9.5.2008 | 22:13
Að leyfa utanaðkomandi aðstæðum að taka völdin!!!
Held að það komi fyrir flesta að stundum geti þeir ekki meir, leggja allt frá sér og skríða í holu sína í veikri von um að ná aftur upp því þreki og þeim vilja sem þarf til að halda áfram að takast á við hinar ýmsu hremmingar sem daglegu lífi fylgja. Ég sprakk á limminu og er að reyna að púsla mér saman aftur og þá verð ég að blogga. Sjálfsvorkunn, finnst efalaust mörgum, en það verður þá bara að vera svo. Ég er bara þreytt, þreytt á hvað allt tekur langan tíma, þreytt að fá hvergi svör og þreytt á að sjá engan árangur af allri þeirri vinnu sem ég hef lagt í að fá einhverja lausn okkar mála. Undirbúningur fyrir re isningu nýja hússins er eini ljósi punkturinn. Þar hafa góðir menn komið okkur til hjálpar og lagt fram ómælda vinnu við gerð sökkuls, lagningu lagna og annað. Tengdasonur minn er pípari og hann hefur keyrt úr Reykjavík eftir vinnu á kvöldin og um helgar til að hjálpa okkur. Hann er frábær, bróðir minn, Steinar, kunningi okkar og fleiri hafa einnig lagt hönd á plóginn og nú líður að því að hægt verði að einangra plötuna, leggja hitann í gólfið og steypa plötuna. Byggingafulltrúi sveitarinnar hefur líka reynst betri en enginn. Hann hefur allt viljað fyrir okkur gera og lagt á sig gríðarlega vinnu við að reyna að hafa uppi á þeim pappírum sem við höfum þurft á að halda og hafa rykfallið í kössum hjá fyrrum byggingafulltrúm gamla Skilmannahreppsins. Getum hringt í hann hvenær sem er og höfum aldrei þurft að bíða eftir úttektum. Þar er maður sem sýnir metnað í starfi og veit upp á hár hvað hann er að gera. Við værum sko ekki allslaus í dag ef hann hefði verið byggingafulltrúi þegar húsið var byggt. Hann hefði ekki leyft húsbyggjandum að komast upp með svona fúsk.
En hvað svo tekur við, þar stendur hnífurinn í kúnni. Það eru alla vega tvær vikur síðan við sendum sparisjóðnum bréf þar sem við báðum þá um aðstoð og hvort þeir gætu e.t.v. fellt niður yfirdráttarvextina af heimildinni sem við fengum til að borga inn á húsið þegar við pöntuðum það. Um síðustu mánaðamót höfðum við greitt rétt um 1.000.000 í yfirdráttarvexti frá því í nóvember og það segir sig sjálft að það stendur enginn undir því til lengdar ofan á allt hitt. Ég get ekki lýst því hversu fegin ég er að við vorum ekki með neinar aðrar skuldir á bakinu, að hafa ekki dottið ofan í hina djúpu hít neyslulána þegar boðið var upp á það. Aldrei svo mikið sem tekið bílalán og kaupi helst ekkert nema gegn staðgreiðslu.
Húsið er komið, en við höfum enn ekki fengið nein svör frá sparisjóðnum hvort þeir ætli að lána okkur þessar 4-5 milljónir sem uppá vantar til að geta leyst húsið út. Þá er ótalið reisningin á húsinu og öll önnur vinna innanhúss, lóðin og bara það sem fylgir. Og ég er vondauf, þessa dagana. Aðstæður hafa breyst svo gríðarlega í þjóðfélaginu síðan þetta með myglusveppinn kom upp að ég veit ekkert hvað er framundan.
Við höfum leitað á náðir sveitarfélagsins, einnig, en þar er sama sagan. Það er eins og fólk viti ekki hvað eigi að gera í þessari stöðu. Erindi okkar var tekið fyrir á sveitarstjórnarfundi og sá póllinn tekinn í hæðina að senda erindið áfram á félagsmálanefnd. Skil ekki af hverju, miðað við þær reglur sem sú nefnd vinnur eftir og miðað að aðstoð við framfærslu tekjulítilla einstaklinga eftir því sem ég gat best séð. Dóttir mín virðist ekki vera barn á þeim bænum, fjórtán ára, miðað við það sem formaður félagsmálanefndar sagði við mig. Við erum ekki að biðja um einhverja ölmusu, heldur að sveitarfélagið taki okkar mál til skoðunar af fullri alvöru til að fyrirbyggja álíka slys í framtíðinni. Að bygginga-og skipulagsnefnd fari yfir okkar mál með það að leiðarljósi að í sveitarfélaginu mínu verði fólki ekki lengur leyft að komast upp með þessa úreltu sveitabæjarmenningu að geta byggt yfir sig húskofa án þess að þurfa að framfylgja lögum og reglum. Að þeir fari að átta sig á að þeir eru ekki lengur bóndakallar á traktor úti á túni með Lappa sinn hlaupandi á eftir og nefndarstörf séu bara óumflýjanlegur aukapakki sem enginn metnaður er settur í.
Ég sá í blaði að í Noregi getur fólk tryggt sig fyrir skemmdum af völdum myglusvepps og ég velti því fyrir mér hvort ekki sé kominn tími til að íslensk tryggingafélög fari að skoða þann möguleika af fullri alvöru. Þetta er ömurleg að vera í þeirri stöðu að vera hvergi til í kerfinu, vita ekkert hvað maður getur gert og hvert maður á að leita. Nú er eina vonin að lögfræðingurinn okkar finni einhverja lausn á okkar málum, hvernig sem svo við eigum að fara að því að borga honum. Úff, voðalega er ég svartsýn núna en svona líður mér bara.
Það klykkti endanlega út þegar við svo urðum vatnslaus hér á Fellsenda. Hér er augljóslega engin hitaveita, svo hitakútur er það heillin sem er allt í kei. En vatnið fáum við úr brunni hér uppi í hlíðinni og að sjálfsögðu þornaði hann upp. Getið ímyndað ykkur hvað það var gaman. Ekkert vatn, hvorki heitt eða kalt. Mín brunaði með nokkrar 2ja lítra flöskur heim til bró og fyllti á þær. Hitaði vatn í potti til að geta vaskað upp og sturtað niður úr klósettinu. Er nú vön að vera án ýmislegs en þetta fyllti mælinn. Maðurinn minn varð sér úti um tugi metra af svörtum rörum og nú liggja þau upp í læk hér fyrir ofan og inn á kerfið. Það er kalda vatnið mitt núna. En það dugar, get alla vega þvegið þvott og farið í sturtu. Mér er sama þótt hér náist bara RÚV og rás 1, þarf ekki sjónvarp og útvarp en vatn verð ég að hafa, það er algjört lágmark.
Um bloggið
Bylgja Hafþórsdóttir
Nýjustu færslur
- Einstefnuhugsunarháttur!
- Ætli það verði hægt að .......
- Nei, nú er mín kjaftstopp. Eru þetta hálfvitar???
- Þorrablót KKS á Sigló-Bara gaman
- Menn og konur. -KAFFI- Konur og menn.
- Í Noregi er sí-ungur maður sem....
- Jei, einhver með viti!!!
- Í dag er mikilvægur dagur!!!
- Að vera Siglfirðingur og....
- OBEX-LAUSNIR bjóða nú þegar.....
Tenglar
Frábærir bloggarar
- Hertoginn af Gautlandi Gauti frændi á Sigló.
- Leó Óla, sannur Siglfirðingur Fullt af skemmtilegum sögum og æðislegum myndum.
Mínir tenglar
- Litlir englar Yndislegust samtök á Íslandi
- Obex lausnir snilld innandyra sem utan. Held að vegagerðin ætti að kynna sér þetta í stað stórhættulegra víra.
- Vinfastur Heimasíða bátasmiðanna.
- Big Fish Games Skemmtileg leikjasíða við allra hæfi. Frí trial í klst.
- Hvalfjarðarsveit Já, ég á heima hér.
- Siglufjörður Hér er ég fædd og uppalin á besta stað á Íslandi.
- My space síðan mín.
Bækur
Bókalisti
Er alæta á bækur nema ástarsögur
-
Er búin að lesa þessar þrjár seríur eftir hann og fannst þær allar skemmtilegar. Svo eru líka til stakar bækur um tvær af aðalhetjunum. Belgarath galdrakarl og Polgöru galdrakvendi.
: Belgariad- Sería--Malloreon-Sería--The Elenium -
Hrikalega skemmtileg spacefantasía, var smástund að átta mig á að hún gerist á annarri plánetu þar sem heiminum er svo snilldarlega lýst að hann hljómar ofur eðlilega.
: Crystal Rain -
Hef virkilega gaman af bókunum hans um Sigma Force gengið, þar sem viðfangsefnið er ætíð eitthvað á trúarlegum eða sögulegum nótum. Rosa spennandi.
: M.a. Map of Bones-Black Order-Judas Strain og Sandstorn -
Frábær sería sem ég gat ekki slitið mig frá. 1.bókin var þýdd á íslensku nú fyrir jólin og heitir Gátt hrafnsins.
: Ravens Gate-Evil Star-Night Rise -
Elska svona bækur
: Holy Blood-Holy Grail -
Frábærar bækur um galdrastrákinn Septimus Heap. Held að þriðja bókin komi út í sumar
: Magyk og Flyte -
Heljarlöng sería, alla vega komnar 12 bækur, ekki búin að lesa þær allar, kaupi þær í slumpum.
: Wheel of Time -
Önnur söguleg skáldsaga um eitthvað trúarlegt. Spennandi bók.
: The Righteous Men -
Ótrúlega fróðleg bók. Les allt sem ég kemst yfir um Maríu Magdalenu.
: The secrets of Maria Magdalena -
Frábærar bækur um meistarþjófinn Locke og kumpána hans. Bók nr. 2 heitir Red Seas under Red Skies.
: The Lies of Locke Lamora -
Sería um drekann Temeraire. Búin að lesa nr 2 og 3 einnig, er að bíða eftir að nr. 4 komi í kilju.
: His Majestys Dragon -
Einnig bók um heim sem ekki er til.
: TUNNELS -
Les mikið af svona bókum, skáldsögur sem eiga sér stað í sögulegum raunveruleika.
: The Templar Legacy -
Frábær um aðra London í samsíða vídd við hina.
: UNLUNDON -
Allir að lesa þessa bók.
: Neverwhere -
Hafði lesið bókina áður en myndin kom. Elska bækurnar hans.
: Stardust
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.