10.4.2008 | 15:43
Ný leið fundin til að plokka af vörubílstjórum
Enn einu sinni eru þeir sem ekkert vit hafa á vörubílum og akstri þeirra að láta ljós sitt skína. Ég sé þá fyrir mér þar sem þeir sitja skrimtandi hringinn í kringum fundarborðið sitt sjálfsánægðir og hreyknir yfir að vera búnir að finna enn eina leiðina til að gera vörubílstjórum erfiðara fyrir og ná af þeim meiri peningum. Hvernig væri að þessir menn stigu nú einu sinni upp í vörubíl svo þeir fái einhverja hugmynd um um hvað þeir eru að tala. Hvað ætla þessir nýríku bubbar að gera þegar þeir eru búnir að setja alla sjálfstæða bílstjóra á hausinn og enginn er til að keyra í grunninn á nýja fína húsinu þeirra sem helst þarf að endurnýja á 10 ára fresti. Hvaða önnur stétt í landinu er skikkuð á endurmenntunarnámskeið á fimm ára fresti, námskeið sem eru e.t.v. kennd af mönnum sem hafa mun minni starfsreynslu en bílstjórarnir sjálfir. Hvað halda þessir menn að þeir séu að ætla sér að kippa framfærslunni af fjölda fjölskyldna með einu pennastriki ef menn mæta ekki á þessi gagnslausu námskeið. Reynslan er besti kennarinn í þessum bransa sem öðrum og þessir háu herrar ættu að sjá sóma sinn í því að reyna að breyta viðhorfum sínum til atvinnugreinarinnar. Það er níðst á vörubílstjórum eins og einhverjum minnihlutahópi líkt og gert var við gyðinga og litaða hér áður. Það gleymist alltaf að þetta eru bara venjulegir menn sem eru að vinna vinnuna sína en ekki einhver óþjóðalýður sem alveg má missa sín og best er að losna alveg við. Alla vega þekki ég hvergi til annarrar atvinnugreinar þar sem hver aðilinn á fætur öðrum sætir lagi við að troða inn reglugerðum, sektum og refsingum til þess eins að reyna að losna við þá af yfirborði jarðar.
Óku flautandi og blikkandi á brott | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Bylgja Hafþórsdóttir
Nýjustu færslur
- Einstefnuhugsunarháttur!
- Ætli það verði hægt að .......
- Nei, nú er mín kjaftstopp. Eru þetta hálfvitar???
- Þorrablót KKS á Sigló-Bara gaman
- Menn og konur. -KAFFI- Konur og menn.
- Í Noregi er sí-ungur maður sem....
- Jei, einhver með viti!!!
- Í dag er mikilvægur dagur!!!
- Að vera Siglfirðingur og....
- OBEX-LAUSNIR bjóða nú þegar.....
Tenglar
Frábærir bloggarar
- Hertoginn af Gautlandi Gauti frændi á Sigló.
- Leó Óla, sannur Siglfirðingur Fullt af skemmtilegum sögum og æðislegum myndum.
Mínir tenglar
- Litlir englar Yndislegust samtök á Íslandi
- Obex lausnir snilld innandyra sem utan. Held að vegagerðin ætti að kynna sér þetta í stað stórhættulegra víra.
- Vinfastur Heimasíða bátasmiðanna.
- Big Fish Games Skemmtileg leikjasíða við allra hæfi. Frí trial í klst.
- Hvalfjarðarsveit Já, ég á heima hér.
- Siglufjörður Hér er ég fædd og uppalin á besta stað á Íslandi.
- My space síðan mín.
Bækur
Bókalisti
Er alæta á bækur nema ástarsögur
-
Er búin að lesa þessar þrjár seríur eftir hann og fannst þær allar skemmtilegar. Svo eru líka til stakar bækur um tvær af aðalhetjunum. Belgarath galdrakarl og Polgöru galdrakvendi.
: Belgariad- Sería--Malloreon-Sería--The Elenium -
Hrikalega skemmtileg spacefantasía, var smástund að átta mig á að hún gerist á annarri plánetu þar sem heiminum er svo snilldarlega lýst að hann hljómar ofur eðlilega.
: Crystal Rain -
Hef virkilega gaman af bókunum hans um Sigma Force gengið, þar sem viðfangsefnið er ætíð eitthvað á trúarlegum eða sögulegum nótum. Rosa spennandi.
: M.a. Map of Bones-Black Order-Judas Strain og Sandstorn -
Frábær sería sem ég gat ekki slitið mig frá. 1.bókin var þýdd á íslensku nú fyrir jólin og heitir Gátt hrafnsins.
: Ravens Gate-Evil Star-Night Rise -
Elska svona bækur
: Holy Blood-Holy Grail -
Frábærar bækur um galdrastrákinn Septimus Heap. Held að þriðja bókin komi út í sumar
: Magyk og Flyte -
Heljarlöng sería, alla vega komnar 12 bækur, ekki búin að lesa þær allar, kaupi þær í slumpum.
: Wheel of Time -
Önnur söguleg skáldsaga um eitthvað trúarlegt. Spennandi bók.
: The Righteous Men -
Ótrúlega fróðleg bók. Les allt sem ég kemst yfir um Maríu Magdalenu.
: The secrets of Maria Magdalena -
Frábærar bækur um meistarþjófinn Locke og kumpána hans. Bók nr. 2 heitir Red Seas under Red Skies.
: The Lies of Locke Lamora -
Sería um drekann Temeraire. Búin að lesa nr 2 og 3 einnig, er að bíða eftir að nr. 4 komi í kilju.
: His Majestys Dragon -
Einnig bók um heim sem ekki er til.
: TUNNELS -
Les mikið af svona bókum, skáldsögur sem eiga sér stað í sögulegum raunveruleika.
: The Templar Legacy -
Frábær um aðra London í samsíða vídd við hina.
: UNLUNDON -
Allir að lesa þessa bók.
: Neverwhere -
Hafði lesið bókina áður en myndin kom. Elska bækurnar hans.
: Stardust
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já af ,hverju eru bændur þá ekki skikkaðir á endurmenntunnar námskeið þar eru tækniframfarirnar mestar og hvernig er það með þessa letingja á þinginu þurfa þeir þá ekki að fara á endurmenntunarnámskeið til að keyra bílinn sinn, er alveg viss um að þessir vesalingar eru allir á sjálfskiptum og það er tækni er það ekki ?
Veit ekki betur en að það sé eingöngu kennt á beinskipta bíla var allavega svoleiðis þegar ég lærði.
Tökum sem dæmi að í fjöltækniskólanum er örugglega ennþá kennt á gömlu ALFA vélina og er hún síðan um 1945-50 ( VÁ FJÖLTÆKNI SKÓLINN ) með gamalt DRASL.
Fidel Castro (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 19:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.