22.4.2008 | 10:09
HOTT HOTT BJÖRGVIN!!!
Sit og horfi út um stofugluggann og velti fyrir mér morgundeginum. Vörubílarnir á leið upp í námur keyra sína leið fram hjá húsinu sem ég bý í og rykið leggst eins og dula yfir allt bæði innandyra og utan. Sjálfstraustið er á sömu leið, líður eftir Fellinu og eitthvað langt í burtu. Ég er að reyna að hlaupa á eftir því og koma því á sinn stað en það er alveg sama hversu hratt ég hleyp alltaf er ég í humátt á eftir. Svei mér þá, mér líður eins og ég sé að fara fyrir dómara eða um það bil að fara að gera eitthvað hræðilegt af mér. Að ég, kelling úr Hvalfjarðarsveit, ætli að fara og hitta háæruverðugan viðskiptaráðherra. Þoli ekki þessa gríðarlegu óttablöndu virðingu sem ég hef alla tíð borið fyrir yfirvaldinu, hvort sem það voru skólastjórinn minn í barnaskóla, lögregla eða Björgvin. Ætli Björgvin sé að taka á móti mér af einhverri alvöru eða bara til að friða lýðinn og gerir svo aldrei neitt meira með þetta. Andsk. veit að ég má ekki hugsa svona en kvíðahnúturinn í maganum fer sístækkandi, dugar sem máltíð alveg þangað til á morgun ef ég þekki sjálfa mig rétt. En ég er búin að taka saman þá pappíra sem ég ætla að hafa með mér sem eru úrskurðirnir frá TM og úrskurðarnefnd almannatrygginga og skrifa niður punkta sem ég svo örugglega hiksta á og stama út úr mér eins og bjáni. En það verður þá bara að vera svo. Ég ætla að fara og ég ætla að gera mitt besta til þess að koma okkur Íslendingum framar á merina í sambandi við úrræði gagnvart myglusvepp. Óþarfi að við séum svona aftarlega þar eins og á svo mörgum öðrum sviðum. HOTT HOTT Björgvin.
Um bloggið
Bylgja Hafþórsdóttir
Nýjustu færslur
- Einstefnuhugsunarháttur!
- Ætli það verði hægt að .......
- Nei, nú er mín kjaftstopp. Eru þetta hálfvitar???
- Þorrablót KKS á Sigló-Bara gaman
- Menn og konur. -KAFFI- Konur og menn.
- Í Noregi er sí-ungur maður sem....
- Jei, einhver með viti!!!
- Í dag er mikilvægur dagur!!!
- Að vera Siglfirðingur og....
- OBEX-LAUSNIR bjóða nú þegar.....
Tenglar
Frábærir bloggarar
- Hertoginn af Gautlandi Gauti frændi á Sigló.
- Leó Óla, sannur Siglfirðingur Fullt af skemmtilegum sögum og æðislegum myndum.
Mínir tenglar
- Litlir englar Yndislegust samtök á Íslandi
- Obex lausnir snilld innandyra sem utan. Held að vegagerðin ætti að kynna sér þetta í stað stórhættulegra víra.
- Vinfastur Heimasíða bátasmiðanna.
- Big Fish Games Skemmtileg leikjasíða við allra hæfi. Frí trial í klst.
- Hvalfjarðarsveit Já, ég á heima hér.
- Siglufjörður Hér er ég fædd og uppalin á besta stað á Íslandi.
- My space síðan mín.
Bækur
Bókalisti
Er alæta á bækur nema ástarsögur
-
Er búin að lesa þessar þrjár seríur eftir hann og fannst þær allar skemmtilegar. Svo eru líka til stakar bækur um tvær af aðalhetjunum. Belgarath galdrakarl og Polgöru galdrakvendi.
: Belgariad- Sería--Malloreon-Sería--The Elenium -
Hrikalega skemmtileg spacefantasía, var smástund að átta mig á að hún gerist á annarri plánetu þar sem heiminum er svo snilldarlega lýst að hann hljómar ofur eðlilega.
: Crystal Rain -
Hef virkilega gaman af bókunum hans um Sigma Force gengið, þar sem viðfangsefnið er ætíð eitthvað á trúarlegum eða sögulegum nótum. Rosa spennandi.
: M.a. Map of Bones-Black Order-Judas Strain og Sandstorn -
Frábær sería sem ég gat ekki slitið mig frá. 1.bókin var þýdd á íslensku nú fyrir jólin og heitir Gátt hrafnsins.
: Ravens Gate-Evil Star-Night Rise -
Elska svona bækur
: Holy Blood-Holy Grail -
Frábærar bækur um galdrastrákinn Septimus Heap. Held að þriðja bókin komi út í sumar
: Magyk og Flyte -
Heljarlöng sería, alla vega komnar 12 bækur, ekki búin að lesa þær allar, kaupi þær í slumpum.
: Wheel of Time -
Önnur söguleg skáldsaga um eitthvað trúarlegt. Spennandi bók.
: The Righteous Men -
Ótrúlega fróðleg bók. Les allt sem ég kemst yfir um Maríu Magdalenu.
: The secrets of Maria Magdalena -
Frábærar bækur um meistarþjófinn Locke og kumpána hans. Bók nr. 2 heitir Red Seas under Red Skies.
: The Lies of Locke Lamora -
Sería um drekann Temeraire. Búin að lesa nr 2 og 3 einnig, er að bíða eftir að nr. 4 komi í kilju.
: His Majestys Dragon -
Einnig bók um heim sem ekki er til.
: TUNNELS -
Les mikið af svona bókum, skáldsögur sem eiga sér stað í sögulegum raunveruleika.
: The Templar Legacy -
Frábær um aðra London í samsíða vídd við hina.
: UNLUNDON -
Allir að lesa þessa bók.
: Neverwhere -
Hafði lesið bókina áður en myndin kom. Elska bækurnar hans.
: Stardust
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bylgja!!! Björgvin er maður eins og ég og þú. Hann sinnir jú embætti sem er talið vera gott,flott og allt það. Enn Björgvin er ljúfur og góður drengur, sem tekur á móti þér fagnandi. Og vittu til á ákveðnum tímapunkti fundarins kemur þessi tilfinning yfir þig : hér líður mér vel, hér vil ég helst vera í allan dag og ræða málin )
Í stuttu máli sagt,,, Það eru engu að kvíða.
Baráttukveðjur og hafðu það
Kjartan Pálmarsson, 22.4.2008 kl. 10:24
Æi, þú ert frábær. Vona einmitt að svona verði fílingurinn þegar á staðinn er komið.
Bylgja Hafþórsdóttir, 22.4.2008 kl. 10:30
Kannski er ég of seinn, en ég vil óska þér góðs gengis í viðtalinu við Björgvin. Kærar kveðjur úr norðri!
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 13:25
Ég hef alltaf fylgst með blogginu þínu en er voða löt við að kvitta! Ég vildi bara segja... Gangi þér ofsalega vel á morgun. Ég mun hugsa hlýtt til þín :)
Sóley Anna (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 14:51
hæ hér er slóð sem þú skalt skoða. veit ekki hvort þetta er orðið að lögum http://www.umhverfisraduneyti.is/frettir/nr/838.
didda (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 12:55
önnur slóð, http://www.althingi.is/lagas/135a/2007150.html
didda (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 13:03
Skil ekkert í þessum fyrningalögum. Hvað með t.d. 2.greinina. Ætli ég geti eitthvað notað hana.
Bylgja Hafþórsdóttir, 23.4.2008 kl. 13:46
Eru engin tíðindi af fundi dagsins?
Kjartan Pálmarsson, 23.4.2008 kl. 14:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.