Nú er mín óþægur ljár í þúfu í sveitinni sinni!!!

Lítil saga af bréfi sem er lent á vergangi að því er virðist vegna þess að stjórnendur sveitarfélagsins míns vita ekki hvað þeir eiga að gera með það. Þetta bréf skrifaði ég samkvæmt beiðni frá oddvita sveitarfélagsins, sem þá var starfandi sveitarstjóri eftir að fyrrum sveitarstjóri sagði upp störfum. Viðkomandi bréf var tekið fyrir á sveitarstjórnarfundi og þar var sá póllinn tekinn í hæðina að senda það áfram á félagsmálanefnd og láta þá fjalla um málið. En þar kom babb í bátinn. ´Félagsmálanefnd stóð nefnilega uppi ráðalaus, hún var engu nær, frekar en ég, um af hverju bréfið var sent til þeirra. Formaður nefndarinnar er góð kona, sem hefur látið sig félagsmálin varða í fjöldamörg ár og sinnt þeim af heilum hug. Hún hefur hlúð að eldri borgurum sveitarinnar og hjálpað efnalitlum tekjulágum fjölskyldum að haldast á floti í þrengingum. En svona mál hefur hún aldrei fengið á sitt borð og fátt sem henni finnst hún geta gert í stöðunni. Nefndin vinnur eftir ákveðnum reglum um fjárhagsaðstoð, reglur sem okkar mál fellur á engan hátt undir og á að ég tel ekkert heima hjá þeim. "Gætum við ekki bara flutt aftur til Siglufjarðar" var ein uppástungan sem hún kom með. Einhverju stamaði ég út úr mér um að þar væri enga vinnu að hafa eða eitthvað ámóta, þetta kom mér svo í opna skjöldu að ég vissi hreinlega ekkert hvernig ég átti að svara þessu. Vafalaust hefur hún meint vel en... á manneskja í opinberu starfi að segja svona. Hefði alveg eins getað sagt: "Getið þið ekki bara flutt úr sveitinni okkar svo við þurfum ekki að horfast í augu við þessi vandamál sem fylgja ykkur". "Gátuð þið ekki beðið með að rífa húsið" var annað. Ég meina hvað getur maður sagt. Ég var farin að dauðvorkenna konunni að þurfa að vera að reyna að ræðá þessi mál við mig. Við áttum alla hennar samúð en maður fer nú ekki langt á henni. En nú á að taka okkar mál fyrir á næsta sveitarstjórnarfundi og vonandi kemur eitthvað út úr því. Einnig er nýi sveitarstjórinn kominn til starfa og á ég fund með henni n.k. fimmtudag og ég hef fulla trú á henni. Held að hún sé með bein í nefinu og geri eitthvað áþreifanlegt í okkar málum. Við stöndum ekki undir þessu öllu lengur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bylgja Hafþórsdóttir

Höfundur

Bylgja Hafþórsdóttir
Bylgja Hafþórsdóttir

Er bara ég sjálf. Eineggja tvíburi og stolt af því. Á einnig 5 yndislega yngri bræður.

Nýjustu myndir

  • thorri
  • thootab2
  • thorrab
  • onnur
  • egoghronn
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bækur

Bókalisti

Er alæta á bækur nema ástarsögur

  • David Eddings: Belgariad- Sería--Malloreon-Sería--The Elenium
    Er búin að lesa þessar þrjár seríur eftir hann og fannst þær allar skemmtilegar. Svo eru líka til stakar bækur um tvær af aðalhetjunum. Belgarath galdrakarl og Polgöru galdrakvendi.
    ****
  • Tobias S.Buckell: Crystal Rain
    Hrikalega skemmtileg spacefantasía, var smástund að átta mig á að hún gerist á annarri plánetu þar sem heiminum er svo snilldarlega lýst að hann hljómar ofur eðlilega.
    ****
  • James Rollins: M.a. Map of Bones-Black Order-Judas Strain og Sandstorn
    Hef virkilega gaman af bókunum hans um Sigma Force gengið, þar sem viðfangsefnið er ætíð eitthvað á trúarlegum eða sögulegum nótum. Rosa spennandi.
  • Anthony Horowitz: Ravens Gate-Evil Star-Night Rise
    Frábær sería sem ég gat ekki slitið mig frá. 1.bókin var þýdd á íslensku nú fyrir jólin og heitir Gátt hrafnsins.
    *****
  • Michael Baigent-Richard Leigh-Henry Lincoln: Holy Blood-Holy Grail
    Elska svona bækur
    *****
  • Angie Sage: Magyk og Flyte
    Frábærar bækur um galdrastrákinn Septimus Heap. Held að þriðja bókin komi út í sumar
    ****
  • Robert Jordan: Wheel of Time
    Heljarlöng sería, alla vega komnar 12 bækur, ekki búin að lesa þær allar, kaupi þær í slumpum.
    ****
  • Sam Bourne: The Righteous Men
    Önnur söguleg skáldsaga um eitthvað trúarlegt. Spennandi bók.
    ****
  • Dan Burstein og Arne De Keijzer: The secrets of Maria Magdalena
    Ótrúlega fróðleg bók. Les allt sem ég kemst yfir um Maríu Magdalenu.
    *****
  • Scott Lynch: The Lies of Locke Lamora
    Frábærar bækur um meistarþjófinn Locke og kumpána hans. Bók nr. 2 heitir Red Seas under Red Skies.
  • Naomi Novik: His Majestys Dragon
    Sería um drekann Temeraire. Búin að lesa nr 2 og 3 einnig, er að bíða eftir að nr. 4 komi í kilju.
    *****
  • Roderick Gordon & Brian Williams: TUNNELS
    Einnig bók um heim sem ekki er til.
    ****
  • Steve Berry: The Templar Legacy
    Les mikið af svona bókum, skáldsögur sem eiga sér stað í sögulegum raunveruleika.
    ****
  • China Miewille: UNLUNDON
    Frábær um aðra London í samsíða vídd við hina.
    ****
  • Neil Gaiman: Neverwhere
    Allir að lesa þessa bók.
    *****
  • Neil Gaiman: Stardust
    Hafði lesið bókina áður en myndin kom. Elska bækurnar hans.
    ****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 145586

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband