Færsluflokkur: Bloggar

Staldraðu við!!!

Staldraðu við,

ástin mín.

Fyrir mig.

Stoppaðu

Líttu til himins,

sjáðu stjörnurnar

sem blika á bláum næturhimni

Staldraðu við

 

Stjörnur,

kjaftæði.

Ég sé bara ský

dökkgrá ský

 

Staldraðu við,

yndið mitt.

Sjáðu baldursbrána

sem svo stolt

svo stolt

rífur sig upp úr óræktinni

Gerðu það,

staldraðu við.

 

Hvar sérð þú Baldursbrá,

ég sá bara arfa

illgresi,

segir þú.

 

Og þú treður

á fallegu stoltu baldursbránni.

Treður hana niður í svaðið

á skítugum skóm,

með stáltá.

 

 


Dulítið af sjálfri mér!!!

Miðvikudagsmorgunn. Klukkan að verða níu og ég er búin að þrífa bæði baðherbergin. Jamm, ég réð sjálfa mig sem (húshjálp) gegn fæði og húsnæði hjá mínum ,,EINSTAKA" bróður. Grín, hann tók við mér með einu stóru JÁI þegar ég spurði hann hvort við Sæunn mætti koma og ég geri bara nákvæmlega það sem mér sýnist. Engar kvaðir frá honum frekar en fyrri daginn. Við bara hjálpumst að, skiptumst á að elda og vaska upp og svo til að verða ekki vitlaus af aðgerðarleysi þá dunda ég mér hér heima fyrir nákvæmlega eins og maður gerir HEIMA HJÁ SÉR. Jú, hann býr á Sigló og mín er flutt þangað ásamt Sæunni minni. Ég verð að játa að mér finnst yndislegt að vera komin og einnig að ég er enn að velkjast í vafa um hvort  þetta hafi verið nú rétt ákvörðun hjá mér. Ætla að líta á það sem sjálfsagðan og eðlilegan hlut að efast um gerðir sínar þegar  um svo veigamiklar ákvarðanir er að ræða. Innan skamms munum við svo flytja í eigin íbúð eða þegar núverandi leigjandi finnur sér annað húsnæði. Þar hlökkum við til að hreiðra um okkur og búa okkur kósý heimili. Þangað til situr Eisi uppi með okkur. Það er gott að vera hjá honum, við hugsum svo líkt og höfum svipaðar skoðanir á tilverunni og lífinu almennt, viðhorf og smekkur einnig. Bara eins og ég hafi alltaf verið hérna. Sæunn er tiltölulega sátt, ja, svona eins og við er að búast. Sagði í fyrradag að allt væri fullkomið nema að það vantaði Mola. Hún saknar hans mikið, líkt og ég. Skólinn er fínn, var tekið mjög vel á móti henni og hún drifin með í Æskó, félagsheimilið, strax. Kristín Ágústa, dóttir Eisa er í sama bekk og hún og hún hefur verið alveg yndisleg. Komið, farið út með henni og kynnt hana fyrir krökkunum. Annars er Sæunn svo vön því að vera bara heima eftir að hafa búið í sveitinni svona lengi. Aldrei verið á útiflakki um helgar, að þvælast bara. Lítið hægt að þvælast um með krökkum í Hvalfjarðarsveit. Hún saknar vina sinna mikið og spjallar við þau á MSN en það gerði hún líka í sveitinni. Ekkert hægt að labba í bæinn og hittast þar eins og hér.

Ég er loks farin að gera eitthvað af viti í sambandi við lyfjaspikið mitt. Orðin leið á því að líta í spegil og sjá gamla gæsamömmu. Verð líka að ná upp þreki og þoli aftur sem týndist í veikindunum. Við Brúnó fáum okkur morgungöngu á hverjum morgni, mislangt eftir heilsufari gæsamömmu en gengur alltaf betur og betur. Veðrið hjálpar líka til, það er svo yndislegt, stilla og í kringum frostmark. Yndislegt að komast í siglfirska lognið aftur. Jú, jú, það hafa verið nokkrir dagar þar sem veðrið var ekkert sérstakt en komst samt ekki í hálfkvisti við vindinn og rigninguna á suðvesturhorninu.

Það er byrjað að birta og labbitúrinn bíður. Brúnó hefur verið furðanlega fljótur að venjast bílunum, tók mig ekki langan tíma að fá hann til að skilja að hann ætti ekki að gelta á þá eins og hann gerði í sveitinni. Gengur aðeins hægar með fólk, það má enn ekki labba á gangstéttinni við húsið en ef það er hinum megin við götuna þá er það ekki ógnandi. Það er lítill tjúi, hér í næsta húsi og kannski eiga þeir eftir að kynnast og verða vinir. Fyndið að horfa á hann og hugsa til þess að svona hefði Brúnó átt að vera. Þrisvar sinnum stærri he he.

Ég hitti Skottu um daginn og hvílíkir fagnaðarfundir, hún var sko ekki búin að gleyma kellingunni þrátt fyrir að hafa ekki séð mig lengi. Missti sig.

Ég sakna stóru krakkanna, Kolbrúnar Köru og litlu sætu Emilíu. En svona er bara lífið, það er ekki hægt að hafa allt. Fæ stundum samviskubit þeirra vegna yfir að hafa farið svona langt í burtu frá þeim en þetta var bara það eina sem mér fannst ég geta gert í þessari stöðu sem ég er nú í. Hér hef ég húsnæði, enginn rándýr leiga og því meiri möguleikar á að geta framfleytt okkur á atvinnuleysisbótum. Jamm, ég er komin með vottorð um að ég sé vinnufær og fer því vonandi fljótlega að fá eitthvað meira en 13.000 kr. á mán til að lifa á.

 En, þetta var svona aðeins um stöðuna mest fyrir pabba og Guðný sem nú búa á Spáni og til að hreinsa hugann og átta sig.

 LOVE


Jæja, þá liggjum við enn dýpra í því.....

.... ég bara er í losti. Hvað er að þessu fólki hjá Samfylkingunni. Hvar innan raða Vinstri grænna ætla þeir að finna fólk með jafn góða menntun, reynslu af stjórnun og rekstri eins og t.d. Þorgerði Katrínu, Guðfinnu Bjarnadóttur og Ragnheiði Ríkharðsdóttur. Ég sagði það í gær og sagði það aftur MISTÖK, MISTÖK, MISTÖK,  að slíta þessu stjórnarsamstarfi. Enn og aftur eyðileggja gömlu papparúllurnar fyrir þeim yngri og betur menntaðri. Enn og aftur er sjálfhverfa, valdagræðgi og eiginhagsmunasemi látin ráða för.

Okay, í hvaða ráðherrastól lendir Steingrímur ef að þeirri stjórnarmyndun verður sem oftast er nú í umræðunni. Úff, get ekki ímyndað mér hann sem forsætis- eða utanríkisráðherra. Finnst hann bara ekki traustvekjandi eða nógu agaður til að standa undir svo ábyrgðamiklum embættum.

***************************************************************************** 

Á gamla óskalistanum voru eftirfarandi sjálfstæðismenn:

FORSÆTISRÁÐHERRA: ÞORGERÐUR KATRÍN - Rök-Menntaður lögfræðingur með víðtæka reynslu á mörgum sviðum þjóðfélagsins. Treystandi til að setja þjóðina í fyrsta sæti en ekki sjálfa sig og sitt fólk

FJÁRMÁLARÁÐHERRA: GUÐFINNA S. BJARNADÓTTIR - Rök-Góð alhliða menntun. Vanur stjórnandi og og þekkir vel inn á ríkisreksturinn.

MENNTAMÁLARÁÐHERRA: RAGNHEIÐUR RÍKHARÐSDÓTTIR - Rök- Hefur þá menntun sem best hæfir þessu embætti. Reynslu sem stjórnandi og brautryðjandi í skólamálum. 

HEILBRIGÐISRÁÐHERRA: BJARNI BEN - Lögfræðingur með mikla reynslu, reynslubolti með einlægan áhuga á heilbrigðismálum og íþróttum.

 

******************************************************************************

Innan raða Vinstri grænna sé ég TVÆR manneskju sem ÉG. gæti treyst fyrir ráðherrastóli með tilliti til menntunar, reynslu og fyrri starfa og það eru:

KATRÍN JAKOBSDÓTTIR sem MENNTAMÁLARÁÐHERRA.

ÞURÍÐUR BACKMAN sem HEILBRIGÐISRÁÐHERRA.

Vill fólk í alvörunni setja landið okkar og stjórn þess í hendurnar á Steingrími J., Jóni Bjarna og/eða Ögmundi Jónassyni. Halló hvað er að. Framsókn segist ekki tilbúin í ríkisstjórn, vill bara vera súkkó á hliðarlínunni og það er þeirra að meta hvort er rétt ákvörðun.

Það er ekki ásættanlegt að breyta bara til að breyta. Það verður að vera til fólk sem GETUR, SKILUR OG KANN til að taka við og axla þá ábyrgð sem breytingunum fylgir.

Sjálfstæðismenn, þið berið þá byrði núna að hafa ekki haft vilja eða áhuga til að gera þær hrókeringar sem nauðsynlegar voru til að koma ykkar hæfasta fólki að. Brenglað stoltið var látið ráða för og hroki sem lýsti sér í að þið vilduð ekki hrókera neitt fyrr en eftir landsfund. Dýrt hikið það!!!

Darn, hvað ég er svekkt hér norður á Siglufirði kl. 8.41 að morgni annars yndislegs þriðjudags.


mbl.is „Samfylkingin bugaðist"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÓSKALISTINN MINN-TIL RÁÐSVEINA ÍSLANDS

Ég er ekki þekkt fyrir að vera mikið inni í pólitík en stundum finnst manni  bara að það sé hreinlega ekki hægt að þegja. Og nú get ég ekki orða bundist. Ég er þeirrar skoðunar að það hefði hrikalegar afleiðingar að kjósa núna. Að það sé ekki landinu okkar og okkur íbúum þess fyrir bestu. Aftur á móti finnst mér löngu tímabært að ríkisstjórnarflokkarnir hristi nú af sér sjálfbirgingsháttinn og taki til í sínum ranni. Að þeir fari að fatta að íbúar þessa lands eru ekki lengur í sinnuleysi með Lappa sínum úti á túni að slá með orfi og ljá og þurfi svo að koma og kyssa skó yfirvaldsins almáttugs þegar þá vantar eitthvað.

Geir og Ingibjörg verða bara að fara að setja heilsu sína fram fyrir framann og eftirláta stjórn þessa stærsta fyrirtækis landsins í hendur þeirra sem geta sinnt þessum mikilvægu störfum á fullum starfskröftum. Það er styrkleikamerki að viðurkenna vanmátt sinn ekki aumingjaskapur. Einbeitið ykkur að því að ná heilsu, til að þjóðin geti áfram notið krafta ykkar. Þið eruð í vinnu hjá okkur og við viljum hafa starfsfólkið okkar fullfrískt.

Nú verðið þið að láta af þessari frestunaráráttu og hrókera all svakalega í ríkisstjórninni og tefla fram ykkar hæfasta fólki á hverju sviði. Koma þeim frá sem enn eru fastir í vina- og slektis pólítík og afleggja þessar afgömlu úrsér gengnu hefðir sem virðast gilda um skipanir í æðstu embætti landsins. Aldrei framar eftirlaunaráðherra í seðlabankastólinn væri t.am. góð byrjun.

Óskalistinn minn er takmörkunum háður að því leytinu að hann er bundinn við fólkið í ríkisstjórnarflokkunum.  Fólk sem, að mínu mati, hefur hæfileika, tilskilda menntun og/eða reynslu til að gegna þessum störfum sem best.

ÓSKALISTINN:

FORSÆTISRÁÐHERRA: ÞORGERÐUR KATRÍN

UTANRÍKISRÁÐHERRA: (INGIBJÖRG SÓLRÚN)

VIÐSKIPTARÁÐHERRA: ÁRNI PÁLL ÁRNASON

FJÁRMÁLARÁÐHERRA: GUÐFINNA S. BJARNADÓTTIR

FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA: JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR

SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA: KRISTJÁN Þ.JÚLÍUSSON

SAMGÖNGURÁÐHERRA: KRISTJÁN L.MÖLLER

MENNTAMÁLARÁÐHERRA: RAGNHEIÐUR RÍKHARÐSDÓTTIR

HEILBRIGÐISRÁÐHERRA: BJARNI BEN

IÐNAÐARRÁÐHERRA: KATRÍN SIF JÚLÍUSDÓTTIR

UMHVERFISRÁÐHERRA: SORRY FANN ENGANN INNAN FLOKKANNA  SEM MÉR FANNST Í ALV. HÆFUR

DÓMSMÁLARÁÐHERRA: SORRY FANN ENGAN INNAN FLOKKANNA SEM MÉR FANNST Í ALV.HÆFUR

 

Skrifað í morgunsárið við eldhúsborðið í yndislegu húsi norður á Siglufirði.

 

 


mbl.is Styðja ákvörðun Björgvins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snævar Jón Andrjesson

Þennan dag, fyrir 24 árum síðan fæddist í þennan heim yndislegur drengur. Bróðir minn, örverpið sem seinna hlaut nafnið Snævar Jón.  Þar sem ég er svo ung, hóst hóst, þá hagaði þannig til þetta blessaða ár 1985, að ég var einnig í þann veginn að stækka fjölskylduna. Í mars  þetta sama ár eignaðist ég frumburðinn minn, hana Sigrúnu og ekki nóg með það. Tvíburasystir mín eignaðist sitt fyrsta barn, oggulítinn dreng í  maí og elsta bróður mínum fæddist lítil stúlka í september. Jamm, allt í einu fjögur ungbörn í familíunni og stuðið eftir því. Við bjuggum öll á Sigló þetta árið en við ,,gömlu" systkinin fluttum öll fljótlega í burtu og dreifðum okkur um landið.

Fjórar fermingar í fjölskyldunni fylgdu að sjálfsögðu í kjölfarið 14 árum síðar og stuðið eftir því he he.

En sem sagt, elsku Snævar ,,litli" bróðir. Innilegar hamingjuóskir í tilefni dagsins og vonandi hitti ég þig sem fyrst. Elska þig upp í ský.

Didda gamla á Sigló, enn og aftur.


Söfnun undirskriftum til að afhenda.....

...annaðhvort Jóhönnu eða Ágústi. Er ekki einhver snillingur, sem undanfarin ár hefur verið tryggur Samfylkingunni sem getur búið til undirskriftalista á netinu. Listinn gæti  t.d. hljómað einhvern veginn svona:

Við undirrituð, dyggir stuðningsmenn Samfylkingarinnar og/eða skráðir meðlimir í Samfylkingunni munum EKKI gefa Samfylkingunni atkvæði okkar í næstu lögbundu kosningum ef flokkurinn slítur ekki nú þegar stjórnarsamstarfi sínu við Sjálfstæðisflokkinn. KOSNINGAR Í MAÍ!!!!

 Bara svona hugmynd í morgunsárið.


mbl.is Runólfur Ágústsson: Ríkisstjórnin er dauð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Réttur maður á réttum stað!!!

Ég tek í höndina á Framsóknarmönnum. Löngu tímabærar breytingar hjá þeim. Róttæk uppstokkun í forystu flokksins og mættu fleiri flokkar taka þá sér til fyrirmyndiar og undirbúa þannig jarðveginn fyrir næstu kosningar. Til hamingju, Sigmundur og Birkir, vonandi feta fleiri í fótspor ykkar og setja fram á völlinn hæfustu einstaklingana til að taka á þeim vanda sem við búum nú við. Kveðjum til starfa þá sem starfinu valda. Hættum þessari afdönkuðu sveitapólitík. Davíð, gerðu það sem er þjóðinni fyrir bestu, settu annan í stólinn þinn. Má vera kínverji fyrir mér svo framarlega sem hann veit hvað hann er að gera.

TIL HAMINGJU BIRKIR!!!! 

 


mbl.is Birkir Jón Jónsson nýr varaformaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og viðbrögð vinnumálastofnunar dæmigerð fyrir....

íslenskan hugsunarhátt. Strax hótun um að hlutaatvinnuleysisbætur verði slegnar af. Alltaf þarf sá sem síst skyldi að blæða fyrir óheiðarleika annarra. Held það væri nær að taka þessa óheiðarlegu aumingja sem stunda svona framferði og láta þá blæða hressilega. Leyfi mér að fullyrða að svona athæfi sé undantekningartilfelli og ekki sanngjarnt að það fólk sem virkilega þarf á þessum aurum að halda þurfi ekki að borga syndir þeirra. Nóg er nú samt sem við höfum fengið í hausinn undanfarið.
mbl.is Í fullri vinnu en sótt um bætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott að búa í Hvalfjarðarsveit hehehe

Ætli það´sé til áramótaköttur bwahaha. Þá nær hann í okkur þessi áramótin. Verður gaman hjá löggunni þessi áramótin. Geta þeir ekki gefið einhverjum góssið. Ekki keypti ég 1 flugeld þessi áramótin, ekki var það vegna greinarinnar hans Jóns á dögunum sem mér fannst vera hrokafull og vanhugsuð. Af hverju ekki að styrkja gott málefni með ´skemmtilegum hætti ef það er hægt. Ég verð bara að reyna að styrkja björgunarsveitirnar á annan hátt á komandi ári þegar aðstæður leyfa.


mbl.is Ætlaði að selja flugelda ólöglega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áramót á Sigló!!!

Áramót framundan. Einhverra hluta vegna þá langar mig alltaf til Siglufjarðar um áramót. Þrátt fyrir að hafa flutt þaðan 16 ára gömul og ekki komið aftur fyrr en komin á fertugsaldur þá hefur alla tíð verið einhver dýrðarljómi yfir siglfirskum gamlárskvöldum. Og mikið var tilfinningin góð fyrstu áramótin eftir að ég kom aftur, að finna að ekkert hafði breyst. Sama rósemdin, sama stemmningin. Brennan, ártalið í fjallinu, lognið. Pabbi með flugeldana. Þá voru ennþá áramótaböll og unglingsárin hékk maður fyrir utan hótelið og fylgdist með glaumnum og gleðinni innandyra og beið þess með óþreyju að verða sextán til að komast inn í dýrðina.  En það var einn galli á gjöf Njarðar, mamma var nefnilega að vinna á hótelinu á þessum árum og þar með á þessum böllum sem manni langaði svo að vera á. Hún var ekki á þeim buxunum að leyfa dætrunum að vera í ,,sollinum" He he.

1996 flyt ég aftur heim, þá komin með mín börn og nú var það á mína ábyrgð að þau ættu skemmtileg aramót. Sumum eyddu þau hjá mér en öðrum hjá pabba, það mikilvægasta var að þau væru sátt og væru þar sem þau vildu vera. Og ég sé í dag hvað ég var lánsöm að þurfa aldrei að standa í neinu alvarlegu ströggli í sambandi við krakkana og umgengni þeirra við pabba sinn. Þeir settu hag þeirra ofar sínum og leyfðu þeim að ráða sínum tíma sjálf. Vildi að fleiri hefðu rænu á því en létu ekki sjálfselsku og heift út í fyrrum maka ráða gerðum sínum. Það bitnar á þeim sem síst skyldi, börnunum. Ég keyrði þau eldri óhikað til pabba síns ef hann hafði ekki tök á því að sækja þau þegar þau langaði að hitta hann hvort sem var á Ólafsfjörð eða Sauðárkrók. Þau fóru ekkert endilega öll í einu, strákarnir fóru oftar af því þá langaði það og prófuðu jafnvel að búa hjá honum um tíma.  Mér finnst ekkert ömurlegra en þegar verið er að senda börn landshorna á milli, þegar þau vilja ekki fara, bara til að virða einhvern umgengnisrétt. Og enn verra þegar þeim er ekki leyft að hitta hitt foreldrið af því að reiðin og biturðin hjá fyrrum maka er svo mikil að líðan barnanna er sett öftust í forgangsröðina. Ég veit ekkert eins ömurlegt og að vita af greyið börnunum sem verða bitbein á milli ósáttra foreldra og þurfa að hlusta á hvað mamma eða pabbi sé mikill aumingi eða ömurleg persóna og svo eru þau neydd til að taka afstöðu með öðru hvoru foreldrinu og barið inn í hausinn á þeim allskyns vitleysa sem þau verða að lifa og hrærast með kannski öll sín bernskuár og fá ekki tækifæri til að  leyfa sér að þykja vænt um pabba eða mömmu þótt hann/hún búi ekki lengur hjá þeim eða sé ekki eins og fyrrverandi maki ætlast til að hann sé. Brotin í þeim sálin í þúsund mola, vísvitandi og þau geta enga vörn sér veitt. Mannvonska af verstu sort að eyðileggja börnin sín hægt og bítandi með síspúandi baneitruðum munni og þykjast vera góðmennskan uppmáluð og fórnarlamb. Argh. Aumingja ég, ég á svo bágt, mamma/pabbi er svo vond, þykir ekkert vænt um ykkur, er búin að fá sér nýja fjölskyldu, vill ekkert með ykkur hafa. Við sveltum og það er allt honum/henni að kenna. Hvernig getur fólk verið svona illt.

Yngsta mín er núna að verða fimmtán ára. Hún hefur alla tíð verið heimakær og kannski ekki þurft alveg eins mikið á pabba sínum að halda eins og hann hefði óskað en hann veit hvað henni þykir ofurvænt um hann og hún kemur þegar hún vill koma og hann er ekkert að krefjast neins meira. Þau tala helling á MSN í staðinn og það er notalegt að heyra flissið og hláturinn í henni þegar hún er að spjalla við pabba sinn þar. Kostaði smá vinnu fyrir mig að fá hann til að skilja að hann yrði að gera það sem henni væri fyrir bestu og hætta að neyða hana til að koma. Held hann hafi jafnvel á tímabili talið sér trú um að ég vildi ekki leyfa henni að fara. Var kannski bara ekki tilbúinn til að sætta sig við að það væri hún sem ekki væri tilbúin til að hitta hann og fólkið sem var í hans lífi á þessum tíma.  Það voru nokkur símtölin sem ég hringdi fyrir hana með einhverja tilbúna ástæðu svo hún þyrfti ekki að fara og það var bara allt í lagi. við værum að fara í afmæli eða eitthver önnur lame ástæða gefin. Hann varð þá bara reiður við mig. Ég gat alveg höndlað það, vildi ekki að hann væri fúll út í hana. Hann veit þetta núna og þau bæði leyfa bara hvoru öðru að vera þau sjálf. Enginn þykistuleikur í gangi og allir sáttir. Úff, hvað ég er ótrúlega heppin. Að eiga tvo fyrrverandi og vera vinur þeirra beggja. Enginn að dæma, rægja eða annað þaðan af verra. 

Nei, bíddu, var ég ekki að blogga um gamlárskvöld. Ein sem datt út af sporinu he he. Enn á ný hefur örverpið haldið norður í land til að eyða áramótunum með pabba gamla. Hann er bara svo miklu skemmtilegri en ég hí hí, viðurkenni það fúslega. Hef takmarkaðan áhuga á flugeldum og tilstandi, vil bara vera heima í ró og næði og skríða í bælið á kristilegum tíma. Fúla mamma. Tounge 

Það hefur bara einhvern veginn alltaf fylgt mér að djamm er ekki uppi á borðinu hjá mér á gamlárskvöld, fór að vísu einu sinni á ball í Allanum þegar við bjuggum enn fyrir norðan. Fór með Sigrúnu árið sem hún varð sextán svo hún kæmist inn og við dönsuðum og skemmtum okkur konunglega. Tryggvi Jónasar tók að sér að vera ,,dansfíflið" mitt þar sem Íbbi minn myndi fyrr drepast en að dilla sér á dansgólfi. LoL Nennti samt ekki að vera lengi og laumaði mér heim. Síðustu árin á Sigló voru ekki einu sinni haldin böll þessa nótt svo ekki um að ræða að skella sér út á lífið svo því var sjálfhætt.

Þessi áramótin langar mig enn og aftur að fara til Sigló, Sigrún og Eyjó eru þar með Kolbrúnu og ég sakna þeirra ósegjanlega, Daði bróðir er þar með sína fjölskyldu og mig langar að hitta Eisa og mömmu og Jón en það verður bara að hafa sig. Hringi bara í þau og óska þeim gleðilegs nýs árs. Hundarnir yrðu örugglega skíthræddir hvort sem er og fyrst ég tók þá ákvörðun að fá mér hunda þá verð ég bara að taka neikvæðu hliðunum á því einnig. Eins og að geta ekki stokkið í burtu hvenær sem manni sýnist. Svo áramótunum verður eytt á Fellsenda í rólegheit og leti. Ívar eignaðist flugelda upp í gamla skuld og hann er sáttur. Vill hvort sem er bara vera heima. Gleymi aldrei einum áramótunum á Hagamel. Held við höfum verið eina fólkið í hverfinu. Allt dautt. Íbbi minn skaut sínum fllugeldum, aðeins búinn að fá sér í aðra tána og kveikti í runnunum. Minn var ekki lengi að redda því, vippaði vininum út og pissaði á eldinn. Þar með var hann slökktur.LoL

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Bylgja Hafþórsdóttir

Höfundur

Bylgja Hafþórsdóttir
Bylgja Hafþórsdóttir

Er bara ég sjálf. Eineggja tvíburi og stolt af því. Á einnig 5 yndislega yngri bræður.

Nýjustu myndir

  • thorri
  • thootab2
  • thorrab
  • onnur
  • egoghronn
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bækur

Bókalisti

Er alæta á bækur nema ástarsögur

  • David Eddings: Belgariad- Sería--Malloreon-Sería--The Elenium
    Er búin að lesa þessar þrjár seríur eftir hann og fannst þær allar skemmtilegar. Svo eru líka til stakar bækur um tvær af aðalhetjunum. Belgarath galdrakarl og Polgöru galdrakvendi.
    ****
  • Tobias S.Buckell: Crystal Rain
    Hrikalega skemmtileg spacefantasía, var smástund að átta mig á að hún gerist á annarri plánetu þar sem heiminum er svo snilldarlega lýst að hann hljómar ofur eðlilega.
    ****
  • James Rollins: M.a. Map of Bones-Black Order-Judas Strain og Sandstorn
    Hef virkilega gaman af bókunum hans um Sigma Force gengið, þar sem viðfangsefnið er ætíð eitthvað á trúarlegum eða sögulegum nótum. Rosa spennandi.
  • Anthony Horowitz: Ravens Gate-Evil Star-Night Rise
    Frábær sería sem ég gat ekki slitið mig frá. 1.bókin var þýdd á íslensku nú fyrir jólin og heitir Gátt hrafnsins.
    *****
  • Michael Baigent-Richard Leigh-Henry Lincoln: Holy Blood-Holy Grail
    Elska svona bækur
    *****
  • Angie Sage: Magyk og Flyte
    Frábærar bækur um galdrastrákinn Septimus Heap. Held að þriðja bókin komi út í sumar
    ****
  • Robert Jordan: Wheel of Time
    Heljarlöng sería, alla vega komnar 12 bækur, ekki búin að lesa þær allar, kaupi þær í slumpum.
    ****
  • Sam Bourne: The Righteous Men
    Önnur söguleg skáldsaga um eitthvað trúarlegt. Spennandi bók.
    ****
  • Dan Burstein og Arne De Keijzer: The secrets of Maria Magdalena
    Ótrúlega fróðleg bók. Les allt sem ég kemst yfir um Maríu Magdalenu.
    *****
  • Scott Lynch: The Lies of Locke Lamora
    Frábærar bækur um meistarþjófinn Locke og kumpána hans. Bók nr. 2 heitir Red Seas under Red Skies.
  • Naomi Novik: His Majestys Dragon
    Sería um drekann Temeraire. Búin að lesa nr 2 og 3 einnig, er að bíða eftir að nr. 4 komi í kilju.
    *****
  • Roderick Gordon & Brian Williams: TUNNELS
    Einnig bók um heim sem ekki er til.
    ****
  • Steve Berry: The Templar Legacy
    Les mikið af svona bókum, skáldsögur sem eiga sér stað í sögulegum raunveruleika.
    ****
  • China Miewille: UNLUNDON
    Frábær um aðra London í samsíða vídd við hina.
    ****
  • Neil Gaiman: Neverwhere
    Allir að lesa þessa bók.
    *****
  • Neil Gaiman: Stardust
    Hafði lesið bókina áður en myndin kom. Elska bækurnar hans.
    ****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband