Lýsi eftir svari frá Björgvin viðskiptaráðherra út af mygluhúsinu mínu

 radherrar

Það hefur ýmislegt gerst í okkar málum varðandi húsið undanfarna daga og einnig hefur verið ansi freistandi að láta eins og þetta hafi ekki gerst  og loka augunum en það hefst nú lítið upp úr því. Allavega ef ég ætla að vera Bylgja "veltiþúfa". Margur er knár þó hann sé smár en ég er einn og hálfur tommustokkur að lengd eins og maðurinn minn orðar það. En samt eru góðar fréttir og leiðinlegar fréttir sem að vísu koma ekki á óvart. Góðu fréttirnar fyrst: Nú þegar allt er tekið saman þá hefur fólk gefið okkur hvorki meira né minna en kr. 1.320.000,- og það er sko ekkert smáræði. Peningarnar hafa þegar komið sér vel. Keyptum rúmið fyrir jólin og borguðum sökkuleiningarnar fyrir nýja húsið út í hönd. Verður sennilega steypt í þær á morgun og við eigum fyrir því líka. Jibbí. Einnig hefur góður vinur okkar tekið upp á því hjá sjálfum sér að hella sér í okkar mál af þvílíkum fítonskrafti að leitun er að öðru eins. Símtölin og allur tíminn sem hann hefur eytt í okkar mál er náttúrulega algerlega ómetanlegur og ég er honum alveg afskaplega þakklát. Hundleiðinlegt að vera að berjast í þessu einn. Annar nágranni okkar er málari og er enn eitt lýsandi dæmi um góðvild náungans. Hann ætlar, hvorki meira né minna, að GEFA okkur málninguna innan í húsið. Ég er bara orðlaus og maðurinn minn veit ekkert í hvorn fótinn hann á að stíga. Svo þetta er allt á beinu brautinni.

Leiðinlegu fréttirnar eru þær að aðstoðarmaður Jöhönnu Sigurðardóttur var sá eini af þeim fjórum ráðherrum sem ég hef skrifað um mín mál sem sá ástæðu til að svara mér. Í svari sínu sagði hann að vísu að þetta tilheyrði ekki þeirra málaflokki en bað um leyfi mitt til að vísa þessu til Björgvins viðskiptaráðherra sem hann svo gerði strax. En nú eru liðnar nokkrar vikur síðan og enn hef ég ekkert heyrt frá Björgvini blessuðum eða aðstoðarmanni hans. Þessir blessuðu ráðherra virðast engan áhuga hafa á að kynna sér myglusvepp og mögulegar afleiðingar hans hvort sem er á félagslega sviðinu, tryggingasviði eða öðru. Hentar þeim betur að láta eins og hann sé ekki til á Íslandinu góða. Hélt samt að þeir þyrftu að svara öllum erindum sem þeim berast á einn eða annan hátt að annað væri brot á stjórnsýslulögum en svona er ég vitlaus.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Samt má segja að leiðinlegu fréttirnar hafi þó verið ágætar að því leyti að aðstoðarmaður félagsmálaráðherra brást við. Það er samt svolítið merkilegt að manni skuli finnast það tíðindi þegar stjórnvöld bregðast við erindum okkar þegnanna... en þannig er það nú einhvern veginn samt.

Markús frá Djúpalæk, 15.4.2008 kl. 10:30

2 Smámynd: Bylgja Hafþórsdóttir

Amm, ég varð ekkert smá hissa þegar ég sá bréfið frá Hrannari. Þannig að myndin er af Þórunni, Guðlaugi Þór og Björgvini. He he. Ekki heyra, sjá né tjá.

Bylgja Hafþórsdóttir, 15.4.2008 kl. 13:06

3 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Þau þremenningarnir eru nú ekkert að láta svona "smámuni" trufla sig, enda eru þau á góðum stað í lífinu

Djöf.... er að eiga við svona, óska þer sannarlega alls góðs í þessari baráttu Bylgja mín 

Guðrún Jóhannesdóttir, 15.4.2008 kl. 14:22

4 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Segi það enn einu sinni og stend við það: BARÁTTUKVEÐJUR ÚR KÓPAVOGINUMUpgrade your email with 1000's of emoticon icons

Kjartan Pálmarsson, 15.4.2008 kl. 14:29

5 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

takk fyrir að samþykkja kerlu

Guðrún Jóhannesdóttir, 15.4.2008 kl. 15:16

6 Smámynd: Óskar Arnórsson

svar frá ráðherra! Þeir svara engum sem ekki eru í "klíkunni" þeirra..ég er búin að berjast svo mikið við þetta kerfi Bylgja mín, að mín reynsla er að það er betra að labba út í fjöru og tala við stein! Hjartað þeirra er úr svipuðu efni. Verð reiður fyrir þína hönd þó ég sé núna að vanda mig að verða ekki reiður út af einu eða neinu....ég ætla að styrkja þig þegar ég er búin að eignast eitthvað afgangs, því ég á ekkert nema skuldir sem að vísu eru búin að hjálpa mér að komast aðeins áleiðis að byrja að vinna aftur. 'a víst að fara varlega að þreyta mig ekki of mikið segir læknirinn sem ég er loksins farin að treysta 100%..

Óskar Arnórsson, 16.4.2008 kl. 05:57

7 Smámynd: Svandís Rós

Langar svo að taka þátt í þessari baráttu með þér. Ég gafst upp á að berja hausnum við steininn og mæta bara skilningsleysi... stóð líka ein í þessu og er með mitt hjá lögfræðingi.

Endilega sendu mér mail á svandis.ros@gmail.com!

Svandís Rós, 16.4.2008 kl. 09:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bylgja Hafþórsdóttir

Höfundur

Bylgja Hafþórsdóttir
Bylgja Hafþórsdóttir

Er bara ég sjálf. Eineggja tvíburi og stolt af því. Á einnig 5 yndislega yngri bræður.

Nýjustu myndir

  • thorri
  • thootab2
  • thorrab
  • onnur
  • egoghronn
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bækur

Bókalisti

Er alæta á bækur nema ástarsögur

  • David Eddings: Belgariad- Sería--Malloreon-Sería--The Elenium
    Er búin að lesa þessar þrjár seríur eftir hann og fannst þær allar skemmtilegar. Svo eru líka til stakar bækur um tvær af aðalhetjunum. Belgarath galdrakarl og Polgöru galdrakvendi.
    ****
  • Tobias S.Buckell: Crystal Rain
    Hrikalega skemmtileg spacefantasía, var smástund að átta mig á að hún gerist á annarri plánetu þar sem heiminum er svo snilldarlega lýst að hann hljómar ofur eðlilega.
    ****
  • James Rollins: M.a. Map of Bones-Black Order-Judas Strain og Sandstorn
    Hef virkilega gaman af bókunum hans um Sigma Force gengið, þar sem viðfangsefnið er ætíð eitthvað á trúarlegum eða sögulegum nótum. Rosa spennandi.
  • Anthony Horowitz: Ravens Gate-Evil Star-Night Rise
    Frábær sería sem ég gat ekki slitið mig frá. 1.bókin var þýdd á íslensku nú fyrir jólin og heitir Gátt hrafnsins.
    *****
  • Michael Baigent-Richard Leigh-Henry Lincoln: Holy Blood-Holy Grail
    Elska svona bækur
    *****
  • Angie Sage: Magyk og Flyte
    Frábærar bækur um galdrastrákinn Septimus Heap. Held að þriðja bókin komi út í sumar
    ****
  • Robert Jordan: Wheel of Time
    Heljarlöng sería, alla vega komnar 12 bækur, ekki búin að lesa þær allar, kaupi þær í slumpum.
    ****
  • Sam Bourne: The Righteous Men
    Önnur söguleg skáldsaga um eitthvað trúarlegt. Spennandi bók.
    ****
  • Dan Burstein og Arne De Keijzer: The secrets of Maria Magdalena
    Ótrúlega fróðleg bók. Les allt sem ég kemst yfir um Maríu Magdalenu.
    *****
  • Scott Lynch: The Lies of Locke Lamora
    Frábærar bækur um meistarþjófinn Locke og kumpána hans. Bók nr. 2 heitir Red Seas under Red Skies.
  • Naomi Novik: His Majestys Dragon
    Sería um drekann Temeraire. Búin að lesa nr 2 og 3 einnig, er að bíða eftir að nr. 4 komi í kilju.
    *****
  • Roderick Gordon & Brian Williams: TUNNELS
    Einnig bók um heim sem ekki er til.
    ****
  • Steve Berry: The Templar Legacy
    Les mikið af svona bókum, skáldsögur sem eiga sér stað í sögulegum raunveruleika.
    ****
  • China Miewille: UNLUNDON
    Frábær um aðra London í samsíða vídd við hina.
    ****
  • Neil Gaiman: Neverwhere
    Allir að lesa þessa bók.
    *****
  • Neil Gaiman: Stardust
    Hafði lesið bókina áður en myndin kom. Elska bækurnar hans.
    ****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband