22.5.2008 | 10:12
Hvað ÞARF maður að eiga af húsgögnum???
Ég á það sem þarf, rúm handa okkur til að sofa í og var sko alveg tilbúin til að flytja í nýja húsið þegar það verður tilbúið með þau, þvottavélina og þurrkarann, ísskápinn og frystikistuna. Á eldavél, viftu og bakarofn í bílskúrnum sem ég hafði keypt smám saman til að setja í nýja eldhúsið, sem enn er í EGG og átti að fara í gamla húsið. Þannig að ég er ekkert í slæmum málum. Í gærkvöld fékk ég svo símtal þar sem mér var boðið að eiga sjónvarpsskáp og fleira sem frænka mín þarf að losna við þar sem hún er að flytja til Danmerkur, svo þetta er allt að koma. Eldhúsborð og stóla þyrfti ég kannski en get verið án ásamt sófasetti, iss piss, sitjum bara á gólfinu til að byrja með. Rómantískt. Verð nú samt að játa að það er hundfúlt að vera aftur farinn að þurfa að velta fyrir sér hverri krónu og vera skítblönk eins og í gamla daga þegar ég var ein með krakkana. Helv. bensínið, er dýrt að keyra 30 km til að nálgast nauðsynjar svo nú skammta ég mér Akranesferðir. Tvær á viku, ekki meira. Ekki lengur verið að keyra eftir pizzu og videóspólum, ó nei. Tími því ekki. Ágætt núna að kunna ekki á utanlandsferðir, sakna þeirra ekki á meðan.
Eigandi Fellsenda reyndi enn á ný að ræða við nýja sveitarstjórann í sambandi við húsaleiguna en hún stendur föst á sínu. Munnlega samkomulagið við fyrri sveitarstjóra telur hún sig ekki þurfa að standa við svo þau ætla ekki að borga. Nú segi ég eins og leikkonan sem fékk myglusvepp í húsið sitt: Hundfúlt að þurfa að borga bæði húsaleigu og af húsi en leiguna ætla ég að borga einhvern veginn. Skuldahalinn vex hratt þessa dagana, ég sem skuldaði ekki neitt nema lánið á húsinu gamla en þýðir lítið að vera að velta sér upp úr því. Þetta kemur allt með kalda vatninu eins og maðurinn sagði.
Um bloggið
Bylgja Hafþórsdóttir
Nýjustu færslur
- Einstefnuhugsunarháttur!
- Ætli það verði hægt að .......
- Nei, nú er mín kjaftstopp. Eru þetta hálfvitar???
- Þorrablót KKS á Sigló-Bara gaman
- Menn og konur. -KAFFI- Konur og menn.
- Í Noregi er sí-ungur maður sem....
- Jei, einhver með viti!!!
- Í dag er mikilvægur dagur!!!
- Að vera Siglfirðingur og....
- OBEX-LAUSNIR bjóða nú þegar.....
Tenglar
Frábærir bloggarar
- Hertoginn af Gautlandi Gauti frændi á Sigló.
- Leó Óla, sannur Siglfirðingur Fullt af skemmtilegum sögum og æðislegum myndum.
Mínir tenglar
- Litlir englar Yndislegust samtök á Íslandi
- Obex lausnir snilld innandyra sem utan. Held að vegagerðin ætti að kynna sér þetta í stað stórhættulegra víra.
- Vinfastur Heimasíða bátasmiðanna.
- Big Fish Games Skemmtileg leikjasíða við allra hæfi. Frí trial í klst.
- Hvalfjarðarsveit Já, ég á heima hér.
- Siglufjörður Hér er ég fædd og uppalin á besta stað á Íslandi.
- My space síðan mín.
Bækur
Bókalisti
Er alæta á bækur nema ástarsögur
-
Er búin að lesa þessar þrjár seríur eftir hann og fannst þær allar skemmtilegar. Svo eru líka til stakar bækur um tvær af aðalhetjunum. Belgarath galdrakarl og Polgöru galdrakvendi.
: Belgariad- Sería--Malloreon-Sería--The Elenium -
Hrikalega skemmtileg spacefantasía, var smástund að átta mig á að hún gerist á annarri plánetu þar sem heiminum er svo snilldarlega lýst að hann hljómar ofur eðlilega.
: Crystal Rain -
Hef virkilega gaman af bókunum hans um Sigma Force gengið, þar sem viðfangsefnið er ætíð eitthvað á trúarlegum eða sögulegum nótum. Rosa spennandi.
: M.a. Map of Bones-Black Order-Judas Strain og Sandstorn -
Frábær sería sem ég gat ekki slitið mig frá. 1.bókin var þýdd á íslensku nú fyrir jólin og heitir Gátt hrafnsins.
: Ravens Gate-Evil Star-Night Rise -
Elska svona bækur
: Holy Blood-Holy Grail -
Frábærar bækur um galdrastrákinn Septimus Heap. Held að þriðja bókin komi út í sumar
: Magyk og Flyte -
Heljarlöng sería, alla vega komnar 12 bækur, ekki búin að lesa þær allar, kaupi þær í slumpum.
: Wheel of Time -
Önnur söguleg skáldsaga um eitthvað trúarlegt. Spennandi bók.
: The Righteous Men -
Ótrúlega fróðleg bók. Les allt sem ég kemst yfir um Maríu Magdalenu.
: The secrets of Maria Magdalena -
Frábærar bækur um meistarþjófinn Locke og kumpána hans. Bók nr. 2 heitir Red Seas under Red Skies.
: The Lies of Locke Lamora -
Sería um drekann Temeraire. Búin að lesa nr 2 og 3 einnig, er að bíða eftir að nr. 4 komi í kilju.
: His Majestys Dragon -
Einnig bók um heim sem ekki er til.
: TUNNELS -
Les mikið af svona bókum, skáldsögur sem eiga sér stað í sögulegum raunveruleika.
: The Templar Legacy -
Frábær um aðra London í samsíða vídd við hina.
: UNLUNDON -
Allir að lesa þessa bók.
: Neverwhere -
Hafði lesið bókina áður en myndin kom. Elska bækurnar hans.
: Stardust
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Guð hvað ég skil pirrrrrringinn þinn. Það er óþolandi að lenda aftur í skuldum, ég bara þoli það ekki og er einmitt í þeim sporum núna
Unnur R. H., 22.5.2008 kl. 10:23
og eða eins og maðurinn í bankanum sagði þú átt ekki nóga innistæðu til þess að við getum lánað þér......... skamm skamm sveitastjóri ........ hún fær ekki hátt skor hjá mér þessi kelling
Gauti Halldórsson, 22.5.2008 kl. 11:47
...........................................................
Gauti Halldórsson, 22.5.2008 kl. 11:49
Leiðrétting: "að þurfa að borga af TVEIM húsum......"
Bylgja Hafþórsdóttir, 22.5.2008 kl. 12:20
Bylgja.... þið eigið ekki að borga reikninginn :)
Allavega samkvæmt síðustu fréttum sem ég fékk frá bóndanum á Fellsenda er reikningurinn ekki ætlaður ykkur... Það er mun meira á hans prjónum heldur en að ætla að láta ranga aðila borga skuld sem þeir eiga ekki :)
Stefán í Skipanesi hafði samband við Gunna þegar ykkur vantaði húsnæði því hann vissi að Fellsendi stæði auður, lét ykkur í framhaldi af því fá númerið hjá honum. Síðan talaði Einar við Gunna ( að fyrra bragði) um leiguna en þar sem samtal þeirra er ekki skjalfest að þá þýðir ekkert að eiga við sveitina.
En allavega er reikningurinn stílaður á hvalfjarðarsveit en ekki ábúendur á Fellsenda :)
Eva Lind Matthíasdóttir (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 13:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.