5.6.2008 | 11:34
Draugar, djöflar og önnur dásemdarfyrirbæri!!!
Bylgja, Get a life. Eitthvað sem hún dóttir mín sýndi mér á hinni dásamlegu uppsprettu "Túbunni" varð til þess að ég fór að slá inn leitarorðum á borð við: "Ghosts", "Demons", "Stigmata" og einhverju álíka gáfulegu. Og hvílíkt ógrynni af myndefni sem er þarna inni. Og það sem vakti einna helst furðu mína var hverjir voru að setja inn svona efni. Mest áberandi var af því sem á einhvern hátt getur talist trúverðugt kom nefnilega frá kristilegum síðum eins og "saintbirgitte.com" og "thebibleword.com". Verandi sannur hjátrúafullur Íslendingur þá verð ég að viðurkenna að ansi margt þarna inni fékk mann til að vilja skoða meira og meira. Hverjir sáu t.a.m. myndina um Emily Rose. Þarna inni eru ljósmyndir og hljóðupptökur af persónunni sem Emily var byggð á og heitir Anneliese Michell eða eitthvað álíka. Óhuggulegar myndir. Einnig ljósmyndir af Theresu Neumann, sem flestir ættu að kannast við. Þarna inni eru líka myndbönd sem allavega fyrir mér voru ansi trúverðug og báru greinilega merki um hræðslu og fát þeirra sem urðu fyrir þeirri reynslu að ná afturgöngum á myndband.
Og til að klykkja endanlega út með hversu biluð ég er að þá viðurkenni ég hér og nú að ÉG HEF SÉÐ GEIMSKIP. Verst að vitnið mitt, sá sem sá þetta með mér nálægt Dalvík, að ég held árið 1978 er nú látinn og ég hef oft bölvað sjálfri mér yfir að hafa ekki fengið hann til að staðfesta frásögn mína. Fyrir því lágu vissar ástæður sem óþarfi er að nefna hér, alla vega tók ég ákvörðun um að tala aldrei við viðkomandi framar og stóð við það. Blessuð sé minning hans. Hef sagt ættingjum frá þessu en held að þeir trúi mér ekki alveg, skyldi engan undra. En GEIMSKIP sá ég og hana nú, jafn greinilega og tölvuskjáinn fyrir framan mig þessa stundina. Geriði bara grín að mér he he. Auglýsi samt hér með eftir einhverjum sem sá þetta sama fagra helgarnótt fyrir norðan við dunandi dansmúsík frá balli á Dalvík.
Set hér með að gamni 3 myndbönd sem náðu að fanga athygli mína á "Túbunni"
http://www.youtube.com/watch?v=DR24ryIiHpw&feature=related
http://youtube.com/watch?v=zUtAmIakL0Q
http://www.youtube.com/watch?v=R0c2Z4H3C1Q
Góða skemmtun.
Um bloggið
Bylgja Hafþórsdóttir
Nýjustu færslur
- Einstefnuhugsunarháttur!
- Ætli það verði hægt að .......
- Nei, nú er mín kjaftstopp. Eru þetta hálfvitar???
- Þorrablót KKS á Sigló-Bara gaman
- Menn og konur. -KAFFI- Konur og menn.
- Í Noregi er sí-ungur maður sem....
- Jei, einhver með viti!!!
- Í dag er mikilvægur dagur!!!
- Að vera Siglfirðingur og....
- OBEX-LAUSNIR bjóða nú þegar.....
Tenglar
Frábærir bloggarar
- Hertoginn af Gautlandi Gauti frændi á Sigló.
- Leó Óla, sannur Siglfirðingur Fullt af skemmtilegum sögum og æðislegum myndum.
Mínir tenglar
- Litlir englar Yndislegust samtök á Íslandi
- Obex lausnir snilld innandyra sem utan. Held að vegagerðin ætti að kynna sér þetta í stað stórhættulegra víra.
- Vinfastur Heimasíða bátasmiðanna.
- Big Fish Games Skemmtileg leikjasíða við allra hæfi. Frí trial í klst.
- Hvalfjarðarsveit Já, ég á heima hér.
- Siglufjörður Hér er ég fædd og uppalin á besta stað á Íslandi.
- My space síðan mín.
Bækur
Bókalisti
Er alæta á bækur nema ástarsögur
-
Er búin að lesa þessar þrjár seríur eftir hann og fannst þær allar skemmtilegar. Svo eru líka til stakar bækur um tvær af aðalhetjunum. Belgarath galdrakarl og Polgöru galdrakvendi.
: Belgariad- Sería--Malloreon-Sería--The Elenium -
Hrikalega skemmtileg spacefantasía, var smástund að átta mig á að hún gerist á annarri plánetu þar sem heiminum er svo snilldarlega lýst að hann hljómar ofur eðlilega.
: Crystal Rain -
Hef virkilega gaman af bókunum hans um Sigma Force gengið, þar sem viðfangsefnið er ætíð eitthvað á trúarlegum eða sögulegum nótum. Rosa spennandi.
: M.a. Map of Bones-Black Order-Judas Strain og Sandstorn -
Frábær sería sem ég gat ekki slitið mig frá. 1.bókin var þýdd á íslensku nú fyrir jólin og heitir Gátt hrafnsins.
: Ravens Gate-Evil Star-Night Rise -
Elska svona bækur
: Holy Blood-Holy Grail -
Frábærar bækur um galdrastrákinn Septimus Heap. Held að þriðja bókin komi út í sumar
: Magyk og Flyte -
Heljarlöng sería, alla vega komnar 12 bækur, ekki búin að lesa þær allar, kaupi þær í slumpum.
: Wheel of Time -
Önnur söguleg skáldsaga um eitthvað trúarlegt. Spennandi bók.
: The Righteous Men -
Ótrúlega fróðleg bók. Les allt sem ég kemst yfir um Maríu Magdalenu.
: The secrets of Maria Magdalena -
Frábærar bækur um meistarþjófinn Locke og kumpána hans. Bók nr. 2 heitir Red Seas under Red Skies.
: The Lies of Locke Lamora -
Sería um drekann Temeraire. Búin að lesa nr 2 og 3 einnig, er að bíða eftir að nr. 4 komi í kilju.
: His Majestys Dragon -
Einnig bók um heim sem ekki er til.
: TUNNELS -
Les mikið af svona bókum, skáldsögur sem eiga sér stað í sögulegum raunveruleika.
: The Templar Legacy -
Frábær um aðra London í samsíða vídd við hina.
: UNLUNDON -
Allir að lesa þessa bók.
: Neverwhere -
Hafði lesið bókina áður en myndin kom. Elska bækurnar hans.
: Stardust
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bylgja mín ég trúi þér alveg með geimskipið, man reyndar ekki eftir geimskipi á Dalvík eftir ball 1978 en varð vör við geimskip í Ólafsfirði nokkru sinnum á árunum milli 1970 og 1980 , eða réttara sagt geimverur. Úff ég man greinilega lyktina af þeim það er lyktin sem stendur mest uppúr. Var vör við þetta nokkru sinnum en held það trúi mér enginn og það er þá bara allt í lagi. Bless Ásta
Ásta (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 14:27
gott að heyra að það eru fleiri en ég sem hafa upplifað svona og þora að tala um það.
Bylgja Hafþórsdóttir, 5.6.2008 kl. 14:29
Veistu að einu sinni sáum við systir mín fljúgandi furðuhlut í æsku, báðar saman á leiðinni heim eitt síðdegi um mitt sumar. Það var á norðurlendi einhverntímann um árið 1980 - alveg satt, man það eins og það hafi gerst í gær.
Og úff þetta með draugamyndböndin, ég þorði ekki að horfa á það síðasta...hefði átt að sleppa öllu - nebbnilega ein heima þessa dagana
alva (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 16:38
Já, ég held að það séu fleiri en færri sem hafa séð eitthvað svona en þora kannski ekki að tala um það. Þau eru sum hver ansi spúkí myndböndin þarna inni, svei mér þá. Og svo er líka fullt af ljósmyndasíðum.
Bylgja Hafþórsdóttir, 5.6.2008 kl. 16:45
HÆ
Vertu velkomin með hundana þína til mín. Mínar tíkur eru orðnar vanar því að hafa gesti af báðum kynjum. Svo áttu von á boðskorti á næstu dögum frá okkur mæðgum.
kv. Bjarkey
Bjarkey (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 08:42
Iff piff Hólmar, skamm skamm, nei skiljanlegt að þú trúir mér ekki Held að þú hafir verið einn af þeim fyrstu sem ég sagði frá þessu, minnir það. Ertu ekki feginn að vera laus við þessa klikkuðu kellingu sem þú bjóst með, hí hí. Sem hefur séð geimskip og allt, bwahaha.
Hvað eruð þið mæðgur nú að brasa Bjarkey. Dáist að úthaldi þínu og elju. Þú ert alltaf að. Takk fyrir það. Brúnó og Moli eru vanir Skottu hennar Sigrúnar, hún kemur reglulega og gistir í sveitinni svo hún geti sprellað aðeins. Moli og hún eru óaðskiljanleg þegar þau hittast. Brúnó minn vill bara komast á bak, he he, glætan að hann nái. Er að fara að láta gelda hann svo honum líði betur. Kemur hvort sem er aldrei til með að nota vininn til undaneldis.
Bylgja Hafþórsdóttir, 6.6.2008 kl. 11:06
Hólmar kíktu á þetta he he.
http://www.projectcamelot.org/boriska.html
Bylgja Hafþórsdóttir, 6.6.2008 kl. 11:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.