Húsafréttir af Myglumel 7

husid

Í gær kláraði Eyjó, tengdasonur minn að leggja hitalagnirnar í grunn nýja hússins og naut við það dyggrar aðstoðar Sigrúnar minnar sem strappaði og strappaði. Við Sæunn komum svo í humátt á eftir með klippur og klipptum alla enda í burtu, svo nú er bara að setja þrýsting á kerfið(loft) og panta steypuna. Jibbí, platan er að verða klár. Húsið er loks laust úr tollinum og ég reikna með að Ívar sæki gámana nú í vikunni. Ég ætla aftur á móti að fara og panta klæðninguna utan á húsið og byrja að bera á hana svo eitthvað af henni verði nú tilbúið til ásetningar þegar húsið rís. Gátum fengið hús með utanhússklæðningunni á en okkur fannst við verða að hafa eins klæðningu og er á bílskúrnum. Er vön einungis 3 eða 4 ár síðan við höfðum klætt gamla húsið og þar málaði ég stærstan part af klæðningunni. Vil ekki að hún fari upp nema grunnuð og máluð í tvígang, bæði að innan- og utanverðu. Svo málverkur verður það einhverja næstu daga takk fyrir. Heyrumst kæru bloggvinir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Til hamingju með þennan áfanga!  

Kjartan Pálmarsson, 2.6.2008 kl. 12:11

2 identicon

Óska ykkur líka til hamingju með áfangann!  Segi enn og aftur:
Haltu baráttunni áfram, skila sér einhvern daginn

Bestu kveðjur frá annarri myglusveppakonu

Kristín (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 12:18

3 Smámynd: Bylgja Hafþórsdóttir

Takk fyrir kveðjurnar, svo er fljótlegt að reisa húsið og uppkomið verður það tilbúið til málunar og spörtlunar. En fyrst er að koma þak og utanhúss klæðningu á. Hipp hipp húrra. Getum líkað huggað okkur við að verð hússins hélt óbreytt þar sem við borguðum svo mikið inn á það í upphafi. Ekkert gengisbreytinga tap hér. Hjúkket.

Bylgja Hafþórsdóttir, 2.6.2008 kl. 12:21

4 Smámynd: Bylgja Hafþórsdóttir

Mátti til með að grobba mig með því að setja inn mynd af innviðum nýja hússins. Ekki stórt en alveg nóg fyrir okkur. Herbergi handa Sæunni og eitt auka fyrir hin þrjú þegar þau nenna að kíkja í heimsókn til Mömmu gömlu með familíuna sína eða þegar amma gamla fær aðrahvora ömmustelpuna í næturheimsókn já og/eða eitthvað af frændsystkinunum sem vilja koma í heimsókn eða pössun í sveitina.

Bylgja Hafþórsdóttir, 2.6.2008 kl. 13:36

5 Smámynd: Bylgja Hafþórsdóttir

Já og svo nýtist eldhúsinnréttingin sem ég hafði keypt í gamla húsið og bíður mín enn niðrí Egg mjög vel í þetta eldhús. Jibbí

Bylgja Hafþórsdóttir, 2.6.2008 kl. 13:38

6 identicon

Til hamingju!! En kannski að þú hafir ekki tekið eftir því ( ég skoðaði teikninguna sko ) en......... húsið er á sænsku!!! Það mun ekki skiljast orð þarna inni???

Síðasti Siglfirðingurinn (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 23:25

7 identicon

 Thil hamingju Bylgja min.

Thu sverd thig i ættina, dugleg, dugleg, dugleg og jakvæd eins og foreldrar thinir.

Baluo (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 09:05

8 Smámynd: Bylgja Hafþórsdóttir

Jamm Hólmar það er á sama stað. Valdi húsið m.a. út frá því og aðalinngangurinn er líka á sama stað svo ekkert vesen, he he.

Gamli Siglfirðingur, he he góður. Ef þetta er ekki einhver sem ég heff þekkt síðan 1971 þá er ég illa svikin. Mann pratar bara norsk he he

Bylgja Hafþórsdóttir, 3.6.2008 kl. 10:11

9 identicon

Hamingjuóskir med húsid:)  Fann vefin thinn hjá Steingrím.  Kossar og knúsar á ykkur. Bestu kvedjur.  Sirrý Ráska.

Sirrý Hallgrímsdóttir (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 08:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bylgja Hafþórsdóttir

Höfundur

Bylgja Hafþórsdóttir
Bylgja Hafþórsdóttir

Er bara ég sjálf. Eineggja tvíburi og stolt af því. Á einnig 5 yndislega yngri bræður.

Nýjustu myndir

  • thorri
  • thootab2
  • thorrab
  • onnur
  • egoghronn
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bækur

Bókalisti

Er alæta á bækur nema ástarsögur

  • David Eddings: Belgariad- Sería--Malloreon-Sería--The Elenium
    Er búin að lesa þessar þrjár seríur eftir hann og fannst þær allar skemmtilegar. Svo eru líka til stakar bækur um tvær af aðalhetjunum. Belgarath galdrakarl og Polgöru galdrakvendi.
    ****
  • Tobias S.Buckell: Crystal Rain
    Hrikalega skemmtileg spacefantasía, var smástund að átta mig á að hún gerist á annarri plánetu þar sem heiminum er svo snilldarlega lýst að hann hljómar ofur eðlilega.
    ****
  • James Rollins: M.a. Map of Bones-Black Order-Judas Strain og Sandstorn
    Hef virkilega gaman af bókunum hans um Sigma Force gengið, þar sem viðfangsefnið er ætíð eitthvað á trúarlegum eða sögulegum nótum. Rosa spennandi.
  • Anthony Horowitz: Ravens Gate-Evil Star-Night Rise
    Frábær sería sem ég gat ekki slitið mig frá. 1.bókin var þýdd á íslensku nú fyrir jólin og heitir Gátt hrafnsins.
    *****
  • Michael Baigent-Richard Leigh-Henry Lincoln: Holy Blood-Holy Grail
    Elska svona bækur
    *****
  • Angie Sage: Magyk og Flyte
    Frábærar bækur um galdrastrákinn Septimus Heap. Held að þriðja bókin komi út í sumar
    ****
  • Robert Jordan: Wheel of Time
    Heljarlöng sería, alla vega komnar 12 bækur, ekki búin að lesa þær allar, kaupi þær í slumpum.
    ****
  • Sam Bourne: The Righteous Men
    Önnur söguleg skáldsaga um eitthvað trúarlegt. Spennandi bók.
    ****
  • Dan Burstein og Arne De Keijzer: The secrets of Maria Magdalena
    Ótrúlega fróðleg bók. Les allt sem ég kemst yfir um Maríu Magdalenu.
    *****
  • Scott Lynch: The Lies of Locke Lamora
    Frábærar bækur um meistarþjófinn Locke og kumpána hans. Bók nr. 2 heitir Red Seas under Red Skies.
  • Naomi Novik: His Majestys Dragon
    Sería um drekann Temeraire. Búin að lesa nr 2 og 3 einnig, er að bíða eftir að nr. 4 komi í kilju.
    *****
  • Roderick Gordon & Brian Williams: TUNNELS
    Einnig bók um heim sem ekki er til.
    ****
  • Steve Berry: The Templar Legacy
    Les mikið af svona bókum, skáldsögur sem eiga sér stað í sögulegum raunveruleika.
    ****
  • China Miewille: UNLUNDON
    Frábær um aðra London í samsíða vídd við hina.
    ****
  • Neil Gaiman: Neverwhere
    Allir að lesa þessa bók.
    *****
  • Neil Gaiman: Stardust
    Hafði lesið bókina áður en myndin kom. Elska bækurnar hans.
    ****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 145573

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband