29.3.2008 | 09:58
Söfnunarreikningurinn okkar : )
Er mér bæði ljúft og skylt að upplýsa ykkur bloggvinir góðir og aðrir þeir frábæru einstaklingar sem hófu söfnun handa okkur og hafa á bloggsíðum sínum um hvernig gengur: OOOGGGG HÉR KOMA NÝJUSTU TÖLUR DADADADAM Inn á reikninginn minn eru komnar 178.000 kr. sem er BAAAARRRA æðislegt. Þetta er alveg ný reynsla fyrir mér að upplifa og erfitt að útskýra hvernig mér líður. Þegar ég sá svo á blogginu hennar Dísu Gests. að sveitungar mínir hér í minni yndislegu Hvalfjarðarsveit hafa einnig staðið fyrir söfnun okkur til handa, ja, þá fór ég bara í flækju og verð að viðurkenna skömm mína. Fyrir allnokkru síðan hringdi í mig góð kona héðan úr sveitinni, held hún kæri sig ekki um að vera nefnd á nafn, og viðraði þessa hugmynd við mig og ég man að ég stamaði út úr mér samþykki. En svona getur maður verið vitlaus, ég heyrði aldrei neitt meira á þetta minnst og tók þessu bara sem hugmynd sem var góðra gjalda verð og ég mat mikils að hún væri að hugsa á þessum nótum. Hefði átt að vita betur, konan sú, er kona framkvæmda ekki orða og ég skammast mín niðrí tær fyrir að hafa ályktað svona bjánalega. M.a.s. bróðir minn sem býr líka hér í sveitinni vissi um þessa söfnun handa okkur en var ekkert að minnast á það. Hógværð og lítillæti eru hugtök sem samsveitungar mínir vita svo sannarlega hvað þýðir og þeim hefur sko ekkert fundist ástæða til að vera að gaspra eitthvað með þetta. En enn og aftur það er gott, þó skrítið sé, að upplifa á eigin skinni hvernig landinn stendur saman þegar á bjátar hjá náunganum og þið eruð mér öll afskaplega mikils virði. Þakklætiskveðja BH
Um bloggið
Bylgja Hafþórsdóttir
Nýjustu færslur
- Einstefnuhugsunarháttur!
- Ætli það verði hægt að .......
- Nei, nú er mín kjaftstopp. Eru þetta hálfvitar???
- Þorrablót KKS á Sigló-Bara gaman
- Menn og konur. -KAFFI- Konur og menn.
- Í Noregi er sí-ungur maður sem....
- Jei, einhver með viti!!!
- Í dag er mikilvægur dagur!!!
- Að vera Siglfirðingur og....
- OBEX-LAUSNIR bjóða nú þegar.....
Tenglar
Frábærir bloggarar
- Hertoginn af Gautlandi Gauti frændi á Sigló.
- Leó Óla, sannur Siglfirðingur Fullt af skemmtilegum sögum og æðislegum myndum.
Mínir tenglar
- Litlir englar Yndislegust samtök á Íslandi
- Obex lausnir snilld innandyra sem utan. Held að vegagerðin ætti að kynna sér þetta í stað stórhættulegra víra.
- Vinfastur Heimasíða bátasmiðanna.
- Big Fish Games Skemmtileg leikjasíða við allra hæfi. Frí trial í klst.
- Hvalfjarðarsveit Já, ég á heima hér.
- Siglufjörður Hér er ég fædd og uppalin á besta stað á Íslandi.
- My space síðan mín.
Bækur
Bókalisti
Er alæta á bækur nema ástarsögur
-
Er búin að lesa þessar þrjár seríur eftir hann og fannst þær allar skemmtilegar. Svo eru líka til stakar bækur um tvær af aðalhetjunum. Belgarath galdrakarl og Polgöru galdrakvendi.
: Belgariad- Sería--Malloreon-Sería--The Elenium -
Hrikalega skemmtileg spacefantasía, var smástund að átta mig á að hún gerist á annarri plánetu þar sem heiminum er svo snilldarlega lýst að hann hljómar ofur eðlilega.
: Crystal Rain -
Hef virkilega gaman af bókunum hans um Sigma Force gengið, þar sem viðfangsefnið er ætíð eitthvað á trúarlegum eða sögulegum nótum. Rosa spennandi.
: M.a. Map of Bones-Black Order-Judas Strain og Sandstorn -
Frábær sería sem ég gat ekki slitið mig frá. 1.bókin var þýdd á íslensku nú fyrir jólin og heitir Gátt hrafnsins.
: Ravens Gate-Evil Star-Night Rise -
Elska svona bækur
: Holy Blood-Holy Grail -
Frábærar bækur um galdrastrákinn Septimus Heap. Held að þriðja bókin komi út í sumar
: Magyk og Flyte -
Heljarlöng sería, alla vega komnar 12 bækur, ekki búin að lesa þær allar, kaupi þær í slumpum.
: Wheel of Time -
Önnur söguleg skáldsaga um eitthvað trúarlegt. Spennandi bók.
: The Righteous Men -
Ótrúlega fróðleg bók. Les allt sem ég kemst yfir um Maríu Magdalenu.
: The secrets of Maria Magdalena -
Frábærar bækur um meistarþjófinn Locke og kumpána hans. Bók nr. 2 heitir Red Seas under Red Skies.
: The Lies of Locke Lamora -
Sería um drekann Temeraire. Búin að lesa nr 2 og 3 einnig, er að bíða eftir að nr. 4 komi í kilju.
: His Majestys Dragon -
Einnig bók um heim sem ekki er til.
: TUNNELS -
Les mikið af svona bókum, skáldsögur sem eiga sér stað í sögulegum raunveruleika.
: The Templar Legacy -
Frábær um aðra London í samsíða vídd við hina.
: UNLUNDON -
Allir að lesa þessa bók.
: Neverwhere -
Hafði lesið bókina áður en myndin kom. Elska bækurnar hans.
: Stardust
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ, viltu ekki birta reikningsnúmerið þitt hérna fyrir þá sem vilja styðja ykkur. Bæta engar tryggingar svona tjón, t.d. húseigendatryggingar?
Þorsteinn Sverrisson, 29.3.2008 kl. 11:38
Gangi ykkur sem allra best. Ég hefði nú viljað sjá hærri upphæðir en þetta kemur, góðir hlutir gerast hægt
Dísa Gests (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 13:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.