Doddi litli datt í dý, meiddi sig í FÓTNUM

Honum var alltaf upp frá því, dáldið illt í FÓTNUM. Nei, bannað að gera grín að fótaveikum mönnum, he he. Sambýlismaður minn til níu ára, vá, hvað tíminn er fljótur að líða., missteig sig. Ekki í frásögur færandi en síðan eru liðin mörg ár og síðan, já, alltaf öðru hvoru síðan þá, hefur minn verið að misstíga sig. Sami fótur, sami staður. Nú orðið er fóturinn á honum orðinn þannig að hann "misstígur sig" liggjandi uppi í rúmi. Á sléttu gólfi mistígur hann sig og ávallt bólgnar fótuinn upp, fær oft ljóta marbletti og getur eins og gefur að skilja ekki komið með mér í göngutúra, þó hann hefði gott af því blessaður. Honum er sagt að hreyfa sig en hvernig á hann að fara að því mér er spurn. Bara það að stíga á kúplinguna í vörubílnum alla daga er orðið meiri háttar mál. Jú, hann hefur marg oft farið til læknis og ég m.a.s. með honum í einhver skipti til að reyna að fá einhverja lausn mála en fram að þessu hefur það lítið gengið. Hann hefur t.d. aldrei verið myndaður eða rannsakaður almennilega. Bæklunarlæknirinn sem hann fór till skoðaði ekki einu sinni á honum fótinn, sagði bara að hann yrði að þjálfa hann. Humm, hvernig, það fylgdi ekki sögunni. Annar sagði að ef hann væri fótboltamaður þá myndi hann e.t.v. gera eitthvað og við fórum jafnvel niðrá slysó eftir eitt stigið enn með fótinn bólginn og marinn en nei, vertu í teygjusokk var svarið. En í dag loks hitti minn mann á almennilegan lækni og þá kemur í ljós að það er eitthvað mikið að. Annað hvort hefur fóturinn brotnað, liðurinn éitthvað illa bæklaður alla vega fannst honum þetta mjög sérstakt og hefur fengið annan sérfræðing með sér í málið til að skoða þetta og í fyrsta skipti síðan misstigi vesenið byrjaði á að mynda fótinn og til að sjá hvað er að. Það verður gert n.k. föstudag og ég bíð í ofvæni eftir niðurstöðunni og hvílíkur léttir þetta hlýtur að vera fyrir minn mann að fá loks einhver svör við því hvað er að.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Eru liðböndin ekki eitthvað slök? Er það ekki málið?

Man eftir einum vinnufélaga, sem lenti í samstuði við undirritaðan (15 árum síðan) í knattspyrnu, þar teygðist svolítið á liðböndunum hjá kall ræflinum og þegar hann fór að geta stígið í fótinn aftur þá var hún svolítið laus og bognað auðveldlega undan honum,held reyndar að það sé farið að skána.

Kjartan Pálmarsson, 20.5.2008 kl. 12:01

2 Smámynd: Bylgja Hafþórsdóttir

Held að hinir læknarnir hafi haldið það og þess vegna ekkert gert. Lítið hægt að gera víst. En þetta er eitthvað annað vill doktorinn meina og ætlar þess vegna að sýna hinum sérfræðingnum þetta, skildist mér.

Bylgja Hafþórsdóttir, 20.5.2008 kl. 12:38

3 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Góðar batakveðjur

Kjartan Pálmarsson, 20.5.2008 kl. 12:42

4 Smámynd: Hulda Brynjólfsdóttir

Líst vel á þennan nýja lækni.

Ég var svona á hné til nokkurra ára, missteig mig við hin ólíklegustu tækifæri. Endaði svo á að slíta krossböndin í síðasta "misstiginu" og þá voru þau löguð. En allt annað í hnénu var illa farið og skemmt og við það má ég búa síðan. Liðbönd, brjósk og hvað þetta heitir nú allt.

Ég veit sko alveg af því þegar veður kólnar,- þá lætur hnéð öllum illum látum. Þannig að þegar fólk talar um að gigtin láti vita af veðrabreytingum, þá er það engin lygi,- ég hef sannreynt það.

Hulda Brynjólfsdóttir, 20.5.2008 kl. 16:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bylgja Hafþórsdóttir

Höfundur

Bylgja Hafþórsdóttir
Bylgja Hafþórsdóttir

Er bara ég sjálf. Eineggja tvíburi og stolt af því. Á einnig 5 yndislega yngri bræður.

Nýjustu myndir

  • thorri
  • thootab2
  • thorrab
  • onnur
  • egoghronn
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bækur

Bókalisti

Er alæta á bækur nema ástarsögur

  • David Eddings: Belgariad- Sería--Malloreon-Sería--The Elenium
    Er búin að lesa þessar þrjár seríur eftir hann og fannst þær allar skemmtilegar. Svo eru líka til stakar bækur um tvær af aðalhetjunum. Belgarath galdrakarl og Polgöru galdrakvendi.
    ****
  • Tobias S.Buckell: Crystal Rain
    Hrikalega skemmtileg spacefantasía, var smástund að átta mig á að hún gerist á annarri plánetu þar sem heiminum er svo snilldarlega lýst að hann hljómar ofur eðlilega.
    ****
  • James Rollins: M.a. Map of Bones-Black Order-Judas Strain og Sandstorn
    Hef virkilega gaman af bókunum hans um Sigma Force gengið, þar sem viðfangsefnið er ætíð eitthvað á trúarlegum eða sögulegum nótum. Rosa spennandi.
  • Anthony Horowitz: Ravens Gate-Evil Star-Night Rise
    Frábær sería sem ég gat ekki slitið mig frá. 1.bókin var þýdd á íslensku nú fyrir jólin og heitir Gátt hrafnsins.
    *****
  • Michael Baigent-Richard Leigh-Henry Lincoln: Holy Blood-Holy Grail
    Elska svona bækur
    *****
  • Angie Sage: Magyk og Flyte
    Frábærar bækur um galdrastrákinn Septimus Heap. Held að þriðja bókin komi út í sumar
    ****
  • Robert Jordan: Wheel of Time
    Heljarlöng sería, alla vega komnar 12 bækur, ekki búin að lesa þær allar, kaupi þær í slumpum.
    ****
  • Sam Bourne: The Righteous Men
    Önnur söguleg skáldsaga um eitthvað trúarlegt. Spennandi bók.
    ****
  • Dan Burstein og Arne De Keijzer: The secrets of Maria Magdalena
    Ótrúlega fróðleg bók. Les allt sem ég kemst yfir um Maríu Magdalenu.
    *****
  • Scott Lynch: The Lies of Locke Lamora
    Frábærar bækur um meistarþjófinn Locke og kumpána hans. Bók nr. 2 heitir Red Seas under Red Skies.
  • Naomi Novik: His Majestys Dragon
    Sería um drekann Temeraire. Búin að lesa nr 2 og 3 einnig, er að bíða eftir að nr. 4 komi í kilju.
    *****
  • Roderick Gordon & Brian Williams: TUNNELS
    Einnig bók um heim sem ekki er til.
    ****
  • Steve Berry: The Templar Legacy
    Les mikið af svona bókum, skáldsögur sem eiga sér stað í sögulegum raunveruleika.
    ****
  • China Miewille: UNLUNDON
    Frábær um aðra London í samsíða vídd við hina.
    ****
  • Neil Gaiman: Neverwhere
    Allir að lesa þessa bók.
    *****
  • Neil Gaiman: Stardust
    Hafði lesið bókina áður en myndin kom. Elska bækurnar hans.
    ****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband