Færsluflokkur: Bloggar
24.2.2013 | 19:57
Einstefnuhugsunarháttur!
Leggjast gegn staðgöngumæðrun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
10.3.2009 | 12:09
Ætli það verði hægt að .......
.... kaupa tryggingu fyrir myglusveppum????
Ætli þeir bjóði upp á tryggingu sem nær yfir myglusveppi. Fáránlegt að ekki skuli vera boðið upp á það af íslensku tryggingafélögunum. Skyldi einhver innan þeirra vébanda vita eitthvað um myglusvepp. Hversu hættulegur hann getur verið heilsunni. Hvernig hann fer með búslóðina þína og allar eigur. Að hann geti orðið til þess að þú stendur uppi heimilislaus, allslaus, heilsulaus.
Vilja kaupa tryggingafélag hér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.2.2009 | 14:53
Nei, nú er mín kjaftstopp. Eru þetta hálfvitar???
Fjandinn fjarri mér, mikið þætti mér gaman að sjá inn á hausinn á þeim ,,heiðursmenn-konum" sem að frumvarpinu standa. Hvenær ætla þeir að hætta að koma fram við fólkið í landinu eins og það sé hálfvitar eða nýkomið út úr leikskóla. OK, mátt fá milljón en á 6-9 mánuðum. Hvaða andskotans gagn gerir það. Af hverju í ósköpunum er fólki ekki treyst fyrir eigin fjármunum. Halda þeir að þeir sem eru það illa staddir að þeir sjá sig tilneydda til að taka út séreignasparnaðinn sinn eyði honum í utanlandsferð síðan eða hvað. Ef þessir peningar fara út eiga þeir að fara í innborgun á höfuðstólinn ekki til að greiða uppsafnaða vexti og dráttarvexti og eftir situr fólk í sömu súpunni með höfuðstól sem sífellt vindur upp á sig og eftir örfáa mánuði verður fólk bara sokkið niður að mitti eins og það var. Og hvað á að bjarga þeim þá upp úr pyttinum. Garg. Ég meina það hvernig getið þið leyft ykkur að fleygja út trosnuðu, fúnu reipi fólki til björgunar. Takið frekar eitthvað af þessum vöxtum í burtu.
Geti tekið 1 milljón úr séreignasjóðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.2.2009 | 17:17
Þorrablót KKS á Sigló-Bara gaman
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.2.2009 | 10:40
Menn og konur. -KAFFI- Konur og menn.
Skrítið hvað það sem manni hefur alltaf fundist sjálfsagt og eðlilegur hluti af tilverunni kveikir skyndilega hjá manni þankagang sem jafnvel manni sjálfum finnst ,,skrítinn". Þá á ég við þessa smálegu hluti sem maður venjulega leiðir ekki einu sinni hugann að. Fékk eina af þessum ,,hugljómunum" í morgun þegar ég fór til að taka bensín á bílinn. Þar blasti OLÍS við sem varð til þess að ég ákvað að skreppa þar inn til að láta Jón Andrjes vita að Sæunn kæmi ekki í hádegismat í dag. Erum að fara á Akureyri en það er önnur saga.
Fyrir utan OLÍS var eins og oftast fjöldi bíla. Margir siglfirskir karlmenn hafa nefnilega gert það að vana sínum að kíkja í kaffi til Jóns á morgnana. Það má eiginlega fullyrða að þetta sé aðal félagsheimili bæjarins fyrir kallana. Og ég fór að hugsa....
...af hverju gera konur þetta ekki. Siglfirskar eða ekki, ég veit ekki um neina ,,konubúð" þangað sem konurnar gera sér ferð, bara til að sýna sig og sjá aðra, spjalla og heyra nýjasta slúðrið. Hvernig ætli það yrði ef þær færu að droppa inn í Aðalbúðina eða Siglósport snemma morguns. Renna niður nokkrum sögum með kaffibolla og hlátri. Umm, gæti verið gaman. Konur fara finnst mér meira í heimsóknir til vinkvenna í frítímanum og fá þar útrás fyrir félagslega þáttinn í þeirra lífi. Karlarnir detta held ég sjaldnar inn í kaffi til vina sinna bara svona að gamni.
Kannski er þetta eitthvað í eðlinu. Veiðihópurinn kemur saman eða eitthvað álíka Hellisbúalegt. En sko bara, hvers lags vitleysa manni getur dottið í hug.
Skyldu Dóra og/eða Ella bjóða manni upp á kaffisopa ef maður birtist bara til að kjafta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.2.2009 | 09:01
Í Noregi er sí-ungur maður sem....
... á afmæli í dag. Við skulum líta til baka. Árið er 1969, dagurinn 10. febrúar. Í oggulítilli íbúð við Túngötuna á Siglufirði eru undur og stórmerki að gerast. Barn nr. 4 hjá ungu hjónunum sem þar búa og una sátt við sitt með sitt vill fara að komast í heiminn. Börnin þrjú sem fyrir eru verða lítið vör við umstangið. Tvær fjögurra ára stelpur og tveggja ára drengur sem er vægðarlaust notaður sem leikfang af systrunum. Það er svo gaman að hossa sér á bumbunni hans, hljóðin sem það framkallar.... ....úmm, púff. Ha ha. Endalaust gaman. En nú er mamma farin á spítalann og eftir óratíma að þeim finnst kemur hún heim með undurfallegan dreng. Dökkur á brún og brá og augun hans svo undur skýr og athugul.
Í dag er drengurinn, sem hlaut nafnið Hafþór, FERTUGUR, ótrúlegt. Hann fríkkar með hverju árinu og ellihrörnunarmerkin nánast engin. Svolítið gleyminn greyið en hvað gerir það til.
Elsku Haddó, ég vona að þú eigir góðan dag í dag og mínar innilegustu hamingjuóskir í tilefni dagsins. Sakna þín.
LOVE Bylgja
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.2.2009 | 08:47
Jei, einhver með viti!!!
Er virkilega einhver þarna úti sem hefur lyst á því að kasta séreignasparnaðnum sínum út um gluggann. Ég verð að segja að ég myndi frekar samt gera það heldur en að lofa hinu hroðalega illa rekna fyrirtæki Þjóðarskútan ohf. að hirða það af mér til að greiða ósanngjarna vexti og enn ósanngjarnari verðbætur. Hrafn hefur lög að mæla, ef þessi möguleiki yrði settur upp á borðið þá yrði að vera búið að hugsa það út í gegn og framkvæmdin að vera þannig að fólk hefði raunverulega hag af því að nota þessa peninga í að borga skuldirnar sínar. Gerir lítið gagn að setja þetta í vexti og dráttarvexti og höfuðstólinn stendur óhreyfður eftir og heldur áfram að safna utan á sig. Greiðslubyrðin yrði orðin jafn erfið áður en fólk næði að blikka augunum og eina sem hefði breyst er að fólk hefði enn minna að spila úr á elliárunum. Eins og hinn venjulegi meðal Jón megi við því. Sé þetta ekki fyrir mér nema sem greiðslu inn á höfuðstólinn og niðurfellingu vaxta og verðbóta fyrir eitthvert ákveðið tímabil. Þannig hefði fólk kannski séns, þ.e. þeir sem eru með lán annars staðar en hjá íbúðalánasjóði og hafa fengið þessu fáránlegu tilboð frá bönkunum sínum um 3ja og 4ja mánaða ,,frystingu". Piff, æi, nenni ekki að tala um þetta.
LOVE Bylgja
Skerða lífeyri um allt að 10% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.2.2009 | 09:20
Í dag er mikilvægur dagur!!!
Kaldur febrúarmorgunn, 9 febrúar runninn upp. Lítið kríli í kviði móður sinnar er farið að láta á sér kræla. Það vill komast út til að skoða þennan stóra heim sem það hefur einungis heyrt í undanfarna mánuði. Eldri systkinin fimm hafa raðað sér við dyrnar að forstofunni, sá yngsti á mjöðm stóru systur. Þau vita sem er að mamma er að fara á spítalann og kemur ekki aftur í bráð. En spenningurinn yfir nýju systkini hleypir ekki söknuði að, ekki strax. Nú er það hlutverk pabba að sjá um fimm börn og heimilið, iss, hann fer létt með það. Grjónagrauturinn hans er að vísu allt öðru vísi en hjá mömmu og bara það veldur hláturskasti hjá eldri systkinunum.
Í huga krakkanna líða óteljandi dagar áður en mamma kemur aftur heim og þá með yndislegan lítinn dreng í fanginu. Og það verður að segjast að alla tíð síðan hefur þessi drengur verið eins og hann var þá, algjört æði. 36. afmælisdagurinn upprunninn og það er bara fínt þegar fólk eins og hann á afmæli því hann ,,bestnar" bara með árunum og heldur öllum hárunum hé hé.
En elsku hjartans Daði minn. Til hamingju með daginn og mundu að mér þykir svo innilega, innilega vænt um þig og þína, þrátt fyrir að hafa kannski ekki alveg verið í standi til að sýna það beint, undanfarin ár.
TIL HAMINGJU.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.2.2009 | 13:16
Að vera Siglfirðingur og....
... kunna ekki á skíðum, það fannst mér súrt í broti þegar ég um hádegisbil keyrði ,,fram á fjörð" til að fara í göngutúr með Brúnó minn. Þrátt fyrir örlítinn éljagang, sem nú er hættur, þá er veðrið bara yndislegt og ég fæ bara fiðring þegar ég horfi upp í Skarð, sé lyfturnar og allan snjóinn sem hreinlega biður mann um að koma og gleyma sér í leik. Skrambinn sköllóttur, var alvarlega að íhuga að kanna hvort Kristinn Tómast ætti ef til vill snjóþotu til að lána frænku gömlu en..... þorði ekki. Ég sá fólk á gönguskíðum og tærnar á mér fóru á flug. Í huganum reimaði ég á mig skíðaskó og smellti mér í gönguskíðin. Teygði fram fæturna tígulega og yfirvegað og skeiðaði á minn þokkafulla hátt eftir troðinni brautinni. Hemm, glætan. Allt í lagi að láta sig dreyma.
Í huganum er ég heimsmeistari, heimsmeistari í svigi, skíðagöngu, snjóþoturennsli og skíðastökki. Held ég skellli mér bara í sund. Þarf ekki að skammast mín mjög mikið fyrir kunnáttuna á því sviðinu.... ....held ég. !!!
Skíðasvæðin opin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.2.2009 | 12:58
OBEX-LAUSNIR bjóða nú þegar.....
...upp á ljósdíóðuperur hér á Íslandi. Perurnar sem þeir bjóða upp á eru frá hinu virta franska fyrirtæki JOLIET sem hefur um árabil verið leiðandi fyrirtæki í þróun, hönnun og framleiðslu ljósgjafa. allt frá ljósaperum til að nota heima og ljósastaura.
Það verður að segjast að þessar perur eru algjör bylting. Endingartími þeirra er gefinn upp: 50.000 klst. og orkunotkun er bara brotabrot af því sem venjulegar og/eða sparperur nota. Talað er um að munurinn sé allt að 80%.
Ef þróunin í ljósgjöfum fyrir heimili verður eins og fram horfir, líður ekki á löngu að venjulegar perur verði bannaðar eins og nú þegar er að gerast á hinum Norðurlöndunum og LED perur eru frábær lausn.
Heimasíða Obex lausna er hér til vinstri á síðunni minni og hefur verið það lengi þar sem mér finnst þetta fyrirtæki alveg einstakt. Það hefur einbeitt sér að því að flytja inn og markaðsetja lausnir fyrir heimili og fyrirtæki sem á engan sinn líka hér á Fróni og er ekkert að flýta sér að verða eitthvert risagróðafyrirtæki. Þarna finna hestamenn líka frábærar girðingalausnir fyrir hestana sína, lausnir sem henta í alvörunni íslenskum aðstæðum, eru umhverfisvænar, viðhaldslitlar og auðveldar í uppsetningu. En nóg er sagt. Endilega kíkið á heimasíðuna þeirra, svo þið sjáið að ég er ekkert bara að bulla.
Það verða sko svona perur á nýja heimilinu mínu þegar þar að kemur. Ójá.
Skora á ykkur að kynna ykkur perurnar og hafa samband við snillingana í Obex sem fyrst. Síma og annað má finna á heimasíðunni og netföng einnig.
LOVE Bylgja
Boða tilkomu eilífðarperu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Bylgja Hafþórsdóttir
Nýjustu færslur
- Einstefnuhugsunarháttur!
- Ætli það verði hægt að .......
- Nei, nú er mín kjaftstopp. Eru þetta hálfvitar???
- Þorrablót KKS á Sigló-Bara gaman
- Menn og konur. -KAFFI- Konur og menn.
- Í Noregi er sí-ungur maður sem....
- Jei, einhver með viti!!!
- Í dag er mikilvægur dagur!!!
- Að vera Siglfirðingur og....
- OBEX-LAUSNIR bjóða nú þegar.....
Tenglar
Frábærir bloggarar
- Hertoginn af Gautlandi Gauti frændi á Sigló.
- Leó Óla, sannur Siglfirðingur Fullt af skemmtilegum sögum og æðislegum myndum.
Mínir tenglar
- Litlir englar Yndislegust samtök á Íslandi
- Obex lausnir snilld innandyra sem utan. Held að vegagerðin ætti að kynna sér þetta í stað stórhættulegra víra.
- Vinfastur Heimasíða bátasmiðanna.
- Big Fish Games Skemmtileg leikjasíða við allra hæfi. Frí trial í klst.
- Hvalfjarðarsveit Já, ég á heima hér.
- Siglufjörður Hér er ég fædd og uppalin á besta stað á Íslandi.
- My space síðan mín.
Bækur
Bókalisti
Er alæta á bækur nema ástarsögur
-
Er búin að lesa þessar þrjár seríur eftir hann og fannst þær allar skemmtilegar. Svo eru líka til stakar bækur um tvær af aðalhetjunum. Belgarath galdrakarl og Polgöru galdrakvendi.
: Belgariad- Sería--Malloreon-Sería--The Elenium -
Hrikalega skemmtileg spacefantasía, var smástund að átta mig á að hún gerist á annarri plánetu þar sem heiminum er svo snilldarlega lýst að hann hljómar ofur eðlilega.
: Crystal Rain -
Hef virkilega gaman af bókunum hans um Sigma Force gengið, þar sem viðfangsefnið er ætíð eitthvað á trúarlegum eða sögulegum nótum. Rosa spennandi.
: M.a. Map of Bones-Black Order-Judas Strain og Sandstorn -
Frábær sería sem ég gat ekki slitið mig frá. 1.bókin var þýdd á íslensku nú fyrir jólin og heitir Gátt hrafnsins.
: Ravens Gate-Evil Star-Night Rise -
Elska svona bækur
: Holy Blood-Holy Grail -
Frábærar bækur um galdrastrákinn Septimus Heap. Held að þriðja bókin komi út í sumar
: Magyk og Flyte -
Heljarlöng sería, alla vega komnar 12 bækur, ekki búin að lesa þær allar, kaupi þær í slumpum.
: Wheel of Time -
Önnur söguleg skáldsaga um eitthvað trúarlegt. Spennandi bók.
: The Righteous Men -
Ótrúlega fróðleg bók. Les allt sem ég kemst yfir um Maríu Magdalenu.
: The secrets of Maria Magdalena -
Frábærar bækur um meistarþjófinn Locke og kumpána hans. Bók nr. 2 heitir Red Seas under Red Skies.
: The Lies of Locke Lamora -
Sería um drekann Temeraire. Búin að lesa nr 2 og 3 einnig, er að bíða eftir að nr. 4 komi í kilju.
: His Majestys Dragon -
Einnig bók um heim sem ekki er til.
: TUNNELS -
Les mikið af svona bókum, skáldsögur sem eiga sér stað í sögulegum raunveruleika.
: The Templar Legacy -
Frábær um aðra London í samsíða vídd við hina.
: UNLUNDON -
Allir að lesa þessa bók.
: Neverwhere -
Hafði lesið bókina áður en myndin kom. Elska bækurnar hans.
: Stardust
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar