • Robert Jordan: Wheel of Time
    Heljarlöng sería, alla vega komnar 12 bækur, ekki búin að lesa þær allar, kaupi þær í slumpum.
    ****
  • Sam Bourne: The Righteous Men
    Önnur söguleg skáldsaga um eitthvað trúarlegt. Spennandi bók.
    ****
  • Dan Burstein og Arne De Keijzer: The secrets of Maria Magdalena
    Ótrúlega fróðleg bók. Les allt sem ég kemst yfir um Maríu Magdalenu.
    *****
  • Scott Lynch: The Lies of Locke Lamora
    Frábærar bækur um meistarþjófinn Locke og kumpána hans. Bók nr. 2 heitir Red Seas under Red Skies.
  • Naomi Novik: His Majestys Dragon
    Sería um drekann Temeraire. Búin að lesa nr 2 og 3 einnig, er að bíða eftir að nr. 4 komi í kilju.
    *****
  • Roderick Gordon & Brian Williams: TUNNELS
    Einnig bók um heim sem ekki er til.
    ****
  • Steve Berry: The Templar Legacy
    Les mikið af svona bókum, skáldsögur sem eiga sér stað í sögulegum raunveruleika.
    ****
  • China Miewille: UNLUNDON
    Frábær um aðra London í samsíða vídd við hina.
    ****
  • Neil Gaiman: Neverwhere
    Allir að lesa þessa bók.
    *****
  • Neil Gaiman: Stardust
    Hafði lesið bókina áður en myndin kom. Elska bækurnar hans.
    ****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband