Nah, Sturla valtaði yfir Jóhönnu V. í kastljósinu.

Til hamingju Sturla með frábæra frammistöðu í Kastljósinu. Það er ekki oft sem maður sér hina reyndu sjónvarpskonu, Jóhönnu Vilhjálmsdóttur, missa svona tökin. Að koma samtaka.net að var afrek. Gaman verður að heyra frá stjórnmálamönnunum eftir þessa útreið frá Sturla. FRÁBÆRT VIÐTAL!!!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Núna er Aðstoðarlögreglustjóri, Hörður Jóhannesson að réttlæta misbeytingu valds í Kastljósinu.

Guðrún Magnea Helgadóttir, 23.4.2008 kl. 19:56

2 identicon

hahaha Bylgja er ekki allt í lagi??!! Sturla með frábæra frammistöðu??

Hef aldrei séð mann koma jafn illa út og það að þetta sé talsmaður bílstjóranna er algjör brandari.

Hann var eins og frussandi geðsjúklingur þarna og vissi ekkert hvað hann var að segja.

Hvað á ríkisstjórnin að gera? Hann virðist ekki vera með það á hreinu sjálfur.

Eina sem maðurinn sýndi var hversu vitlaus hann er.

Helgi (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 19:58

3 identicon

Ég hef sjaldan séð eins ómálefnalegan mann í viðtali.Og allt er þetta nú öðrum um að kenna.Vesalings fórnalambið hann Sturla og vinir hans.Hann og félagar eru með ósköp lítinn stuðning í þessu.Ekki minn svo mikið er víst.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 20:11

4 identicon

Sammála síðustu ræðumönnum (og konum) maðurinn er dónalegur og kann ekki mannasiði. Þetta dæmir sig sjálft

Bára Hafsteinsdóttir (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 20:14

5 identicon

Eftir þessa frammistöðu hans í Kastljósinu,þá kæmi mér ekki á óvart að þeir skipta fljótt um talsmann.Hann var að valta yfir sjálfan sig.

jensen (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 20:19

6 Smámynd: Bylgja Hafþórsdóttir

Sturla stóð sig eins og hetja. Þarna var ekki verið að fjalla um mótmælin á olíuverðinu heldur uppþotin sem urðu í dag, ástæður þeirra og viðbrögð lögreglu. Áfram Sturla, áfram vörubílstjórar

Bylgja Hafþórsdóttir, 23.4.2008 kl. 20:33

7 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Það er eitthvað til í því að það má deila um gæði þess er kom upp úr eða út úr Sturlu í Kastljósinu í kvöld. Hitt er, að Sturla kom sá og sigraði Jóhönnu, eða eins og einhver myndi segja : gjörsamlega bakaði hana. Ef aldrei séð mann í viðtali hjá henni sem stjórnar því hver talar, hélt að það væri ekki hægt hjá þessar annars ágætu fjölmiðlakonu, EKKI SATT.

Kjartan Pálmarsson, 23.4.2008 kl. 23:02

8 identicon

Ma vel vera ad Sturla hafi misst stjórn á sér og hann má thad alveg, eg er viss um ad hann er ágætisdrengur thratt fyrir thad. En thad er sorglegt ad sja hversu litinn skilning their fá frá almenningi i barattunni sem an efa myndi koma ser til goda fyrir alla tha sem eiga bila á Islandi, studningur til bilstjora ætti ad vera eitthvad sem almenningur sæi ser hag i svo einfalt er thad. Krafa theirra t,d med hvildarpláss er bara til ad auka öryggi og er thvi ómogulegt ad atta sig a thvi hvers vegna almenningur fordæmir tha. Hvad myndi ske ef bilstjorar leggja nidur vinnu i eina viku eda svo, enginn flutningur a matvælum um landid og f,l sem thessi mjög svo ágæta stett thjonustar. Thad væri betra ef adrir hopar hefdu svo god verkfæri sem hægt væri ad nota til ad berja a thessari rikistjorn, sem er su omulegasta og vannmattugasta sem hefur verid vid stjorn fra Isalnd fekk sjalfstædi. Aframm bilstjorar og Sturla lika.   

Baluo (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 09:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bylgja Hafþórsdóttir

Höfundur

Bylgja Hafþórsdóttir
Bylgja Hafþórsdóttir

Er bara ég sjálf. Eineggja tvíburi og stolt af því. Á einnig 5 yndislega yngri bræður.

Nýjustu myndir

  • thorri
  • thootab2
  • thorrab
  • onnur
  • egoghronn
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bækur

Bókalisti

Er alæta á bækur nema ástarsögur

  • David Eddings: Belgariad- Sería--Malloreon-Sería--The Elenium
    Er búin að lesa þessar þrjár seríur eftir hann og fannst þær allar skemmtilegar. Svo eru líka til stakar bækur um tvær af aðalhetjunum. Belgarath galdrakarl og Polgöru galdrakvendi.
    ****
  • Tobias S.Buckell: Crystal Rain
    Hrikalega skemmtileg spacefantasía, var smástund að átta mig á að hún gerist á annarri plánetu þar sem heiminum er svo snilldarlega lýst að hann hljómar ofur eðlilega.
    ****
  • James Rollins: M.a. Map of Bones-Black Order-Judas Strain og Sandstorn
    Hef virkilega gaman af bókunum hans um Sigma Force gengið, þar sem viðfangsefnið er ætíð eitthvað á trúarlegum eða sögulegum nótum. Rosa spennandi.
  • Anthony Horowitz: Ravens Gate-Evil Star-Night Rise
    Frábær sería sem ég gat ekki slitið mig frá. 1.bókin var þýdd á íslensku nú fyrir jólin og heitir Gátt hrafnsins.
    *****
  • Michael Baigent-Richard Leigh-Henry Lincoln: Holy Blood-Holy Grail
    Elska svona bækur
    *****
  • Angie Sage: Magyk og Flyte
    Frábærar bækur um galdrastrákinn Septimus Heap. Held að þriðja bókin komi út í sumar
    ****
  • Robert Jordan: Wheel of Time
    Heljarlöng sería, alla vega komnar 12 bækur, ekki búin að lesa þær allar, kaupi þær í slumpum.
    ****
  • Sam Bourne: The Righteous Men
    Önnur söguleg skáldsaga um eitthvað trúarlegt. Spennandi bók.
    ****
  • Dan Burstein og Arne De Keijzer: The secrets of Maria Magdalena
    Ótrúlega fróðleg bók. Les allt sem ég kemst yfir um Maríu Magdalenu.
    *****
  • Scott Lynch: The Lies of Locke Lamora
    Frábærar bækur um meistarþjófinn Locke og kumpána hans. Bók nr. 2 heitir Red Seas under Red Skies.
  • Naomi Novik: His Majestys Dragon
    Sería um drekann Temeraire. Búin að lesa nr 2 og 3 einnig, er að bíða eftir að nr. 4 komi í kilju.
    *****
  • Roderick Gordon & Brian Williams: TUNNELS
    Einnig bók um heim sem ekki er til.
    ****
  • Steve Berry: The Templar Legacy
    Les mikið af svona bókum, skáldsögur sem eiga sér stað í sögulegum raunveruleika.
    ****
  • China Miewille: UNLUNDON
    Frábær um aðra London í samsíða vídd við hina.
    ****
  • Neil Gaiman: Neverwhere
    Allir að lesa þessa bók.
    *****
  • Neil Gaiman: Stardust
    Hafði lesið bókina áður en myndin kom. Elska bækurnar hans.
    ****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband