4.4.2008 | 08:35
Myglusveppur ER hættulegur, sérstaklega börnum.
Hvað er eiginlega í gangi í þessu þjóðfélagi. Varð svo reið þegar ég sá þessa frétt og fann svo innilega til með þeim óheppnu fjölskyldum sem fluttu í námsmannaíbúðirnar í góðri trú. Það virðist enginn taka þessi mál alvarlega sem einhver áhrif hafa eða geta haft á hvernig litið er á eða brugðist við myglusvepp hér á landi. Í okkar nútímalega þjóðfélagi er enn strútahátturinn hafður á, hausnum stungið í sandinn og sannarlega ekkert gert til að byrgja brunninn fyrr en allavega tugir eru dottnir ofan í hann eins og svo oft áður. Íslenskir ráðamenn heilbrigðiskerfisins, sérstaklega, verða að fara að horfast í augu við þennan vágest, verða sér úti um upplýsingar og skoða þær rannsóknir sem hafa verið gerðar á þessum fjanda. Þeir geta ekki lengur boðið börnunum okkar upp á að eiga það á hættu að ónæmiskerfi þeirra verði fyrir varanlegum skaða og dæma þau til að vera sjúklinga alla sína tíð. Skora hér með á Guðlaug Þór, bæði sem heilbrigðisráðherra og faðir, að fara að opna augun og skoða þessi mál af jafn mikilli alvöru og þau þarfnast.
Börnin veikjast vegna myglusvepps | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Bylgja Hafþórsdóttir
Nýjustu færslur
- Einstefnuhugsunarháttur!
- Ætli það verði hægt að .......
- Nei, nú er mín kjaftstopp. Eru þetta hálfvitar???
- Þorrablót KKS á Sigló-Bara gaman
- Menn og konur. -KAFFI- Konur og menn.
- Í Noregi er sí-ungur maður sem....
- Jei, einhver með viti!!!
- Í dag er mikilvægur dagur!!!
- Að vera Siglfirðingur og....
- OBEX-LAUSNIR bjóða nú þegar.....
Tenglar
Frábærir bloggarar
- Hertoginn af Gautlandi Gauti frændi á Sigló.
- Leó Óla, sannur Siglfirðingur Fullt af skemmtilegum sögum og æðislegum myndum.
Mínir tenglar
- Litlir englar Yndislegust samtök á Íslandi
- Obex lausnir snilld innandyra sem utan. Held að vegagerðin ætti að kynna sér þetta í stað stórhættulegra víra.
- Vinfastur Heimasíða bátasmiðanna.
- Big Fish Games Skemmtileg leikjasíða við allra hæfi. Frí trial í klst.
- Hvalfjarðarsveit Já, ég á heima hér.
- Siglufjörður Hér er ég fædd og uppalin á besta stað á Íslandi.
- My space síðan mín.
Bækur
Bókalisti
Er alæta á bækur nema ástarsögur
-
Er búin að lesa þessar þrjár seríur eftir hann og fannst þær allar skemmtilegar. Svo eru líka til stakar bækur um tvær af aðalhetjunum. Belgarath galdrakarl og Polgöru galdrakvendi.
: Belgariad- Sería--Malloreon-Sería--The Elenium -
Hrikalega skemmtileg spacefantasía, var smástund að átta mig á að hún gerist á annarri plánetu þar sem heiminum er svo snilldarlega lýst að hann hljómar ofur eðlilega.
: Crystal Rain -
Hef virkilega gaman af bókunum hans um Sigma Force gengið, þar sem viðfangsefnið er ætíð eitthvað á trúarlegum eða sögulegum nótum. Rosa spennandi.
: M.a. Map of Bones-Black Order-Judas Strain og Sandstorn -
Frábær sería sem ég gat ekki slitið mig frá. 1.bókin var þýdd á íslensku nú fyrir jólin og heitir Gátt hrafnsins.
: Ravens Gate-Evil Star-Night Rise -
Elska svona bækur
: Holy Blood-Holy Grail -
Frábærar bækur um galdrastrákinn Septimus Heap. Held að þriðja bókin komi út í sumar
: Magyk og Flyte -
Heljarlöng sería, alla vega komnar 12 bækur, ekki búin að lesa þær allar, kaupi þær í slumpum.
: Wheel of Time -
Önnur söguleg skáldsaga um eitthvað trúarlegt. Spennandi bók.
: The Righteous Men -
Ótrúlega fróðleg bók. Les allt sem ég kemst yfir um Maríu Magdalenu.
: The secrets of Maria Magdalena -
Frábærar bækur um meistarþjófinn Locke og kumpána hans. Bók nr. 2 heitir Red Seas under Red Skies.
: The Lies of Locke Lamora -
Sería um drekann Temeraire. Búin að lesa nr 2 og 3 einnig, er að bíða eftir að nr. 4 komi í kilju.
: His Majestys Dragon -
Einnig bók um heim sem ekki er til.
: TUNNELS -
Les mikið af svona bókum, skáldsögur sem eiga sér stað í sögulegum raunveruleika.
: The Templar Legacy -
Frábær um aðra London í samsíða vídd við hina.
: UNLUNDON -
Allir að lesa þessa bók.
: Neverwhere -
Hafði lesið bókina áður en myndin kom. Elska bækurnar hans.
: Stardust
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mikið er ég sammála þér.
Það eru til rannsóknir sem sýna fram á að myglusveppur er skaðlegur heilsu. En þar sem ekki er nafn íslensks vísindamanns sem undirritar slíka rannsóknarskýrslu þá er ekkert mark takandi á ... eða...?
Ég skil ekki, þar sem Ísland horfir alltaf til hinna norðurlandanna, að ekki sé farið eftir úrvinnslu þessara mála eins og er í Danmörk og Svíþjóð.
Ég fylgist líka spennt með þróun mála þar sem ég bjó, þar vilja íbúarnir stinga hausnum í sandinn og telja sér trú um að myglusveppurinn hafi bara verið staðbundinn við íbúðina sem ég var í... sem er alger firra!
Nei, eitthvað verður að fara gerast, það er ekki eðlilegt að heilsa fólks sé ekki meira metin.
Svandís Rós, 4.4.2008 kl. 10:05
Takk fyrir þessa ábendingu Bylgja. Ég las færsluna mína nokkrum sinnum aftur til að reyna að finna það sem þú kallar viðhorf mitt gagnvart þessum vágesti, málið er að ég er ekki að tjá mig um myglusveppinn heldur stórar yfirlýsingar Írisar byggðar á tilfinningu og það finnst mér draga úr trúverðugleika hennar. Ég væri mjög þakklátur Írisi fyrir að vekja máls á þessu ef hún gerði það á þann hátt að ég gæti tekið mark á henni.
Ég er líka algjörlega sammála þér um hvað heilbrigðisyfirvöld ættu að gera. Mér finnst þinn málflutningur mun trúverðugri en Írisar.
Og ég er heldur ekki að segja að konur taki það eitthvað meira inn á sig en karlar ef börnin veikjast, þær virðast bara þurfa að hafa hærra um það. Enn og aftur!! ég er ekki á neinn hátt að gera lítið úr því og það er nauðsynlegt að benda á þetta.
lifðu heil
Ævar Austfjörð, 4.4.2008 kl. 11:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.