16.5.2008 | 10:53
Að búa í einu ríkasta sveitarfélagi landsins er.....
.... fyrir mig þar sem ég er ekki frá Burma eða Pakistan eða öðru álíka landi glatað. Ég er venjuleg manneskja með venjulegar tekjur, ekki neyslufrík með fjölda neyslulána út af bíl eða hjólhýsi eða álíka. Ég er venjuleg manneskja komin á fimmtugsaldur sem var farin að geta haft það sæmilegt. Var búin að taka húsið mitt í gegn að utan, byggja stóran, fallegan sólpall og var að byrja að endurnýja húsið mitt að innan. Nýtt parket, nýjar flísar og búin að kaupa eldhúsinnréttingu, allt án þess að taka eitt einasta lán. En þá kom kjaftshöggið sem flestir þekkja. Og í dag bý ég í húsi sem annar á með húsgögn sem annar á. Á bara fötin mín, leirtaui og fáeina skrautmuni. Ég hef aldrei þurft að leita mér fjárhagsaðstoðar ekki einu sinni þegar ég var ein með börnin mín fjögur og hef alddrei þurft að vera byrði á neinum. Samkvæmt beiðni frá Oddvita sveitarfélagsins míns, sem er maður sem hefur viljað allt fyrir okkur gera, þá sendi ég formlegt bréf til sveitarstjórnar þar sem ég bað um hjálp við að koma fótunum undir mig aftur. Í gær átti ég svo fund með nýjum sveitarstjóra sveitarfélagsins og í stuttu máli sagt, þá reyndist sá fundur kornið sem fyllti mælinn hjá mér. Ég hreinlega brotnaði saman og grét í fleiri klukkutíma. Sektarkenndin yfirbugaði mig algerlega. Einhverra hluta vegna þá urðu viðbrögð hennar til þess að kalla fram hjá mér allt það sem við höfum þurft að ganga í gegnum og ég kenni mér um. Barnleysi okkar hjóna var nógu stór biti til að lifa með en að ég skyldi þurfa að veikjast út af þessum djö.... myglusvepp og þannig verða til þess að við misstum allt sem við áttum, já þá bara gerðist eitthvað. Að fá svo í andlitið frá þessum blessaða sveitarstjóra að engrar hjálpar væri að vænta frá þeim vegna..... TAKIÐ EFTIR .... þess að við værum með of háar tekjur. Við föllum ekki inn í ramma reglna þeirra um fjárhagsaðstoð. Svo þegar hún bætti við í ofanálag að hún væri með reikning fyrir húsaleigu frá eiganda Fellsenda og við skyldum gera okkur grein fyrir því að það væru hvergi til neinar samþykktir fyrir því að sveitarfélagið myndi greiða fyrir okkur leiguna. Ég gat ekki meir, stóð upp og labbaði út. Í öllum fjölmiðlum glymur að Íslendingar verði að hjálpa hinum og hjálpa þessum. Ingibjörg Sólrún, Rauði krossinn, nefndu það. Það er nóg til þegar á að bjarga heiminum en ef þú ert Íslendingur og þarft á hjálp að halda, þá fellur það ekki innan rammans. Hvað er að. Ef ég ætti til þessi 400.000 sem hefur safnast upp í leigu þá færi ég og henti því í andlitið á henni. Aldrei skal ég tala við þessa konu meir með sínar reglur og reglugerðir. Fyrir nokkrum árum var peningum hér dreift á íbúa í massavís. Fríar malbikaðar heimreiðar, frítt í göngin, úttektir í Húsasmiðjunni og hvað eina. Hvernig fellur það inn í þennan blessaða ramma hennar. Lítilsvirðingin sem hún sýndi okkur var algjör, framkoman eins og við værum eitthvað óráðsíulið sem ætlaðist til að þeir púkkuðu undir rassinn á okkar. Ég reyndi að segja henni að ég vissi fullvel að við féllum ekki inn í þennan ramma þeirra, að þetta mál væri sérstakt, einstakt og ég hefði vonast til að það yrði afgreitt samkvæmt því en nei. Félagsmálanefndin sem fékk bréfið mitt til afgreiðslu hefur ekki svo mikið sem sagt mér að við fáum enga aðstoð og reikninginn fyrir húsaleigunni höfðum við ekki hugmynd um. Enginn virtist sjá ástæðu til að láta okkjur vita af honum. Er skapi næst að gera eins og formaður félagsmálanefndar stakk upp á: Hvort við gætum ekki bara flutt aftur til Siglufjarðar, já, bara flytja okkur hreppaflutningum eins og gert var við hreppsómagana í gamla daga. En hér verð ég þeim til ama og leiðinda.
Um bloggið
Bylgja Hafþórsdóttir
Nýjustu færslur
- Einstefnuhugsunarháttur!
- Ætli það verði hægt að .......
- Nei, nú er mín kjaftstopp. Eru þetta hálfvitar???
- Þorrablót KKS á Sigló-Bara gaman
- Menn og konur. -KAFFI- Konur og menn.
- Í Noregi er sí-ungur maður sem....
- Jei, einhver með viti!!!
- Í dag er mikilvægur dagur!!!
- Að vera Siglfirðingur og....
- OBEX-LAUSNIR bjóða nú þegar.....
Tenglar
Frábærir bloggarar
- Hertoginn af Gautlandi Gauti frændi á Sigló.
- Leó Óla, sannur Siglfirðingur Fullt af skemmtilegum sögum og æðislegum myndum.
Mínir tenglar
- Litlir englar Yndislegust samtök á Íslandi
- Obex lausnir snilld innandyra sem utan. Held að vegagerðin ætti að kynna sér þetta í stað stórhættulegra víra.
- Vinfastur Heimasíða bátasmiðanna.
- Big Fish Games Skemmtileg leikjasíða við allra hæfi. Frí trial í klst.
- Hvalfjarðarsveit Já, ég á heima hér.
- Siglufjörður Hér er ég fædd og uppalin á besta stað á Íslandi.
- My space síðan mín.
Bækur
Bókalisti
Er alæta á bækur nema ástarsögur
-
Er búin að lesa þessar þrjár seríur eftir hann og fannst þær allar skemmtilegar. Svo eru líka til stakar bækur um tvær af aðalhetjunum. Belgarath galdrakarl og Polgöru galdrakvendi.
: Belgariad- Sería--Malloreon-Sería--The Elenium -
Hrikalega skemmtileg spacefantasía, var smástund að átta mig á að hún gerist á annarri plánetu þar sem heiminum er svo snilldarlega lýst að hann hljómar ofur eðlilega.
: Crystal Rain -
Hef virkilega gaman af bókunum hans um Sigma Force gengið, þar sem viðfangsefnið er ætíð eitthvað á trúarlegum eða sögulegum nótum. Rosa spennandi.
: M.a. Map of Bones-Black Order-Judas Strain og Sandstorn -
Frábær sería sem ég gat ekki slitið mig frá. 1.bókin var þýdd á íslensku nú fyrir jólin og heitir Gátt hrafnsins.
: Ravens Gate-Evil Star-Night Rise -
Elska svona bækur
: Holy Blood-Holy Grail -
Frábærar bækur um galdrastrákinn Septimus Heap. Held að þriðja bókin komi út í sumar
: Magyk og Flyte -
Heljarlöng sería, alla vega komnar 12 bækur, ekki búin að lesa þær allar, kaupi þær í slumpum.
: Wheel of Time -
Önnur söguleg skáldsaga um eitthvað trúarlegt. Spennandi bók.
: The Righteous Men -
Ótrúlega fróðleg bók. Les allt sem ég kemst yfir um Maríu Magdalenu.
: The secrets of Maria Magdalena -
Frábærar bækur um meistarþjófinn Locke og kumpána hans. Bók nr. 2 heitir Red Seas under Red Skies.
: The Lies of Locke Lamora -
Sería um drekann Temeraire. Búin að lesa nr 2 og 3 einnig, er að bíða eftir að nr. 4 komi í kilju.
: His Majestys Dragon -
Einnig bók um heim sem ekki er til.
: TUNNELS -
Les mikið af svona bókum, skáldsögur sem eiga sér stað í sögulegum raunveruleika.
: The Templar Legacy -
Frábær um aðra London í samsíða vídd við hina.
: UNLUNDON -
Allir að lesa þessa bók.
: Neverwhere -
Hafði lesið bókina áður en myndin kom. Elska bækurnar hans.
: Stardust
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
haaaaaaaaaaaaa!!!!!!!!!! Ég er í losti! Hvers konar eiginlega er þetta. Ég er band sjóðandi brjálaður. Hvaða sort er þetta pakk?
Já vertu þarna áfram og stríddu þeim eins og þú getur
Get ég gert eitthvað til að ergja þetta lið líka?
Djjöööööö Hel...... Ands....... pakk !!!!!!!!
Kjartan Pálmarsson, 16.5.2008 kl. 14:36
Sæl Bylgja!
Talaðu við Halla og segðu honum frá þessum viðbrögðum sveitarstjóra. Gerðu það strax!!
Kveðja Ingibjörg Hagamel 3
Ingibjörg (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 17:02
Hvaðan er þessi sveitastýra eiginlega?????
Eva Lind (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 23:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.